Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
11.5.2010 | 19:36
Eftirlýstur af Interpol
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, er eftirlýstur af Interpol.
Saksóknari ákvað að gefa út handtökuskipun á hendur Sigurðar eftir að hann sinnti ekki kalli sérstaks saksóknara um að mæta í yfirheyrslu.
Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður er búsettur í Bretlandi.
Þeir Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Steingrímur Kárason, framkvæmdastjóri áhættustýringar bankans, sem hafa verið í yfirheyrslum í allan dag voru meðal æðstu stjórnenda Kaupþings og unnu náið með Hreiðari Má og Sigurði Einarssyni.
Ingólfur og Steingrímur eru báðir með skráð lögheimili í Lúxemborg.
8.5.2010 | 20:29
Jóhannes bestur í að reka Bónus
Fjöldinn af frábæru menntuðu fólki úr heimi bankanna er flúinn land. Við erum að missa fólkið sem kann og getur í heimi fjármálanna bara af því það vann í bönkunum. Þá er það tabú ef stjórnendur sem þekkja Jón Ásgeir eru á lausu, þá fá þeir enga vinnu þrátt fyrir það að menn vita þeir eru þeir bestu sem völ er á. Ég er að tala um yfirmenn í fyrirtækjum og bönkum. Í Þýskalandi eftir stríð voru menn sem höfðu sannarlega unnið með áður ríkjandi valdhöfum beðnir um að hjálpa til við uppbyggingu þjóðfélagsins. Þeir voru taldir ómissandi. Hér heima ríkir stjórnleysi, getuleysi og allt er í einni þvælu.
Hvernig má það vera að Jóhannes í Bónus geti ekki átt Haga? Hagar eru að skila milljörðum. Hversvegna fær Óli Óla að halda Samskipum en Jóhannes ekki? Það er vitað í heimi bankanna að þarna ráði pólitík för. Ef það er halli á ríkisjóð, er þá engin ríkisstjórn? Færum við að reka landið? Jóhannes er sá sem kann best að reka fyrirtækið ásamt sínu fólki. Hvað ætlar bankinn að gera? Láta einhvern annan í að reka fyrirtækið? Það mun þá að öllum líkindum hrynja og þetta veit bankinn, en vegna þess að Gylfi Magnússon og undirtyllur beita þrýstingi þá skal það vera þannig að Jóhannes eigi ekki að reka Haga. Það er í hæsta máta óeðlilegt að þeir sem kunna, geta og hafa alla þekkingu sem þarf til að reka fyrirtækið séu og fái ekki að njóta sömu kjara og aðrir í sambærilegri stöðu. Það að þetta skuli vera hægt - að koma í veg fyrir það af stjórnmálamönnum, ráðherrum, ásamt Morgunblaðinu og öfgahægrimönnum, að Hagar verði ekki á hendi Jóhannesar er rugl. Allt er gert til að koma í veg fyrir að það takist.
7.5.2010 | 20:11
Sigurður Einarsson svarar ekki kalli sérstaks saksóknara.
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur ekki svarað kalli sérstaks saksóknara um að flýta komu sinni til landsins.
Sigurður Einarsson fyrrverandi átrúnaðar goð Íslenska fréttamanna og blaðamanna íkon Blaðamannafélags Íslands er í felum.
Nú vilja fréttamenn og blaðamenn og Blaðamannafélags Íslands ekkert við hann kannast, en segja við vissum ekkert um þetta né bankana við vorum að æfa Blaðamannkórinn Íslands á milli þess að við vorum í veislum hjá útrásarvíkingunum og á kafi í sukkinu með þeim.
Hvenær verður Blaðarmanna Elítan ákærð sök hennar er eina stærst eða eru menn búnir að gleyma eða vilja menn gleyma þeim gjörningum sem þeir frömdu .
Sigurður hóf störf á verðbréfasviði Kaupþings hf. árið 1994, varð forstjóri þess 1997 og stjórnarformaður 2003-2008. Hann hefur af mörgum verið kallaður arkitektinn af gríðarlegum vexti bankans. Sigurður hefur um nokkurt skeið verið búsettur í Lundúnum.
Íslendingar vaknið látið ekki blaða snápa blekkja ykkur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.5.2010 kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2010 | 20:12
Sorgleg handtaka Hreiðar Már Sigurðsson
Dómari tekur sér sólarhrings umhugsunarfrest og verður Hreiðar Már því í haldi lögreglu að minnsta kosti til morguns.
Sorgasaga Íslenskara alþýðu er nú að taka nýja stefnu þar sem gerendur í hruninu eiga vona á stefnu og ákæru verði þeir sekir fundnir og hljóti dóm vegna allsherjarmarkaðsmisnotkun og misnotkun fjármálum bankana.
En fólk verður að hafa það í huga að það er Íslensk alþýða hlýtur þyngsta dóminn sá dómur er að borga ósómann eftir þessa menn í minni kaupmætti hærri sköttum og þrengingum að heimilunum og missi eigna sinna, sá dómur er sorgasaga Íslendinga og þrautarganga fyrir saklaust fólk sem unnið hefur hörðum höndum og ekkert gert af sér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2010 | 23:35
28 þúsund hafa tapast eftir að félagshyggjustjórnin tók við
Í kreppunni hafa tapast 28 þúsund ársstörfum eftir að félagshyggjustjórnin tók við.
Margir hafa minnkað verulega við sig vinnu eða flutt úr landi og því öllu færri skráðir atvinnulausir.
Kreppan hér virðist ætla verða lengri en í nágrannaríkjunum, vara fram á næstu ár.
Samkvæmt opinberum tölum Vinnumálastofnunnar er atvinnuleysið nú 9,3 prósent í Hafnarfirði um 12%. Þar á bak við eru tæplega sautján þúsund manns.
Seðlabankinn spáir því að atvinnuleysið fari upp undir tíu prósent áður.
Fjölmargir hafa minnkað við sig vinnu og jafnvel fært sig úr fullri vinnu yfir í hlutastarf. Síðan hefur nokkur fjöldi flutt úr landi. Samanlagt, hafa þannig tapast 28 þúsund störf í kreppunni, sem samsvarar 16,5 prósentum af heildarvinnuaflinu.
Þá var hann stjórnarformaður hins merkilega Sparisjóðs Keflavíkur þegar hann féll. Hann er jafnframt fyrrverandi og núverandi formaður Festa sem tapaði á annan milljarð króna vegna gjaldþrotsins. Formaðurinn telur ekkert óeðlilegt við launamál sín og öllu vel stjórnað sem hann kom að.
Ég vann mikið þetta ár, eins og ég hef reyndar gert alla ævi, segir Kristján. Stundum er sagt að við í verkalýðsfélögunum eigum að vera á sömu launum og við semjum um fyrir skjólstæðinga okkar. En sannleikurinn er stundum sá að þeir fá oft hærri laun en við.
Er hér verið að afsaka sukkið.?
Samkvæmt Hagstofu Íslands voru meðallaun á Íslandi 355 þúsund krónur árið 2008 og meðalheildarlaun 454 þúsund krónur. Árið 2008 voru meðallaun verkafólks 226 þúsund krónur og meðalheildarlaun þeirra 339 þúsund krónur. Kristján er og var því með um fjórföld verkamannslaun.
2.5.2010 | 17:51
En og aftur dæmir Héraðsdómur Reykjavíkur myntkörfulán ólöglegt
Í dómi Héraðsdóms segir að á forsíðu allra samninganna hafi lánsupphæð verið tilgreind í íslenskum krónum og að endurgreiða skuli í krónum á tilgreindu gengi. Bersýnilegt sé að samið hafi verið um lánin í íslenskum krónum og að tilvísun til þess að lán sé í öðrum myntum er til málamynda og að engu hafandi" segir í dóminum. Þar er jafnframt vísað í annan dóm sem féll í héraði 12. febrúar þar sem niðurstaðan var sú að ekki væri heimilt að tengja skuldbindingar við erlenda gjaldmiðla.
Dómarinn í þessu máli tekur undir og segir að ekki sé heimilt að reikna fjárhæð skuldarinnar, með þeirri hækkun sem orðið hafi á gengi jens og franka. Upphaflegur höfuðstóll standi og ekki sé heldur heimilt að reikna á hann annars konar verðtryggingu.
Tvö mál þessu skyld, eru nú fyrir Hæstarétti, málið frá 12. febrúar og annað þar sem dómur féll á annan veg. Hæstiréttur flýtir meðferð málanna og verður dæmt í þeim í síðasta lagi 21. júní.Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó