Færsluflokkur: Bloggar
29.1.2007 | 09:06
Mengun frá bílaumferð skemmir lungu barna í Rvk,?
Stjórnvöld á varðbergi Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri hjá umhverfisráðuneytinu, upplýsti í samtali við Morgunblaðið í gær að Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra myndi á næstunni kynna nýjar niðurstöður svifryksnefndar, sem hann hefur farið fyrir. "Það er talið að allt að 60 til 70 prósent svifryksmengunar megi rekja til umferðar," segir Ingimar. "Um sjö til átta prósent koma frá dísil- og vinnuvélum, auk lítils magns frá bremsuborðum. Afgangurinn á sér svo náttúrulegar orsakir, á borð við sjávarseltu sem kemur til okkar með norðanáttinni og frá loftögnum sem berast frá hálendinu."
Hann segir að ætlunin sé að rannsaka þessa samsetningu frekar og í framhaldinu verði leitað leiða til að draga úr mengun á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir til greina koma að grípa til aðgerða til að draga úr mengun en segir slík skref viðkvæm og vill ekki tjá sig frekar um þau á þessu stigi. Til að ná árangri sé þó ljóst að aðgerðirnar þurfi að beinast gegn umferðinni.
Mengunin "algjörlega óviðunandi" LÚÐVÍK Gústafsson, deildarstjóri hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar, segir magn svifryks við mælingarstöðina við Grensásveg í Reykjavík hafa farið í 700 míkrógrömm á rúmmetra í lok nóvember 2005, sem sé "algjörlega óviðunandi". Vindstrengur frá Hvalfirði hafi síðan blásið menguninni á brott, sem hafi verið ein sú mesta síðustu ár, og magnið minnkað verulega. "Þarna var um að ræða hæstu mældu gildi á tiltekna tímaeiningu við Grensásveg," segir Lúðvík. "Í fyrra voru 29 dagar þar sem mengunin fór yfir heilsuverndarmörk við stöðina. Hún er samt hlutfallslega miklu minni en í Suður-Evrópu, svo ekki sé talað um Kína.
Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins, sem er samhljóma reglum Evrópusambandsins, hefur verið ákveðið að heilsuverndarmörk svifryks fyrir árið 2010 verði 20 míkrógrömm, eða það magn sem ekki er talið skaðlegt. Þetta er þó til endurskoðunar, enda efasemdir um hvort þetta sé nóg.
Gein úr Mbl. 28 jan 2007
Kv, Svig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 21:17
Rökin 10, eða Boðorðin 10. 2.
Fréttablaðinu 27.1.2007
Er gein eftir Svölu Heiðberg Jónsdóttir þar sem hún telur upp 10. rök gegn stækkum Álversins í Straumsvík.
Skömmu fyrir áramát færði hópurinn Sól í Straumi stjórnendum Alcan í
Straumsvík eftirfarandi rök gegn stækkun í Straumsvík.
. ,, Lóð eftir stækkun verður jafn breið og hún er löng í dag.
Lóð í dag er um 1520m lengd og breidd er um 530 m
2. Samkvæmt teikningum ARKÍS 15. 1.2007 er lóð Ísal eftir stækkun mælikvarði um 1520m á lengd
og um 920m á breidd ekki jafn löng og breið skeikar um 600m.
Þar fór önnur fullyrðingin fyrir lítið sem sagt ekki rétt, rökum hnekkt.
Meira kemur seinna.
Kv,Svig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 09:05
Rökin 10, eða Boðorðin 10. 1.
Í Fréttablaðinu 27.1.2007
Er gein eftir Svölu Heiðberg Jónsdóttir þar sem hún telur upp 10. rök gegn stækkum Álversins í Straumsvík.
Þar segir.,, Skömmu fyrir áramót færði hópurinn Sól í Straumi stjórnendum Alcan í Straumsvík eftirfarandi rök gegn stækkun álbræðslunnar í Straumsvík.
Og þar segir: hún meðal annars í grein sinni sem rök og.,, Nefnir Álbræðsla
1. Álbræðsla það er enginn álbræðsla í Straumsvík það Álver það er munur á Álbræðslu og Álveri sjá orðabók.
Þar fór fyrsta fullyrðingin fyrir lítið sem sagt ekki rétt rök , rökum hnekkt.
Meira kemur seinna úr þessari grein Svölu.
Kv,Svig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2007 | 17:40
Guðjón Arnar kjörinn með lófataki.
Mb.is greinir frá kosningum í Frjálslynda flokknum í formannskjöri.
Vonandi fara öldurnar að lægja og sættir takast svo að flokkurinn geti beit sér áfram sem heill flokkur með samstöðu um sín mál.
Kv,Svig.
![]() |
Guðjón Arnar kjörinn formaður Frjálslynda flokksins með lófataki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 19:11
Rauða Ljónið óskar Landsbankanum til hamingju með árangurinn.
Í fréttir á Mbl.is.
Greinir frá frábærum árangri Landsbanka Íslands tekjur af erlendri starfsemi bankans námu 46,6 milljörðum sem er 52% af heildartekjum, þetta er í fyrsta sinn sem tekjur af erlendri starfsemi er hærri en á Fróni.
Rauða Ljónið óskar Starfsmönnum Landsbankans vel farnaðrar á þessu ári og vonar að sá frábæri árangur sem náðist 2005 verði en betri 2006, Áfram til góðra verka Landsbankamenn.
Kv,Svig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 11:56
Lýst eftir nefinu hans Gosa eigendur Vinstri Grænir?
Lýst eftir nefinu hans Gosa eru eigendur Vinstri Grænir ?
Nefið hans Gosa tapaðist í Hafnarfirði á tímabilinu18. janúar til 25 janúar 2007.
Ekki er ljóst hverjir eru réttmætu eigendur að umræddu nefi eignarhaldið virðist hafa skipt um eigendur eða er óljóst um eignarhald, eftir fund um deiliskipulag í Skipulagas-og byggingaráði Hafnarfjarðar um 18. jan.
Í Fjarðarpóstinum 18. janúar er sagt.,, Að þverpólitísk samstaða sé á mill flokka í Skipulagas-og byggingaráði Hafnarfjarðar um deiliskipulagið.
Það vakti athygli að bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænir tóku undir bókun Sjálfstæðisflokks um deiliskipulag. Vinstri Grænir eða Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir segir svo í viðtali í RÚV sjónvarpi í 10 fréttum 25. janúar. eða viku seinna að ekki sé þverpólitísk samstaða í Bæjarráði um deiliskipulagið undarleg yfirlýsing, voru þá Vinstri Grænir ekki ljós að umrætt nef, nefið hans Gosa hefði tapast og legið týnt í meir en viku eða hvort það lægi hjá Vinstri Grænum eða hinum flokkum í bæjarráði.
Þetta er mjög viðkvæmt nef og dýrmætt fyrir eiganda.
Sá sem finnur nefið vinsamlega skili því í hendur rétta eigenda.
Kv,Svig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 02:21
Stækkum Alcan, JÁ TAKK
Miklum áfanga er náð með pólitísku samkomulagi allra flokka innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um nýtt deiliskipulag. Í tillögunni fellst veruleg minnkun á þynningarsvæðinu frá því sem nú er. Er það mín skoðun að hægt sé að minnka þynningarsvæðið vegna þess að nútímatækni sjái fyrir hverfandi mengun.
Peningakassi Hafnarfjarðar mun bólgna út um 800 milljónir ef af stækkun yrði. þá fyrst væri hægt að tala um að létta á skattpíndasta útsvari bæjarfélags Hafnarfjarðar hvað samfeldur árafjölda varðar.
Í nánustu framtíð mun þjónusta við bæjarbúa aukast mikið enda margt hægt að gera fyrir 800 milljónir. Enda er Alcan burðarás atvinnulífs í okkar bæ og mun vonandi verða það áfram. Sjálfur er ég íþróttafíkill og er viss um að Alcan komi enn sterkari inn en nú er og styðji við bakið á íþróttafélögunum hvað íþróttaaðstöðu varðar vegna ört fjölgandi iðkenda,
Sjálfur er ég hlynntur stækkun enda búinn að vinna hjá góðu fyrirtæki í um 10 ár. Að hafna deiliskipulaginu er að mínu viti fyrsti vísirinn að lokum verksmiðjunnar. En vegferð lokun álvers getur tekið nokkur ár.
Stækkum Alcan Já Takk
ÁÞ
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2007 | 21:43
Stækkum álverið í Straumsvík - fyrir fólkið.
Undanfarin ár hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera starfsmaður Alcan á Íslandi eða Ísal eins og við starfsmenn köllum fyrirtækið okkar í milli. Áður en ég hóf störf hjá Ísal hafði ég unnið hjá mörgum ágætum fyrirtækjum bæði hér á Íslandi og í Danmörku í meira en 15 ár. Án þess að lasta nokkurt af þessum fyrirtækjum þá get ég fullyrt að hvergi hef ég kynnst eins almennri starfsánægju og jákvæðum starfsanda og hjá Ísal. Það tók mig nokkurn tíma að trúa því að hægt væri að vinna í fyrirtæki þar sem bros mætir manni á hverju horni og allir eru tilbúnir til að rétta hjálparhönd ef þörf er á.
Það segir nokkuð um fyrirtækið að meðalaldur allra starfsmanna er um 46 ár og meðalstarfsaldurinn um 15 ár. Ef menn lenda í því að veikjast eða missa starfsorku að einhverju leyti er þeim boðið starf í Smiðjunni, sem er sérstök deild þar sem ekki er krafist fullrar starfsorku. Þar geta starfsmenn sinnt léttari vinnu eins og að yfirfara búnað, búa til barka og slöngur og annað sem fellur til í stóru fyrirtæki. Ætli það séu mörg fyrirtæki á Íslandi sem bjóða upp á áhyggjulaust ævikvöld í vinnunni? Þeir sem vilja fræðast meira um Smiðjuna ættu að lesa viðtöl við starfsmenn í grein á vef Alcan: http://alcan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=256.
Hvergi hef ég kynnst öflugra fræðslustarfi en hjá Ísal. Þar er starfræktur skóli sem nefnist Stóriðjuskólinn. Verkafólki og iðnaðarmönnum er boðið uppá nám sem metið er til náms á framhaldsskólastigi. Meira en 200 Stóriðjugreinar og Áliðjugreinar hafa verið útskrifaðir úr Stóriðjuskólanum. Meðal þeirra sem hafa útskrifast eru eflaust margir sem hlakka til að takast á við ný og spennandi störf í stækkuðu álveri og eiga þannig möguleika á starfsframa sem er takmarkaður í Ísal í dag.
Fyrir utan Stóriðjuskólann er mikið framboð af allskonar námskeiðum jafnt innan fyrirtækisins sem utan. Öryggismálin eru gjarnan efst á listanum yfir þá fræðslu sem í boði er.
Í ár er Ísal að halda upp á 40 ára afmæli. Þrátt fyrir mikið og gott viðhald á þessum árum er verksmiðjan orðin gömul og úrelt á nútíma mælikvarða. Ef fyrirækið fær ekki að stækka og endurnýjast eru miklar líkur á að samkeppnin verði til þess að fyrirtækinu verði lokað innan 10 ára. Viljum við Hafnfirðingar virkilega að þetta fyrirtæki hverfi úr bænum okkar? Nei, sýnum samstöðu og kjósum já við stækkun í væntanlegum kosningum!
Kv.JG.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2007 | 19:05
Starfsmanna Alcan í Straumsvík og það sem Rétt og Satt er.

Rauða Ljónið hlustar og virðir skoðanir annara varðandi stækkun Alcan í Straumi.
Rauða Ljónið vill málefnalega umræðu um starfsmenn Alcan.
Rauða Ljónið vill sannleikan upp á borðið.
Rauða Ljónið vill aukið atvinnulýðræði og bjarta framtíð í Hafnarfjörð óðháð pólitík.
Rauða Ljónið vill að Vinstri Grænir og Sól í Straumi segi satt að Alcan sé Álver ekki Álbræðsla.
Rauða Ljónið segir á meðan Vinstri Grænir tali um Álbræðslu eru þeir að fara með ósannindi.
Kveðja, Rauða Ljónið.
Bloggar | Breytt 8.2.2007 kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.1.2007 | 23:30
Undarlegur viðsnúningur Vinstri Græna í Hafnarfirði .
í Fjarðarpóstinum 18. janúar segir að,, sérstæð samstaða í bæjarstjórn í starfshóp um deiliskipulagi.
En fremur er sagt að. ,, Það vakti athygli að bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænir tóku undir bókun Sjálfstæðisflokks um deiliskipulag þá var ljóst að hverju stefndi um þynningarsvæðið. Hvor er þá að greina rétt frá Vinstri grænir eða Fjarðarpóstinum?
![]() |
VG: Engin þverpólitísk samstaða liggur fyrir í bæjarstjórn Hafnarfjarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.1.2007 kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 87224
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó