Færsluflokkur: Bloggar
20.1.2010 | 17:43
Viðskiptaráðherra vissi ekkert um bankamálin út af vantrausti milli hans og Ingibjargar Sólrúnar.
Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar um bankahrunið.
Lýðræðið fótum troðið einræði formanns Samfylkingarinnar hafið til skýjanna, síða hefur ekkert breytts.
Björgvini var haldið í myrkri hvað þjóðnýtinguna varðar vegna vantraust milli hans og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
Hvers vegna fékk Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra ekkert að vita um þjóðnýtinguna var honum ekki treyst, er ekki þingmönnum Samfylkingarinn yfir höfuð ekki treyst af formönnunum?
Svörin við því verða í skýrslu rannsóknarnefndarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar hann hafi notað bústaðinn á dögunum og ætlað að fara að borga, en ekki fengið það. Hefur hann rætt málið óformlega í borgarstjórn Reykjavíkur og forsætisnefnd, en ekki hafi margir tekið undir mál hans en gripið fast um buddu sína. Hann hafi því tekið upp málið formlega til að vekja á því athygli.
Borgarráðsbústaðurinn stendur út af fyrir sig nálægt klasa bústaða sem Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar á og nokkrum bústöðum í eigu Orkuveitunnar og Faxaflóahafna. Þar séu þrjú svefnherbergi miðað við tvö í starfsmannabústöðunum. Heitur pottur er við öll húsin. Þessi bústaður er betur mubleraður en þetta er ekkert lúxusdæmi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2010 | 21:37
Kínverska sendiráðsmálið.
Ríkislögreglustjóri var með fjóra menn í yfirheyrslu en nú er búið að sleppa mönnunum fjórum, gerðar hafa verið húsleitir þar á meðal hjá fasteignarsölu og lögfræðistofu og hald verið lagt á tæpar 100 milljónir króna og gögn vegna sölu á húsnæði til kínverska sendiráðsins. Um er að ræða fasteignina Skúlagötu 51 var í eigu félagsins Vindsúla en fyrir því félagi eru skráðir feðgarnir Karl Steingrímsson og Aron Karlsson. Fasteignin var veðsett fyrir rúman milljarð króna vegna lána í Arion banka, Íslandsbanka og Glitni.
Gegnið var í desember að tilboði frá indversku fyrirtæki í fasteignina fyrir 575 milljónir króna. Féllust bankarni á þá sölu. Í kjölfarið var fasteignin flutt í nýtt félag, 2007 ehf. sem er einnig í eigu feðganna. Þremur dögum síðar var tekið öðru tilboði í húsið, nú frá kínverska sendiráðinu og hljóðaði það upp á 875 milljónir.
Bankarnir þrír kærðu söluna til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og töldu að verið væri að hlunnfara þá um 300 milljónir króna með blekkingum.
Mikið af upplýsingunum eru skjalfest vegna viðskiptanna sem auðveldar rannsókn málsins. Kæra barst embættinu á föstudaginn í síðustu viku og hófst þá rannsóknin. Þá þegar var lagt hald á 93 milljónir króna sem er ætlaður ágóði af sölu félagsins Vindasúlur ehf. eftir að þeir seldu kínverska sendiráðinu hús á Skúlagötu 51 fyrir 870 milljónir króna.Arion banki, Glitnir og Íslandsbanki telja að með þessum gjörningi hafi feðgarnir haft af þeim allt að 300 milljónir króna.--
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ríkisstjórn Íslands hefur brugðist skyldum sínu.
Undanfarnar vikur hafa birst greinar í The Financial Times of öðrum enskum blöðum og miðlum sem málstaður Íslendinga í Icesave deilunni hefur fengið meiri umfjöllun en áður.
Einn af ritstjórum blaðsins The Financial Times Martin Wolf, hefur skrifað nokkrar þeirra en hann telur að umræðan hafi breyst að undanförnu og snúist Íslendingum í hag.
Meðal þess sem hann skrifar svo og aðrir fjölmiðlamenn er hversu ríkistjórn Íslands hefur brugðist skyldum sínum og lítt sinnt þeim brýnu verkefnum að kynna málstað Íslands og að ríkisstjórn Íslands sé með þeim hætti algjörlega óhæf að halda upp vörnum fyrir hönd Íslendinga.
Þeir sem hafi kynnt málstað íslendinga erlendis sé frjálsir pennar á Íslandi og Íslenskir föðurlandsvinir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2010 | 16:28
Heyrst hefur að VG vilji sinn mann sem stjórenda Kastljós.
Talið mögulegt að þátturinn Kastljós fari undir stjórn Óðins Jónssonar en VG telja hann sinn mann, eftir skyndilegt brotthvarf Þórhalls Gunnarssonar frá Ríkisútvarpinu. Heyrst hefur að um 20 manns verði sagt upp hjá Ríkisútvarpinu fyrir mánaðarmót reiknað er með að uppistaða þeirra sem fá uppsagnarbréf verði fólk með meðallaun, meðallauna starfsmanna er 664 þúsund á mann.
Hallarekstur hefur verið viðvarandi vandamál hjá Ríkisútvarpinu í mörg ár. Um síðustu áramót hafði Páll Magnússon stjórnað Ríkisútvarpinu í 1.581 dag með halla upp á 1,1 milljón krónur á dag að meðaltal, Páli hefur ekki tekist að halda utan um reksturinn þau fjögur ár sem hann hefur starfað sem útvarpstjóri en heildar tapið aukist ár frá ári.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2010 | 20:36
RÚV sukkar um miljón á dag í tap.
Meðallaun kostnaður starfsmanna er 664 þúsund á mann.
Hallarekstur hefur verið viðvarandi vandamál hjá Ríkisútvarpinu í mörg ár. Frá janúar 2001 til loka ágústmánaðar 2005. Á þessum fjórum árum og átta mánuðum var rekstrarfé Ríkisútvarpsins samtals 14,6 milljarðar króna. Halli var á rekstrinum öll árin var samtals einn milljarður og 19 milljónir króna sem er um 7 % af rekstrarfé stofnunarinnar.
Vonir manna um að reksturinn myndi batna við það að Ríkisútvarpið var hlutafélagavætt hafa ekki ræst. Um síðustu áramót hafði Páll Magnússon verið útvarpsstjóri í fjögur ár og fjóra mánuði. Á þessum tíma var rekstrarfé stofnunarinnar 17 milljarðar og 59 milljónir, en hallinn á rekstrinum hefur verið mikill á sama tímabili eða rúmlega 1,8 milljarðar króna.
Um síðustu áramót hafði Páll Magnússon stjórnað Ríkisútvarpinu í 1.581 dag með halla upp á 1,1 milljón krónur á dag að meðaltali.
Fjöldi fastráðinna starfsmanna hjá Ríkisútvarpinu hefur lítið breyst á undanförnum árum. Árið 2002 voru fastráðnir starfsmenn 311.
Á árinu 2009 hafði fastráðnum starfsmönnum fækkað um fjóra og voru 307, en launakostnaðurinn var þá kominn í tvo milljarða og 39 milljónir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.1.2010 | 12:09
Hafnarfjarðarbær tapar 20 milljörðum.
Á þessu kjörtímabili hafa tapast allt að 20 milljarðar vegna ákvörðunarfælni meirihluta Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Eða um ein miljón á hvern ibúa, Um 15 milljarðar vegna hringlandaháttar í ákvörðun um sölu á hlut bæjarins í HS Orku og allt að 4,7 milljarðar (núvirtir 2007) vegna aukinna tekna af stækkun álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík (samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunnar 2007). Þá er ekki tekið til óbeinna áhrifa í formi aukinnar atvinnuuppbyggingar á svæðinu og óbeinna tekna af þjónustu við álverið.
Samfylkingin þorði ekki að taka afstöðu í íbúðakosningunni um álverið árið 2007 sem getur ekki talist annað en óeðlilegt vegna þess að stjórnmálamenn eru kosnir til þess að taka ákvörðun og til þess að taka afstöðu til mála sem snerta hagsmuni bæjarbúa. Það sama átti við þegar bænum barst tilboð í hlut sinn í HS orku og Samfylkinginn dró lappirnar við að taka ákvörðun um söluna og frágang hennar. Þá glötuðust mikil tækifæri við að greiða niður erlendar skuldir og spara þannig vaxtakostnað og ekki síður að minnka gengisáhættu bæjarins sem átti eftir að reynast bænum dýrkeypt.
20 milljarðar eru miklir peningar en svona rétt til þess að setja þá í samhengi þá má reka einn leikskóla í Hafnarfirði í um 200 ár fyrir þessa upphæð. Það mætti sleppa gjöldum á bæjarbúa í tæp 2 ár og það mætti reka alla æskulýðs- og íþróttastarfsemi bæjarins í um 15 ár fyrir 20 milljarða.
Það er mikilvægt að athuga í þessu sambandi að ef fjármögnunarkjör sveitarfélagsins eru 12-13% óverðtryggt og um 5,5-6% verðtryggt þá má gera ráð fyrir því að árlegur vaxta- og verðbótakostnaður við þessa 20 milljarða ákvörðunarfælni Samfylkingarinnar sé um 2,5 milljarðar á ári. Það er sama upphæð og bærinn ver í félagsþjónustuna og íþrótta- og æskulýðsmálin á hverju ári.
Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum um ákvörðunarfælni og slæma fjármálastjórn Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2010 | 19:55
Indverja hissa á Stazi samningarmönnunum Svavari og Indriða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2010 | 18:00
Svíar handrukkarar Breta og Hollendinga
Ögmundur Jónasson, er harðorður í garð Svía eftir viðtal Reuters við forsætisráðherra Svía, Fredrik Reinfeldt.
Ögmundur er einn fárra þingmanna VG sem stendur í lappirnar.
Forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt, segir að Svíar muni ekki lána Íslendingum fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gefi grænt ljós:Við viljum að Ísland haldi sig við þessar alþjóðlegu skuldbindingar og í kjölfarið munum við standa við okkar loforð."
Strauss Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að hann gefi ekki grænt ljós fyrr en aðstandendur sjóðsins ( les: hinn kapítalíski heimur ) gefi grænt ljós. Og aftur er talað um skuldbindingar Íslands undir sömu formmerkjum.
Skyldu Svíar sklija að "skuldbindingarnar" eru skilyrðin sem Bretar og Hollendingar hafa þröngvað upp á okkur undir hótunum?
Skyldu Svíar skilja að Íslendingar véfengja greiðsluskyldu sína? Skyldu Svíar sklija að greiðsluskilmálarnir eru ósvífin þvingunarúrræði?
Skyldu Svíar skilja að þeir eru orðnir handrukkarar Breta og Hollendinga?
Kannski finnst Reinfeldt forsætisráðherra það vera í góðu lagi að gerast handrukkari. En hvað skyldi sænsku þjóðinni finnast um þetta nýja hlutverk sitt? Hvað skyldi þjóðinni sem átti Olov Palme finnast um að vera komin í fótgöngulið fjármagnsins gegn fólkinu? Skyldu menn almennt átta sig á því að viðhorfsbreytingin í Evrópu á meðal almennings er vegna þess að fólk er farið að stilla dæminu svona upp: Annars vegar hinir eignalausu. Hins vegar þeir sem töpuðu innistæðum sínum. Almennt finnst fólki ekki sjálfgefið að hinir eignalausu, eða þeir sem eru lasburða og þurfa á velferðarþjónustu að halda, verði látnir blæða til að hinir missi ekki spón úr aski.
Þannig er almenningur í Evrópu að byrja að líta á málin. Hann þarf hins vegar að sannfærast um að séð verði til þess að fjárglæfrabófar skili hverri krónu; skili ránsfengnum. Um ásetning Íslendinga hvað þetta varðar má ekki leika nokkur vafi. Tiltrúin má ekki bara byggja á orðstír Evu Jolý. Hún hefur gert meira fyrir Ísland en flestir aðrir. Hún staðfestir nefnilega gagnvart umheiminum með nærveru sinni og verkum sínum að Íslendingar vilja réttlæti.
Þetta þurfum við að segja Svíum milliliðalaust, Líka Norðmönnum, Dönum og Finnum og öllum öðrum, alþýðu manna í Bretlandi, þeirri sömu alþýðu og kýs Brown og Miliband á þing, og í Hollandi. Í þessum löndum öllum þekkja menn frekjuna í fjármagninu og almennt halda menn meira með fólki en fjármagni.
Myndin sýnir Svía á ferð eins og sjá má á grein Ögmundar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.1.2010 | 07:17
Vilja nýjar samningaviðræður við Hollendinga og Breta eru þingmenn úr stjórnarflokkunum.
Íslenskir ráðherrar og embættismenn hafa verið í stöðugum samskiptum við kollega sína í Hollandi og Bretlandi síðan forsetinn synjaði lögunum staðfestingar.Fátt hefur verið látið uppi um hver samningsmarkmið Íslands í nýjum viðræðum ættu að vera.
Fyrsta skrefið er að láta reyna á þverpólitíska sátt hér heima. Hvort af slíkri samvinnu verður ræðst væntanlega á næstu dögum, samkvæmt því sem forystumenn flokkanna sögðu eftir fund sinn í gær.
Stjórnarliðar hafa kvartað yfir óbilgirni stjórnarandstöðu og skorti á tillögum að samningsmarkmiðum.Stjórnarandstaðan hefur að sama skapi harmað að stjórnarliðar slái á útrétta sáttahönd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó