Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
30.5.2007 | 22:17
Hafnfirðingar flytja atvinnuna til Þorlákshafnar
Álversáhugi í Ölfusi
Bæjaryfirvöld Þorlákshafnar eru mjög jákvæð gagnvart því að fá til sín nýtt álver Alcan. Fulltrúar Alcan voru í Þorlákshöfn í gær og ræddu möguleika þess að reisa 280 þúsund tonna álver á staðnum. Forgangur Alcan að orku hjá Landsvirkjun, sem tryggð var vegna stækkunarhugmynda í Straumsvík, rennur úr gildi eftir mánuð.Eftir að íbúar í Hafnarfirði höfnuðu stækkun álversins í Straumsvík hefur eigandinn, Alcan, skoðað nýjar leiðir til að auka umsvif sín hér á landi. Í gær var fundað með sveitarstjórnarmönnum í sveitarfélaginu Ölfusi og skoðuð möguleg lóð undir nýtt álver steinsnar frá Þorlákshöfn. Þar eru menn afar áhugasamir um þessa framkvæmd. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri í Ölfusi segir að menn séu jákvæðir gagnvart þessari framkvæmd. Hann bendir á að Ölfus sé stórt sveitarfélag og gott rými til að setja niður álver. Sveitarfélagið hefur þegar bent á lóð sem er um tvo kílómetra frá höfninni. Þarf nú að kanna hvort heppilegt er að flytja súrál þessa leið.
Alcan var búið að tryggja sér orku frá Landsvirkjun til stækkunar í Straumsvík og lágu samningar fyrir óundirritaðir, á gundvelli viljayfirlýsingar. Sú viljayfirlýsing rennur úr gildi, að óbreyttu, eftir mánuð. Sigurður Þór Ásgeirsson, fjármálastjóri Alcan sagði við Stöð 2 í dag að til greina kæmi að fá forganginn framlengdan í samningum við Landsvirkjun ef viðræður við Ölfus væru komnar á góðan rekspöl. Ólafur Áki benti á að frumviðræður þyrftu ekki að taka nema fáar vikur.
Forsenda þess að álver rísi við Þorlákshöfn er að hafnaraðstaðan þar verði stórbætt. Þetta kallar á talsverðar framkvæmdir sem kosta 5 til 6 milljarða. En Ólafur Áki bendir á að slík stórskipahöfn myndi fela í sér mikla möguleika gagnavrt skipaflutningum.
30.5.2007 | 18:08
Alcan til Þorlálshafnar og atvinna úr Hafnarfirði.
Þegar íbúar í Hafnarfirði höfnuðu stækkun álversins í Straumsvík í kosningu lá fyrir samningur Alcan og Landsvirkjun um orkusölu vegna stækkunarinnar. Hann var óundirritaður en byggður á viljayfirlýsingu um forgang Alcan að orku í stækkun álversins. Þessi viljayfirlýsing rennur úr gildi eftir sléttan mánuð eða í lok júní.
Alcan leitar nú nýrra leiða til að stækka og nýta sér forgang að orkunni, á skömmum tíma. Í gær voru aðstæður skoðaðar í Þorlákshöfn á fundi með sveitarstjórnarmönnum. Siguður Þór Ásgeirsson, fjármálastjóri Alcan segir að meðal annars hafi verið athugað hvaða staðir kæmu til greina undir nýtt álver. Það væri ein leið sem Alcan væri að skoða til að geta stækkað eftir niðurstöðuna í íbúakosningunni. Þá er rætt um að reisa nýtt 280 þúsund tonna álver.
Sigurður segir það varla raunhæft að ætla að mál væru komin svo langt á næsta mánuði þannig að flötur væri á því að ganga til orkusölusamninga á grundvelli viljayfirlýsingarinnar. Aftur á móti væri möguleiki að reyna að fá Landsvirkjun til að framlengja viljayfirlýsinguna ef raunhæfir kostir um nýtingu orkunnar væru í sjónmáli.
Sigurður segir að ákveðið hafi verið að halda áfram skoðun á Þorlákshafnarálveri í undirnefnd. Sveitarstjórnarmenn hefðu sýnt málinu mikinn áhuga og væri viðmót Þorlákshafnarbúa gagnvart Alcan allt annað og betra en hefði mætt þeim í Hafnarfriði undanfarið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2007 | 04:59
Ál á bílinn, Græni málmurinn.
Litið er á vetni sem einn besta kostinn af hreinum eldsneytum, sérstaklega fyrir bíla, vegna þess að vatnsgufa er það eina sem myndast við bruna á því. Bush Bandaríkjaforseti hefur sagt vetni vera eldsneyti framtíðarinnar, en rannsakendur hafa enn ekki komist að niðurstöðu um hver sé hagkvæmasta leiðin til þess að framleiða og geyma það.
Í rannsókninni sem gerð var við Purdue Háskólann í Indiana er "Vetnið framleitt eftir þörfum, svo þú framleiðir aðeins eins mikið og þig vantar, þegar þig vantar það" sagði Jerry Woodwall, prófessor í verkfræði, en hann uppgötvaði nýja kerfið. Woodwall sagði í tilkynningu að vetnið þyrfti hvorki að geyma né flytja, og þar með væri tveimur erfiðleikum við framleiðsluna eytt.
Vísindamenn við Purdue háskólann sjá fyrir sér að hægt væri að nota vetnið fljótlega á minni vélar eins og sláttuvélar og keðjusagir. Þeir telja að einnig væri hægt að nota það á bíla, annaðhvort sem staðgengil fyrir bensín eða til að keyra áfram vetnisrafal.
Eitt og sér bregst ál ekki við vatni, vegna þess að húð myndast yfir álið þegar það kemst í snertingu við súrefni. En gallium kemur í veg fyrir að þessi húð myndist, og leyfir álinu að bregðast við súrefni í vatninu sem leysir þá úr læðingi vetni og áloxíð, einnig þekkt sem súrál. Það sem eftir stendur er áloxíð og gallium. Það eina sem vélin skilar frá sér við brunan á vetninu er vatnsgufa.
"Engar eiturgufur verða til" sagði Woodland.
Framleiðslukostnaðurinn við þetta er um það bil þrír dollarar á gallonið, sem er svipað verð og gallonið af bensíni kostar í Bandaríkjunum.
Prófessor Woodland sagði að ef súrálið sem eftir væri yrði endurunnið og gert væri gæðaminna gallium væri hægt að minnka framleiðslukostnaðinn enn frekar, og gera kerfið á viðráðanlegra verði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2007 | 11:25
Ríkisstjórn Íslands 2010.??
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 15:02
Framsókn sækir á
fylgi Framsóknar er í verulegri uppsveiflu 13.6% er niður-
staðan í dag. Ljóst er að herslumininn vantar og þeir tveir
úrsít 12 maí n.k.
Mikilvægt er að þau Jón, Siv og Jónína fái
góða kosningu á höfuðborgarsvæðinu. Þar
munu úrslitin ráðast. - Ástæða er til bjartsýni
í þeim efnum, því margir eru að koma til liðs
við flokkinn á ný, eftir að Jón Sigurðsson tók
við flokknum. -
Sigurjón Vigfússon
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.5.2007 kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 15:34
Glæpurinn í Straumsvík.
VG og Samfylkingin unnu markvíst að því að kippa fótunum unda starfsöryggi starfsmönnum Alcan í Straumsvík og verktökum sem hafa vinnu hjá Alcan í kosningunum um stækkun með áróðri og lygum um starfsemi Alcans starfsmenn og verktaka í þeim tilgangi að afla sér fylgi í komandi kosningum, eineltið átti sér enga líka í Íslandsögunin leita verður aftur á fyrri hluta 20. aldar þegar nasistar réðust með sama hætti á gyðinga í Þyskalandi til að finna samanburð.
Þeir flokkar sem skilgreinir sig lengst til vinstri og hafa lagt ríkari áherslu en aðrir á félagshyggju, jafnrétti kynjanna og réttindi vinnandi fólks, lagði starfsmenn og verktaka í einelti .
VG og Samfylkingin hafa gleymt uppruna sínum enda er svo komið að vinnandi fólk á ekki samleið með þeim.
Það eru mikil vonbrigði að vinstri flokkarnir skuli vinna gegn hagsmunum þeirra sem treyst hafa flokkunum til góðra verka. Verkamenn og iðnaðarmenn eiga enga samleið með þessum flokkum lengur það sannaði sig í kosningunum í mars.
En nú biðja þeir okkur um atkvæði í komandi kosningum, ég bið kjósendur í Kraganum að minnast þess hvernig þeir komu fram við starfsmenn Alcans og verktaka og þann stór hóp sem sagt hefur sig úr þessum flokkum eftir kosningarnar í mars þegar þeir áttuðu hvað innviðir þessa flokka höfðu inn að geyma gagnvart launþegum í Kraganum og starfsmönnum Alcans og verktökum .
Að beina atkvæðum sínum á þá flokka sem vilja byggja upp atvinnu í kjördæminu og tryggja áfram góðæri í kjördæminu.
Setjum því X við X-B eða X-D ekki til niðurrifs flokkana.
Sigurjón Vigfússon
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.5.2007 kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 12:09
Flokkar hinna vinnandi stétta skammist sín!
Í gegnum tíðina hafa flokkar á vinstri væng stjórnmálanna státað sig af því, að hafa barist fyrir hagsmunum vinnandi fólks í landinu. Lengi vel var innistæða fyrir yfirlýsingum af þessu tagi en nú eru blikur á lofti.
Verkafólk og iðnaðarmenn sinna margvíslegum störfum og misvel er búið að starfsfólki sem hefur ekki valið sér að ganga menntaveginn til að fá fín störf í banka eða opinberri stofnun. Það er á engan hallað þótt fullyrt sé, að verkalýðshreyfingin hafi á undanförnum áratugum hvergi náð betri árangri fyrir sitt fólk en í álverinu í Straumsvík. Kjarasamningar á þeim bænum hafa verið fyrirmynd annarra, réttindi þar eru meiri en annars staðar, launin eru góð og launamunur milli kynjanna er enginn. Um þetta efast í raun ekki nokkur maður og því mætti ætla að störfin í álverinu væru einmitt þau sem stjórnmálaflokkar hinna vinnandi stétta ættu að slá skjaldborg um og verja með ráðum og dáð.
En það er öðru nær! Sá flokkur sem skilgreinir sig lengst til vinstri og leggur ríkari áherslu en aðrir á félagshyggju, jafnrétti kynjanna og réttindi vinnandi fólks, leggur stóriðjuna nánast í einelti og vill helst hafa störfin af okkur sem vinnum í álverinu. Í staðinn er boðið upp á eitthvað annað sem að mínu viti eru slæm bítti. Hinn flokkurinn á vinstri vængnum er lítið skárri þótt andstaðan við okkar góðu störf sé ekki eins afdráttarlaus og hjá þeim sem fyrr voru nefndir. Flokkurinn virðist hafa gleymt uppruna sínum enda er svo komið að vinnandi fólk á varla samleið með honum líkt og endurteknar mælingar gefa ótvírætt til kynna.
Það eru mikil vonbrigði að vinstri flokkarnir skuli vinna gegn hagsmunum þeirra sem treyst hafa flokkunum til góðra verka. Ég vona þeirra vegna að þeir sjái að sér svo verkafólk og aðrir gamlir stuðningsmenn þurfi ekki að brjóta odd af oflæti sínu og leita yfir á hægri vænginn með atkvæði sitt í komandi alþingiskosningum.
Andrés Ingi Vigfússon, starfsmaður í álverinu í Straumsvík og trúnaðarmaður fyrir VR.
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó