Leita í fréttum mbl.is

Ég skilaði inn bílum, myntkörfulán eru ólögleg

 Þeir vilja ekki taka á þessum málum, dómararnir í dag, því þetta eru myntkörfulán og þau eru ólögleg. Það vill enginn vera fyrsti dómarinn til að taka á þessu dæmi. Það verður fordæmisgefandi. Núna vísa allir frá.“

 Ég skilaði inn bílum og það er ágreiningur um milligjöfina. Þeir verðleggja einn bílinn það lágt, hann er 5,7 milljóna króna bíll en þeir mátu hann á 1.300 þúsund, og ég þyrfti að borga mismuninn. Ég var til í að borga eftirstöðvarnar en ekki með svona formerkjum,“ segir Úlfar. Hann var með þrjá bíla á kaupleigu, Jagúar, Cadillac Escalade og Grand Cherokee, sem hann notaði við innflutning.

„Ég var með innflutning ásamt öðrum árið 2007 þegar dollarinn var ekki neitt. Þegar fór að harðna á dalnum gerði SP-Fjármögnun svo miklar kröfur þegar ég var að selja bílinn. Þeir voru í því að setja mér stólinn fyrir dyrnar. Stundum fóru þeir fram á að ég myndi borga einhver nokkur hundruð þúsund því kúnninn var ekki nógu góður. Þannig að ég lagði bílana bara inn til þeirra.“
Úlfar er bjartsýnn á að málið leysist fljótt.

„Ég veit að þetta fer sáttaleið. Ég er búinn að bjóða þeim sátt og er með lögmann í þessu. Þetta er ekkert World Class-mál,“ segir Úlfar og hlær. Hann er í sömu sporum og margir aðrir og telur líklegt að málinu verði vísað frá.

„Það hefur verið þannig að þessum málum er vísað frá. Þeir vilja ekki taka á þessum málum, dómararnir í dag, því þetta eru myntkörfulán og þau eru ólögleg. Það vill enginn vera fyrsti dómarinn til að taka á þessu dæmi. Það verður fordæmisgefandi. Núna vísa allir frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband