4.12.2007 | 15:09
Alcan hlytur hverja viðurkenningu og verlaun af fætur annari innans Álgeirans fyrir umbætur í umhverfismálum loftlagsmálum
Sem dæmi um tækniþróun mengunarvarna má taka losun út í andrúmsloftið. Losun koltvíildisígildis hefur minnkað um 72% frá 1990, viðmiðunarári Kyoto, sem þýðir 250 kt/ári minni losun nú en þá þrátt fyrir tvöföldun framleiðslunnar. Losun flúors nemur nú aðeins um 10% af því, sem mest var, þrátt fyrir 2,6 földun framleiðslu á sama tíma.
Í STERN-skýrslunni um gróðurhúsaáhrifin er lögð áhersla á nauðsyn þess að "gera strax það sem hægt er að gera strax" til að vinna á móti þeim. Meðal þess sem hægt er að gera strax er að auka álvinnslu á Íslandi með virkjun vatnsorku og jarðhita í stað rafmagns úr eldsneyti. Hvert áltonn á Íslandi sparar andrúmsloftinu 12,5 tonn af CO2. Það liggur því á að virkja hér samkvæmt þeirri skýrslu.
"Á síðustu sex árum hefur Ísland orðið mesta framleiðsluland hrááls í heimi, reiknað á hvern íbúa. Búist er við að álframleiðsla á Íslandi vaxi í um milljón tonn á ári, en með því væri Ísland orðið mesta álframleiðsluland í Vestur-Evrópu. Ísland á aðgang að álmarkaði bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, en meginkostur landsins er aðgangur að vatni og mengunarlausum orkulindum. Losun á CO2 á mann frá raforkuvinnslu á Íslandi er hin minnsta í OECD-löndunum. 70% af frumorkunotkun landsins kemur frá haldbærum orkulindum í landinu sjálfu. Á Íslandi er líka verið að gera ráðstafanir til að draga úr losun flúorsambanda frá álvinnslu. Væntingar um ráðstafanir á heimsvísu í framtíðinni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eru nú þegar orðnar einn aðaldrifkrafturinn í að draga orkufreka starfsemi burt frá svæðum þar sem mikil slík losun fylgir orkuvinnslunni til landa með endurnýjanlegar orkulindir."
Í Stern-skýrslunni er lögð megináhersla á að það verði margfalt dýrara og erfiðara fyrir mannkynið að bíða með að gera ráðstafanir til að hemja gróðurhúsavandann en að byrja á því strax. En jafnframt að hér sé um langtímaverkefni að ræða sem taki marga áratugi. Þess er m.a. getið að "afkola" þurfi raforkuvinnsluiðnaðinn (sem að langstærstum hluta byggist nú á kolum) um 60% fyrir 2050 ef stöðva eigi koltvísýringsinnihald andrúmsloftsins við 550 milljónustu hluta (ppm). Byrjum strax á því sem við getum gert strax!
En þá liggur á að virkja. Og þá þurfa umhverfisráðherrar okkar að endurskoða fyrrnefnd ummæli og leggja áhersluna á það sem nú skiptir allt mannkyn langmestu í umhverfismálum: Baráttuna við gróðurhúsavána. Það er alls engin hætta á að við og gestir okkar munum ekki eiga kost á umgengni við ósnerta náttúru þótt við virkjum. Ísland er stórt og mjög strjálbýlt land.
Það hefur lítið verið minnst á Stern-skýrsluna í íslenskum blöðum síðan hún kom út. Þá birti Morgunblaðið ítarlega frásögn af henni og skrifaði leiðara um hana. Síðan hefur lítið heyrst um hana. Er hún komin upp í hillu? Sú skýrsla á ekki heima uppi í hillu en ætti að liggja opin á borðum ráðherra í öllum iðnvæddum ríkjum á hverjum morgni með miða sem á stæði "Urgent" (aðkalandi)
Kv., Sigurjón Vigfússon
Markmið í loftslagsmálum kynnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.12.2007 kl. 04:40 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.