Leita í fréttum mbl.is

Hafnarfjarðarbær tapar 20 milljörðum.

Á þessu kjörtímabili hafa tapast allt að 20 milljarðar vegna ákvörðunarfælni meirihluta Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Eða um ein miljón á hvern ibúa, Um 15 milljarðar vegna hringlandaháttar í ákvörðun um sölu á hlut bæjarins í HS Orku og allt að 4,7 milljarðar (núvirtir 2007) vegna aukinna tekna af stækkun álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík (samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunnar 2007). Þá er ekki tekið til óbeinna áhrifa í formi aukinnar atvinnuuppbyggingar á svæðinu og óbeinna tekna af þjónustu við álverið.

Samfylkingin þorði ekki að taka afstöðu í íbúðakosningunni um álverið árið 2007 sem getur ekki talist annað en óeðlilegt vegna þess að stjórnmálamenn eru kosnir til þess að taka ákvörðun og til þess að taka afstöðu til mála sem snerta hagsmuni bæjarbúa. Það sama átti við þegar bænum barst tilboð í hlut sinn í HS orku og Samfylkinginn dró lappirnar við að taka ákvörðun um söluna og frágang hennar. Þá glötuðust mikil tækifæri við að greiða niður erlendar skuldir og spara þannig vaxtakostnað og ekki síður að minnka gengisáhættu bæjarins sem átti eftir að reynast bænum dýrkeypt.

20 milljarðar eru miklir peningar en svona rétt til þess að setja þá í samhengi þá má reka einn leikskóla í Hafnarfirði í um 200 ár fyrir þessa upphæð. Það mætti sleppa gjöldum á bæjarbúa í tæp 2 ár og það mætti reka alla æskulýðs- og íþróttastarfsemi bæjarins í um 15 ár fyrir 20 milljarða.

Það er mikilvægt að athuga í þessu sambandi að ef fjármögnunarkjör sveitarfélagsins eru 12-13% óverðtryggt og um 5,5-6% verðtryggt þá má gera ráð fyrir því að árlegur vaxta- og verðbótakostnaður við þessa 20 milljarða ákvörðunarfælni Samfylkingarinnar sé um 2,5 milljarðar á ári. Það er sama upphæð og bærinn ver í félagsþjónustuna og íþrótta- og æskulýðsmálin á hverju ári.

Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum um ákvörðunarfælni og slæma fjármálastjórn Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

Sjá í Pressunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband