Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
29.7.2009 | 18:19
Sukk hjá skilanefndum tekur bankasukkið aldrei enda.
Skilanefnd Glitnis bauð innlendum og erlendum starfsmönnum sínum í kvöldverð á veitingastaðinn Panorama í miðri viku í lok apríl. Borgaði skilanefndin 720 þúsund krónur fyrir kvöldið og þar af 380 þúsund krónur fyrir Vín.
Sukkið ekki fyrir hin almennan starfsmann.
Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segir þetta það eina sem hafi verið gert fyrir starfsmenn síðustu níu mánuðina. Ég spyr hvað á að kosta miklu til að gera þetta fólk ánægt?, Fyrir utan himinhá reikninga fyrir hverja unna stund.
Meðalkostnaður á hvern veislugest var sextán þúsund krónur, þar af tíu þúsund krónur í drykki. Meðal drykkja var rauðvín, hvítvín, freyðivín, bjór, gin og kokteilar.
27.7.2009 | 19:55
Lágkúrulegur listaverka þjófur á Akureyri.
Undarlegt er hve menn geta lagst lágt til að eyðileggja fyrir öðrum sem menn skapa með list sinni, skemmdarfíkn og lákúra er engum til sóma.
Listaverkið Landnám, eftir myndlistarmanninn og bloggaran, Hlyn Hallsson, vakið viðbrögð á Akureyri. Verkinu hefur verið stolið í þrígang síðan það var fyrst sett upp í maí síðastliðnum. Það hefur einnig verið hulið með ruslapoka og í eitt sinn skipt út fyrir annað verk sem síðan hvarf einnig sporlaust.
Verkið sem er Evrópusambandsfáni sem blaktir á fánastöng úti í skeri í Leirutjörn skerið er í raun gallerí, kallað Gallerí víðátta 601. Hlynur segist vel hafa búist við að verkið yrði umdeilt, enda pólitískt, en sig hafi þó ekki grunað að því yrði stolið trekk í trekk. Til þess að komast út í skerið þarf annað hvort að vaða vatnið upp undir hendur eða útvega bát og róa þangað óséður. Hlynur réri sjálfur út í hólmann í dag og setti verkið upp í fjórða sinn. Hann kveðst ekki búinn að gefast upp en vildi gjarnan ná tali af þjófnum og ræða við hann.
Kv. Sigurjón Vigfússon
27.7.2009 | 13:27
Árni segir, náði ekki að berja Jón Bjarnason til hlýðni.
Náði ekki að berja Jón Bjarnason til hlýðni. segir. ,, Árni Þór Sigurðsson."
Ákvörðunin um aðildarviðræður um ESB var vissulega umdeild innan , VG.
Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og flokksráð VG samþykkti. Á þeim tíma lá þó jafnframt fyrir að nokkrir þingmenn flokksins myndu ekki styðja tillögu þessa efnis. Eða þeir sem höfðu sjálfstæða skoðun.
En kjósendur VG og Samfylkingarinnar verða að gera það ljóst eða eru þeir búnir að gleyma að í vor var kosið TVEIR fyrir EIN, eitt atkvæði tveir flokkar, tvö ólík sjónarmið í einum stjórnarsáttmála það gengur bara ekki upp nema þingmenn VG og Samfylkingar selji sáli sína hvorum öðrum annar flokkur er tregari til.
Nú er að vera ljóst að tengd er saman ESB-umsókn Íslands og lausn Icesavedeilunnar.
Yfirlýsingar Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að fresta beri umsóknarferlinu að Evrópusambandinu eru skaðlegar að mati Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns vinstri grænna og formanns utanríkismálanefndar Alþingis.
Vill Árni meina það og stendur í þeirri trú að sál og skoðanir Jóns Bjarnarsonar séu til sölu já margur heldur mig sig.
Þingmenn barðir til hlýðni.
Jón Bjarnason er ekki í húsinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2009 | 20:04
Íslendingar greiða ekki málskostnað
Ekki er allt sem sýnist í fréttamennskunni.
Fjármálaráðherra segir það misskilning að Íslendingar þurfi að greiða Bretum málskostnað vegna Icesave upp á tvo milljarða króna. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður sagði í gær að Icesave-samningurinn feli í sér ríkisábyrgð á um tveggja milljarða króna greiðslu til Breta.
Kostnaðurinn hafi ekkert með lögfræðikostnað að gera. Heldur sé þetta kostnaður við að gera upp við á fjórða hundrað þúsund reikningshafa og kostnaðar breskra stjórnvalda vegna uppgjörs við innistæðueigendur þar.
21.7.2009 | 17:44
Öryggi lögreglunar fyrir borð borinn.
51,1 milljón niðurskurðurinn er hjá lögreglunni og því verður ekki náð nema með niðurskurði á yfirvinnu og með því að segja starfsfólki upp.
Lögreglumönnum er stefnt í hættu vegna fámennis í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í sumum tilfellum eru þeir einir á bílum, jafnvel á næturvöktum um helgar sem er óviðeigandi
Lögreglubifreiðar á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru 5-7, en auk þess hafur deildin yfir nokkrum hjólum að ráða. Stundum er einn bíll til staðar frá lögreglunni og jafnvel tveir.
Lögreglumennirnir væru áhyggjufullir yfir því að vera einir í bíl þegar kemur að útköllum.
Aldrei hægt að vita hvernig sakleysislegustu útköll geti þróast, það óásættanlegt að lögreglumenn séu sendir einir á vettvang.
Upp það sorglega tilfelli nú um helgina að eftirförin á eftir Yaris bifreiðinni er að mestum hluta byggð á frásögn eins lögreglumanns.. Lögreglumaður þeirrar lögreglubifreiðar var einn í bifreiðinni og var slökkt á upptökubúnaði þar sem ekki var til tómur diskur fyrir hann.
Næsta lögreglubifreið inn í eftirförina var lögreglubifreið ,2006 árgerð af Volvo, tvöfaldur viðgerður tjónabíll sem ekinn er á fjórða hundrað þúsund kílómetra. Til stóð að sú bifreið yrði ekki lengur notuð við hefðbundið eftirlit og í útköll almennu deildar og var því Eye-witness búnaður fjarlægður úr henni 2008.
Hafnarfjarðarbifreið varð fyrir vélarbilun í Mosfellsbæ. Mun það ekki vera óalgengt með þá bifreið. Í raun er eina ástæðan fyrir því að einhver hluti af eftirförinni náðist á myndband sú að sérsveit RLS var stödd með tvær bifreiðar á höfuðborgarsvæðinu á þessum tíma og gat því aðstoðað við eftirförina og var það þeim að þakka að ekki fór verr.
Ég spyr hvað er í gangi.???
Það er niðurskurður á öllum sviðum. Þetta á líka við ríkislögreglustjóra sem rekur bílana.
Það er alls ekki hægt að tryggt fulla þjónustu með þessu áframhaldi og hvað þá eftir þann niðurskurð sem er boðaður.
Landsamband lögreglumanna geri sér fulla grein fyrir því að nú séu niðurskurðar tímar og það verða borgar þessa lands að gera sér grein fyrir niðskurðurinn kemur niður á störfum lögreglunar og öryggi okkar borgarana.
Vandinn er sá að það hefur verið að skera niður í fjöldamörg ár, þrátt fyrir uppgangstíma fyrir kreppu þá hafi framlag til lögreglunnar alltaf haldið sinni krónutölu. Á meðan breyttist verðlag og verðþróun og aldrei fékk embættið meira til umráða þó varðlag á þjónustu hækkaði..
Auka þarf framlög til lögreglunnar til að hún hafi viðráðanleg starfgrundvöll og geti sinnt sínum störfum sem við borgarinn viljum og við krefjumst ætið þess þegar við leitum til lögreglunar að hún geti sinnt þeim þörfum sem við biðjum um en sú þjónusta er nú háð því fjármagni sem hún hefur til umráða.
Starfgrundvöll lögreglunar hefur oft verið gagnrýndur í miðlum með ómálagalegum hætti sjaldan erum þeim þakkað fyrir vel unnu störf, samt eiga þeir alltaf að vera tilbúni að veita okkur aðstoð þegar við leitum til þeirra og tryggja öryggi okkar.
Á sama hættu verðum við borgara að krefjast þess að aukið verði fé til þessa málaflokks.
Þegar núverandi ríkisstjórn tók til vald var það eitt af forgangsefni hennar að veita meira fé til listarmanna launa og byggingu tónleikahús þó líti væri til skiptana svo fjarri eru stjórnmálamenn þörfum að halda uppi góðri löggæslu og lögum á Íslandi svo fjarri eru þeir að heiðra störf lögreglumanna svo fjari eru þeir að tryggja öryggi lögreglumanna svo fjarri eru þeir tryggja öryggi borgarana, við hljótum að krefjast þess aukið verð fé til þessa málaflokks.
Og störf lögreglunar verði trygggð.Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.7.2009 kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2009 | 20:44
Icesave líklega um 400 milljörðum krónum hærri en nú er ef ríkisstjórnin hefði ráðið fyrir 10 árum.
Ef Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson hefðu fengið að ráða fyrir tæpum 10 árum síðan væri skuld Íslendinga vegna Icesave líklega um 400 milljörðum krónum hærri en nú er. Í dag eru þau örugglega fegin því að tillaga þeirra var felld á Alþingi. Þetta kemur fram á heimasíðu Kristins H. Gunnarssonar, fyrrum Alþingismanns.
Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð á Icesave, sem dreift var á Alþingi í gær, er vitnað til lagasetningarinnar árið 1999. Í lögunum er kveðið skýrt á um að ábyrgð innstæðutryggingasjóðsins takmarkist við 20.887 evrur. Lögð er sérstök áhersla á að Finnur Ingólfsson, þáverandi viðskiptaráðherra, hafi sérstaklega hnykkt á því í framsöguræðu fyrir málinu að sjóðnum bæri að bæta tjón sparifjáreigenda að þessu lágmarki hvort sem eignir hans dygðu til þess eða ekki.
Fjármálaráðherra og forsætisráðherra vilja með þessu gera Finn Ingólfsson ábyrgan fyrir því að Icesave skuldin falli á þjóðina. Við skulum aðeins rifja upp málflutning og tillöguflutning þingmanna við þessa afdrífaríku lagasetningu.
Stjórnarandstöðunni þáverandi, undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar og Ögmundar Jónassonar þótti frumvarpið ekki ganga nógu langt. Þau flutti breytingartillögu og lögðu þar til að einstaklingur skyldu fá allar innstæður sínar bættar úr tryggingarsjóðunum en ekki bara lágmarkið.
Jóhanna rökstuddi tillöguna meðal annars svona: Hér er sem sagt lagt til að full tryggingavernd sé hjá þeim sem eiga innstæður sínar í innlánsstofnunum og bönkum, þannig að þeir geti verið rólegir hvað sem á dynur, hvaða skakkaföll sem verða í bankakerfinu, þá munu þeir að fullu og öllu fá sínar innstæður greiddar."
Tillagan var felld með 34 atkvæðum gegn 16. Hefði hún fengist samþykkt verður ekki betur séð en að Íslendingar hefðu orðið að bæta innstæður einstaklinga í Icesave-reikningum að fullu í stað lágmarksupphæðarinnar.
Ekki er alveg ljóst af greinargerð frumvarpsins um ríkisábyrgðina hvað hún hefði orðið há ef tillaga Jóhönnu og fleiri hefði verið samþykkt en ráða má að skuldin hefði hækkað um liðlega 400 milljarða króna og þá ríkisábyrgðin að sama skapi.
Svo segja oddvitar ríkisstjórnarinnar nú að þeim hafi verið nauðugur einn kostur að semja um Icesave!
Vísir í dag. Grein Kristins má sjá
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó