Færsluflokkur: Bloggar
22.3.2007 | 00:12
Það er gott að vinna í álveri.
Álverið hjá Alcan mengaði margfalt meira á fyrstu árum starfseminnar sinnar en það gerir nú. Mjög mikið er lagt upp úr því að minnka mengun eins og kostur er, og stefnan er að með nútímatækni er reynt að útrýma menguninni eins og hægt er. Ég tel að mengun álvera verði lítið vandamál í nánustu framtíð.
Álver í dag miðað við mengun og starfsskilyrði er ekki sama og álver fortíðarinnar. Það er gott að vinna í álveri og flestum eða öllum líður þar vel.
Að tala um einhvera mengun í dag miðað við á fyrstu árum álvera er hlægilegt og hjákátlegt.
Fyrir 20 árum síðan keyrðu menn oft í gegnum mengunarský á Reykjanesbrautinni en í dag sjáið þið ekki þessa mengun sem sumir eru sífelt að tönglast á.
Fólkið sem vinnur þarna líður vel, hefur allt til alls og sáralítil hreyfing er á fólki í önnur störf þótt þenslu ástandið sé mikið. Á síðustu árum hefur fólk þurft að bíða í marga mánuði eða árum saman til að fá vinnu hjá Alcan.
Það er stundum hrikalegt að þurfa að sitja undir þeirri ómálefnanlegri umræðu sem sköpuð eru af mönnum með þekkingarleysi hvað það sé slæmt að vinna í álveri og hafa álver. Neikvæð umræða sem oftast virðist byggð á fordómum en rökum hefur vissulega áhrif og setur illt blóð í okkur sem vinnum á mjög góðum vinnustað og líður vel, höfum mannsæmandi laun sem er ekki hægt að segja um allt þjóðfélagið.
Kveðja Árelíus Þórðarson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 18:29
Grein frá Sól í Straumi .
Á meðal þess sem Sól í Straumi hefur not fært sér í umræðunni um stækkun eru ýmsar villur og blekkingar á staðreyndum sem snúið er á hvolf, eins og sjá má í kosningarbæklingi.
Til dæmis svo kölluð 12. rök gegn stækkun.
Eins og. ,, Lóð eftir stækkun verður jafn breið og hún er löng í dag " . Ekki satt. Svar samkvæmt teikningum ARKÍS 15. 1.2007 er verksmiðjulóð Ísal eftir stækkun mælikvarði um 1520m á lengd og um 920m á breidd ekki jafn löng og breið skeikar um 600m lóði stækkar um 56% stækkun á lóð já 56%. Lóð sögð yfir 60% stærri en hún mun verða.
Byggingarland í Kapelluhrauni og Hellnahrauni eru skipulögð sem iðnaðarsvæði og er ekki ætlað undir íbúðarbyggð eins og Sól í Straumi heldur ítrekað fram það er rangt, svæðið var sett í frumdrög laust eftir 1970 sem iðnaðarsvæði og komið á kortið um 1986. Land það sem Alcan svæðið er 20% af iðnaðarsvæðinu já 20% að halda öðru fram er hrein og beinn uppspunni 80% af svæðinu er ætlað undir iðnað og aðra starfsemi ,sjá kort Hafnarfjarðar. Hér fara Sólarmenn vísvitandi með rangfærslur Ekki rétt hjá Sólarmönnum.
Íbúðarbyggð er ekki við eða á lóðarmörk Alcan á skipulaginu er tekið skýrt fram að um 1.500 metrar skulu vera í næstu íbúðarbyggð. Er hægt að bjóða Hafnfirðingum upp á svona vinnubrögð blekkingar og fals.?
Sigurjón Vigfússon
Stækkum Alcan Já Takk.
Bloggar | Breytt 23.3.2007 kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2007 | 09:44
Kremlarskýrslan gagnrýnd
í morgun í morgunfréttum Rúv kom fram gagnrýni á Kremlarskýrsluna svokölluð og að hún næði ekki til allra þátta í hagfræðilega séð .
Rétt er að taka fram að í skýrslu Hagfræðistofnunar er ekki er fjallað um aukin viðskipti Alcan við birgja í Hafnarfirði, en í dag nema um 1.400 milljónum króna. Áætlað er að þau muni aukast í eða yfir 3.600 milljónir króna á ári komi til stærra álver. Af ofansögðu má sjá að ávinningur Hafnfirðinga af stærra álveri er margfaldur á við mat Hagfræðistofnunar.
Beinar tekjur (sjá skýrslu) Hafnarfjarðarbæjar af stækkuðu álveri og breyttu skattaumhverfi þess munu verða umtalsverðar. Samkvæmt útreikningum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands verða beinar tekjur bæjarfélagsins vegna fasteignagjalda, hafnargjalda og vatnsgjalds rúmar 800 milljónir króna á ári.
Niðurstöður stofnunarinnar staðfesta það sem forsvarsmenn álversins hafa kynnt fyrir bæjarbúum á undanförnum mánuðum.
Hagfræðistofnun ráðgerir að fasteignagjöld álversins eftir stækkun verði um 650 milljónir króna á ári og hafnargjöld vegna notkunar á Straumsvíkurhöfn muni aukast um allta að 150 milljónum króna eða 800 milljónir samtals.
Skýrsla Hagfræðistofnunar var kynnt á blaðamannafundi bæjaryfirvalda í Hafnarfirði en samkvæmt henni liggur tekjuauki Hafnfirðinga af stækkun álvers Alcan milli 3,4-4,7 milljörðum króna, að meðtöldum heildartekjum af Straumsvíkurhöfn, eða innan við 100 milljónir króna á ári að meðaltali. Hannes G. Sigurðsson, fjallaði um áhrif stækkunar álversins í Straumsvík á fundi í Hafnarborg þann 2. febrúar. Hannes benti á að ef álver Alcan starfaði í íslensku skattumhverfi, eins og samningur liggur fyrir um, þá væru tekjur bæjarins í dag um 490 milljónir króna, en eftir stækkun um 1.431 milljónir króna. Alls er þetta aukning um 941 milljón króna á ári.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Stækkum Alcan Já Takk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 00:09
Stækkum Alcan í sátt við Hafnarfjörð og umhverfið.
Ég þrái friðinn og hef enga löngun til að sigra samtökin Sól í Straumi. Í mínum huga ætti sá að vera hryggur sem skrumskælir sannleikann. Í mínum huga tapa allir ef þetta ómálefnalega orða stríð heldur áfram.
Á síðu Sólar í Straumi hef ég ekki tjáð mig neitt í um einn mánuð þar sem tilganglaust orðagjálfur hefur enga merkingu. Skrifbentar á síðu Sólar eru sanntrúaðir á sinn málstað og ég sanntrúaður á minn málstað.
Kveðja Árelíus Þórðarson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2007 | 17:13
Uppvakningar Allaballa og Kommúnista.
Árið 1995 var afstaða fólks og stjórnmálaflokka fylgjandi stækkun , líka hið sósíalíska Alþýðubandalags nú VG. VG vinnur nú markvist gegn verkalýðsfélögum og starfsfólki Alcan.
Þá voru á áttunda þúsund manns án atvinnu á Íslandi. Þjóðin fagnaði stækkun enda gufaði atvinnuleysið upp eins og dögg fyrir sólu og sú velmegnum sem þjóðin býr en að hófst, nú eru komnir aðrir tímar VG vilja nú niður sveiflu og skal verkafólk taka afleiðingunum og þá með komandi atvinnuleysi .
VG hafa tekið upp gamlar skruddur og ryk fallnar og berjast gegn starfmönnum og verkafólki í anda kaldastríðsins, skruddur þessar eru beint fram hald af ræðum þeirra og ritum frá 1960 og þar segir meðal annars.:Íslendingar yrðu ofurseldir arðráni og kúgun. Íslenskir verkamenn yrðu þrælar útlenda auðjöfa, Ísland yrði láglauna land.,, Ísland fyrir Íslendinga eina sagði. Einar Olgeirsson leiðtogi sósalista og læriföður nú verandi leiðtoga í VG.
Og hélt baráttunni gegn hernum yrði smáræði miða við baráttunni gegn álinu og uppbyggingu atvinnuvegana. Einar Olgeirsson fór fyrir sveit sósíalista til Kremlar og fékk Leoníd Brezhnev í lið með sér í baráttunni gegn landnámi útlendinga í Straumsvík. Sovéski leiðtoginn stóð þá í ströngu við að bylta Nikita Krúsjoff af valda stóli. Koma átti í veg fyrir að Ísland tengist vestrænu fjármagni og hagkerfi . Álverið var dregið inn í hið kalda stríð stórveldana. Barátta VG hefur verið sviklaus allt frá því að Einar Olgeirsson skar upp herör gegn álinu og heldur áfram ganvart verkamönnum og starfsmönnum Alcan Ísals látum ekki afturhaldið hafa neikvæð áhrif á framtíð Hafnarfjarðar og Íslands.
Starsfólk og verkafólk sem ekki vinna hjá Alcan hvenær kemur þessi flokkur og vilja láta kjósa um að ykkar vinnustaður verði lagður niður?
Kv, Sigurjón Vigfússon
Stækkum Alcan Já Takk.
Bloggar | Breytt 21.3.2007 kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.3.2007 | 02:47
Stækkum Alcan, Já takk.
Í heimspeki má lesast ? Bæjarstjórn sem virðist duglaus, er oft affarasælust fyrir bæjarbúa. Ströng bæjarstjórn sem skiptir sér af öllu veldur bæjarbúum ófarnaði. Eymd er alltaf á hælum góðærisins og hamingjan hvílir á bágindunum.
Eigum við að hverfa frá réttlætinu þótt fyrirtækið Alcan hafi farið alla þá lýðræðislegu leið til að fá að nútímavæðast? Ef við hverfum frá réttlætinu? Þá fer allt aflaga. Vinstri-grænir og afturhaldssinnar hafa svo sannalega vaðið í villu og svima.
Þess vegna vaki ég dag og nótt yfir réttlætinu þannig að gott fyrirtæki fái að vaxa og dafna. Ég er fastur fyrir ef ég vil það, alltof hreinskilinn þannig að vinum mínum ofbýður stundum. Reyni að vera ekki ónærgætinn. Reyni að túlka ljósið þó Vinstri- grænir og félagar þeirra í Sóli í Straumi vilji sjá eitthvað annað.
Affærasælast fyrir Hafnarfjörð og allt Ísland er að Alcan stækki og fari eftir öllum þeim leikreglum sem settar eru. Allar tölur sýna að álver mengar alltaf minna og minna með hverju árinu sem líður. Mesti mengunarvaldurinn á næstu árum mun líklegast verða ferðamanna iðnaðurinn að mínu viti þar sem hver einasta manneskja mengar eitthvað.
Þarf kannski 10% atvinnuleysi til að fólk sjái ljósið.
Stækkun Alcans, JÁ TAKK.
Árelíus Þórðarson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2007 | 20:29
Útreikningum Hagfræðistofnunar 800 milljónir til Hafnarfjarðar.
Samkvæmt útreikningum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands verða beinar tekjur bæjarfélagsins vegna fasteignagjalda, hafnargjalda og vatnsgjalds rúmar 800 milljónir króna á ári.
Niðurstöður stofnunarinnar staðfesta það sem forsvarsmenn álversins hafa kynnt fyrir bæjarbúum á undanförnum mánuðum.Fulltrui Hafnarfjarðar tilkyndi sömu niðurstöður og sömu tölur rynnu til bæjarins þetta er um sömu tölur og Hagur Hafnarfjarða og Alcan hafa bent á og Samtök Iðnaðarins fyrir utan tekjur af birgjum verktökum og útsvörum starfsmanna í þessum geira.
Það vakti athygli í Kastljósi í kvöld sem kom frá flulltrúa sólar að en fara þeir mjög frjálslega með umhverfismatið og gefa en í skin að þær stofnanir sem rannsakað hafa umhverfis þætti séu meira og minna að falsa niðurstöður og gera starfsmenn þessara stofnana tortryggilega munu þeir gera slíkt hið sama með niðurstöður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, og en fremur gera þeir skóna að því að þeir vilji Alcan burt hið bráðasta.
Kv,SIgurjón Vigfússon
Stækkum Alcan já Takk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2007 | 13:06
Hvor lýgur Davíð Þór Jónsson eða ég?
Davíð Þór Jónson fer víða í gein sinni í Fréttablaðinu á sunnudag hann geysist þar um ritvöllinn og þyrlar upp ryki og óhreinindum yfir starfsmenn Alcan, ljóst er af skrifum hans fyrirlitning hans á verkafólk og starfsmönnum Alcan og ásakar okkur um lygar án þess að geta vitnað í staðreyndi máli sínu til stuðnings.
Gróðurhúsaloftegundir segir hann að muni meir en tvöfaldast hið rétta er sem marg oft hefur komið fram er að aukningin er 150% samkvæmt starfsleyfi hér fer sannleikströllið viljandi með rangt nál.
Hann kallar okkur íslenskt leiguþýði sem demba lygum yfir Hafnfirðinga ég verð að biðja Davíð Þór að sannað það að ég sé leiguþýði og krefst þess að hann geri svo til að fram komi hvor segi satt ég eða hann og hvor okkar sé minni maður hann eða ég.
Hann getur ekki haft það sem rétt er um línumanvirkin þar fer hann aftur með rangt mál 30 metrar orðnir að 64 metrum.
Hann talar um lítið álver og kallar það lambaspað í Noregi sem myndir eru sýndar af hið sanna er að áverið í Sunndal er 360.000 tonn álver og tali stórt á mælikvarða andstæðinga stækkunar já risastórt með íbúðarbyggð í innan við 100 metra fjarlægi. Hér er aftur farið rangt með að það sé lítið.
Hann telur það vera ekkert mál þó starfsmenn Alcan missi vinnuna ásamt beinum og óbeinum störfum og fimmta hvert fyrirtæki í Hafnarfirði ýmis loki eða hafi skerta starfsemi það er sem sagt hið besta mál að hátt í 2000 manns verði atvinnulausir í Hafnarfirði þetta sýnir ótrúlega fyrirlitningu fyrir verkafólki í Hafnarfirði hann telur kannski að við séum best geymd í gasklefum, það virðist allavegana koma fram í skrifum hans.
Hann endar greinina látum ekki ljúga að okkur, Hver er það sem er að ljúga? Að því sem framan er komið er það ljóst hver er það sem fer með rangt mál.
Davíð Þór, reyndu bara að vera málefnalegur í andstöðu þinni og slepptu því að saka heiðvirt verkafólk og starfsmenn Alcan fólk um lygar.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Stækkum Alcan já takk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.3.2007 | 01:55
Skítugu verkamenn Alcans og Íslands.
Það var athyglisverð athugasemdarfærslan sem ég og Sigurjón fengum um daginn frá ónafngreindum einstaklingi þar sem hann vinsamlega bað okkur að hætta skrifum.
Hættið þið þessum skrifum Árelíus og Sigurjón skítugu verkamenn hjá auðhringnum Alcan.Óskráður (????), 16.3.2007 kl. 11:46
Þjóðfélagið okkar er kannski að verða þannig að fólk er farið að líta niður til okkar sem höfum unnið í fiskislori og iðnaði? Vissulega verða menn stundum óhreinir við störf sín, sumir meira og sumir minna. Sjálfur hef ég oft verið óhreinn í mínum störfum sem háseti, stýrimaður,skipstjóri og síðar áliðnaðarmaður. Ég hef yfirleitt haft ásættanleg laun og aldrei litið niður til annara starfa.
Það er kannski að festast í þjóðarsálinni að stór hópur í þjóðfélaginu sem býr í 101 Reykjavík vilji ekki búa í landi með skítugu verkafólki.
Kveðja Árelíus Þórðarson sem er stoltur af sínu starfi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2007 | 19:14
Samþykkja Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar Hafnarfjarðar stækkun Alcan?
Nást hefur samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar annarsvegar og Alcan hinsvegar og ríkisins um greiðslu á stjöttum til Hafnarfjarðar fasteignargjöld samkomulag þetta er háð samþykkt alþingis og mun vera borið undir atkvæðagreiðslu nú á næstum dögum eða fyrir þinglok.
Þetta er þungamiðja sem staðið hefur í vegi fyrir að Bæjarfulltrúar Samfylkingin í Hafnarfirði mæli með stækkun eða hafni eða taki afstöðu nú þegar þetta mál er komið í höfn er ekkert til fyrirstöðu að Bæjarfultrúar Samfylkingi í Hafnarfirði samþykki stækkun eða geri upp hug sinn með eða á móti þar sem beðið eftir að mál þetta komi í höfn til að getað gefið út yfirlýsingu varðandi stækkun, Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar samþykkt stækkun.
Ferli í stækkun Alcan-ÍSALs sem staðið hefur yfir undanfarin ár er þessir og áfangar:
1999 Hugmyndir að stækkun álversins skýrast
2000 Vinna við mat á umhverfisáhrifum stækkunar hefst.
2002 Umhverfismat lagt fram og samþykkt án athugasemda sem er einstætt.
2003 Hafnarfjarðarbær selur álverinu land undir stækkun.
2005 Umhverfisstofnun gefur út starfsleyfi fyrir allt að 460 þús. tonna framleiðslu á ári.
2006 Orkusamningur við Orkuveitu Reykjavíkur (undir forystu R-listans) og samkomulag við Landsvirkjun um orkukaup.
2007 Nú eftir átta ára undirbúning, þegar hyllir undir að hægt sé að hefja útboð og framkvæmdir verður efnt til almennrar atkvæða greiðslu um skipulag ,deiliskipulag" svæðisins og láta þar með í raun greiða atkvæði um það hvort stækka megi álverið.
Tekjur Hafnarfjarðarbæjar, sem tengjast starfsemi Alcan, munu stóraukast verði af stækkun álversins í Straumsvík. að þær gætu numið ríflega 1.400 milljónum á ári í Gróflega má áætla að tekjur bæjarins af starfsemi álversins muni nema 12-13% af heildartekjum bæjarins eða sem nemur 250.000 á hverja fjögra manna fjölskyldu.. Það eru ekki aðeins tekjur Hafnarfjarðarbæjar sem aukast mikið því að ríkið fær einnig mikið í sinn hlut ef af stækkun verður. Tekjur ríkisins af starfsemi fyrirtækinu á bilinu 2,6-3,1 milljarðar en verða á bilinu 4,2-5,2 milljarðar eftir stækkun. Þá eru auknar tekjur af raforkuframleiðslu og raforkuflutningi vegna stækkunnar álversins ekki teknar með í reikninginn en allir vita að þar er um verulegar fjárhæðir að ræða.
Reiknað er með að launagreiðslur fyrirtækisins aukist úr 2,9 milljörðum á ári í 4,8 milljarða og starfsmönnum fjölgi um ríflega 300-350. Reiknað er með að aðföng (vörur og þjónusta) sem álverið kaupir frá fyrirtækjum í Hafnarfirði aukist úr 2.0 milljörðum 2006 í 3,6 4,0 milljarða og þar verði til önnur 300 störf. Reiknað er með að utan Hafnarfjarðar verði til önnur 240 störf sem byggjast á sölu vöru og þjónustu til álversins og rúmlega 3 milljarða velta á ári. Við stækkun álversins í Straumsvík verða til um 1100-1200 ný og varanleg störf, þarf af um 300 - 350 bein störf hjá fyrirtækinu og ríflega tvöfalt fleiri afleidd störf vegna aukinna umsvifa. Heildarstarfsmannafjöldi hjá álverinu verður þá um 850. Afleidd störf vegna stækkunar bein störf og óbein störf eftir stækkun eru áætluð að verði 2100 til 2200 alls. Þetta er fyrir utan orkukaup frá Landsvirkjun.
Kv,Sigurjón Vigfússon
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó