Leita í fréttum mbl.is

Alcan hlytur hverja viðurkenningu og verlaun af fætur annari innans Álgeirans fyrir umbætur í umhverfismálum loftlagsmálum

Sem dæmi um tækniþróun mengunarvarna má taka losun út í andrúmsloftið. Losun koltvíildisígildis hefur minnkað um 72% frá 1990, viðmiðunarári Kyoto, sem þýðir 250 kt/ári minni losun nú en þá þrátt fyrir tvöföldun framleiðslunnar. Losun flúors nemur nú aðeins um 10% af því, sem mest var, þrátt fyrir 2,6 földun framleiðslu á sama tíma.

Í STERN-skýrslunni um gróðurhúsaáhrifin er lögð áhersla á nauðsyn þess að "gera strax það sem hægt er að gera strax" til að vinna á móti þeim. Meðal þess sem hægt er að gera strax er að auka álvinnslu á Íslandi með virkjun vatnsorku og jarðhita í stað rafmagns úr eldsneyti. Hvert áltonn á Íslandi sparar andrúmsloftinu 12,5 tonn af CO2. Það liggur því á að virkja hér samkvæmt þeirri skýrslu.

"Á síðustu sex árum hefur Ísland orðið mesta framleiðsluland hrááls í heimi, reiknað á hvern íbúa. Búist er við að álframleiðsla á Íslandi vaxi í um milljón tonn á ári, en með því væri Ísland orðið mesta álframleiðsluland í Vestur-Evrópu. Ísland á aðgang að álmarkaði bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, en meginkostur landsins er aðgangur að vatni og mengunarlausum orkulindum. Losun á CO2 á mann frá raforkuvinnslu á Íslandi er hin minnsta í OECD-löndunum. 70% af frumorkunotkun landsins kemur frá haldbærum orkulindum í landinu sjálfu. Á Íslandi er líka verið að gera ráðstafanir til að draga úr losun flúorsambanda frá álvinnslu. Væntingar um ráðstafanir á heimsvísu í framtíðinni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eru nú þegar orðnar einn aðaldrifkrafturinn í að draga orkufreka starfsemi burt frá svæðum þar sem mikil slík losun fylgir orkuvinnslunni til landa með endurnýjanlegar orkulindir."

Í Stern-skýrslunni er lögð megináhersla á að það verði margfalt dýrara og erfiðara fyrir mannkynið að bíða með að gera ráðstafanir til að hemja gróðurhúsavandann en að byrja á því strax. En jafnframt að hér sé um langtímaverkefni að ræða sem taki marga áratugi. Þess er m.a. getið að "afkola" þurfi raforkuvinnsluiðnaðinn (sem að langstærstum hluta byggist nú á kolum) um 60% fyrir 2050 ef stöðva eigi koltvísýringsinnihald andrúmsloftsins við 550 milljónustu hluta (ppm). Byrjum strax á því sem við getum gert strax!

En þá liggur á að virkja. Og þá þurfa umhverfisráðherrar okkar að endurskoða fyrrnefnd ummæli og leggja áhersluna á það sem nú skiptir allt mannkyn langmestu í umhverfismálum: Baráttuna við gróðurhúsavána. Það er alls engin hætta á að við og gestir okkar munum ekki eiga kost á umgengni við ósnerta náttúru þótt við virkjum. Ísland er stórt og mjög strjálbýlt land.

Það hefur lítið verið minnst á Stern-skýrsluna í íslenskum blöðum síðan hún kom út. Þá birti Morgunblaðið ítarlega frásögn af henni og skrifaði leiðara um hana. Síðan hefur lítið heyrst um hana. Er hún komin upp í hillu? Sú skýrsla á ekki heima uppi í hillu en ætti að liggja opin á borðum ráðherra í öllum iðnvæddum ríkjum á hverjum morgni með miða sem á stæði "Urgent" (aðkalandi)

Kv., Sigurjón Vigfússon
 


mbl.is Markmið í loftslagsmálum kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband