Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Eignarupptaka þeir ríku sleppa en alþýðan ekki

 Á meðan útrásarvíkingarnir fá eignir sínar aftur frá bönkunum hundruð milljarða í afskriftir er húsnæði barnafólks boðin upp.

Skjaldborg er gjaldborg . Uppboð eignarupptaka þeir ríku sleppa en alþýðan ekki.

Bendi á góða grein eftir Jón Þór Ólafsson http://jonthorolafsson.blog.is/blog/jonthorolafsson/

Dreifið þessum linkum út um allt;

Hvort sem er eftir aðstoð Heymavarnarliðsins eða til þess að stofna fleiri hópa / Þeir sem vilja fá aðstoð Heimavarnarliðsins geta haft sambandi í síma 841-0551 eða netfangið heimavarnarlidid@gmail.com.

 

 Myndband 2.


Kristrún Heimisdóttir segir Indriða fara ekki rétt með

Kristrún Heimisdóttir segir að skjal frá 18. desember 2008, sem Indriði Þorláksson nefnir fullbúinn samning um Icesave, hafi aldrei verið borið undir ráðherra og því fráleitt að líta svo á að Icesave-málið hafi verið nær frágengið á þeim tíma.

Kristrún gagnrýndi fjármálaráðherra og samninganefndina undir forystu Svavars Gestssonar í grein í Fréttablaðinu á laugardaginn var. Indriði svaraði þeirri grein í Fréttablaðinu í dag og fullyrti þar að 18. desember 2008 hafi legið á borðinu fullbúin drög að lánasamningi vegna Icesave-skuldbindinganna, en þá var Baldur Guðlaugsson formaður samninganefndarinnar. Samkvæmt þeim samningi áttu vextir að vera 6,7% og taldi Indriði því að vel hefði gengið hjá nefnd Svavars, sem Indriði sat í, en þar var samið um 5,5% vexti.

Kristrún hefur ýmislegt við orð Indriða að athuga.  “Ýmis skjöl af þessu tagi eru til, enda reyndu Bretar og Hollendingar margsinnis að knýja Íslendinga til að ganga að tvíhliða lánasamningum sem Íslendingar töldu óaðgengilega, og höfðu samningsskjöl til reiðu með aðstoð íslenskra lögmannsstofa. Þetta skjal sætir því engum tíðindum og var aldrei borið undir ráðherra,” segir hún.

Þá segir hún að á þessum tíma hafi verið langt í land að samningar lægju fyrir, “enda lágmarksviðmið Íslands að ná pólitískum árangri á grundvelli ályktunar Alþingis um Brusselviðmið.” Vísar hún þar í sameiginlegt minnisblað fjármálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis til utanríkismálanefndar Alþingis frá 14. desember s.l. en þar stendur:

,,Af hálfu Íslands var litið svo á að með hinum sameiginlegu viðmiðum væri komin upp ný staða í samningaviðræðunum við Breta og Hollendinga og að meira tillit yrði tekið til hinna fordæmalausu aðstæðna á Íslandi en gert hafði verið fram að því, svo sem í samkomulaginu frá 11. október. Í Brussel-viðmiðunum fælist n.k. núllstilling og var megintilgangur þeirra  þríþættur. Í fyrsta lagi  að losa um þá stíflu sem myndast hafði við afgreiðslu efnahagsáætlunar Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, í öðru lagi að komast undan niðurstöðu gerðardómsins sem felldur var í kjölfar ECOFIN fundarins og í þriðja lagi  að skapa grundvöll fyrir nýjum samningaviðræðum þar sem tekið yrði tillit til sérstaklega erfiðrar stöðu Íslands m.a. í formi hagstæðari lánakjara en þeirra  sem fallist hafði verið á við Hollendinga mánuði fyrr.”


Segir Svandísi Svavarsdóttir tefja fyrir atvinnuuppbyggingu og auka á atvinnuleysið stefna hennar leiðir landið í gjaldþrot

Forstjóri Landsvirkjunar  Hörður Arnarson segir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttir  um að hafna skipulagi Þjórsárvirkjana verði til þess að atvinnuuppbyggingu sem hefði orðið vegna virkjanaanna frestist um 2 - 4 ár. Segir hann Landsvirkjun hafa verið í viðræðum erlend fyrirtæki um ýmiskonar atvinnuuppbyggingu.

Hörður segir Landsvirkjun hafa yfir að ráða orku sem dugi í fyrstu áfanga gagnaversins sem nú er í framkvæmd en að nú þurfi að leita annarra virkjanakosta fyrir framhaldið.

Hörður segir Landsvirkjun nú þegar hafa lagt 3,7 milljarða króna í undirbúningsvinnu vegna virkjananna í Þjórsá. Stjórn Landsvirkjunar ákvað fyrir tveimur árum að orka úr virkjunum í Þjórsá færu ekki í ný álver og var því farið að leita að öðrum mögulegum orkukaupendum.
Margir hafa gagnrýnt ákvörðun Svandísar Svavarsdóttir harðlega  eins og skoðunum Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ í dag.


Sakar Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra um ærumeiðandi og illa ígrunduð ummæli, byggð á óáreiðanlegum heimildum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ásakar Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra um ærumeiðandi og íll  ummæli, byggð á óáreiðanlegum heimildum. Á hreppsnefndarfundi í félagsheimilinu Árnesi í gær var gerð bókun vegna þess rökstuðnings sem ráðherra færði fyrir ákvörðun sinni um að hafna því að staðfesta aðalskipulag hreppsins. Bókunin er svohljóðandi:

"Í bréfi umhverfisráðherra til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 29.01.2010 þar sem ráðherra synjar staðfestingar skipulagstillögu vegna Hvamms og Holtavirkjana er því haldið fram að sveitarstjórnarmenn, hafi persónulega þegið aukagreiðslur frá Landsvirkjun vegna funda í sambandi við skipulagsgerðina. Þetta er rangt, sveitarstjórn hefur ekki þegið nein önnur laun né aðrar greiðslur en þær sem sveitarsjóður hefur greitt fyrir. Ummælin eru illa ígrunduð, byggð á óáreiðanlegum heimildum og ærumeiðandi. Sveitarstjórn hefur ætið haft að leiðarljósi að hvorki íbúar né landeigendur biðu skaða af framkvæmdum innan sveitarfélagsins."


Sakar Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra um ærumeiðandi og illa ígrunduð ummæli, byggð á óáreiðanlegum heimildum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ásakar Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra um ærumeiðandi og íll  ummæli, byggð á óáreiðanlegum heimildum. Á hreppsnefndarfundi í félagsheimilinu Árnesi í gær var gerð bókun vegna þess rökstuðnings sem ráðherra færði fyrir ákvörðun sinni um að hafna því að staðfesta aðalskipulag hreppsins. Bókunin er svohljóðandi:

"Í bréfi umhverfisráðherra til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 29.01.2010 þar sem ráðherra synjar staðfestingar skipulagstillögu vegna Hvamms og Holtavirkjana er því haldið fram að sveitarstjórnarmenn, hafi persónulega þegið aukagreiðslur frá Landsvirkjun vegna funda í sambandi við skipulagsgerðina. Þetta er rangt, sveitarstjórn hefur ekki þegið nein önnur laun né aðrar greiðslur en þær sem sveitarsjóður hefur greitt fyrir. Ummælin eru illa ígrunduð, byggð á óáreiðanlegum heimildum og ærumeiðandi. Sveitarstjórn hefur ætið haft að leiðarljósi að hvorki íbúar né landeigendur biðu skaða af framkvæmdum innan sveitarfélagsins."


« Fyrri síða

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband