Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
25.4.2007 | 10:26
Hafnfirðingar láta ,,misnota´´ sig.
Hafnfirðingar láta ,,misnota´´ sig.
Þrátt fyrir að nú sé gott atvinnuástand, er það ekkert sem er sjálfgefið og aðstæður geta verið fljótar að breytast. Það þarf því að tryggja, að traust fyritæki sjái sér hag í að starfa hérlendis og þau hafi styrk og getu til að takast á við þær kröfur sem við gerum, svo sem í náttúruvernd og fleiru. Umhyggja fyrir náttúrunni er ekki eitthvað sem á að vera á dagskrá eingöngu fyrir kosningar, heldur á hún að vera stöðugt í huga okkar og virðing fyrir náttúrunni í allri sinni mynd á að hafa áhrif á allar okkar gjörðir. Virðing þessi má þó ekki rugla allri dómgreind okkar og stjórnast af öfgum og ofstæki.
Við Hafnfirðinga stöndum nú frami fyrir þeirri sorglegu staðreynd að uppbygging álversins var felld og mun þessi ákvörðun hafa veruleg áhrif á tekjur Hafnarfjarðar og atvinnumöguleika fjölda fólks. Sú mikla tekjuaukning sem hefði skapast við stækkun, hefði auðveldað stjórnendum bæjarins að bæta hlutina á ýmsum sviðum svo sem varðandi skóla, íþróttir, félagsþjónustu við aldraða og margt fleira. Skynsemi við ákvörðun, réði ekki þessari niðurstöðu, heldur var það taugveiklun vegna komandi þingkosninga, eða tímabundnir eiginhagsmunir og gengdarlaus áróður úrtölufólks sem réði. Fremstir þar í hópi fóru stjórnmálamenn, en þeir yfirbjóða hvern annan í umræðu um umhverfismál og keppninni um staðsetningu álvera. Einnig er mjög áberandi hvað fjölmiðlafólk misnotar aðstöðu sína og segja ekki fréttir, heldur treður skoðunum sínum að fólki. Hafnfirðingar létu þessa aðila nánast ,,nauðga´´ sér og kusu á móti hagsbótum fyrir fjöldann til framtíðar.
Til stóð að öllum kröfum bæjarins um mengunarvarnir, breytingar línumannvirkja og margt fleira yrði fullnægt. Það er mér því gjörsamlega um megn að skilja hvernig bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa klúðrað þessu mesta hagsmunar máli Hafnfirðinga. Þeir hafa valið sér það að vera skoðanalausir og borið því við að þeir vildu ekki hafa áhrif á kosninguna. Ég hélt að þeir hefðu verið kosnir til að stjórna bænum. Það hefur lengst af verið megin markmið stjórnmálamanna að hafa áhrif og koma skoðunum sínum á framfæri. Hvað ætla þessir aðilar að segja fyrir næstu kosningar, ef þeir hafa engar skoðanir og fela sig á bak við eitthvað sem þeir kalla íbúalýðræði. Þeir geta þá bara stillt upp símastaurum í næstu kosningum, víst þeir hafa ekki meiri skoðanir en þeir.
Ég dreg í efa það lýðræði, sem íbúakosningar um einstök málefni muni skapa og tel það frekar hamla framförum. Til að mynda hefur þetta svokallaða íbúalýðræði verið notað í Sviss, en þar hefur afturhald og þröngsýni ríkt á ýmsum sviðum og staðið í vegi fyrir framförum. Í Sviss fengu konur til að mynda ekki kosningarétt fyrr en árið 1971 og þeir samþykktu loks aðild að Sameinuðu þjóðunum árið 2002. Nú er svo komið að ýmsir efnahagssérfræðingar þeirra spá því að Sviss verði í hópi fátækustu þjóða Evrópu innan tuttugu ára, ef þeir breyti ekki frá þessari afturhaldsömu stefnu sinni sem stendur í vegi fyrir framförum.
Ég var félagi í Alþýðuflokknum og var fluttur með félagaskrá hans inn í Samfylkinguna, þegar hún var stofnuð. Alþýðuflokksmenn voru ætíð náttúruverndarsinnar og talsmenn þess að byggja upp blandað hagkerfi sem stuðlar að öflugu atvinnulífi, því þeir vissu að atvinnuleysi og samdráttur var það sem bitnaði verst á venjulegu launafólki. Þar sem Samfylkingin vill fara þá braut að hafa ekki skoðanir og bera við einhverju lýðræðis hjali og hrekja þannig eitt af bestu og öflugustu fyritækjum bæjarins burtu, sé ég ekki að við eigum samleið. Mun ég því segja mig úr Samfylkingunni og halda áfram að vera Alþýðuflokksmaður (Krati).
Höfundur er rafvirki og var bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins,
form. skipulagsnefndar, skólanefndar Hafnarfjarðar og
form. sambands sveitafélaga á höfuðborgsvæðinu.
Árni Hjörleifsson
13.4.2007 | 18:48
Landsfundur stopp-stoppflokksins í Egilshöll.
Á landsfundi stopp-stoppflokksins í Egilshöll kvað við annan tón í ræðu formannsins en í síðasta mánuði, blaðinu gersamlega snúið við í þeim eina tilgangi að auka fylgi flokksins þó engin alvara sé á bakvið orðin eins og komið hefur fram áður.
Í gegnum tíðina hafa flokkar á vinstri væng stjórnmálanna státað sig af því, að hafa barist fyrir hagsmunum vinnandi fólks í landinu. Lengi vel var innistæða fyrir yfirlýsingum af þessu tagi en nú eru blikur á lofti og öldin önnur, síðustu mánuði hefur stopp-stoppflokkurinn barist með ofstopi gegn hagsmunum verkafólks.
Verkafólk og iðnaðarmenn sinna margvíslegum störfum og misvel er búið að starfsfólki sem hefur ekki valið sér að ganga menntaveginn til að fá fín störf í banka eða opinberri stofnun.
En það er öðru nær! Sá flokkur sem skilgreinir sig til vinstri og leggur ríkari áherslu en aðrir á félagshyggju, jafnrétti kynjanna og réttindi vinnandi fólks, leggur verkafólk og iðnaðarmenn nánast í einelti og vill helst hafa störfin af okkur. Í staðinn er boðið upp á ,,eitthvað annað.
Flokkurinn virðist hafa gleymt uppruna sínum enda er svo komið að vinnandi fólk á varla samleið með honum líkt og endurteknar mælingar gefa ótvírætt til kynna.
Það eru mikil vonbrigði að vinstri flokkarnir skuli vinna gegn hagsmunum þeirra sem treyst hafa flokkunum til góðra verka. Ég vona þeirra vegna að þeir sjái að sér svo verkafólk og aðrir gamlir stuðningsmenn þurfi ekki að brjóta odd af oflæti sínu og leita yfir á hægri vænginn með atkvæði sitt í komandi alþingiskosningum.
Kv, SIgurjón Vigfússon
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.5.2007 kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2007 | 11:47
VG. Óska eftir 300.000 kr frá Alcan
Fyrst vilja þeir að Alcan fari af landi brott svo betla þeir peninga frá Alcan, hvað viljar þeir næst frá Alcan að Alcan greiði auglýsingarkostnaðinn frá Sól í Straumi.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, óskaði eftir því að Alcan í Straumsvík styrkti flokkinn um þrjú hundruð þúsund krónur.
VG óskuðu eftir fjárstuðningi Alcan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2007 | 11:43
Dýrasti Hafnarfjarðar brandarinn.
Um síðustu helgi stóðu Hafnfirðingar fyrir því að kjósa um stækkum álversins í Straumsvík ; einhverjum mikilvægustu kosningum sem lagðar hafa verið á íbúa sveitarfélags. Val þeirra skipti þjóðina og Hafnfirðinga miklu máli.
Hafnfirðingar stóðu frami fyrir því að taka ákvörðun um afdrif vinnustaðar sem um 250 Hafnfirðingar vinna-auk hinn sem búa í öðrum sveitarfélögum. Talið er að fyrir hvert eitt starf séu tvö afleidd. Starfsmenn eiga fjölskyldur þannig að á milli sex og sjö einstaklingar eru á bak við hvern starfsmann . Því var afkoma um sautján hundruð og fimmtíu Hafnfirðinga í húfi segi og skrifa 1750 manns . Með stækkun hefðu þeir skipt þúsundum.
Öflugara álver hefði verið mikilvæg lyfti stöng undir öflugt atvinnulíf og mikilvæg undirstaða fárhagslega afkomu Hafnarfjarðar sem hefði styrkt Hafnarfjarðarbæ til að standa betur að velferð en önnur sveitarfélög í krafti öflugra atvinnulífs og búa þar með vel að sínu fólki og standa betur að velferð íbúum Hafnfirðingum til góða en önnur sveitarfélög hefðu getað gert.
Þegar álsamningurinn var undirritaður fyrir 40 árum var talið að sjálfsagt að ríkið hefði lungann af tekjum álverinu. Menn sáu ofsjónir yfir ríkidæmi Hafnfirðinga ef tekjur rynnu þangað óskiptar. Það var skiljanlegt að það hefði gerði Hafnfirðingum gramt í geði á þeim tíma, en nú eru aðrir tímar flokkar og samtök vilja í skjóli skoðana sína kom bænum á kné með fram ferði sínu og hagsæld Hafnfirðinga skiptir þá engu máli.
Uppskera er Dýrasti Hafnarfjarðar brandarinn.
3.4.2007 | 16:34
Ríkisstjórn Íslands 2010.
Ingibjörg Sólrún, félagsmálaráðherra, hefur lýst yfir þungum áhyggjum yfir gríðarlegri aukningu gjaldþrota íslenskra heimila, sem var óhjákvæmilegur fylgifiskur hins mikla atvinnuleysis í kjölfar brotthvarfs stóru íslensku fyrirtækjanna. Fyrir 3 árum síðan var rétt um 2% atvinnuleysi, en tölur fyrir desembermánuð sýna að nú er atvinnuleysi orðið 9.2%, fyrst og fremst vegna brotthvarfs stóru fyrirtækjanna, og gríðarlega erfiðs rekstrarumhverfis þeirra fyrirtækja sem eftir voru. Eftir að skattar voru hækkaðir á fyrirtækin hefur hagnaður þeirra þurrkast út, og löggjöf sem sett var 2009 um jafna skiptingu í störf eftir kynjum hefur leitt til mikilla rekstrarörðugleika í kjölfar stjórnvaldssekta sem lagðar hafa verið á fyrirtæki. Ingibjörg sagði að ef við gengjum í ESB myndi allt þetta lagast, en forsætisráðherrann hefur lagst gegn því, enda Steingrímur J. á móti slíkum þreifingum.
Ríkisbankinn sem VG stofnaði virðist ekki standa sig sem skildi, niðurgreiðsla á vöxtum er að sliga hann, og fólk fer með sparifé sitt erlendis því vaxtastigið á sparnað er ekki í takt við neitt, afskriftir lána eru svakalegar, og við hin fáum reikninginn í gegnum skattprósentuna.
Reyndar hafa launin lækkað mikið, sérstaklega hjá ríkinu, en líka í einkageiranum, en fólk segir svo sem ekki mikið því þeir sem hafa vinnu eru þakklátir fyrir það eitt. Skoðanakannanir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn er með um 60% fylgi og Framsókn með 25%, en hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur samt sagt að það taki líklegast um 10-15 ár að koma okkur á sama stað efnahagslega og við vorum árið 2007, sem þýðir að við höfum upplifað mjög dýra 20 ára tilraun í kommúnisma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.4.2007 | 18:21
Leikreglur verða að vera skýrar
Leikreglur verða að vera skýrar
Það er atvinnulífinu afar mikilvægt að leikreglur allar sem um það gilda séu einfaldar, skýrar og gegnsæjar. Forsenda uppbyggingar og framþróunar er stöðugleiki í efnahagslífi og stjórnarfari þannig að ekki sé breytt um leikreglur á miðri leið. Á undanförnum árum hefur mikið áunnist í því að gera umhverfi atvinnulífsins hér á landi sambærilegt við það sem best gerist í nálægum löndum, m.a. í þeim tilgangi að erlendir aðilar sem hér vilja festa fé sitt og ráðast í atvinnuuppbyggingu viti að hverju þeir gangi. Beinar erlendar fjárfestingar á Íslandi hafa þó verið hverfandi undanfarin ár, að undanskildum fjárfestingum á áliðnaði.
Reglum breytt á lokasprettinum
Undanfarin ár hefur undirbúningur stækkunar álversins í Straumsvík farið fram í trausti þess að gildandi reglur héldu og yrði ekki breytt. Áformuð stækkun fór lögum samkvæmt í gegnum mat á umhverfisáhrifum og stóðst það próf. Sótt var um leyfi hjá umhverfisyfirvöldum sem auglýstu tillögu að starfsleyfi og veittu síðan. Almenningi, sveitarfélaginu og öðrum gafst færi á að koma athugasemdum sínum á framfæri við mat á umhverfisáhrifum og tillögu að starfsleyfi. Þá var óskað eftir kaupum á lóð á svæði sem skipulagt var undir atvinnustarfsemi og seldi bæjarfélagið Alcan lóð. Eftir margra ára undirbúnings- og hönnunarvinnu var öllu þessu kippt til baka með ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að ekki yrði veitt leyfi fyrir stækkun nema að fengnu samþykki í almennri atkvæðagreiðslu bæjarbúa sem eins og kunnugt er fékkst ekki.
Umhugsunarefni fyrir atvinnulífið
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í Hafnarfirði hlýtur að verða umhugsunarefni öllum þeim sem hafa í hyggju að efna til uppbyggingar nýs reksturs eða umfangsmikillar stækkunar á núverandi rekstri. Það verður að tryggja áður en haldið er af stað og tugir eða jafnvel hundruðir milljóna króna eru lagðir í undirbúning einstakra verkefna að ljóst sé hvernig viðkomandi sveitarfélag muni fjalla um málið og hvernig afgreiðslu þess verður háttað. Það gildir einu hvort um er að ræða nýtt svínabú, vefþjónasetur, orkuvinnslu eða iðnaðarstarfsemi. Eins hljóta fjárfestar að íhuga hvaða breytingar sveitarstjórnarkosningar geta haft á afstöðu sveitarfélaga til atvinnuuppbyggingar. Eins og málum er nú háttað eru það sveitarstjórnir sem gefa út framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum um umhverfismat og ef það á að verða viðtekin venja að afstaða þeirra breytist að loknum kosningum getur það haft áhrif á undirbúning einstakra verkefna.
Trúverðugleiki í hættu
Eitt af því sem Íslendingar hafa talið mikilvægt við fjárfestingarumhverfi hér á landi er að lagaumhverfið er stöðugt. Trúverðugleiki og traust eru lykilþættir í samskiptum við fjárfesta. Bregðist það verður erfitt að sækja fram að nýju og er hætt við því að eftir þessa niðurstöðu úr stækkunarferli álversins í Straumsvík teljist Ísland ekki jafn áhugaverður kostur fyrir erlendar fjárfestingar og áður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.4.2007 | 12:29
Frá Hag Hafnarfjarðar.
Nú liggur það fyrir að álverið í Straumsvík mun ekki stækka. Það eru mikil vonbrigði fyrir samtökin okkar og þá sem að þeim standa. Við óttumst um afkomu fyrirtækjanna okkar og lífsafkomu.
Við viljum hins vegar byrja á að þakka þeim fjölmörgu hafnfirðingum sem studdu okkar málstað fyrir öfluga og mjög heiðarlega kosningabaráttu, sem því miður er ekki hægt að segja um andstæðinga okkar eða fjölmiðla.
Sól í straumi beytti mjög hæpnum aðferðum og þeirra kosningabarátta sem grundvallaðist á ósanngirni og á tímum á ósannsögli bar sigurorð af sannleikanum.
Ógeðfelldar sjónvarpsauglýsingar þar sem barn kveinkaði sér undan mengun, hafnfirsk börn í mótmælagöngu, vanstilling og aðstöðumunur settu svip sinn á baráttu Sólar í straumi.
Lygar um lungnaskaða voru settar fram.
23 bændur rituðu bréf til allra hafnfirðinga, frá Þjórsá. Aðeins tveir þeirra eiga land sem virkjanir í neðri Þjórsá hafa áhrif á. Þetta vissu allar fréttastofur að morgni föstudags. Engin lét þess getið.
Fjölmiðlar klifuðu á því að Alcan væri að reka dýrustu kosningabaráttu sem sést hefði fyrr og síðar og kvörtuðu sáran undan aðstöðumun. Hið rétta er að barátta Framtíðarlandsins kostaði einnig gríðarlega fjármuni og enginn fjölmiðill birti fréttatilkynningu sem Hagur Hafnarfjarðar sendi frá sér þar sem bent var á þetta. Því miður er það svo að lykilmenn á íslenskum fjölmiðlum hafa undirritað sáttmála Framtíðarlandins og virðast ekki hika við að hygla sínum félögum, eða í það minnsta að veita andstæðingunum aðra meðferð.
Um leið og þetta er nefnt við fjölmiðla verða þeir brúnaþungir og heimta rökstuðning. Enginn þeirra tekur upp hjá sér að skoða þetta með þeim gleraugum sem þeim ber að beita almennt á íslenskt samfélag.
Fjölmörg fyrirtæki hafa beðið með ákvarðanir í tengslum við stækkun álversins. Lóðakaup í næsta nágrenni, stækkunaráform og margt fleira. Nú geta þessi fyrirtæki tekið sínar ákvarðanir. Treysta sólarmenn sér til að segja fyrir um á hvaða veg þær verða?
Það kann einhver að segja að þessi skrif beri vott um að við séum tapsár. Það er ekki þannig. Við óttumst um afkomu okkar og aleigu. Það er búið að setja framtíð okkar í fullkomið uppnám og óvissu. Við erum ekki að tala um eitt og eitt fyrirtæki við erum að tala um fimmta hvert fyrirtæki í sveitarfélaginu. Þetta hafa margir kosið að kalla sigur lýðræðisins. Við erum orðlaus og horfum óttaslegin til framtíðarinnar. Eitthvað annað hentar ekki okkar sérhæfðu fyrirtækjum.
Fyrir hönd Hags Hafnarfjarðar
Ingi B. Rútsson formaður
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó