Leita í fréttum mbl.is

Það er gott að vinna í álveri.

Álverið hjá Alcan mengaði margfalt meira á fyrstu árum starfseminnar sinnar en það gerir nú. Mjög mikið er lagt upp úr því að minnka mengun eins og kostur er, og stefnan er að með nútímatækni er reynt að útrýma menguninni eins og hægt er. Ég tel að mengun álvera verði lítið vandamál í nánustu framtíð.

Álver í dag miðað við mengun og starfsskilyrði er ekki sama og álver fortíðarinnar. Það er gott að vinna í álveri og flestum eða öllum líður þar vel.

Að tala um einhvera mengun í dag miðað við á fyrstu árum álvera er hlægilegt og hjákátlegt.

Fyrir 20 árum síðan keyrðu menn oft í gegnum mengunarský á Reykjanesbrautinni en í dag sjáið þið ekki þessa mengun sem sumir eru sífelt að tönglast á.

Fólkið sem vinnur þarna líður vel, hefur allt til alls og sáralítil hreyfing er á fólki í önnur störf þótt þenslu ástandið sé mikið. Á síðustu árum hefur fólk þurft að bíða í marga mánuði eða árum saman til að fá vinnu hjá Alcan.

Það er stundum  hrikalegt að þurfa að sitja undir þeirri ómálefnanlegri umræðu sem sköpuð eru af mönnum með þekkingarleysi hvað það sé slæmt að vinna í álveri og hafa álver. Neikvæð umræða sem oftast virðist byggð á fordómum en rökum hefur vissulega áhrif og setur illt blóð í okkur sem vinnum á mjög góðum vinnustað og líður vel, höfum mannsæmandi laun sem er ekki hægt að segja um allt þjóðfélagið.

Kveðja Árelíus Þórðarson.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband