Leita í fréttum mbl.is

Alcan: Raflínur í jörðu

Stór hluti raflína að álverinu í Straumsvík verður lagður í jörðu samkvæmt nýju samkomulagi Alcan og Landsnets. Álverið greiðir kostnaðinn og Hafnarfjarðarbær mun ekki bera neinn kostnað af breytingunum.

Ekki stendur aðeins til að nýjar línur fara í jörð heldur líka hluti þeirra sem fyrir eru. Sú kvöð fylgir þessu samkomulagi að stækkun álversins verði samþykkt í kosningunum á laugardag.

Helstu breytingarnar verða þær að línumannvirki við Vallarhverfið verða fjarlægð ásamt stórum hluta spennistöðvarinnar við Hamranes. Aðrar loftlínur sem nú standa ofan við byggðina verða grafnar í jörð við Kalárselsveg að spennustöðinni en stöðin mun að loknum breytingum aðeins þjónusta íbúðabyggð í Hafnarfirði.

  Kv, Sigurjón Vigfússon

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Það er vonandi að Hafnfirðingar sjái ljósið.  Þessar auglýsingar sem nú eru keyrðar eru alveg út í hött, og vægast sagt mjög misvísandi.   Þar er borðið er sama losun co2 bíla og álversins og það er svo sýnt eins og CO2 sé að kæfa börnin í Hafnarfirði.  

Þeir vilja kannski líka banna börnum að mæta í skólann, þau hitta þar annað fólk sem líka gefa frá sér CO2.  Ætli foreldrar í Hafnarfirði viti yfir höfuð að það er CO2 í blóði? Við komumst samt í gegnum daginn.  Ég vona að þau hafi aldrei brennt kerti, eða komið nálægt hver.  Ætli foreldra viti að þau eru með CO2 gjafa inni hjá sér bæði í ruslinu og ávöxtum sem eldast.    Væntanlega halda folderar í Hafnarfirði börnunum frá eitrinu gosi, það er er slatti af CO2 í hverri flösku. 

Þetta er nú bara nokkur dæmi um hvar CO2 er að finna. Það er því greinilegt að hætturnar leynast víða samkvæmt Sól í straumi. Baráttan gegn álveri er því væntanlega bara fyrsta skrefið af mörgum af hjá þeim.

TómasHa, 27.3.2007 kl. 23:31

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. TómasHA. Ljónið þakkar þér með auðmýkt gott og vél orðað innleg.  

Ég á barnabörn sem búa í miðbæ Hafnarfjarða þau þurfa að anda að sér meira af svifryki en börn á Holtinu og á Völlunum og hættulegra ( NOx) frá Alcan ( SO2) samkvæmt mælingum, en svona er umræðan orðin skökk.

Kv, Sigurjón Vigfússon  

Rauða Ljónið, 27.3.2007 kl. 23:53

3 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Sæll Rauða ljón.

Hafið það sem best í baráttunni sem framundan er.

Árelíus Örn Þórðarson, 28.3.2007 kl. 00:51

4 identicon

Sæll Sigurjón.

Hvernig á að túlka þessa frétt?

Er Alcan að leggja meiri fjármuni til kosningabaráttunnar nú á síðustu dögum fyrir kosningu? Er verið að kaupa íbúa á Völlunum til fylgis við stækkun?

Með bestu kveðju

Þorsteinn Gunnlaugsson

Þorsteinn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband