Leita í fréttum mbl.is

Hafnfirðingar láta vonandi hjartað ráða þegar kosið verður um stækkun Alcans?

Eins og margir vita þá hef ég verið að rita nokkur greinarkorn á þessa síðu í tæpa þrjá mánuði.  Það skal viðurkennast að ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með alla þá útúrsnúninga sem við fáum yfir okkur frá hinum ágætu Sólar mönnum með hjálp fjölmiðla landsins. 

Á síðu Dofra Hermannssonar er hægt að lesa eftirfarandi.:

Ef þú hefur raunverulegar áhyggjur af virku íbúalýðræði held ég að þú ættir að beina sjónum þínum að þeirri staðreynd að Alcan er með þig sjálfan (Tryggva) og fjölda annarra starfsmanna á fullum launum við að reka áróður fyrir stækkun álversins.

Hvað meinar hinn ágæti Dofri þingflokksformaður Samfylkingarinnar með fjölda manns á fullum launum í áróðri?  Það vita allir að skipuleggja þarf starf til að koma réttum  upplýsingum til fólks.  Örfáir menn sem hægt er að telja á fingrum annara handar hafa verið í forsæti okkar ágæta fyrirtækis að koma upplýsingum á framfæri.  Í svona baráttu þarf að upplýsa fólk.  Fólk á ekki að láta múgæsingu hafa áhrif á sig.  Sjálfur hef ég tekið þátt í baráttunni að gott fyrirtæki fái að stækka og dafna af hugsjóninni einni ásamt mínum vini Sigurjóni Vigfússyni.  Flestir eða allir starfsmenn fyrirtækisins vinna að slíkum málum með skrifum í fjölmiðla og að koma réttum upplýsingum til skila.

Hvað er rangt við það að við sem teljum rétt að Alcan stækki látum í okkur heyra.  Það er mjög erfitt að berjast á móti fjórða valdinu þar sem allt sem við segjum rétt og satt frá er snúið á haus.

Að lokum.

Ég skora á alla Hafnfirðinga að kjósa með hjartanu og láta ekki áróður eins eða neins hafa áhrif á ykkur.  Alcan er gott fyrirtæki enda hef ég unnið þar í um tíu ár.

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

Skora á Hafnfirðinga að kjósa með stækkun Alcans.

Kveðja.

Árelíus Þórðarson  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband