Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
13.1.2007 | 02:51
Í draumi að hjóla í átt að Straumi
Vopn í orðum eru upphaf ógæfu, hversu skrautleg sem þau eru. Þau vekja óbeit allra. Þess vegna vill sanngjarn maður beita orðum af varúð eða reyna það?
Í friði og ólgu eru umhverfismálin til vinstri handar en í krafti lífskjarar í sátt við náttúruna til hægri. Ef beita þarf orðum hvasst vegna langvarandi baráttu ómálefnalegra andstæðinga mun hann þurfa að beita þeim orðum sem nauðsyn ber til.
Ég þrái friðinn og hef enga löngun til að sigra samtökin Sól í Straumi. Í mínum huga ætti sá að vera hryggur sem skrumskælir sannleikann. Í mínum huga tapa allir ef þetta ómálefnalega orða stríð heldur áfram.
Í mínum huga er ótrúlegt að sjá hvernig bæjarstjórn Hafnarfjarðar ætlar að halda á þessu stækkunarferli. Síðast með tillögu um að Sól í Straumi fengju 8 milljónir úr vasa bæjarbúa en sem betur fer er ekki búið að samþykkja þessa tillögu. Mun bæjarstjórn gæta jafnræðisreglunnar og láta okkur í samtökunum Að hjóla í átt að Straumi, hugmynd að nafni fá 8 milljónir króna líka?
ÁÞ
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2007 | 23:51
Svar við. ,,Á Hafnarfjörður að gefa Sól í Straumi 8 milljónir".
Sæll, sértu Reir, ég get ekki betur séð en það sé en óafgreitt þetta mál.
Þegar málefnin snúast einungis um pening frekar en um hugsjón og málefni þá vaknar upp sú spurning hvort menn séu að gera þetta til fá peninga úr hinum almennan bæjarsjóði sér til handa og um leið í hvaða tilgangi það er og hvort gróðra sjónarmið ráði þar ferðinni hjá Sól í Straumi og Vinstri Grænum.
Get séð og finnst eðlilegt að þeir sem hafa beðið skipsbrot á lífsleiðinni ættu frekar að fá styrki til að eiga fyrir lífsnauðsynjum mér finnst það eðlilegar og réttar að þar ættu styrkir að koma til.
Kv, Svig
12.1.2007 | 17:28
Á Hafnarfjörður að gefa Sól í Straumi 8 milljónir.
Á Ríkasta bæjarfélag landsins að gefa andstæðingum framfara 8 milljónir?
Sjá heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar.
Á "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar að samþykkja að veita samtökunum Sól í Straumi styrk að upphæð 8 milljóna króna til að koma til móts við kostnað vegna öflunar og úrvinnslu upplýsinga vegna fyrirhugaðrar stækkunar álbræðslunnar í Straumsvík, kostnaðar við að koma upplýsingum á framfæri við bæjarbúa, kostnað vegna fundarhalda og vinnslu og birtingar auglýsinga."
Af hverju tala allir vinstri menn um álbræðslu og líka bæjarstjórnin enda er hún vinstri sinnuð. En það skal getið að við rafgreinum súrálið frá álinu en bræðum ekki ál. Það er mikill munur á álbrðslu og Áliðjuveri.
ÁÞ
12.1.2007 | 00:46
Framför.
Ég á mér þá sýn að fyrir íþróttarmenn í Hafnarfirði og Hafnfirskar æsku og Hafnfirðinga að byggt verði stórt fjölnota íþrótta/sýningarhöll í bænum okkar fljótlega á næstu árum eða sem fyrst. Með stuðningi öflugra fyrirtækja bæjarins eins og Actavis og Alcan og fleirri og þá aðilja sem eru í viðskiptum fyrir þessi fyrirtæki..
Svig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.1.2007 | 21:11
Framtíð iðnaðar/svæðisins í Hafnarfirði eða íbúðabyggð?
Miðað við skoðanakannanir á hinum ýmsu blogum um atkvæðagreiðslu íbúa Hafnarfjarðar um stækkun Alcans þá væri líklegt að fyrirtækið fengi ekki að stækka. Í dag er að sjá að þessi munur er um 5-15% stækkunarandstæðingum í vil. Net- atkvæðakosning er að mínu viti lítið marktæk enda hafa slíkar kosningar sýnt hina ýmsu smáflokka með ofurfylgi og Sjálfstæðisflokkinn sem smá flokk ef einhver dæmi séu tekin.
Nú verðum við sem viljum að gott fyrirtæki haldi áfram að eflast og dafna í bænum okkar að berjast fyrir tilverurétti fyrirtækisins. Ég tel að fyrirtækið Alcan á Íslandi fari eftir ströngustu skilyrðum í heiminum til að það fái að nútímavæðast. Fyrirtækið er það öflugt í umhverfismálum að það fer létt eftir þessum leikreglum og gott betur.
Margir andstæðingar stækkunarinnar tala alltaf um eins og þetta svæði eigi að vera framtíðar íbúasvæði þegar álverið fer eftir 10-15 ár ef af stækkun yrði ekki. Væri þá ekki gott að láta þá vita sem eru um þessar mundir að fjárfesta í iðnaðarlóðum á svæðinu ef þetta iðnaðarsvæði á síðan að vera íbúarsvæði eftir 1-2-3 áratugi.
Nú þarf bæjarstjóri að skýra út fyrir okkur Hafnfirðingum hvort þetta iðnaðarsvæði eigi að verða eitthvað annað þegar fram líða stundir.
ÁÞ
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2007 | 21:02
Starfsmanna Hornið
Logi Hjartarson skrifar.
Hvet Hafnfirðinga og Gaflara að styðja stækkunina.Bý á Skjelajgranda í Reykjavík og sé álverið út um eldhúsgluggann.Gott að sjá vinnustaðinn sinn með morgunkaffinu Fréttablaðinu.Þetta er ekki hægt á Völlunum nema kannski á allra hæstu hæðunum.!!!!
Kom mér á óvart miðað við umræðuna. Iðnaðarsvæðið sunnan eða vestan við Vellina er mun stærra en ég hef áttað mig á og var nota. ,,bene til staðar þegar Vellirnir voru byggðir(viljiðiði ekki kjósa um tilvist þess í leiðinni og sýna sangirni) ég get fullyrt að eftirlit með mengun þess, jafnast ekki á eftirlitið hjá ÍSAL.
Þetta mál snýst um mengun að því leiti að hún er lítil miðað við mengun álvera í öðrum löndum og margra iðnfyrirtækja hérlendis. Flúormengunin er eins og hún var áður en álverið byggt í nágrenni verksmiðjunnar ,,sjá rannsóknaskýrslur". Svifrykið er hjóm við hliðina á svifrykinu á mestu umferðarsvæðum höfuðborgarsvæðisins etc.. Nálægð álversins við höfuðborgarsvæðið er einn af helstu kostum þess, það þarf mannauð og mannfjölda til að reka álver,hér eru þessir þættir fyrir hendi, síður í Helguvík eða á Húsavík!!!!Mannauður er allsstaðar fyrir hendi þar sem tveir eða fleiri Íslendingar koma saman en hér er fjöldinn. Alcan á Íslandi er vel rekið í raun á heimsmælikvarða hort sem við tölum um fjármál, umhverfismál, starfsmannamál, öryggismál,launamál, menntunarmál etc..Common,berjumst til sígurs!!!! Ykkar Logi Hjartarson(Flame Heart)
Logi Hjartarson skrifaði: 2007-01-11
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.1.2007 kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2007 | 01:14
Draumur er sama og hugleiðing þar af leiðandi ekki mútur.
Allt sem Alcan gerir um þessar mundir til að gleðja fólk er kallað mútur af andstæðingum stækkunarinnar.
Alcan hefur á þeim örfáu árum þegar þeir tóku yfir gamla fyrirtækið Ísal staðið fast á baki ýmsum félagasamtökum með ýmsum stuðningi. Alcan er með samning við íþróttafélög bæjarins um fjárstuðning fyrir börn og unglinga. Alcan rekur samfélagssjóð sem veittar eru margar milljónir úr á hverju ári. Alcan er aðal styrktaraðili Íslensku bjartsýnisverðlaunanna og fl og er þessi fjárhagslegi stuðningur fyrirtækisins við hin ýmsu samfélagsmál alltaf að stór aukast.
Það er nauðsynlegt fyrir okkur Hafnfirðinga að hafa fyrirtæki í okkar bæ sem er tilbúið að styðja hin ýmsu málefni. Ég tel að stuðningur af hinum ýmsu toga mun aukast mikið á næstu árum ef af stækkun yrði.
Ég á mér þann draum að byggt verði stórt fjölnota íþrótta/sýningarhöll í bænum okkar fljótlega á næstu árum eða sem fyrst. Með stuðningi öflugra fyrirtækja bæjarins eins og Actavis og Alcan og fl. Tek það fram að þetta er minn draumur og hugleiðing en ekki mútur. Horfi öfundaraugum á Reyðarfjörð þar sem ég sé stórt fjölnota íþróttahús rísa í boði Alcoa.
Hafnfirðinga vantar svona hús.
ÁÞ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Rannveig var í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 um daginn. Þar fór hún á málefnanlegan hátt yfir um starfsleyfi , framkvæmdarleyfi og hina umdeildu íbúkosningu.
Síðasta vor nefndi ég það við nokkra vinnufélagana mína að mér fyndist skondið að ýmis trjágróður tæki betur við sér á álverssvæðinu en á mínum heimahögum. Rannveig nefndi að þetta andóf gegn stækkun snérist ekki um mengun heldur væri það spurning hvort við ætluðum að hafa iðnaðarsvæði á þessum stað í framtíðinni. Það hefur komið í ljós að gróður vex í blóma lífsins innan veggja álversins og mælingar hafa sýnt að lítil breyting hefur orðið á gróðri frá því mælingar hófust fyrst áður en fyrsta skóflustungan var gerð um byggingu álversins fyrir 43 árum síðan.
Í mínum huga snýst málið aðeins um eitt? Um pólitískar atkvæðaveiðar sem ég trúi ekki öðru en að snúist í höndunum á þessu liði.. Mesta fyndnin í þessu öllu saman er að Vg og SF eru komnir í pólitískan slag út af stækkun Alcans. S.m.b M.b grein Hjörleifs fyrverandi allaballa og ómálefnanlegra áramótafyndni varaformans Vg og skrifa skákdrottningar Íslands . En það skal til gamans geta að þetta fyndna fólk kallaði verkafólk og hundruði fyrirvinna okkar lands Álhausa Kálhausa með sínum útprentuðu bolum fyrir síðustu sveitarstjórnarkosninga.
Sjálfum finnst mér að atkvæðagreiðsla SF eigi að fjalla um hvort við viljum sjá iðnaðarsvæði á þessum stað í framtíðinni. Vg hefur glatt hjörtu margra manna með því að skoða skuli hátækni iðnað þótt sjálfur hafi ég vart hugmynd um hvað um sé verið að tala eða þeir sjálfir. Einnig væri þessi kosning góð til að vita hug Hafnfirðinga um það hvort nokkur þörf sé á atvinnusvæði í Hafnarfirði. Sjálfur tel ég nútíma álvinnslu hátækni iðnað.
Svo er það spurningin hvort kaffibandalagið taki við á næsta kjörtímabili. Ha, Ha
Hafnfirðingar ráða en vissulega er gott að vinna á álveri
ÁÞ
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2007 | 22:35
Kraftmikið atvinnulíf er kraftur Hafnarfjarðar og Íslands
Komið þið sæl.
Það hefur alltaf verið mín skoðun að kraftmikið og fjölbreytt atvinnulíf gefi af sér betri velferð.
Ef stjórnmálaflokkur berst gegn fjölskyldum hundruða manna þá er hann ekki að hugsa um velferð í okkar landi. Ef stjórnmálaflokkur berst gegn því að fullfrískir menn hafi ekki vinnu sem honum er ekki þóknanlegur þá verður engin velferð.Hvernig á að fjármagna ókeypis skólamáltíðir, ókeypis leikskóla og ókeypis hitt og þetta þegar ráðist er á verkamenn þessa lands í ágætlega launuðum störfum. Ég hef heyrt að það sé stefna Hafnarfjarðarbæjar að hafa sem flest ókeypis og er það hið besta mál.
Hvernig á að vera hægt að hækka lægstu laun þjóðfélagsins hjá hinu opinbera og hjá launþegum í hinum almenna geira þegar ráðist er á störf fólks og fyrirtæki sem eru sjálfbjarga og falla og standa með sinni afkomu. Hvernig getur þjóðin eða við látið átölulaust að einn stjórnmálaflokkur öskri nánast daglega að fyrirtæki/fyrirtækjum í samkeppni að þau fái ekki að dafna og nútímavæðast þótt farið sé eftir öllum skilyrðum og leikreglum.Hvernig væri Ísland í dag ef einn stjórnarandstöðuflokkurinn hefði leitt ríkisstjórna síðustu 15 árin? Ég skal segja ykkur það! Stór hluti Íslendinga væru að tína hundasúrur upp á fjöllum. Ég er hissa og ekki ótrúlegt að tunga vefjist um tönn eftir lestur skrifta margra á netinu og hinum ýmsu fjölmiðlum síðustu vikna.Það er mín skoðun að í mínum bæ Hafnarfirði verða bæjarbúar að taka höndum saman og segja já við stækkun álversins eftir að hafa kynnt sér allar leikreglur sem settar eru fyrir stækkun.
ÁÞ
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2007 | 17:07
Eru íbúar á Völlum að gjalda fyrir neikvæða umræðu.
Um leið og pólutíkin kemur inn í myndina þá er ekki lengur hugsað um hagsmuni fólksins, stjórnmálaflokka eru að ná ser í fylgi í komandi kosningum og þá skiptir ekki málu fyrir þá hverjir verða fyrir skaða.
Ég reikna með að þið kafið kynnt ykkur stefnu Vinstri Græna os Sólar í Straumi í þessum málum, en þar sem tilgangurinn höfðar meðalið og skiptir þá engu máli hver verður fyrir skaða hvort það eru íbúar á Völlunum eða starfsmenn Alcan þar liggja aðrar hvatir að baki.
Álverðslóðin er um 20% af iðnaðarsvæðinu,frágangur á lóðum og mannvirkjum hjá mörgum fyrirtækjum er þar til skammar þar á Bæjarfélagið meirra að koma inn í og ættu þau fyrirtæki að vera sett undir sama hatt og Alcan um allan frágang og umhverfisþætti.
Skoðum þetta nánar, Álverið mun aðeins sjást úr hærri byggingum. Teikningar af stækkun sem hafa verið kynntar eru frumdrög heildar teikningar verða kynnta nú á næstu dögum, er búin að sjá þær frum uppdrátt af seinni kynningum samkvæmt þeim mun verða horft til skoðunar íbúa á Völlumum að þeir verði fyrir minnstu sjónmengun manir verða reystar til að koma í veg fyrir sjónmengun jafnfræmt verða sett gróðurbelti í kring útlit byggingar verða mun öðruvísi en menn eiga að venjast af svona iðnaði og gert meira sjónrænt svo að menn megi vel við una.
Vissulega eru húseigundur á Völlunum að gjalda fyrir íbúðarverð því miður að mínu mati, vegna nálegðar við iðnaðarsvæðin, en þar ræður að einhverjuleiti umræðan og hvernig er sett fram og þær hvatir sem stjórmálamenn setja fram til að ná persónulegu fylgi og þá má almenningurin borga brúsan hvort það er Sól í Straumi eða Vinstri Grænir munu þeir varpa ábyrgðinni frá sér.
Kv,Svig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.1.2007 kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó