Færsluflokkur: Bloggar
25.1.2010 | 08:30
Vinir vorir ? Norðmenn neita að vera sáttasemjara fyrir Ísland
Aðspurð um hvort slíkt hlutverk væri mögulegt neitaði talskonan að svara þeirri spurningu Reuters og sagði aðeins að norsk stjórnvöld væri í nánu sambandi" við ríkisstjórn Íslands.
Í fréttinni er fjallað um frásagnir í íslenskum fjölmiðlum um helgina um aðkomu sáttasemjara til að reyna að miðla málum milli Íslendinga og Breta og Hollendinga í Icemálinu. Þar var m.a. rætt um mögulega aðild Norðmanna sem sáttasemjara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2010 | 13:00
Íslenski bankinn sem aðstoðaði lúxuslífs í góðærinu hefur verið auglýstur til sölu.
Un 1,2 milljarður punda var lánaður til einstaklinga. Um 300 milljónum var eytt í snekkjur og einkaflugvélar og um þriðjungi lánanna í breskar fasteignir. Mörg lánanna eru sögð hafa verið veitt gegn litlum eða engum veðum. Talið er að um fjórðungur þeirra 824 milljóna punda sem lánuð voru til fyrirtækjareksturs sé glataður.
Sú lánabókanna sem inniheldur lán upp á einn milljarð punda í fasteignaviðskipti er talin álitlegust fyrir hugsanlega fjárfesta. Þar er meðal annars 160 milljóna punda lán gegn veði í Shard, sem verður hæsta bygging Lundúna þegar hún verður tilbúin árið 2012.
Hún var upphaflega auglýst til sölu í nóvember 2008, mánuði eftir að bankinn varð gjaldþrota, en þá var hætt við. Í bréfi frá skiptastjóra lýsir hann þeirri skoðun sinni að markaðaðstæðurnar hafi breyst nóg síðan til að kaup á rekstrinum geti nú orðið kröfuhöfum til góðs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2010 | 21:54
Verður heilbrigðisráðherra kölluð sem vitni?
Mál níu manna sem ákærðir voru vegna mótmæla í Alþingishúsinu fyrir ári síðan hefur verið þingfest. Það er Sigurmar Kristján Albertsson hæstaréttarlögmaður og eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra sem er verjandi sakborninganna.
Þegar þessi árás var gerð á Alþingishúsið stóð Álfheiður Ingadóttir, núverandi heilbrigðisráðherra, þáverandi þingmaður og síðan um skeið einn af varaforsetum Alþingis, í Kringlu þinghússins, fylgdist með atburðum, hvatti árásarmenn til dáða og hallmælti lögreglumönnum. Skyldi Sigurmar kalla á hana sem vitni?
Þau Sigurmar og Álfheiður voru með aðgerðasinnum, sem réðust að lögreglustöðinni við Hlemm.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2010 | 21:16
Græða 125 miljónir á eign sem Landsbakinn seldi þeim.
Það var verkfræðingur sem keypti eignina árið 2006 á tæpar 132 milljónir króna, í þeim tilgangi að breyta húsinu í hótel.
Landsbankinn seldi atvinnuhúsnæði á Grensásvegi á yfir fjörutíu prósenta lægra verði en húsið var keypt á fyrir þremur árum. Fermetrinn var seldur á tæpar 50 þúsund krónur.
Að sögn Landsbankans voru eignirnar þá settar í sölu hjá tveimur fasteignasölum, Eignamiðlun seldi svo eignirnar nú í október á 75 milljónir króna. Það er órafjarri fasteignamati hússins og innan við 60% af því sem Grensásvegur 12 seldist á fyrir þremur árum.
Þrátt fyrir erfiða tíma á fasteignamarkaði, þá hefur eigandi hússins boðið í það minnsta tveimur stóreignamönnum húsnæðið til sölu fyrir 200 milljónir króna, eða á 125 milljónum hærra verði en bankinn seldi það á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2010 | 09:53
Mannorð fjölskyldu í skotlínunni.
Það er trú mín að allir menn megi verja sinn rétt og heiður og koma á framfæri sínu athugasemdum þannig að hið sanna komi í ljós.
Nú hefur Skúli Helgason skýrt málið frá sínu sjónar horni í Presssuni og eru skýringar hann hér.
Fréttastofa Ríkisútvarpsins flutti í kvöld frétt undir yfirskriftinni Vildarkjör til valdra, þar sem látið er að því liggja að ríkisbankarnir séu að selja fasteignir á undirverði til útvalinna einstaklinga í samfélaginu.
Fréttin byggði á umfjöllun í Spegli Ríkisútvarpsins fyrr í kvöld. Nefnd voru þrjú dæmi af einstaklingum sem tengjast stjórnmálum þar á meðal undirrituðum og minni fjölskyldu. Fjallað var um kaup okkar á íbúðahúsi síðastliðið haust, birt mynd af kaupsamningnum og myndir af húsinu okkar. Gaman hefði verið ef viðkomandi fréttamenn hefðu haft dug í sér til að hafa samband við okkur áður en einkalíf okkar var tekið til umfjöllunar með þessum hætti en því var ekki að heilsa. Reyndar var það svo að sonur okkar tók eftir myndatökumanni á lóðinni í dag og höfðum við samband við fréttastofuna til að spyrja hverju það sætti en fengum þau svör að enginn kannaðist við að vera að vinna frétt frá þessum slóðum og væntanlega hefði myndatökumaðurinn bara verið að mynda óveðrið! Þau eru dapurleg fyrstu kynni tíu ára sonar okkar af samskiptum við fréttastofu allra landsmanna.
En aftur að staðreyndum málsins. Síðsumars gerðum við tilboð í fasteign á Gnitanesi sem auglýst var í fasteignaauglýsingum Morgunblaðsins. Margir skoðuðu eignina og fleiri tilboð bárust og þurftum við á endanum að borga 3 milljónir króna yfir ásettu verði. Þess ber að geta að eignin var í því ástandi að gera þurfti á henni verulegar endurbætur, því hún var ótrúlega illa farin að innan miðað við ytra útlit.
Undanfarna þrjá mánuði hefur fjölskyldan, vinir og vandamenn því unnið hörðum höndum að endurbótum ásamt iðnaðarmönnum og er því starfi hvergi nærri lokið. Fasteignasalan staðfesti við fréttamann Útvarpsins að hér hefði verið um eðlilegt verð að ræða miðað við ástand hússins en engu að síður gefur fréttastofa Sjónvarpsins í skyn að um óeðlilega fyrirgreiðslu hafi verið að ræða þegar sannleikurinn er sá að við keyptum fasteign á yfirverði á opnum markaði í kjölfar auglýsinga í dagblöðum og á netinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2010 | 21:40
Skjaldborgin notuð til að hygla auðmönnum og vinum stjórnarflokkana.
En almúginn gerður uppi og kvalin og píndur til að greiða fyrir sukkið svo að vinir og vandamenn getið fengið fasteignir bíla og fyrirtæki á spottprís og hver borgar svo á endanum það er hin Íslenska alþýða Skjaldborgin er orðin að skrímsli í Íslenskuþjóðfélagi.
Útgerðarkona í Vestmannaeyjum fékk lýsisfyrirtæki úr þrotabúi fyrir hálfan árshagnað. Þetta er svona 95% afsláttur. Pelsasali fékk niðurfelldar skuldir á fasteign, en seldi svo fasteignina á fullu verði.
Og nú koma fréttir af því að bankarnir séu farnir að selja fasteignir á spottprís til vildarvinar.
Þetta er allt afburða fólk og þess vegna hafa þau sannfært sig sjálf um að þetta væri allt eðlilegt og venjulegt.
Bankinn hefur örugglega tekið húsin af fólki sem lenti í gengissvindli starfsmanna bankans. Bjargarlausu fólki án áskriftartekna frá ríkinu. Það hefur verið hrakið frá heimilum sínum og verður sjálfsagt sótt af bankanum til að greiða mismuninn sem flokksdátarnir hagnast á.
Fengu húseignir á góðum kjörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.1.2010 kl. 03:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2010 | 19:52
Uppsagnir hjá RÚV.
Fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins var sagt upp í dag og búist er við að enn fleiri fá uppsögn á morgun. Þar af var þremur starfsmönnum Kastljóssins sagt upp störfum.
Starfsmannafundur verður haldinn á morgun þar sem nánar verður greint frá uppsögnum og niðurskurði.
RÚV hefur verið reki með miklu tapi í mörg ár og er þetta liður í sparnaði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Regler saknas vid kollaps
PERSPEKTIV | Mats Hallgren om Island
Publicerad: 20 januari 2010, 08.29
Konflikten mellan Island och StorbritannienNederländerna om vem som ska betala vad för sammanbrottet i den isländska internetbanken Icesave sätter strålkastaren på en fundamental brist i EU:s regelverk för finansiell stabilitet. Det saknas fungerande regler och rutiner för hur en kollaps i en gränsöverskridande bank ska hanteras.Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2010 | 21:38
Þarf engan fund ef ríkisstjórnin væri heil heilsu gagnvart sjómönnum.
Árni Johnsen styður aðgerðir útgerðarmanna hins vegar heilshugar.
Stór hluta flota stefnir í land til að fjölmenna á baráttufund gegn fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Í fundartilkynningunni segir að ætlunin sé að mótmæla ákvörðunum stjórnvalda um fyrningarleið í sjávarútvegi, útflutningsálagi á ísfisk og afnámi sjómannaafsláttar þess skal geti að sjómannaafsláttur er margfalt hærri á norðurlöndunum en hér á landi á símatíma og á að afnema sjómannaafsláttinn hækkar ríkistjórnin framlög til listarmannlauna afla þeir tekna fyrir þjóðarbúið?.
Á fundinum, sem haldinn verður annað kvöld, stendur hópur fyrirtækja og félaga sem tengjast sjávarútvegi í Vestmannaeyjum, sem og Vestmannaeyjabær.
Það þyrfti engan fund ef ríkisstjórnin væri heil heilsu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2010 | 20:25
Verjendur sakborningana lákum gögnum um Wernersynina ?
Eins og kom farm í morgun lýsir Steingrímur bróður sínum sem einræðisherra með algjöra siðblindu í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara. DV fjallar um málið í dag. Svo sagði:
Steingrímur segir Karl hafa kúgað sig svo mikið að hann hafi næstum getað sagt hvenær hann ætti að fara á klósettið. Hafi hann verið haldinn Stokkhólmsheilkenni í samskiptum við bróður sinn. Um mitt ár mun Karl hafa hrakið Steingrím úr höfuðstöðvum Milestone og sagt honum að láta ekki sjá sig þar. Steininn tók svo úr þegar Karl ætlaði að kaupa Ingunni, systur þeirra, út úr Milestone á algjöru undirverði. Steingrímur kom í veg fyrir það, en Karl mun hafa orðið mjög reiður og séð eftir þeim 2,5 milljörðum sem Ingunn fékk.
Eru verjendur með þessu að fá málið ógilt og það falli niður?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó