Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
28.10.2010 | 13:01
Hallur Magnússon stefnir á stjórnlagaþing veitum honum stuðning.
Stjórnlagaþing þjóðarinnar er eðlilegt og nauðsynlegt skref í endurreisn Íslands. Á það benti ég í kjölfar hrunsins í pistli mínum þann 12. janúar 2009 " Þjóðkjörið stjórnlagaþing móti stjórnskipan framtíðarinnar". Ég hef barist fyrir þessari hugsjón minni æ síðan. Því var það eðlilegt af minni hálfu að gefa kost á mér til setu á stjórnlagaþingi.
Stjórnarskrá Íslands á að byggja á frjálslyndi og umburðarlyndi, tryggja þegnum landsins örugg mannréttindi og beint lýðræði, skilvirka og lýðræðislega stjórnskipun, réttlátt og óháð dómskerfi og að landsmenn njóti allir ávaxtanna af nýtingu náttúruauðlinda landsins.
Í stjórnarskrá vil ég helst tryggja:
- Persónukjör og rétt til þjóðaratkvæðagreiðslna.
- Raunverulegan aðskilnað löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds.
- Að dregið verði úr miðstýringu ríkisstjórnarvaldsins.
- Nýjar grunnstjórnsýslueiningar í formi öflugra, sjálfstæðra og lýðræðislegra héraðsstjórna sem taki yfir sem stærstan hluta fjárveitingarvalds, framkvæmdavalds og samfélagslegra verkefni ríkis og sveitarfélaga.
Þessi baráttumál mín eru ekki ný af nálinni eins og sjá má á pistlum mínum "Stjórnlagaþing, persónukjör og auðlindirnar í þjóðareigu " og "Sterk og miklu stærri sveitarfélög eru framtíðin".
Að sjálfsögðu eru stefnumál mín fleiri og fjölbreyttari. Til að kynna þau hef ég ákveðið að rjúfa árslanga bloggþögn mína.
Á þessari bloggsíðu minn hef ég sett upp tengla sem vísa á gagnlegar upplýsingar sem varða stjórnlagaþing og kosningar til þess, tengla sem vísa á stjórnarskrár ýmissa landa og tengla sem tengjast síðum áhugaverðra frambjóðenda til stjórnlagaþings. Sá listi mun lengjast þegar ég hef kynnt mér stefnumál meðframbjóðenda minna.
Ég bloggaði nær daglega og stundum oft á dag á þessari bloggsíðu um landsins gagn og nauðsynjar frá því í marsmánuði 2007 fram í septembermánuð 2009. Því hafa þeir sem vilja kynna sér stefnumál mín og skoðanir úr drjúgum potti að veiða. Til að auðvelda aðgang að fyrri pistlum mínum hef ég komið fyrir leitarvél hér til hægri.
Starfsferil minn, nám og þátttaka í félagsstörfum er einnig að finna á vefsíðunni hér til hægri og einnig unnt að skoða hann með því að smella á hér.
Ábendingum og athugasemdum er unnt að koma til mín á netfangið hallur@spesia.is auk þess sem athugasemdakerfið á blogginu er að sjálfsögðu öllum opið.
Þetta er grein Halls eins og sjá má her á link hans.
21.10.2010 | 11:41
Gylfi gagnrýnir Stopp Stopp flokkana fyrir að taka atvinnumálinn í gíslingu.
Gylfi er sannfærður um að lausnin á vandanum í efnahagslífinu réðist af því hvort það tækist að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang og hvort Sopp Sopp flokkarnir yrði frekari dragbítur á atvinnuuppbyggingu.
Stjórnvöld hafi ævarandi skömm fyrir því nú þegar á reyni og fjöldi félaga í ASÍ séu í sárri þörf fyrir félagslegt íbúðarhúsnæði. Fyrir þetta fólk sé að litlu að hverfa. Gylfi gagnrýndi að húsaleiga væri flestum óviðráðanleg og að stjórnvöld áformi verulega skerðingu á húsaleigubótum.
Tóku atvinnumálin í gíslingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2010 | 20:32
Skattar hækka um 19 milljarða ekki um 11 milljarða eins og ríkisstjórnin heldur fram.
Í fjárlagafrumvarpinu gerir ráð fyrir því að skattahækkanir skili ríkissjóði ellefu milljörðum króna á næsta ári.
Í raun má nærri tvöfalda þessa tölu því ekki stendur til að hækka persónuafslátt sem þýðir að skattar á almenning hækka um átta milljarða hér er því verið að blekkja almenning þetta eru óbeinar skattahækkanir.
Ekki stendur til að hækka bætur öryrkja, eldri borgara og atvinnulausra eða þeirra er minnst mega sín.
Það er mjög óeðlilegt og hrein mann vonska að það sé gengið í það þriðja árið í röð að þeir sem eru með allra lægstu tekjurnar í samfélaginu eigi enn einu sinni að sitja hjá og taka á sig þessar byrðar fyrir fjármálseigendur og bankana og ríkisstjórnina.
Okkar ást sæla ríkisstjórn
14.10.2010 | 14:59
Skjaldborgin og Alþingi neita að styrkja Fjölskylduhjálpina.
Hjá Fjölskylduhjálp Íslands starfa 40 sjálfboðaliðar sem útdeila vikulega matargjöfum, fötum og öðrum vörum til fólks sem sökum fjárskorts hefur ekki efni á nauðsynjum.
14.10.2010 | 13:07
Nær 45% allra uppboðsbeiðna koma frá Skjaldborgini ríki og sveitarfélögum
138 uppboðsbeiðendur standa að uppboðunum 92 sem auglýst eru í þessari viku og standa ríki og sveitarfélög að 25% þeirra og Íbúðalánasjóður, sem er í eigu ríkisins, með 20% og eru þessir aðilar því með um 45% eða nærri helming allra uppboðsbeiðna.
Bankar standa á bak við 14% uppboðsbeiðna, Sparisjóðir og dótturfélög þeirra með 10% og tryggingafélög með 16%.
12.10.2010 | 21:21
Landsvirkjun afhjúpar ósannindi Andra Snæ Mássonar um afkomu LV orkugeirans og Álsgeirans.
Tekjur Landsvirkjunar af raforkusölu duga til að greiða upp allar skuldir fyrirtækisins á næstu tíu . Eftir það gæti Landsvirkjun að óbreyttu greitt eiganda sínum 25 milljarða króna í arð á ári.
Raforkusalan er að skila 25 milljörðum króna á ári í handbært fé. 20 milljarðar af þeim fara á þessu ári til að greiða niður erlend lán fyrirtækisins, að sögn Harðar. Með sama áframhaldi mun Landsvirkjun eiga allar sínar virkjanir skuldlausar, þar á meðal hina umdeildu Kárahnjúkavirkjun, eftir tíu til tólf ár.
Rekstur Kárahnjúkavirkjunar hefur gengið mjög vel og það sé að hjálpa mjög mikið.
"Það er ljóst að hækkandi álverð og lágir vextir hafa hjálpað fyrirtækinu að ráða við þessa stöðu.
Eigið fé Landsvirkjunar nálgast nú tvöhundruð milljarða króna, en þó má telja verðmætið mun meira því vatnsaflsvirkjanir eru í bókhaldinu afskrifaðar á 60 árum. Líftími virkjananna sé hins vegar mun lengri, og þær geti starfað í 100 ár og þess vegna umtalsvert lengur.
7.10.2010 | 19:49
Svandís bremsuráðherra og stjórnvöld á móti fjárfestingu.
Á síðustu öld eru dæmi til um ríki sem komu á öflugu velferðarkerfi með verðmætasköpun og varveittu það landi og þjóð til hagsbóta þar ríkir en hagsæld, en nú er öldin önnur í boði VG og bremsuráðherra á okkar landi .
Afleiðingarnar bremsumálaráðherra gætu verið hörmulegar og mikill niðurskurður fylgdi í kjölfarið almenning á Íslandi til óþurftar baga og börnum okkar.
Ísland er í þeirri stöðu nú að opinber útgjöld verða að aðlagast hinum efnahagslega veruleika ekki sí og sí og æ með að auka álögum á fátækan alþýðu lands sem blæðir á meðan hinir efnameiri græða í boði þeirra er nú stjórna.
Því lengur sem það dregst þeim mun meiri verður og dýpri verður vandinn í nánustu framtíð. Það eina sem getur dregið úr niðurskurðarþörf hins opinbera er vöxtur í atvinnulífinu.
Það kemur ekki á óvart að (umhverfisráðherra) bremsumálaráðherra hafi ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómi héraðsdóms um aðalskipulag í Flóahreppi. Það mun enn tefja nýtingu hagkvæmasta og umhverfisvænsta virkjunarkosts sem völ er á í landinu og seinka uppbyggingu atvinnu og endurheimt lífskjara og velferðar.
Á fjölmörgum sviðum birtist atvinnustefna stjórnvalda í því að koma í veg fyrir fjárfestingar og sköpun nýrra starfa því þau virðast ekki vera í réttum greinum eða tísku draumum sem ekkert á skilt við raun veruleikan einungis óróa ráð för enda lifir þetta fólk á örðu sólkerfi, sólkerfi fáránleikans..
Dugi það ekki til eru fundnar aðrar tylliástæður. Nægir að nefna áform um álver í Helguvík, gagnaver og einkasjúkrahús eða deilur í tengslum við eignarhald HS orku og aðstöðu hollenska fyrirtækisins ECA á Keflavíkurflugvelli svo fátt sé upp talið.
7.10.2010 | 14:43
Keðjureykjandi simpansi látin lifði lengur en flestir simpasar.
Síðustu árum sínum eyddi Charlie í dýragarði í Suður-Afríku. Fyrir mörgum árum síðan veittu umsjónarmenn dýragarðsins því athygli að gestir köstuðu sígarettustubbum sínum í híbýli Charlies og hann hirti þá upp og hermdi eftir mannfólkinu. Reyndar er talið að hann hafi tekið upp ósiðinn þegar hann var í eigu sirkuss á árum áður.
Þrátt fyrir reykingarnar mun Charlie hafa lifað um tíu árum lengur en meðalsimpansinn úti í náttúrunni. Simpansar hafa hins vegar náð 60 ára aldri í dýragörðum.
7.10.2010 | 13:44
Bremsuráðherra Svandís Stopp Stopp heldur heilu sveitarfélögunum áfram í heljargreip sinni
Ráðamenn Ölfuss undrast að nærri hálft ár skyldi líða frá því þeir sendu inn aðalskipulag sveitarfélagsins til staðfestingar þar til Bremsuráðherra svaraði . Þeir segja að þetta muni meðal tefja tvöföldun Suðurlandsvegar með tilheyrandi atvinnuleysi.
Það var í byrjun aprílmánaðar sem Sveitarfélagið Ölfus sendi breytingar á aðalskipulagi til afgreiðslu Skipulagsstofnunar og staðfestingar Bremsuráðherra, en það fjallar meðal annars um Bitruvirkjun og tvöföldun Suðurlandsvegar. Í síðustu viku, nærri sex mánuðum síðar, svarar Svandís Bremsuráðherra. Skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss, segir að Skipulagsstofnun hafi tvívegis gert athugasemdir, en eftir að þeim hafi verið svarað, hefði verið eðlilegt að Bremsuráðherra afgreiddi málið eigi síðar en í júnímánuði, en samkvæmt stjórnsýslulögum sé eðlilegur tími 30 dagar.
Ráðamenn í Ölfussi segja það ekki aðeins þeirra skoðun heldur allra skipulagsfulltrúa á landinu að þessi ferill í Bremsumálaráðuneytinu sé orðinn allt of langur. Skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss segir þegar ljóst að þessi dráttur muni tefja meðal annars breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss en einnig fleiri verkefni í sveitarfélaginu.
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó