Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Birna á að borga.

Viðskipti Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Glitnis, með kaup á bréfum í Glitni 27. mars 2007 eru skráð í Kauphöll Íslands. Vilhjálmur Bjarnason segir að um leið og viðskipti hafi verið tilkynnt í Kauphöllinni taki menn á sig þær skuldbindingar sem fylgja. Birna hefur sagt frá því í fjölmiðlum að hlutur hennar í Glitni hafi horfið. Vilhjálmur segir þetta vera álíka tæknileg mistök og þjófnaður Árna Johnsen.

 Birna_Einarsdttir_JPG_280x800_q95

Birna segist hafa ætlað að skrá bréfin í félag sitt Melkorku en engar færslur er að finna í ársreikningum þess félags utan stofnkostnaðargreiðsla. Mynd/Sigurður Jökull/IPA

Birna hefur haldið því fram að mannleg mistök hafi leitt til þess að kaup hennar á bréfum í Glitni hafi ekki farið í gegn. Vilhjálmur segir að þegar viðskipti hafi verið tilkynnt í Kauphöll Íslands séu þau orðin raunveruleg og þá sé ekki hægt að bera við minnisleysi. Birna er núverandi bankastjóri Glitnis en hún keypti sjö milljón hluti í Glitni á genginu 26,4 fyrir samtals 184 milljónir króna. Engin sala á hlutum Birnu er skráð í Kauphöllinni. Vilhjálmur segir það alveg ljóst að bréfum Birnu hafi verið kippt út á bak við tjöldin. Það sé ekki hægt að bera við minnisleysi í svona málum.

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að ef Kauphöllin finni að ákveðin mál geti gefið tilefni til þess að þau þarfnist frekari skoðunar sé haft samband við Fjármálaeftirlitið. „Innherja þarf að tilkynna og síðan, ef það er horfið frá kaupunum af einhverjum ástæðum, þarf að tilkynna að kaupin gangi til baka,“ segir hann.

ÚR DV.is


Geir vildi sameina Glitni og Landsbankann í ágúst. Björgólfur Thor hafnaði tillögunni

Geir H. Haarde forsætisráðherra vildi sameina Landsbankann og Glitni þegar í ágúst. Eigendur Landsbankans höfðu þá ekki áhuga á því. Björgólfur Thor Björgólfsson hafnaði tillögunni og taldi stöðu stöðu Landsbankans svo sterka að slíkar hugmyndir væru ekki tímabærar.Sex vikum síðar komu Landsbankamenn á fund forsætisráðherra og kynntu honum áætlun um hvernig afstýra mætti kerfisfalli bankanna með þátttöku ríkisins í bankasameiningu

“Það var allt gert til að afstýra þroti bankanna. Sannleikurinn er sá að þeir gátu ekki endurfjármagnað sig. Leiðin sem var farin, að setja neyðarlög og ganga hreint til verks eftir það, bjargaði því sem bjargað varð” segir Geir H. Haarde loks í Fréttablaðinu.

 http://eyjan.is/blog/2008/10/30/geir-vildi-sameina-glitni-og-landsbankann-i-agust-bjorgolfur-thor-hafnadi-tillogunni/

Bankar hunsa tilmæli ríkisstjórnar um frystingu .

Bankar hunsa tilmæli ríkisstjórnar um frystingu íbúðalána - bjóða viðskiptavinum upp á afarkosti.Ætla bankarnir að láta almenning borga óðráðsýnu sína og græða en meirra á okkur.Komið hefur í ljós á síðustu dögum að bankar og lánastofnanir virðast  hunsa tilmæli ríkisstjórnarinnar um að hjálpa fólki í greiðsluerfiðleikum, meðal annars með því að frysta lán þar til ró færðist yfir á gjaldeyrismarkaði.Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var viðtal við Kristin Halldór Einarsson sem er með myntkörfulán á íbúð sinni.
Hann óskaði eftir frystingu á láninu og vísaði í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, en fékk þau svör í bankanum að þar könnuðust menn ekki við neitt slíkt.
Kristni var hins vegar boðin frysting gegn samþykkis um hækkun á vaxtaálagi úr 2,1% upp í 3,1%. Vaxtaálágið hækkaði því um nærri helming.
Kristinn var að vonum svekktur og sagði þetta siðlaust.“Við erum að lenda í greiðsluerfiðleikum vegna mikillar - mikillar lækkunar á gengi krónunnar og afborganir hafa hækkað mjög mikið. Og þá ætlar bankinn okkar að nýta sér lagið og láta okkur borga sex milljónir extra þóknun yfir lánstímann,” sagði Kristinn í viðtalinu.

Þá var rætt við Ægi Geirdal sem sótti um frystingu hjá sínum sparisjóði en fékk neitun hjá þjónustufulltrúa sínum, sem sagði honum að samkvæmt  reiknilíkaninu myndi hann ekki geta greitt lánið.

 http://eyjan.is/blog/2008/10/21/bankar-hunsa-tilmaeli-rikisstjornar-um-frystingu-ibudalana-bjoda-vidskiptavinum-upp-a-afarkosti/ þriðjudagur, 21. október, 2008 - 19:36

Landsbankinn á lista með Al-Qaeda og Talíbönum.

Vinnir vorir Bretar.

Eða óvinir vorir Bretar ,. Hvað heldur þú,?...................................Segðu þína skoun.

Landsbankinn er á lista með Al-Qaeda, Talíbönum, Írökum og Norður Kóreumönnum yfir þau fyrirtæki eða þau lönd sem beitt hafa verið fjárhagslegum refsiaðgerðum að hálfu Breta. Listinn er birtur á vef breska fjármálaráðuneytisins.

Bretar beittu sem kunnugt er Landsbankann hryðjuverkalögum til að frysta eignir bankans í Bretlandi. Hryðjuverkalögin voru sett í kjölfar árásar Al-Qaeda á tvíburaturnana í New York árið 2001 en síðan þá hafa Bretar séð sig knúna til að beita lögunum í nokkur skipti.

Landsbankinn er eina fyrirtækið á listanum en á honum eru eftirtaldar þjóðir: Íran, Írak, Hvíta-Rússland, Búrma/Mjanmar, Kongó, Sambandslýðveldið Júgóslavía og Serbía, Fílabeinsströndin, Líbanon, Sýrland, Norður Kórea, Súdan og Simbabve.

Þriðjudagur 21. október 2008 kl 11:16

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

 

 


Ágúst Ólafur Ágústsson vill að Ingibjörg segi af sér ráðherraembætti eins og ungir jafnaðarmenn er svo ?

Á landsþingi Ungra jafnaðarmanna um nýliðna helgi kom fram skýr krafa um að Davíð Oddson ætti að víkja. Í ræðu sinni sagði formaður félagsins, Anna Pála Sverrisdóttir, að Davíð Oddson væri gereyðingarvopn.                                                                                                                                                 Svona málflutningur sýnir það hatur og einelti í garð pólitískar andstæðingar hennar og lýsir best hennar innri manni.

Á sama hátt á Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að segja af sér ráðherraembætti vegna ummæla hennar við Berlingskr Tidende þann 14. apríl 2008 en þar segir að utanríkisráðherra að allir bankar landsins gætu reiknað með stuðningi ríkisvaldsins lentu þeir í greiðslu erfileikum.

  Ungir jafnaðarmenn styðja því málflutning Ágústs Ólafs Ágústssonar, varaformanns Samfylkingarinnar, heilshugar þegar hann segir að seðlabankastjórum beri að víkja og sama hátt hlýtur þá að eiga við um að Ingibjörg segi af sér ráðherraembætti vegna ummæla hennar.

 


Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband