Leita í fréttum mbl.is

Útlit fyrir að atvinnuleysi fari í 12 til 15% á næsta ári.

16.160 manns voru á atvinnuleysisskrá desember sl. Útlit fyrir að atvinnuleysi í desember mælist 8,4% að jafnaði.

Þótt atvinnuleysi hafi ekki náð sömu hæðum og í apríl er það mældist 9,1% hefur það engu að síður farið vaxandi á haustmánuðum. Jafnt ASÍ sem Vinnumálastofnun gera ráð fyrir að atvinnulausum fjölgi enn frekar á næsta ári. Búast megi við að atvinnuleysi fari yfir 10% á næstu mánuðum og að aukningin verði hraðari í janúar og febrúar 12 til 15% . Þar komi til samdráttur í verslun eftir jólin, minna sé um að vera í ferðaþjónustu á þeim árstíma og umsvif í byggingariðnaði séu í lágmarki. Í fréttabréfi ASÍ frá því um miðjan mánuðinn eru þó leiddar líkur að því að hugsanlega sé atvinnulífið nú að ganga inn í erfiðasta tímabil kreppunnar og spáir hagdeild sambandsins því að atvinnuástandið verði hvað verst á árunum 2010 og 2011.

 Atvinnuleysi hefur aukist meira á landsbyggðinni en á höfðuborgarsvæðinu síðustu vikur og segir Vinnumálastofnun það í takt við hefðbundna þróun.

Ljóst þykir einnig að langtímaatvinnulausum mun fjölga á komandi mánuðum. Í lok síðasta mánaðar höfðu 7.400 manns verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur og höfðu um 2.500 af þeim hópi verið atvinnulausir í ár eða lengur. Verði ekki mikið um ráðningar úr röðum þeirra sem hafa verið á skrá í lengri tíma reiknast Vinnumálastofnun til að langtímaatvinnulausir verði orðnir hátt í 10.000 undir vorið. Hátt í 5.000 manns kunna þá að hafa verið atvinnulausir í ár eða lengur.

 Búast má við að hlutfall eldra fólks í hópi þeirra sem hafa verið atvinnulausir um lengri tíma fari vaxandi. Enda reynist eldra fólki, sem missir vinnuna, oft erfiðara að fá vinnu aftur en þeim sem yngri eru. Staða þessa aldurshóps hefur líka farið versnandi það sem af er hausti og tók raunar að versna þegar í ágúst, þótt atvinnuleysi hafi almennt ekki tekið að aukast á ný eftir sumarið fyrr en í október.

Sé fólk síðan komið yfir sextugt reynist því mjög erfitt að komast aftur af atvinnuleysisskrá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband