31.3.2007 | 11:35
Allt fyrir málstaðinn ... notum börnin!
Þeir sem lásu færsluna mína um misnotkun Framtíðarlandsins á börnum (http://stundinokkar.blog.is/blog/stundinokkar/entry/151735/) eru væntanlega ekki hissa á því að mér finnist það ósmart að andstæðingar stækkunar álversins etji börnunum sínum út í svona lagað. Ég sá til dæmis grein í bæjarblaðinu þar sem 10 ára barn er að kvarta yfir því að fá ekki að kjósa. Kommon! Trúir því virkilega einhver að 10 ára barn sé miður sín yfir því að hafa ekki kosningarétt?
Nei, þessi skæruhernaður er farinn að minna mann á fréttir utan úr heimi þar sem börnum er atað út í grjótkast eða þeim sigað fremst í víglínur í borgarstríðum með hríðskotabyssur eða basúkkur í hendinni! Ég efast um að öllum Hafnfirðingum þyki smekklegt að vera með þessum hætti komin í hóp með Palestínu, Írak og Sierra Lione!
Ég sá líka mjög skrítin komment út í gamla fólkið í Hafnarfirði hjá einum andstæðingi stækkunar, en hann virtist vera þeirrar skoðunar að fólk sem væri dautt innan fárra ára ætti ekki að hafa kosningarétt! Já, þið lásuð rétt og ef þið haldið að þetta séu útúrsnúningar þá er best að láta beina tilvitnun í umrædd skrif fylgja hérna með:
"Hitt er síðan alveg fullgild spurning, hvort það sé í raun og veru þeirra sem komnir eru af léttasta skeiði að ákvarða, með eða á móti, í máli sem hafa mun áhrif á unga og ófædda til næstu 60 til 80 ára ef stækkun verður samþykkt. Ég tel ekki," segir einn sólarmaðurinn á http://redlion.blog.is/blog/redlion/entry/159379/. Þetta væri raunar fyndið ef þetta væri ekki svona sorglegt.
Hafnfirsk ungmenni mótmæla álversstækkun |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:30 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Einstaklega óviðeigandi og ósmekklegt eins og þú bendir á. Á svo ekki að banna fólki med lífshættulega sjúkdóma að kjósa einnig? Hér er mönnum greinilega ekkert heilagt í viðleitni sinni og áróðri.
Kveðja,
Ólafur Als, 31.3.2007 kl. 11:47
Heill og sæll Palli Pé.
Ég þakka þér fyrir að halda á lofti vangaveltum mínum um hverra er framtíðin og hverjir ættu því að kjósa í dag. Mér finnst þó ósmekklegt að gera mér það upp að tala um andlát fólks innan fárra ára, enda hef ég ekki rætt þannig um málið. Mér gefst því tækifæri enn einu sinni að útskýra mál mitt. Takk fyrir það.
Ég trúi því ekki að nokkur maður telji að meina eigi öldruðum að kjósa í stækkunarmálinu, ég hef hvergi séð það sjálfur né ritað?
Ég er aðeins að velta með Hafnfirðingum vöngum hverra það er að ákvarða um hag Hafnarfjarðar og Hafnfirðinga og skuldbindinga til næstu 60 til 80 ára verði af stækkun.
1. Er það þeirra sem eru hættir á vinnumarkaði?
2. Er það þeirra sem hætta á vinnumarkaði innan næstu 10 ára?
3. Er það okkar sem erum komin á miðjan aldur?
4. Er það ungu kynslóðarinnar sem á eftir að búa við ákvörðun okkar?
5. Eða er það þeirra sem ófæddir eru?
Nú er það svo að þeir tveir síðast nefndu geta ekki tjáð sig um málið þar sem fyrri hópurinn er ekki með kosningarétt og hinn ófæddur.
Það er því mikilvægt að við gætum okkar í dag, því í kjörklefanum förum við hvert og eitt með okkar eigið atkvæði, en á ákveðinn hátt með umboð þeirra sem ekki fá eða geta ekki kosið.
Lifið heilir stækkunarsinnar og aðrir Hafnfirðingar og megum við öll eiga góðan kosningardag og bjarta framtíð hvernig sem fer í stækkunarmálinu.
Þorsteinn Gunnlaugsson, rekstrarverkfræðingur M.Sc.
Þorsteinn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.