28.3.2007 | 02:49
Arðsemi Landsvirkjunar vel ásættanleg af stóriðju.
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir það rangt hjá Kristínu Pétursdóttur, hagfræðingi og fyrrverandi aðstoðarforstjóra Singer og Fridlander bankans í London, að Landsvirkjun sé rekin með óviðunandi arðsemi".
Haft var eftir Kristínu í Fréttablaðinu í gær að íslenskir skattborgarar væru að niðurgreiða rafmagn" til stóriðju.
Fyrir liggur samkomulag milli Landsvirkjunar og Alcan á Íslandi um raforkuverð, sem er ekki síðra en það verð sem Fjarðaál greiðir, en það gefur 11,9 prósenta arðsemi eiginfjár. Hagur Landsvirkjunar af sölunni er svipaður og hjá sambærilegum raforkufyrirtækjum á Vesturlöndum," segir Friðrik.
Tekið af Vísi.is
Kv. Sigurjón Vigfússon
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Það er áhugavert að alþjóðabankar og stórir fjárfestar gera kröfur til hámarksgróða, sem oftast kemur niður á gæðum.
Dæmi eru fréttafyrirtækin í USA, þar sem heimting á 15-20% ársgróða hefur snyrt út mikið af faglegri rannsóknarblaðamennsku. Sem er dýr. "Fréttir" eru oftast einhver ódýr framleiðsla og gæðin eftir því. En það sem heimtað er, er þessi hámarksgróði fyrir fjárfestana, eigendurna. Þetta er eini útgangspunkturinn. Staðallinn og heimtingin er brengluð, enda snýst lífið ekki bara um sjálfann gróðann. Þó þjóðfélagið sé uppfullt af þeim krabba-hugsanahætti.
Ólafur Þórðarson, 28.3.2007 kl. 03:38
Það er auðvitað stefna allra fyrirtækja að reka það með hagnaði, annað væri óraunhæft og myndi flokkast sem góðgerðarstarfsemi. En fyrirtæki geta samt sem áður og ættu að stefna að sjálfbærum rekstri, sátt við samfélagið og huga að umhverfis, heilbrigðis og öryggismálum. Allt þetta gerir Alcan og Landsvirkjun örugglega líka.
Kveðja, Fannar
Fannar Jónsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 09:11
Sæll Sigurjón.
Auðvitað veit Firðrik best. Hann situr jú á upplýsingunum um hvert raforkuverðið er til Alcan og Fjarðaráls á meðan við Íslendingar, sem jú eigum að ákveðnu leiti í Landsvirkjun vitum ekki neitt og fáum ekki að vita.
En af hverju er þá þessi feluleikur með raforkuverðið finnst verðið til álfyrirtækjanna er sambærilegt! Voru það ekki helstu rök Landsvirkjunar að ekki mætti upplýsa hvað hinn álframleiðandinn greiddi fyrir orkuna? Nei, Landsvirkjun segir arðsemi góða en það gleymist í umræðunni að fjármagnið sem Landsvirkjun hefur tekið að láni, er allt með ríkisábyrgð og því allur vaxtakostnaður lægri en ella. Það væri nú ekki slæmt fyrir önnur fyrirtæki á Íslandi að fá ríkisábyrgð á lántökur sínar. Raforkuverð til álfyrirtækjanna er því á sinn hátt "niðurgreitt", samanborið við það gjald sem tekið er af öðrum fyrirtækjum og hvað þá íbúum þessa lands.
Til staðfestingar á lágu raforkuverði, er hollt að hver og einn spyrji sjálfan sig hver sé hvati þessara fyrirtækja að reisa hér nýja álframleiðslu auk stækkana? Velti hér upp nokkrum spurningum í því sambandi:
1. Er það hnattræn staðsetning?
2. Er það mikil náttúrufegurð?
3. Er það gott mannlíf?
4. Er það hæft starfsfólk?
5. Er það lágur launakostnaður?
6. Er það lágur framleiðslukostnaður?
7. Eða er það eitthvað annað?, ef já þá hvað?
Svari nú hver fyrir sig
Annars sá ég ágæta umfjöllun á neðangreindum link um málefnið, ef einhver vill kynna sér það frekar:
http://www.solistraumi.org/archives/186#respond
Með bestu kveðju
Þorsteinn Gunnlaugsson
Þorsteinn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 09:19
Sæll Þorsteinn,
Þegar rætt er um raforkuverð til heimila og til fyrirtækja þarf að huga að því að raforka til fyrirtækja er án allrar þjónustu. Það er skilað til fyrirtækja við mun hærri spennu og ekki þarf að deila raforkunni inn á mörg hús með skilgreinda spennu. Við þessa deilingu tapast alltaf eitthvað af raforkunni ólíkt háspennu til fyrirtækja. Einnig kaupa fyrirtæki eins og álver grýðalega mikið magn af orku samanborið við heimili og þau kaup eru stöðug allt árið í kring ólíkt kaup heimila. Það er því ekkert óeðlilegt að stór fyrirtæki borgi minna fyrir raforkuna en heimilin.
Varðandi spurningarnar þá myndi ég segja hiklaust gott og hæft starfsfólk og þekking þeirra á áliðnaði. Við erum ofarlega á heimsmælikvarða þegar kemur að umhverfismálum. Annað er endurnýjanleg og ÖRUGG orka. Þetta er það sem er farið að skipta svo gríðarlega miklu máli nú til dags. Í mörgum löndum eru komnar miklar hömlur á notkun kola og olíu til raforkuframleiðslu (sem er bara af hinu góða) og skiptir því endurnýjanleg orka miklu máli. Þessar hömlur gera það að verkum að notkun kola og olíu er takmörkuð á tímum, óviss og sveiflukenndur kostnaður. Eitthvað sem fyrirtæki vilja forðast og því skiptir örugg orka með stöðugan kostnað miklu máli.
Ég vona að þetta svari einhverjum af spurningum þínum.
Kveðja, Fannar Jónsson
Fannar Jónsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 09:41
Sæll Fannar og takk fyrir þitt álit.
Auðvitað eiga stórnotendur að greiða lægra verð fyrir raforku en aðrir smærri notendur, bæði vegna magns notkunar og þörf fyrir þjónustu. Við skulum þó ekki gera lítið úr skyldum vegna sölu/þjónustu til álframleiðslu - þar sem krafa um örugga afhendingu er mikil.
Spurningin er þá bara hve miklu lægra verðið skal vera?
Þekkt er að ekki er hægt að fá meira fyrir vöru/þjónustu en það sem kaupandinn er tilbúinn að greiða fyrir hana!
Varðandi hvata álfyrirtækja til að starfrækja framleiðslu á Íslandi, þá er það lágt raforkuverð að mínu mati sem ræður, þó á tillidögum sé talað um annað. Með fullri virðingu fyrir öllu því góða fólki sem vinnur í álverinu í Straumsvík, stjórnendum sem almennum starfsmönnum, (sem ég þekki persónulega margt hvert) þá er það framleiðslukostnaðurinn sem öllu ræður í afkomu rekstrarins, þegar heimsmarkaðsverð ræður álverði. Þar er það raforkukostnaðurinn sérstaklega og hráefniskostnaðurinn, en síðan launakostnaður sem eru þungavigtarliðir í því sambandi.
Með bestu kveðju
Þorsteinn Gunnlaugsson
Þorsteinn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 10:30
Sæll Þorsteinn,
Já og sama er hægt að segja með hvert annað fyrirtæki sem er rekið. Kaup á hráefni og sala vöru eru lykil þættir í rekstri allra fyrirtækja.
Kveðja, Fannar Jónsson
Fannar Jónsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.