Eins og margir vita þá hef ég verið að rita nokkur greinarkorn á þessa síðu í tæpa þrjá mánuði. Það skal viðurkennast að ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með alla þá útúrsnúninga sem við fáum yfir okkur frá hinum ágætu Sólar mönnum með hjálp fjölmiðla landsins.
Á síðu Dofra Hermannssonar er hægt að lesa eftirfarandi.:
Ef þú hefur raunverulegar áhyggjur af virku íbúalýðræði held ég að þú ættir að beina sjónum þínum að þeirri staðreynd að Alcan er með þig sjálfan (Tryggva) og fjölda annarra starfsmanna á fullum launum við að reka áróður fyrir stækkun álversins.
Hvað meinar hinn ágæti Dofri þingflokksformaður Samfylkingarinnar með fjölda manns á fullum launum í áróðri? Það vita allir að skipuleggja þarf starf til að koma réttum upplýsingum til fólks. Örfáir menn sem hægt er að telja á fingrum annara handar hafa verið í forsæti okkar ágæta fyrirtækis að koma upplýsingum á framfæri. Í svona baráttu þarf að upplýsa fólk. Fólk á ekki að láta múgæsingu hafa áhrif á sig. Sjálfur hef ég tekið þátt í baráttunni að gott fyrirtæki fái að stækka og dafna af hugsjóninni einni ásamt mínum vini Sigurjóni Vigfússyni. Flestir eða allir starfsmenn fyrirtækisins vinna að slíkum málum með skrifum í fjölmiðla og að koma réttum upplýsingum til skila.
Hvað er rangt við það að við sem teljum rétt að Alcan stækki látum í okkur heyra. Það er mjög erfitt að berjast á móti fjórða valdinu þar sem allt sem við segjum rétt og satt frá er snúið á haus.
Að lokum.
Ég skora á alla Hafnfirðinga að kjósa með hjartanu og láta ekki áróður eins eða neins hafa áhrif á ykkur. Alcan er gott fyrirtæki enda hef ég unnið þar í um tíu ár.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Skora á Hafnfirðinga að kjósa JÁ með stækkun Alcans.
Kveðja.
Árelíus Þórðarson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Af mbl.is
Erlent
- Jörðin hvorki flöt né kringlótt
- Ríkisstjórn Ísraels samþykkir vopnahlé
- Breytingar bera árangur: París verður hjólaborg
- Byggja geymslu fyrir kjarnorkueldsneyti
- Innsetningarathöfnin færð inn í þinghúsið
- Verð að fá tíma til að fara yfir stöðuna
- Sonja í fullu fjöri með gangráðinn
- Hæstiréttur staðfestir TikTok-bann
- Öryggisráð Ísraels samþykkir vopnahlé
- Fasísk öfl bak við innbrot í sendiráð
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.