23.2.2007 | 15:39
Stétt gegn Stétt.
Umræðan um stækkun Alcan tekur á sig ýmsar myndir í fjölmiðlum nú á þessum dögum en það sem undarlegast er í þessari umræðu er sannleikurinn og að fara rétt með staðreyndir í þessu máli það fer að mestu neðangarðs í málflutningi anstæðinga stækkunar flestar þær tölur sem notaðar er í teknar úr samhengi og einungis notað þar er helga meðalið hverju sinni án tillits til málefnislegs málflutnings né ígildis talna eins og dæmin sann, Pabba drengurinn af vestan gat ekki farið með réttar tölur á fámennum fundi í Bæjarbíó einu sinnu, síðan er honum hælt fyrir þetta bæði af Ómari Ragnarssyni sem fyrir nokkrum dögum sagði ekkert sjá að fyrirstaða væri fyrir að virkja í neðri hluta Þjórsá í sama streng tekur Sigurður Á. Friðþjófsson, hjá BSRB.
Nú er svo komið að hluti Samfylkingarinnar og Vinstri Grænir hafa slegið saman strengi eða sá hluti Vinstri græna sem eru æviráðnir hjá ríki og bæ þessir tveir hópar, sem vita ekki hvað atvinnuleysi er eða það að missa vinnuna er, eða þau mannréttindi eru að eiga rétt á vinnu er. Þegar atvinnifyrirtæki mega ekki þróast í eðlulegu starfsumhverfi er orði bannorð þá verður hnignun hjá þessum fyrirtækjum og að lokum daga þau uppi og fólk missir vinnuna, hjá þessum flokkum virðist það vera hið besta mál en það kemur fram í málflutningi þeirra sí og æ.
Með þessu er verið að ráðast sífellt á starfsmenn og verkafólk hjá Alcan með slíku ofstæki að annað eins hefur aldrei gerst í Íslandssögunni, síðan hneykslast þessir sömu flokkar á Frjálslindaflokkinum þegar hann ræddi um erlent farandverkafólk og ásakaði flokkinn um rasistma en stunda þá sömu iðju gagnvart starfsfólki og verkafólki hjá Alcan.
Kv.Sigurjón Vigfússon
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt 24.2.2007 kl. 14:36 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Ágæti Sigurjón.
Það er undarlegt að gera andstæðingum stækkunar álversins upp það að þeir séu á móti starfsfólki Alcan, að andstæðingar stækkunnar séu sífellt að "ráðast á starfsmenn og verkafólk" eins og þú skrifar. Þetta er alls ekki rétt, og í raun ósanngjarnt að halda þessu fram. Sjálfur ber ég fulla virðingu fyrir öllu því ágæta starfsfólki sem vinnur í Straumsvík, og stjórnendum líka. Ég trúi því að allir séu að vinna vinnuna sína. Þó ekki komi til stækkunnar, þá verða störf ykkar áfram um langa tíð, enda gengur reksturinn vel. Leyfi mér að setja inn hluta úr fyrri skrifum mínum við aðra færslu á síðunni ykkar, svona því til stuðnings, hafi þú ekki lesið hana !
Hún kemur hér:
Þið starfsmenn, ásamt stjórnendum getið áfram unnið að bættum rekstri innan "núverandi verksmiðju", án stækkunnar á aðstöðu, en með frekari endurnýjun á búnaði, meiri menntun starfsmanna og nýtt ykkur þannig heimild bræðslunnar til 200 þús. tonna ársframleiðslu.
Innan þessa 200 þús. tonna ramma eigið þið að geta rekið verksmiðjuna, - með meiri hagkvæmni og minni mengun. Þetta er það þak sem hvílir á starfseminni í Straumsvík, það er það framleiðslumagn sem þið hafið að vinna með. Þetta er sú heimild sem við Íslendingar höfum þegar veitt Alcan!
Ég minni á að við upphaf var verksmiðjan um 30 þús. tonn, er í dag 180 þús. tonn og er með heimild fyrir 200 þús. tonnum, en þið teljið að verksmiðjan þurfi að stækka í 460 þús. tonn ! Hvenær er nóg, - nóg?
Með bestu kveðju og góða framtíð í Óstækkuðu álveri.
Þorsteinn Gunnlaugsson
Þorsteinn (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 17:05
Sæll, ágæti Þorsteinn.
Þú talar um að 200 þús. ramma sá kerútbúnaður sem er í dag er keyrður á 91 til 93% afli nýtingu og ekki næst meiri framleiðslu aukinn úr þeim búnaði til að auka upp í 200 þús þarf önnur ker, nýja kertæknin sem kallar á vissar breytingar í kerskálum sem er mjög kosnaða söm get ekki séð í fljótu bragið að hún sé hagkvæm kosnaðalega séð.
Sumir andstæðingar stækkunar hafa kalla starfsmenn ýmsum nöfnum Álhausa Kálhausa og annað í niðrænum tón.
Hinsvegar hefur þú ekki gert það ég get ekki anna en virt þínar skoðanir í þessu máli og bið þig að vera jafn málefnalegur áfram sem hingað til svo að umræðan sýni réttari mynd af þessu máli og vill þakka þér fyrir þitt innleg.
Kv, SIgurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 23.2.2007 kl. 19:04
Sæll Sigurjón og takk fyrir jákvæð viðbrögð við skrifum mínum.
Ég geri mér grein fyrir því að núverandi framleiðslubúnaður getur verið takmarkandi fyrir framleiðslugetuna í heild. Ég veit að ykkur hefur tekist vel til með að virkja "apparatið" en eftir stækkunina 1995 þá var talað um að verksmiðjan gæti afkastað 170 þús. tonnum. Ég veit einnig að með sífelldum úrbótum, hefur starfsmönnum tekist að ná í 10 þús. tonn aukalega gegnum verksmiðjuna og ná þannig 180 þús. tonna ársframleiðslu.
Það kemur auðvitað að því að búnaður úreldist, en almennt er gert ráð fyrir því í öllum rekstri, stórum sem smáum. Tæki og búnaður er afskrifaður og þannig myndaður skattaafsláttur, og hagnaður færður á efnahag til að styrkja fyrirtæki til lengri tíma. Í öllum almennilegum atvinnurekstri þarf að gera ráð fyrir endurnýjun búnaðar og tækja. Þannig sé ég fyrir mér að Alcan eins og aðrir hljóti að gera ráð fyrir endurnýjun á tækjum og tólum en greiði ekki allan hagnað út til eigenda félagsins. Þannig sé ég einnig fyrir mér möguleika til endurnýjunar verksmiðjunnar, td. kerskála 1, með nýjum kerjum og búnaði sem framleiðir meira, en að auki mengar minna. Síðan kerskáli 2 og 3. Þannig verði hægt að framleiða 200 þús. tonn með minni tilkostnaði og meiri hagnaði - og einnig að núverandi starfsmenn haldi störfum sínum.
Með helgarkveðju
Þorsteinn
Þorsteinn (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 20:19
Sæll Þorsteinn
Það kemur fram í fyrri skrifum þínum að þú ert verkfræðingur. Og ég veit að enginn verður verkfræðingur án þess að vera góðum gáfum gæddur og hafa rökhugsun í lagi.
Þessvegna trúi ég að ef þú kynnir þér með opnum huga reksturinn í Straumsvík og hvað er á bak við áhugann á stækkun um 280 þúsund tonn, þá munir þú skipta um skoðun.
Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson
Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 22:45
þið verðið að vitan.. hvar eru þessi skrif um stækkun í 280þ tonn svo við getum kynnt okkur þetta.
Þakkir.
Hfj (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 02:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.