Leita í fréttum mbl.is

Sjómannadagsráð og afi minn Sigurjón á Garðari

Sjómannadagsráð og langafi minn Sigurjón á Garðari

Stolin grein frá Halli frænda.

 

http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/

 

dag eru liðin 70 ár frá því langafi minn Sigurjón Einarsson skipstjóri, oftast kenndur við togaran Garðar frá Hafnarfirði, stofnaði Sjómannadagsráð ásamt Henry Hálfdánarsyni og fleirum.

Langafi minn átti eftir að starfa að framgangi Sjómannadagsráðs allt sitt líf. Fljótt eftir stofnun Sjómannadagsráðs hóf það fjársöfnum til byggingar dvalar- og elliheimilis fyrir aldraða sjómenn. Sigurjón langafi minn hélt í land árið 1957 til þess að taka við sem fyrsti forstjóri Hrafnistu, dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Þá voru 20 ár liðin frá stofnun Sjómannadagsráðs.

Á Hrafnistu ríkti Sigurjón sem forstjóri í 8 ár og við hlið hans langamma mín Rannveig Vigfúsdóttir.

Tuttugu árum síðar, 1977, höguðu örlögin því þannig að Rannveig langamma mín og fyrrum hússtýra á Hrafnistu í Reykjavík, varð sú fyrsta sem flutti á nýtt dvalar- og hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði, heimabæ þeirra hjóna.

Nú á þessum merkisdegi er mér ljúft og skylt að minnast þessara öndvegishjóna. Þótt ég muni glöggt eftir langafa mínum, Sigurjóni á Garðari, þá var ég ekki nema tæpra 7 ára þegar hann varð bráðkvaddur stuttu eftir að hann hafði haldið ræðu fyrir minni sjómannskonunnar í hófi þann 3. janúar 1969.

Aftur á móti átti ég margar góðar stundir með langömmu minni, Rannveigu, bæði heima á Austurgötu 40 og á Hrafnistu í Hafnarfirði eftir að hún fluttist þangað.

Fyrir þessar stundir er ég þakklátur.

Mig langar af tilefni dagsins annars vegar að birta lýsingu langafa míns að aðdraganda stofnunar Sjómannadagsráðs og hins vegar vitna til ræðu hans við vígslu Hrafnistu:'

“Ekki veit ég, hvað tveir menn ræddu fyrst sín á milli um stofnun Sjómannadags, en það ætla ég, að skriður hafi fyrst komizt á það mál fyrir alvöru, þegar við Henry Hálfdánarsson bundumst samtökum um að ryðja því braut. Varð það að samkomulagi með okkur, að málið skyldi borið fram við sjómenn með þeim hætti, að Henty kallaði í loftskeyta- eða talstöðina á bv Hannesi ráðherra, sem hann var loftskeytamaður á, og tilkynnti sjómönnum, sem til hans gátu heyrt, að hann hefði mál fyrir þá að leggja og væru þeir hvattir til að hlusta vel. Mitt hlutverk var svo að taka strax til máls og mæla með stofnun dagsins. Undirtektir urðu þegar í stað svo góðar, að áfram var haldið og dagurinn stofnaður í bróðerni...”

(Sigurjón Einarsson, Sigurjón á Garðari. Endurminningar Sigurjóns Einarssonar skipsstjóra (Reykjavík 1969), bls. 241.)

“...Þegar ég tek nú við lykli Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, sem tákni þeirrar vörzlu sem mér er þar með falin, þá kemur mér í hug að þessi lykill er á fleiri vegu táknrænn, því að hann gengur að byggingu, sem er gerð úr gulli, gulli okkar innri manns, gulli samstarfs og bræðralags, þeirra kennda, sem mannkynið er því miður of fátækt af, en endist þó bezt til fegurra og betra lífs. Mótuð í fast efni er hér mannúð og drenglund og um leið verðugur og gagnlegur minnisvarði sjómannasamtakanna í Reykjavík og Hafnarfirði...”. 

(Sigurjón Einarsson, Sigurjón á Garðari, bls. 251)

Kv,Sigurjón 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband