Leita í fréttum mbl.is

Ályktun um stækkun álvers í Straumsvík

Fundur VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna haldinn á Hótel Nordica 24. 2. 2007 leggur áherslu á að álver Alcan í Straumsvík verði stækkað, enda verði stækkunin unnin í sátt við umhverfissjónarmið og fullnægi öllum skilyrðum um mengunarvarnir. Fundurinn telur að stækkun álversins hafi jákvæð áhrif á íslenskt efnahags- og atvinnulíf til framtíðar, stuðli að eflingu iðnaðar og þjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu auk þess að leggja Hafnfirðingum til auknar tekjur. Hins vegar þarf að gæta þess að efnahagslegum stöðugleika verði ekki stefnt í tvísýnu. Fundurinn bendir á að við mat á umhverfisáhrifum þurfi annars vegar að horfa til áhrifa á Íslandi og hins vegar hnattrænna áhrifa. Ljóst er að allar stóriðjuframkvæmdir hafa í för með sér breytingar á umhverfi og mengun. Á móti kemur að eftirspurn eftir áli í heiminum er mikil og þörfin fyrir meira ál er brýn. Hér á landi er hægt að framleiða ál með minni mengun en víðast hvar annars staðar. Hnattræn áhrif stækkunar álversins munu því verða jákvæð. Fundurinn hvetur þá sem kjósa um breytt deiliskipulag til að gaumgæfa vel þau áhrif sem stækkun Alcan hefur í för með sér og nýta kosningarétt sinn. GreinargerðÍ lok mars greiða Hafnfirðingar atkvæði um breytingar á deiliskipulagi á því svæði í Hafnarfirði sem álverið stendur á, en breyting á því er forsenda þess að álver Alcan í Straumsvík geti stækkað. Fyrirtækið hefur nú þegar fengið öll nauðsynleg leyfi yfirvalda til stækkunar, önnur en þau er snúa að breyttu deiliskipulagi. Stækkun álversins mun styrkja atvinnulífið á höfuðborgarsvæðinu og skapa um 350 störf við verksmiðjuna, auk fjölmargra starfa í þjónustu og iðnaði. Verksmiðjan mun einnig hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf og efla hagvöxt til frambúðar. Tekjur Hafnarfjarðarbæjar geta aukist um 370 – 590 milljónir árlega, vegna stækkunarinnar. Við mat á umhverfisáhrifum er mikilvægt að horfa heildstætt á myndina, meta annars vegar þann umhverfisskaða sem verður hér innan lands og hins vegar hnattræn áhrif þess að framleiða ál með umhverfisvænni orku. Slíkt er sérstaklega mikilvægt þegar gróðurhúsáhrif eru höfð í huga. Mikilvægt er að efnahagslegur stöðugleiki ríki þegar hafist verður handa við stækkun og komið verði í veg fyrir að við festumst í fari hárra vaxta og verðbólgu.  

Kv, Sigurjón Vigfússon Stækkum Alcan Já takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband