Leita í fréttum mbl.is

Hver er munurinn á ríkisábyrgð á Íslandi og Dubai.?

Hlutabréf lækkuðu í morgun um 6% bæði í Dubai og Abu Dubai. Þetta er annar daginn í röð sem stórfelld lækkun verður á mörkuðum í furstadæmunum.

Fjármálaráðherra Dubai sagði í sjónvarpsviðtali í gær að skuldir Dubai World aðal fjárfestingafélags Dubai væru ekki með ríkisábyrgð. Lánardrottnar félagsins yrðu að axla sinn hluta ábyrgðarinnar. Yfirlýsingin var gefin eftir að hlutabréf féllu stórlega í Dubai og Abu Dabi í gær þá lækkuðu hlutabréf á öllum Evrópumörkuðum. Á Asíu hefur gegni hlutabréfa aftur rétt úr kútnum í þeirri von að fyrirheit seðlabanka Sameinuðu-Furstadæmanna um stuðning við bankanna komi í veg fyrir að kreppan breiðist út.

Stjórnendur Dubai World, helsta ríkiseignarhaldsfélags furstadæmisins Dubai tilkynntu í gærkvöld að þeir væru byrjaðir viðræður við lánardrottna um endurskipulagningu á skuldum félagsins. Hún tæki til 26 milljarða dollara eða innan við helmings af heildarskuldunum. Til greina kæmi að selja eignir til að grynnka á skuldunum. Hlutabréf hækkuðu í verði í kauphöllinni í New York eftir að tilkynningin var birt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband