19.5.2007 | 04:59
Ál á bílinn, Græni málmurinn.
Bandarískir vísindamenn hafa fundið nýja leið til þess að framleiða vetni. Smákúlur búnar til úr áli og gallium framleiða hreint vetni þegar vatni er hellt á þær.
Litið er á vetni sem einn besta kostinn af hreinum eldsneytum, sérstaklega fyrir bíla, vegna þess að vatnsgufa er það eina sem myndast við bruna á því. Bush Bandaríkjaforseti hefur sagt vetni vera eldsneyti framtíðarinnar, en rannsakendur hafa enn ekki komist að niðurstöðu um hver sé hagkvæmasta leiðin til þess að framleiða og geyma það.
Í rannsókninni sem gerð var við Purdue Háskólann í Indiana er "Vetnið framleitt eftir þörfum, svo þú framleiðir aðeins eins mikið og þig vantar, þegar þig vantar það" sagði Jerry Woodwall, prófessor í verkfræði, en hann uppgötvaði nýja kerfið. Woodwall sagði í tilkynningu að vetnið þyrfti hvorki að geyma né flytja, og þar með væri tveimur erfiðleikum við framleiðsluna eytt.
Vísindamenn við Purdue háskólann sjá fyrir sér að hægt væri að nota vetnið fljótlega á minni vélar eins og sláttuvélar og keðjusagir. Þeir telja að einnig væri hægt að nota það á bíla, annaðhvort sem staðgengil fyrir bensín eða til að keyra áfram vetnisrafal.
Eitt og sér bregst ál ekki við vatni, vegna þess að húð myndast yfir álið þegar það kemst í snertingu við súrefni. En gallium kemur í veg fyrir að þessi húð myndist, og leyfir álinu að bregðast við súrefni í vatninu sem leysir þá úr læðingi vetni og áloxíð, einnig þekkt sem súrál. Það sem eftir stendur er áloxíð og gallium. Það eina sem vélin skilar frá sér við brunan á vetninu er vatnsgufa.
"Engar eiturgufur verða til" sagði Woodland.
Framleiðslukostnaðurinn við þetta er um það bil þrír dollarar á gallonið, sem er svipað verð og gallonið af bensíni kostar í Bandaríkjunum.
Prófessor Woodland sagði að ef súrálið sem eftir væri yrði endurunnið og gert væri gæðaminna gallium væri hægt að minnka framleiðslukostnaðinn enn frekar, og gera kerfið á viðráðanlegra verði.
Litið er á vetni sem einn besta kostinn af hreinum eldsneytum, sérstaklega fyrir bíla, vegna þess að vatnsgufa er það eina sem myndast við bruna á því. Bush Bandaríkjaforseti hefur sagt vetni vera eldsneyti framtíðarinnar, en rannsakendur hafa enn ekki komist að niðurstöðu um hver sé hagkvæmasta leiðin til þess að framleiða og geyma það.
Í rannsókninni sem gerð var við Purdue Háskólann í Indiana er "Vetnið framleitt eftir þörfum, svo þú framleiðir aðeins eins mikið og þig vantar, þegar þig vantar það" sagði Jerry Woodwall, prófessor í verkfræði, en hann uppgötvaði nýja kerfið. Woodwall sagði í tilkynningu að vetnið þyrfti hvorki að geyma né flytja, og þar með væri tveimur erfiðleikum við framleiðsluna eytt.
Vísindamenn við Purdue háskólann sjá fyrir sér að hægt væri að nota vetnið fljótlega á minni vélar eins og sláttuvélar og keðjusagir. Þeir telja að einnig væri hægt að nota það á bíla, annaðhvort sem staðgengil fyrir bensín eða til að keyra áfram vetnisrafal.
Eitt og sér bregst ál ekki við vatni, vegna þess að húð myndast yfir álið þegar það kemst í snertingu við súrefni. En gallium kemur í veg fyrir að þessi húð myndist, og leyfir álinu að bregðast við súrefni í vatninu sem leysir þá úr læðingi vetni og áloxíð, einnig þekkt sem súrál. Það sem eftir stendur er áloxíð og gallium. Það eina sem vélin skilar frá sér við brunan á vetninu er vatnsgufa.
"Engar eiturgufur verða til" sagði Woodland.
Framleiðslukostnaðurinn við þetta er um það bil þrír dollarar á gallonið, sem er svipað verð og gallonið af bensíni kostar í Bandaríkjunum.
Prófessor Woodland sagði að ef súrálið sem eftir væri yrði endurunnið og gert væri gæðaminna gallium væri hægt að minnka framleiðslukostnaðinn enn frekar, og gera kerfið á viðráðanlegra verði.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 05:00 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.