Færsluflokkur: Vefurinn
13.10.2011 | 15:29
HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
"Reykjanesskagi er hluti af gosbeltinu, sem liggur um Ísland þvert og er í beinu framhaldi af
Reykjaneshryggnum, sem neðansjávar teygir sig langt suðvestur í haf og raunar er hluti af Atlantshafshryggnum mikla. Frá því að síðasta kuldaskeiði lauk hefur mikil eldvirkni verið á þessu svæði bæði ofansjávar og í hafi. Sú eldvirkni hefur á umliðnum öldum byggt upp Reykjanesskaga og verður ekki enn séð nokkurt lát á þeirri starfsemi.
Tví klikkið á myndirnar til að fá hærri upplausn.
Hugsanlegir hraunstraumar verði gos á næstum árum áratugum eða öldum
HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
Fyrsta heimild um gos á umræddu svæði er hin alkunna frásögn Kristnisögu: Þá kom maðr hlaupandi ok sagði að jarðeldr var upp kominn í Ölfusi ok mundi hann hlaupa á bæ Þorodds goða" . Kristnisaga er talin vera að stofni til frá 12. öld" og gæti því verið rituð rösklega öld eftir að atburðir þessir áttu sér stað. Hér er að sjálfsögðu látið liggja milli hluta hvort kristnitakan hafi verið árið 1000 eða 999. Lengi hefur verið fullyrt að gos þetta hafi verið í gígaröð austan við Hveradali.
Síðari heimildir um eldgos á Reykjanesskaga eru með afbrigðum óljósar og torráðnar. Þannig er t. d. getið um gos í Trölladyngju eða Trölladyngjum 1151, 1188, 1340, 1360 og 1389-90 og um hraun, sem runnið hafi niður í Selvog 1340 . Líkur eru til að það, sem nú er nefnt Brennisteinsfjöll hafi áður fyrr verið nefnt Trölladyngjur, en sannanlega hefur þar verið eldvirkni mikil og líka á sögulegum tíma og verður að því vikið síðar.
Ljóst er að Ögmundarhraun hefur runnið á sögulegum tíma þar eð það hefur runnið yfir bæ og hluti af rústum hans sést ennþá, en skráðar heimildir um það gos munu ekki vera fyrir hendi.
Vafalaust hafa skráðar heimildir um ýmsa atburði á þessum landshluta, þar á meðal eldgos, glatast í aldanna rás. Má í því sambandi minna á afdrif bóka Viðeyjarklausturs .
Nú hefur, eftir mismunandi leiðum, verið mögulegt að sýna fram á, að a. m. k. 12 eða 13 eldgos hafa átt sér stað á Reykjanesskaga frá því að norrænt landnám hófst hér. Þekktan aldur hafa einnig verið mjög til hjálpar eins og sýnt verður hér á eftir. Einkum eru það tvö öskulög, sem hafa haft mikla þýðingu í þessu sambandi, en þau eru landnámslagið frá því um 900.
Bæði eru þessi öskulög auðþekkt séu þau á annað borð sæmilega greinileg. Landnámslagið er tvílitt, ljóst að neðan en svart að ofan. Öskulagið frá Kötlu er svart og þykkara en nokkurt annað öskulag í jarðvegssniðum á þessu svæði ofar en landnámslagið.
ALDURS-ÁKVARÐANIR
Aðferðum, sem notaðar hafa verið til þess að flokka aldur hrauna á Reykjanesskaga má skipta í 4 flokka:
1) Sögulegar heimildir.
2) Geislakolsákvarðanir, C14.
3) Öskulög.
4) Afstaða til hrauna með þekktan
aldur.
Eins og áður er sagt, eru sögulegar heimildir um eldgos á þessum landshluta bæði mjög fátæklegar og auk þess svo ruglingslegar að vant er að vita hverju má treysta. Örnefnið Nýjahraun (Kapelluhraun)
.
Bæjarrústirnar í Ögmundarhrauni tala sínu máli, en þar með eru sannanir á þrotum. Um vitnisburð annála er áður getið. Ákvarðanir aldurs gróðurleifa (C14) hafa reynst notadrjúgar þar sem þeim verður við komið. Öskulög með þekktan aldur hafa einnig verið mjög til hjálpar eins og sýnt verður hér á eftir.
Þegar Krýsuvíkureldar loguðu var aðalgosið árið 1151. Í því gosi opnaðist 25 km löng gossprunga, og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum. Að sunnan er það Ögmundarhraun en að norðan Kapelluhraun. Þá tók af stórbýlið Krýsuvík sem stóð niður við sjávarbakkann.
Ögmundarhraun er runnið frá norðurhluta gígaraðar austan í Núpshlíðarhálsi og hefur meginhraunflóðið fallið milli Latsfjalls og Krýsuvíkur-Mælifells og allt suður í sjó og langleiðina austur undir Krýsuvíkurberg.
Jón Jónsson, jarðfræðingur, gerði merkilega rannsókn á öllum Reykjanesskagnum, en þá taldi hann Ögmundarhraun geta hafa runnið um 1005.
SÖGULEG HRAUN Á REYKJANESI
Svínahraun Kristnitökuhraunið
Sýnt hefur verið fram á að yngsta hraunið austan við Hveradali getur ekki verið frá gosi því, er Kristnisaga getur um, ekki heldur hraunið úr Eldborg undir Meitli, er runnið hefur þannig, að það stefnið á Hjalla í Ölfusi og kemur að því leyti vel heim við söguna. Hins vegar er landnámslagið
ofan á Eldborg, og mosakol undan hrauninu við Hveradali sýna að það er um 800 árum eldra en kristnitakan . Þetta leiddi til þess að gerðar voru athuganir á yngsta hrauninu milli Lambafells og Bláhnúks, en það er augljóslega yngra en það, sem talið var vera Kristnitökuhraunið. Kom brátt í ljós að landnámslagið er undir þessu hrauni, en Kötlulagið frá um 1495 ofan á því (. Endurteknar athuganir í óbrennishólmanum í Svínahrauni leiddu í ljós, að ekki verður greindur minnsti vottur af jarðvegi
eða gróðurleifum milli öskulagsins og hraunsins. Það, sem hér er nefnt Svínahraun, er hraunið úr Nyrðri Eldborg, en hraunið úr Syðri Eldborg er nefnt Lambafellshraun. Það hraun er eitthvað yngra, en talið vera nær samtíma, þ. e. úr sömu goshrinu. Þó er þetta enn ekki sannað mál. Bæði þessi hraun ná yfir 11,9 km2 svæði) og teljast um 0,24 km Þetta eru ólivínþóleíthraun og innihalda rösklega 14% ólivín.
Rjúpnadyngnahraun
Í nær miðjum Húsfellsbruna milli Þríhnúka og Sandfells er eldstöð, sem mjög lítið ber á, en nefnist Rjúpnadyngjur. Húsfellsbruni er örnefni, sem nær til margra hrauna, sem flest eru runnin fyrir
landnám, en einnig eru þar yngri hraun. Naumast verður það talið, að augljóst sé við fyrstu sýn, að Rjúpnadyngjur séu eldvörp. Þarna er óvenju stórbrotið hraun með djúpum sprungum og illfærum gjám. Eitt hringlaga niðurfall er á þessu svæði og er talið líklegast að það sé yfir uppvarpinu. Gjall kemur aðeins fyrir á litlum hól miðsvæðis. Við nánari athugun sést að þarna er um eldstöð og um dæmigert hraungos að ræða, en yngri hraun hafa runnið upp að henni sunnan frá og verið langt komin með að færa hana í kaf. Hraun frá Rjúpnadyngjum hefur runnið norður og norð-vestur.
Nyrsti tangi þess endar í allhárri brún rétt austan við Búrfell og hefur þar runnið út á Búrfellshraun. Leysingavatn hefur grafið dálítinn farveg meðfram hraunröndinni norðaustur af Búrfelli og þar reyndist mögulegt að grafa inn undir hraunið. Komu þá í ljós bæði öskulögin, sem áður var minnst á.
Landnámslagið liggur inn undir hraunið, en svarta Kötlulagið er ofan á því. Þar með er ljóst að þarna hefur gosið eftir 900. Annað, sem sannar þetta, er að hraunið hefur á einum stað runnið út á Tvíbollahraun, en það var áður aldursákvarðað (sjá síðar). Gróðurleifar undir þessu hrauni eru afar fátæklegar og því hefur enn ekki verið hægt að koma C14 athugunum við.
Kóngsfellshraun
Vestan við Stóra Kóngsfell er stutt gígaröð, sem nær upp í fellið og er á sprungu, sem gengur gegnum það. Þarna hafa einkum tveir gígir verið virkir. Hraunið hefur runnið báðum megin við Kóngsfell norður og niður á við. Það hefur runnið upp að Rjúpnadyngjum og báðum megin við þær og er því yngra en sú gosstöð og þar með frá sögulegum tíma. Nánari aldursákvörðun á þessu gosi liggur ekki enn fyrir.
Breiðdalshraun
Á Brennisteinsfjöllum er feiknamikil eldstöð. Það hraun, sem til norðurs rann, er dæmigert helluhraun. Unun er að ganga þessar svörtu klappir, sem bjóða upp á hin furðulegustu mynstur í formi straumgára, fellinga og hraunreipa. Það hefur runnið í fremur mjóum straumi norðvestur fjallið milli eldri hrauna og fallið í bröttum fossi ofan í Fagradal, þar sem það hefur hrifið með sér stór björg og steina úr brúninni og liggja þeir nú í tugatali ofan á hrauninu í dalnum, meðal grjóts sem síðar hefur hrunið úr fjallinu út á hraunið. Það hefur svo haldið áfram allt að Undirhlíðum og loks staðnæmst í Breiðdal og þekur allan dalbotninn með sléttu hrauni. Þar sem það fellur niður í dalinn austan við Breiðdalshnjúk er það örþunnt. Leysingavatn hefur þar grafið sér farveg meðfram því og nokkuð inn undir rönd þess. Þar má sjá jarðveg þann, sem hraunið rann yfir og finna leifar þess gróðurs, sem þar var þá og raunar liggja þær gróðurleifar í sjálfu landnámslaginu. Liggur því tvöföld sönnun fyrir aldri þessa hrauns, enda gaf C" ákvörðun um ár 910. Meðal gróðurleifa virtist vera beitilyng, víðir, bláberjalyng og einír, en þetta allt vex á staðnum enn í dag.
Selvogshraun
Skammt eitt austan við hina fornu brennisteinsnámu, sem raunar mun hafa gefið þessum fjallaslóðum nafn, rís á fjallsbrún hár og brattur gígur, nefnt Gráfeld. Hljóti það nafn viðurkenningu, skal hraun þetta Gráfeldshraun heita, Þessi gígur er á sprungu og smágígir eru vestan við hann. Auðsætt er að hann hefur þegar í upphafi tekið völdin og sent hraunflóð mikið niður í dalinn, þar sem fleiri hraun voru þegar fyrir og fylla hann nú fjalla milli. Meðal þeirra er áðurnefnt Breiðdalshraun, sem hverfur inn undir þetta hraun, sem þannig örugglega er yngra, enda yngst í dalnum og samkvæmt þessu frá sögulegum tíma. Annálar geta þess að hraun hafi runnið niður í Selvog 1340 og 1389 . Mjög trúlegt sýnist að Selvogshraun sé frá öðru hvoru þessu gosi, en vel gætu hafa orðið enn fleiri gos í Brennisteinsfjöllum á sögulegum tíma og vafalaust hafa bæði þessi gos orðið þar, en tímasetning er óljós. Hraunið hefur fallið fram af Herdísarvíkurfjalli við Hlíðarvatn, en staðnæmst neðan við brekkurætur aðeins norðan við núverandi þjóðveg. Hraun það er fallið hefur niður í Kleifarvatn sunnanvert og Hvammahraun nefnist er mjög ungt og gæti jafnvel verið frá sögulegum tíma.
Tvíbollahraun
Við Grindaskörð eru gígaraðir á sprungubelti og hefur þar verið mikil eldvirkni. Meðal þessara gíga eru Tvíbollar, en það eru gígir tveir, sem gnæfa á norðurbrún fjallsins . Eins og nafnið bendir til eru gígir þessir samvaxnir og sést það vel neðan úr byggð. Aðalgígurinn er 40 - 60 m hár en minni gígurinn tæplega þriðjungur þess. Gígirnir eru hlaðnir úr gjalli og hraunkleprum og hraunstraumurinn hefur fallið norður og mest um undirgöng, sem enn má sjá. Lengst norður nær hraun þetta að Helgafelli og hefur runnið í örþunnum straumi vestur með því að sunnan en hverfur loks undir Gvendarselshraun við suðvesturhornið á fellinu. Rétt þar hjá hefur leysingavatn grafið fornan jarðveg undan hrauninu svo það hefur á kafla fallið niður. Kemur við það í ljós jarðvegslag, sem er rösklega 1,2 m þykkt og í því m. a. eitt ljóst öskulag, sem talið er að sé H3 (frá Heklu fyrir 2.800 árum), en næst hrauninu eru kolaðar gróðurleifar, sem aldursákvarðaðar hafa verið og reynst 1075±60 C'4 ár, en það þýðir að hraunið gæti hafa runnið árið 875 og er því frá sögulegum tíma. Jafnframt fannst landnámslagið undir þessu hrauni, aðeins ofan við áðurnefnt niðurfall. Þrjú hraun hafa síðar runnið út á þetta hraun og eru því yngri, en þau eru Rjúpnadyngnahraun, Kóngsfellshraun og svo það litla hraun, sem næst verður fjallað um í þessari grein.
Gvendarselshraun
Norðurendi Undirhlíða er nefndur Gvendarselshæð. Hún endar við Kaldárbotna. Austan í hæðinni
gegnt Helgafelli er gígaröð, nefnt Gvendarselsgígi. Þeir eru á misgengi því, sem liggur eftir endilöngum Undirhlíðum, klýfur Kaldárhnúk, myndar vesturbrún Helgadals og klýfur Búrfellsgíginn um þvert og heldur áfram um Heiðmörk. Hraun frá þessari litlu gígaröð þekur allt svæðið milli
Gvendarselshæðar og Helgafells. Víðast er það dæmigert helluhraun. Það hefur runnið niður í Kaldárbotna að norðaustan í smátotu, sem hangir þar níður, en hefur staðnæmst neðan við hjallann. Annar straumur hefur fallið vestur um skarðíð milli Kaldárbotna og Hlíðarhorns og nær nokkuð vestur fyrir Kaldársel. Vestast er það svo þunnt að talsverða nákvæmni þarf til þess að rekja ystu mörk þess. Þriðja hraunkvíslin hefur svo fallið um Kýrskarð við suðurenda megin gígaraðarinnar, og út á Óbrinnishólahraun, og myndar smá hraunbleðil vestan undir hæðinni. Eins og áður er sagt hverfur
Tvíbollahraun inn undir Gvendarselshraun við suðurenda Helgafells. Gvendarselshraun er því yngra undir hraunið syðst og fundum þar bæði landnámslagið og gróðurleifar, sem aldursákvarðaðar hafa verið og reynst vera frá því um 1075. Hugsanlegir hraunstraumar verði
Nýjahraun Kapelluhraun
Eins og áður er sagt bendir upprunalegt nafn þessa hrauns ótvírætt til þess að það hafi orðið til á
sögulegum tíma. Um aldur þess hefur að öðru leyti ekki verið vitað. Í sambandi við rauðamalarnám við gígina, sem hraunið er komið úr, opnaðist möguleiki til þess að komast að jarðvegslögum undir því og ná þar í kolaðar gróðurleifar. Þar voru tekin alls 3 sýni á jafnmörgum mismunandi stöðum. Aldursákvarðanir á þeim sýndu að gosið hafi þarna um 1005. Þrátt fyrir þær skekkjur, sem loða við
þessar aldursákvarðanir er með þeim staðfest að hraunið er frá sögulegum tíma og næsta ljóst að gosið hafi orðið snemma á 11. öld.
Ögmundarhraun
Ekki er kunnugt um uppruna nafnsins á hrauni þessu, en langt er síðan að ljóst var að það hafði runnið á sögulegum tíma. Það sanna rústir bæjar, sem eyðst hafði í gosinu. Ögmundarhraun er komið úr gígaröðum austan í og austanundir Vesturhálsi (Núpshlíðarhálsi). Samanlögð lengd þessara gígaraða er nær 5 km. Næsta ljóst er að allar hafa þær verið virkar aðeins í byrjun gossins, en fljótlega hefur hraunrennslið færst yfir í, einkum þrjá gígi, nálægt austurenda gígaraðarinnar og þaðan hefur megin hraunflóðið runnið suður dalinn milli Krýsuvíkurmælifells og Latsfjalls alla leið í sjó fram. Þarna hefur það farið yfir gróið land og eyðilagt a. m. k. eitt býli eins og rústirnar sanna, en vel gætu þau hafa verið fleiri og raunar ekki ólíklegt að svo hafi verið . Hraunið hefur fallið í sjó fram á um 7,5 km strandlengju og hugsanlegt gæti verið að þar hafi sú vík verið, sem Krýsuvík er kennd við sé það á annað borð nauðsynlegt að skýra nafnið svo - og hafi hraunið
fyllt hana. Um þetta skal ekkert fullyrt. Lengi hefur því verið haldið fram að þetta gos hafi orðið árið 1340. Þetta ártal er komið frá Jónasi Hallgrímssyni, en ekki getur hann heimilda fyrir því.
Því má aðeins bæta við hér að engar mannvistarleifar er að finna í tveim smá óbrennishólmum ofar í hrauninu. Þess skal hér einnig getið að svo virðist sem Ögmundarhraun, Nýjahraun (Kapelluhraun) og Gvendarselshraun hafi öll orðið í einni goshrinu, sem þá hafi orðið á fyrri hluta 11. aldar. Því má svo bæta við, að vel gætu fleiri gos hafa orðið um svipað leyti eða samtímis víðar á Reykjanesskaga
Arnarseturshraun
Hraun þetta hefur komið upp í tveim gígum og ber sá þeirra sem hæstur er nafnið Arnarsetur. Hraunið hefur ótvíræða dyngjulögun, einkum séð vestan frá, en bergfræðilega er það skyldara sprunguhraunum. Þetta hefur verið allmikið gos. Hraunið þekur sem næst 22 km2 og telst samkvæmt
því 0,44 km en sennilega er sú tala talsvert of lág því hraunið er greinilega mjög þykkt á stóru svæði kringum eldvarpið. Eldra hraun, sem aðeins sést í smá óbrennishólma bendir til þess að áður hafi gosið á þessum sama stað. Í sambandi við jarðfræðikortlagningu kom í ljós að Arnarseturshraun hlaut að vera yngst allra hrauna á þessu svæði. Það vakti grun um að það gæti verið frá sögulegum tíma.
Út frá þeím skráðu heimildum, sem til eru, virtist liggja beinast fyrir að ætla að gos þetta hafi orðið 1660 og sé það, sem getið er um í annál Gunnlaugs Þorsteinssonar fyrir árið 1661, Vallholtsannál, (Annálar 1400-1800) sem getur um eldgos í Grindavíkurfjöllum þetta ár.
Eldborg við Trölladyngju
Þess skal og getið að gos það er orðið hefur rétt norðan við Trölladyngju og myndað gíginn Eldborg
sýnist hafa orðið um líkt leyti og Afstapahraun rann.
Vel gætu þessi gos bæði hafa verið svo að segja samtímis og mætti þá raunar um það deila hvort um er að ræða eitt gos eða tvö. Einar Gunnlaugsson (1973) fann öskulag ofan við landnámslagið í Hörðuvallaklofa og er líklegt að það sé af þessum slóðum komið. Ekki verður hins vegar í það ráðið hvort það kann að vera úr Eldborg eða öðru eldvarpi í nágrenninu.
Traðarfjöll
Traðarfjöllum, skammt sunnan við Djúpavatn.
Í jarðfræði Reykjanesskaga (eftirJón Jónsson 1978,) er eldstöðvum á þessu svæði nokkuð lýst og hraunið nefnt Traðarhraun, en réttara væri e. t. v. að nefna það Traðarfjallahraun. Þegar vegur var lagður gegnum Reykjanesfólkvang var hann skorinn inn í gíg sunnan í Traðarfjöllum. Við það kom í ljós allþykkt moldarlag undir gjallinu og reyndist þar auðvelt að
grafa fram jarðvegssnið, sem nær frá því og niður á fast berg, sem þarna er móberg. Undir gjallinu er fyrst 9 cm þykkt moldarlag en þá kemur ljósleitt (nánast gulleitt) öskulag, sem ekki getur annað verið en landnámslagið margumtalaða. Sýnir þetta að þarna hefur gosið, að líkindum þó nokkru eftir árið 900 þar eð um 9 cm jarðvegur hefur verið kominn ofan á öskulagið áður en gosið varð. Vel gæti þetta hafa verið um sama leyti og Ögmundarhraun rann, þótt ekkert sé um það hægt að fullyrða. Eins og teikningin sýnir er annað ljóst öskulag neðar í sniðinu og ætti það samkvæmt reynslu að vera H3. Ekki hefur enn gefist tími til að rekja útbreiðslu hraunsins frá þessu gosi, enda er það ekki auðvelt. Hitt er ljóst að með þessu bætist við enn eitt gos, sem örugglega hefur orðið á sögulegum tíma á Reykjanesskaga. Þykir þetta renna enn einni stoð undir það að meiriháttar goshrina hafi þar orðið snemma á landnámsöld. Ekki var mögulegt að greina neinar gróðurleifar undir gjallinu. Nægilega mikið loft hefur þarna komist að til þess að gras hefur brunnið til ösku en ekki kolast. Því má bæta hér við að þar eð svona þykkt jarðvegslag er komið ofan á landnámslagið, gæti þetta verið það gos sem Jónas Hallgrímsson talar um og Þorvaldur Thoroddsen (1925) vitnar í. Gæti þetta verið skýringin á því að ártalið 1340 hefur verið tengt Ögmundarhrauni.
UMRÆÐA
Af því sem hér hefur verið rakið er ljóst að gos hafa orðið á Reykjanesskaga a. m. k. 12 sinnum eða 13 frá þeim tíma að norrænt landnám hófst. Mjög sennilegt virðist að Eldborg við Bláfjöll hafi gosið á sögulegum tíma endanlegar. Svo virðist sem eldvirkni hafi verið mikil á tímabilinu 1000-1400 og raunar eins skömmu fyrir landnám. Hraun frá sögulegum tíma þekja um 143 km2 og rúmtak þeirra, ætti að vera um 2,3 km. Einnig þetta eru lágmarkstölur. Það skal tekið fram að enda þótt hraunin 6, sem talin eru í efri hluta töflunnar, séu sett í ákveðna aldursröð er engan veginn víst að hún sé rétt.
nöfn á hraunum á Reykjanesi.
1. Rjúpnadyngjuhraun
2. Húsfellsbruni
3. Tvíbollahraun
4. Grindaskarðahraun
...5. Þríhnúkahraun
6. Þjófakrikahraun
7. Kristjánsdalahraun
8. Hellur
9. Markrakahraun
10. Dauðadalahraun
11. Skúlatúnshraun
12. Búrfellshraun
13. Flatahraun
14. Selgjárhraun
15. Svínahraun
16. Urriðakotshraun
17. Vífilsstaðahraun
18. Stórakrókshraun
19. Garðahraun
20. Gálgahraun
21. Klettahraun (Klettar)
22. Mosar
23. Smyrlabúðahraun
24. Gjárnar
25. Norðurgjár
26. Seljahraun
27. Gráhellurhraun
28. Lækjarbotnahraun
29. Stekkjahraun
30. Sjávarhraun
31. Hörðuvallahraun
32. Hafnarfjarðarhraun
33. Helgafellshraun
34. Kaldárhraun
35. Brunahryggur
36. Óbrinnishólabruni
37. Arnarklettabruni
38. Stórhöfðahraun
39. Kornstangarhraun
40. Selhraun
41. Hellisdalshraun
42. Hellnahraun
43. Leynidalahraun
44. Hvaleyrarhraun
45. Hraunhólshraun
46. Nýjahraun
47. Háibruni
48. Bruni
49. Hrauntungur
50. Brenna
51. Kapelluhraun
52. Snókalönd
53. Hrútadyngjuhraun
54. Almenningur
55. Hólahraun
56. Sauðabrekkuhraun
57. Fjallgrenshraun
58. Brundtorfuhraun
59. Hafurbjarnarholtshraun
60. Stórhólshraun
61. Eyjólfsbalahraun
62. Bringur
63. Einihólshraun
64. Merarhólahraun
65. Rauðhólshraun
66. Tóhólahraun
67. Þúfuhólshraun
68. Sléttahraun
69. Laufhólshraun
71. Meitlahraun
72. Bekkjahraun
73. Brenniselshraun
74. Katlar (Katlahraun)
75. Draughólshraun
76. Flár
77. Rauðamelshraun
Ég get ekki séð að flugvöllur í Hvassahrauni sé skynsamlegur í ljósi síðustu atburða og spár um eldvirkni ?
Flugvallarstæði með tilliti til sprunguvirkni og hraunrennslis
Vefurinn | Breytt 21.10.2020 kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.5.2011 | 18:20
Mesta og misheppnaðasta sjálfsmorðsárás sögunnar
Fyrstu áratugi 20. aldar voru Japanir á hraðferð inn í iðnvæddan nútíma og voru staðráðnir í að koma sér með góðu eða illu í hóp stórvelda heims. Og þangað komust þeir raunar þegar þegar um 1920 en stefndu þá enn hærra og vildu verða allsráðandi við Kyrrahafið þegar líða tæki á öldina.
Þá skorti hins vegar flest hráefni, eldsneyti og þess háttar. Á þriðja og fjórða áratugnum litu þeir svo á að eina leiðin til að útvega sér þau nauðsynlegu hráefni og þá markaði sem staða þeirra sem stórveldis krafðist væri stríð.
Að leggja undir sig aðrar þjóðir og ræna auðlindum þeirra.
Auk þess sagði til sín sá forni hernaðarandi sem hafði hrannast upp í huga þjóðarinnar gegnum aldirnar.
Það var álitið gott og göfugt að berjast og stríða, drepa og deyja.
Þetta endaði með því að Japanir glöptust til að fara með stríði á hendur Bandaríkjunum í lok árs 1941 þegar þeir gerðu loftárásina frægu á Pearl Harbor og freistuðu þess að slá út allan bandaríska Kyrrahafsflotann með einu þungu höggi.
Árásin á Pearl Harbor var til marks um furðulega glámskyggni Japana. Þeir ímynduðu sér í fyrsta lagi að ef þeim tækist að hamra svolítið á Bandaríkjamönnum í fyrsta áfanga stríðsins, þá myndu hinir síðarnefndu fljótt lyppast niður og semja um frið sem væri Japönum hagstæður.
Þeir tiltölulega fáu Japanir sem hleypt höfðu heimdraganum og þekktu til Bandaríkjamanna reyndu að sannfæra hrokagikkina heima fyrir um að þetta myndi aldrei gerast, en allt kom fyrir ekki.
Og í öðru lagi voru Japanir þvílíkir bjánar að þeir létu sér detta í hug að þó stríðið drægist eitthvað á langinn, þá gætu þeir staðist iðnframleiðslu, tækniyfirburðum og hernaðariðnaði Bandaríkjanna snúning.
Vitanlega vissu þeir að þeir gætu aldrei framleitt jafn mikið og Bandaríkjamenn, en þeir töldu til dæmis að þeir gæti haldið flotastyrk Bandaríkjanna í skefjum með því að smíða fáein tröllvaxin orrustuskip, með stærri fallbyssur en nokkur skip önnur.
Þessi skip gætu hvert um sig jafnast á við nokkur orrustuskip Bandaríkjamanna, sem fengju þannig ekki notið fjöldans.
Laust fyrir 1940 skipulögðu þeir því byggingu fimm risa orrustuskipa sem áttu að gegna þessu hlutverki í þeirri styrjöld við Bandaríkin sem Japanir litu þá þegar á sem óhjákvæmilega.
Þetta voru sannkallaðir risar 70 þúsund tonn að þyngd og 263 metrar að lengd.
Það eru 3,6 Hallgríms- kirkjuturnar, svo notuð sé algeng mælieining Tímans rásar!
Nefna má til samanburðar að Bismarck og Tirpitz, stolt þýska flotans, voru 50 þúsund tonn, og 250 metrar að lengd.
Og þýsku skipið höfðu 8 fimmtán tommu fallbyssur að sínum aðalvopnum, en japönsku risaorrustuskipin voru vopnuð 9 rúmlega átján tommu fallbyssum.
Fallbyssukúlur þeirra voru 46 sentímetrar í þvermál!
Þessi japönsku skip voru einfaldlega lang öflugustu orrustuskip í heimi.
Og það var meira að segja hafinn undirbúningur að smíði nokkurra ennþá stærri orrustuskipa með ennþá stærri fallbyssur.
En þá kom babb í bátinn. Strax í fyrstu sjóorrustunum á Kyrrahafi árið 1942 kom í ljós það sem ýmsir framsýnir menn þóttust raunar hafa séð fyrir.
Orrustuskip hin stóru og þungu fallbyssuvirki hafsins hversu stór og glæsileg sem þau töldust vera, þau voru orðin gjörsamlega úrelt.
Fjarlægðir á Kyrrahafinu voru svo miklar að í sjóorrustum kom það oftar en ekki fyrir að orrustuskip komust ekki einu sinni í sjónmál við óvininn, hvað þá skotfæri.
Orrusturnar voru að mestu háðar í lofti, með flugvélum af flugvélamóðurskipunum sem tóku nú við af orrustuskipunum sem öflugustu herskip í heimi.
Hið fyrsta af risaorrustuskipum Japana, Yamato, tók til dæmis þátt í mjög mikilvægri sjóorrustu við Midway nálægt Hawaii-eyjum í júní 1942, en kom ekki að neinu gagni. Það sem eftir var stríðsins þvældist Yamato aðallega fram og til baka um Kyrrahafið eða lá einfaldlega í flotahöfninni í Hírósjíma, þar sem var aðalbækistöð japanska flotans.
Sama var að segja um systurskipið Musashi, sem var sama tröllið og jafn öflugt, en jafn gagnslaust. Allt árið 1943 og meiri partinn af 1944 voru bæði þessi ógnarsterku orrustuskip, sem Japanir höfðu lagt í sig svo mikið af peningum og orku, meira og minna í höfn og tóku lítinn sem engan þátt í stríðinu.
Japanir áttuðu sig auðvitað á því sjálfir hvílík mistök þeir höfðu gert með smíði þessara skipa, og þriðja skipið, Shinano, var því ekki fullklárað sem orrustuskip, heldur var því í flýti breytt í flugvélamóðurskip.
Og undirbúningi að smíði hinna risaskipanna tveggja af Yamato-gerð var einfaldlega hætt.
Þegar leið á árið 1944 mátti öllum vera ljóst að stríðið var tapað fyrir Japani.
Framleiðslugeta Bandaríkjanna var komin á fulla ferð og nokkur ný flugvélamóðurskip sigldu út á Kyrrahafið í hverjum einasta mánuði, auk annarra herskipa. Á meðan misstu Japanir hvert skip sitt af öðru, flugvélum þeirra var beinlínis slátrað, og svo framvegis.
En það hvarflaði þó ekki að þeim að gefast upp.
Yamato og Musashi voru þá loks send til orrustu í október 1944 og tóku þátt í gífurlegum sjóorrustum sem stóðu við Filippseyjar, sem sameiginlega eru kenndar við Leyte-flóa. Þá voru Bandaríkjamenn að gera innrás á eyjarnar og Japanir vildu allt til vinna að komast að herflutningaskipum þeirra.
Til þess notuðu þeir næstum hvert einasta herskip sem enn var á floti.
Þarna fékk Yamato að nota hinar feiknalegu fallbyssur sínar í fyrsta og eina skiptið, og átti þátt í að sökkva einu litlu bandarísku flugvélamóðurskipi og einum tundurspilli.
En þegar flotadeildin sem Yamato var partur af var í þann veginn að brjóta sér leið gegnum varnarlínur bandaríska flotans, að flutningaskipunum sem voru að flytja innrásarlið til Filippseyja, þá urðu japönsku sjóliðsforingjarnir hræddir við eitthvað, og sneru frá Bandaríkjamönnum til mikils léttis.
Og flutningaskipin skiluðu innrásarhernum á land, og Yamato hrökklaðist heim.
Musashi var ekki eins heppið. Flugvélar frá bandarískum flugvélamóðurskipum náðu í skottið á því og sökktu því 24. október 1944. Það þurfti 17 sprengjur og 19 tundurskeyti frá flugvélum til að sökkva skipinu, og af 2.300 manna áhöfn dóu rúmlega 1.000.
Átján bandarískir flugmenn týndu lífi í árásunum á Musashi.
Í nóvember var svo verið að færa hið tröllaukna fyrrum systurskip Yamato og Musashi, flugvélamóðurskipið Shinano, milli hafna í Japan, en það var þá hér um bil tilbúið. Þá læddist að skipinu bandarískur kafbátur og hæfði það með fjórum tundurskeytum.
Flýtirinn við breytingarnar á skipinu sagði til sín, hönnunin reyndist vera misheppnuð og Shinano þoldi ekki skeytin fjögur. Skipinu hvolfdi á skömmum tíma.
Af 2.400 manna áhöfn fórust 1.400 manns.
Þá var aðeins Yamato eftir og lá í höfn næsta hálfa árið meðan snara Bandaríkjamanna þéttist æ fastar að hálsi Japana. Enda áttu Japanir varla olíu lengur til að halda skipinu úti.
Þann 1. apríl 1945 stigu Bandaríkjamenn svo á land á eyjunni Okinawa, sem telst vera ein af hinum eiginlegu Japanseyjum, þótt hún sé um 640 kílómetra frá meginlandi Japans.
Ljóst var að Japanir myndu berjast til síðasta manns, nú þegar Bandaríkjamenn höfðu stigið fæti sínum á japanska grund, en jafnljóst mátti vera að baráttan var vonlaus.
Eftir að hafa verið barðir sundur og saman af Bandaríkjamönnum samfleytt í næstum þrjú ár, þá höfðu Japanir nú hvorki flotastyrk né flugher til að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn settu ógrynni liðs á land á Okinawa.
Þarna yrði um að ræða endurtekningu á orrustunni um Iwo Jima sem stóð í febrúar og mars 1945, en þá vörðust japanskir hermenn af ægilegu kappi í fylgsnum sínum á landi, en fengu engan stuðning hvorki af hafi né úr lofti.
Í algjörri örvæntingu ákváðu japanskir flotaforingjar að senda nú allt það lið sem þeir áttu eftir til að verja Okinawa.
Það var orrustuskipið Yamato og fáein lítil fylgdarskip.
Öllum var fulljóst að þetta var sjálfsmorðsleiðangur. Yfirburðir Bandaríkjamanna í lofti og á láði voru svo algjörir að Yamato ætti ekki minnsta möguleika á að sleppa úr þeim hildarleik sem skipinu var nú stefnt í.
Enda gerðu áætlanir ekki ráð fyrir því.
Hernaðaráætlun Japana miðaði að því að reyna að bruna með Yamato gegnum múra bandaríska flotans kringum Okinawa, sigla því á fullri ferð upp í fjöru og nota síðan fallbyssurnar stóru til að skjóta á liðsflutningaskip Bandaríkjamanna.
Hið stolta herskip átti að enda ævi sem strandvirki.
Þegar svo væri búið að sprengja Yamato í tætlur átti það sem eftir var af áhöfninni að ganga til liðs við varnarlið Okinawa og deyja þar til heiðurs fósturjörðinni og keisaranum.
Rétt er að geta þess að þessi áætlun var mjög umdeild meðal japanskra flotaforingja. Mörgum þeirra fannst að vonum að þarna væri bara verið að kasta á glæ mannlífum og ekki síður dýrmætu eldsneyti.
Eldsneytisskorturinn var þá farinn að valda stríðsrekstri Japana mjög miklum erfiðleikum.
Um tíma leit út fyrir að áhrifamiklir flotaforingjar myndu fá yfirstjórn flotans ofan af þessari vitleysu, en þegar mönnum vað ljóst að keisarinn ætlaðist til þess að flotinn legði sitt af mörkum við vörn Okinawa, þá létu allir undan.
Um fjögurleytið síðdegis þann 6. apríl 1945 lagði Yamato úr höfn. Eitt létt beitiskip og tæpur tugur tundurspilla fylgdu tröllinu í sinn hinsta leiðangur. Bandarískir kafbátar og flugvélar fylgdust með siglingunni frá byrjun.
Og Bandaríkjamenn ætluðu varla að trúa því að þeim væri fært stærsta orrustuskip heims svona á silfurfati.
Um klukkan 12.30 daginn eftir, 7. apríl, hófst árásin á Yamato sem þá var auðvitað hvergi nærri Okinawa. Flugvélar frá átta bandarískum flugvélamóðurskipum réðust í þremur stórum bylgjum á japönsku skipin, og þar sem Japanir höfðu engar flugvélar sér til verndar gátu bandarísku vélarnar hagað árásum sínum eins og þeim best hentaði.
Þótt Yamato væri beinlínis troðfullt af loftvarnarbyssum, þá náðu hinar japönsku skyttur um borð í orrustuskipinu og hinum japönsku skipunum aðeins að skjóta niður 12 bandarískar flugvélar.
Tíu bandarískir flugmenn týndu lífi. Það var nú allur kostnaðurinn við að sökkva öflugasta orrustuskipi heimsins.
Á móti kom að Japanir misstu fjóra af tundurspillum sínum, létta beitiskipið Yahagi og svo náttúrlegahið mikilfenglega Yamato.
Þetta öflugasta en um leið úreltasta orrustuskip heims þoldi eitthvað um tíu tundurskeyti og átján sprengjur áður en því var öllu lokið.
Klukkan 14.23 var skipið bersýnilega á síðasta snúningi og farið að hallast mikið. Þá varð ofboðsleg sprenging um borð sagt er að hvellurinn hafi heyrst í 200 kílómetra fjarlægð, og sprengjustrókurinn náði rúmlega sex kílómetra hæð.
Og skipið sökk á skammri stundu.
Ekki er alveg ljóst hversu margir voru um borð í Yamato í þessari feigðarför, en líklega voru þeir um 3.000. Aðeins 280 var bjargað.
Og ekkert af þessu breytti auðvitað neinu, hvorki fyrir varnir Okinawa né hina fyrirsjáanlegu uppgjöf Japana.
Þess má geta að fyrir nokkrum gerðu Japanir mikla stórmynd um Yamato og þessa síðustu ferð skipsins hana má fá leigða í Aðalvídeóleigunni á Klapparstíg.
Ég leifi mér að taka upp af og segja frá fábærum pistli eftir Illuga Jakobssyni eins og sjá má á færslu hans á Eyjunni Tímans Rás linkur hér.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2010 | 21:59
Hatursíða stofnuð af Guðmundi Arnlaugsyni á facebook
Í dag var stofnuð hatursíða á facebook vegna ákvörðunar Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, þess efnis að færa þjóðinni valdið og ábyrgðina í sínar hendur í Icesave málinu.
Ég vill biðja fólk um að hugsa sig vel um áður en það tekur þátt í þeim ljóta leik að rita nöfn sín þar undir hatur og fordómar eru ekki landinu til góðs né mönnum á þeim erfiðum tímum sem þjóðin stendur frami fyrir, látum ekki fordóma og hatur ná tökum á okkur og villa sýn vandamálin eru nóg fyrir, berjumst frekar fyrir sátt og samlindi öllum landsmönnum til heilla og þjóð.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.12.2009 | 20:38
Vesalingarnir í ungliðahreyfingu VG.
Nema á Íslandi.
Þar er ungt vinstrisinnað fólk svo vesælt í hugsun og anda, að það telur til þess vinnandi að fórna velferð og grunnréttindum almennings. Einu hugsjónirnar sem heilabú þessa unga hugsjónafólks ræður við, eru völd, völd þeirra á kostnað þjóðarinnar.
Og réttlæting þess nær ekki að vera lygi, hún er of heimskuleg til þess.
Er hægt að koma meiri bulli að í einni málsgrein sem á að réttlæta svik þeirra og valdagræðgi.
Hvaða glæpur var að einkavæða bankana' Hvaða vestrænt land rak ríkisbankakerfi árið 2000 Fólst glæpurinn sem sagt í því að gera það sem hafði verið gert í öllum öðrum löndum hins vestræna heims mörgum árum og áratugum fyrr?????
Og var þá forystu VG ókunnugt um þennan glæp, einkavæðingu bankanna, þegar hún barðist við Samfylkinguna um að komast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum árið 2007??? Hver deitar glæpamenn????
Og réttlæta ICEsave glæpinn með "algjöru eftirlitsleysi" íslenskra stjórnvalda eru rök sem standast enga skoðun. Vita þessi ungmenni ekki að Ísland er aðili að OECD, og OECD hefur eftirlit með fjármálaeftirliti aðildarríkja sinna. Og ef eitthvað var, þá var íslenska bankakerfinu og íslenskum eftirlitsstofnunum hrósað í skýrslum OECD, hvergi örlaði á þeirri gagnrýni að bankakerfið væri "algjörlega eftirlitslaust".
Hvaðan hafa VG liðar þessar upplýsingar??? Frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, sem bar skylda til að fylgjast með framkvæmd íslenska fjármálaeftirlitsins??? Eða frá þeim erlendum bönkum sem lánuðu íslenskum bönkum yfir 10.000 milljarða, varla hafa þeir lánað til lands þar sem eftirlitið var "ekkert" eins og VG liðar fullyrða.
Sannleikurinn er sá að eftirlit íslenskra stjórnvalda var í fullu samræmi við þær stífu reglur sem ESB setti í regluverki sínu, og enginn, ég endurtek enginn gerði athugasemdir við það eftirlit, fyrr en eftir á. En það eru ekki rök í máli að vera vitur eftir á.
Og hið meinta "aðgerðarleysi". Ljóst var að hér hefði betur mátt fara. En börðust íslensk stjórnvöld, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, gegn einhverjum hugmyndum eða aðgerðum, þar sem átti að koma böndum á útþenslu bankakerfisins??????
Og varð bara kerfishrun á Íslandi??? Veit þetta unga fólk ekki að bankakerfi heimsins riðaði til falls, eins og það lagði sig????
Hvers vegna eru þá íslensk stjórnvöld ein sek???
Og gilda ekki lög og reglur Evrópusambandsins, sem einmitt kveða skýrt á um að einstök aðildarríki eru ekki í ábyrgð fyrir bankakerfi sitt??? Hvað Nýfrjálshyggja er það að breyta regluverkinu eftir á til að bjarga auðmönnum og skuldum þeirra????
Og síðan hvenær urðu Ungir VG liðar að sérstakri deild í Nýfrjálshyggju hins alþjóðlega græðgiauðmagns???
En af hverju spyr maður eins og hver annar bjáni? Ungt fólk sem vill samþykkja ICEsave á þessum forsendum "Það er orðið tímabært að afgreiða Icesave-málið svo þjóðin og fulltrúar hennar á Alþingi geti farið að einbeita sér alfarið að því að byggja upp betra samfélag.", það er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. Jafnvel 5 ára gömul börn létu ekki svona vitleysu út úr sér.
Tekið úr grein Ómar Geirsson
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.9.2008 | 20:13
Ingibjörg er slappur leiðtogi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, er slappur leiðtogi, að mati Magnúsar Stefánssonar þingmanns Framsóknarflokksins.
Magnús gerir Samfylkinguna og formann flokksins að umfjöllunarefnir í nýlegum pistli á heimasíðu sinni sinni. Hann segir að Ingibjörg láti lítið sjá sig í þingsal og þegar hún mætti í gær hafi hún haft lítið fram á að færa.
,,Framganga formanns Samfylkingarinnar á Alþingi í morgun var vægast sagt ömurleg, enda í samræmi við stöðu þeirra mála sem um var rætt," segir Magnús en fyrirhugað álver á Bakka og kjaradeila ljósmæðra var meðal annars til umræðu.
En þess má geta að hún var samt sem áður aðalhöfundur að álverinu í Helguvík á sínum tíma
Magnús segir aðkomu Samfylkingarinnar að hugsanlegt Bakkaálver verða til stór tjóns fyrir alla viðkomandi aðila. ,,Sú framganga ber glöggt merki um það hve sundraður flokkurinn er og að liðið sem skipar fylkinguna kemur úr öllum áttum ef litið er til gamalla sálugra stjórnmálaflokka. Formaður flokksins vissi greinilega ekki í hvorn fótinn hún átti að stíga á Alþingi í morgun, hún var greinilega ekki tilbúin til að höggva á hnútinn og kveða upp úr um stefnu flokksins í málinu," segir Magnús.
Pistli Magnúsar er hægt að lesa hér.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 22:17
Hafnfirðingar flytja atvinnuna til Þorlákshafnar
Álversáhugi í Ölfusi
Bæjaryfirvöld Þorlákshafnar eru mjög jákvæð gagnvart því að fá til sín nýtt álver Alcan. Fulltrúar Alcan voru í Þorlákshöfn í gær og ræddu möguleika þess að reisa 280 þúsund tonna álver á staðnum. Forgangur Alcan að orku hjá Landsvirkjun, sem tryggð var vegna stækkunarhugmynda í Straumsvík, rennur úr gildi eftir mánuð.Eftir að íbúar í Hafnarfirði höfnuðu stækkun álversins í Straumsvík hefur eigandinn, Alcan, skoðað nýjar leiðir til að auka umsvif sín hér á landi. Í gær var fundað með sveitarstjórnarmönnum í sveitarfélaginu Ölfusi og skoðuð möguleg lóð undir nýtt álver steinsnar frá Þorlákshöfn. Þar eru menn afar áhugasamir um þessa framkvæmd. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri í Ölfusi segir að menn séu jákvæðir gagnvart þessari framkvæmd. Hann bendir á að Ölfus sé stórt sveitarfélag og gott rými til að setja niður álver. Sveitarfélagið hefur þegar bent á lóð sem er um tvo kílómetra frá höfninni. Þarf nú að kanna hvort heppilegt er að flytja súrál þessa leið.
Alcan var búið að tryggja sér orku frá Landsvirkjun til stækkunar í Straumsvík og lágu samningar fyrir óundirritaðir, á gundvelli viljayfirlýsingar. Sú viljayfirlýsing rennur úr gildi, að óbreyttu, eftir mánuð. Sigurður Þór Ásgeirsson, fjármálastjóri Alcan sagði við Stöð 2 í dag að til greina kæmi að fá forganginn framlengdan í samningum við Landsvirkjun ef viðræður við Ölfus væru komnar á góðan rekspöl. Ólafur Áki benti á að frumviðræður þyrftu ekki að taka nema fáar vikur.
Forsenda þess að álver rísi við Þorlákshöfn er að hafnaraðstaðan þar verði stórbætt. Þetta kallar á talsverðar framkvæmdir sem kosta 5 til 6 milljarða. En Ólafur Áki bendir á að slík stórskipahöfn myndi fela í sér mikla möguleika gagnavrt skipaflutningum.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 18:08
Alcan til Þorlálshafnar og atvinna úr Hafnarfirði.
Þegar íbúar í Hafnarfirði höfnuðu stækkun álversins í Straumsvík í kosningu lá fyrir samningur Alcan og Landsvirkjun um orkusölu vegna stækkunarinnar. Hann var óundirritaður en byggður á viljayfirlýsingu um forgang Alcan að orku í stækkun álversins. Þessi viljayfirlýsing rennur úr gildi eftir sléttan mánuð eða í lok júní.
Alcan leitar nú nýrra leiða til að stækka og nýta sér forgang að orkunni, á skömmum tíma. Í gær voru aðstæður skoðaðar í Þorlákshöfn á fundi með sveitarstjórnarmönnum. Siguður Þór Ásgeirsson, fjármálastjóri Alcan segir að meðal annars hafi verið athugað hvaða staðir kæmu til greina undir nýtt álver. Það væri ein leið sem Alcan væri að skoða til að geta stækkað eftir niðurstöðuna í íbúakosningunni. Þá er rætt um að reisa nýtt 280 þúsund tonna álver.
Sigurður segir það varla raunhæft að ætla að mál væru komin svo langt á næsta mánuði þannig að flötur væri á því að ganga til orkusölusamninga á grundvelli viljayfirlýsingarinnar. Aftur á móti væri möguleiki að reyna að fá Landsvirkjun til að framlengja viljayfirlýsinguna ef raunhæfir kostir um nýtingu orkunnar væru í sjónmáli.
Sigurður segir að ákveðið hafi verið að halda áfram skoðun á Þorlákshafnarálveri í undirnefnd. Sveitarstjórnarmenn hefðu sýnt málinu mikinn áhuga og væri viðmót Þorlákshafnarbúa gagnvart Alcan allt annað og betra en hefði mætt þeim í Hafnarfriði undanfarið.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2007 | 04:59
Ál á bílinn, Græni málmurinn.
Litið er á vetni sem einn besta kostinn af hreinum eldsneytum, sérstaklega fyrir bíla, vegna þess að vatnsgufa er það eina sem myndast við bruna á því. Bush Bandaríkjaforseti hefur sagt vetni vera eldsneyti framtíðarinnar, en rannsakendur hafa enn ekki komist að niðurstöðu um hver sé hagkvæmasta leiðin til þess að framleiða og geyma það.
Í rannsókninni sem gerð var við Purdue Háskólann í Indiana er "Vetnið framleitt eftir þörfum, svo þú framleiðir aðeins eins mikið og þig vantar, þegar þig vantar það" sagði Jerry Woodwall, prófessor í verkfræði, en hann uppgötvaði nýja kerfið. Woodwall sagði í tilkynningu að vetnið þyrfti hvorki að geyma né flytja, og þar með væri tveimur erfiðleikum við framleiðsluna eytt.
Vísindamenn við Purdue háskólann sjá fyrir sér að hægt væri að nota vetnið fljótlega á minni vélar eins og sláttuvélar og keðjusagir. Þeir telja að einnig væri hægt að nota það á bíla, annaðhvort sem staðgengil fyrir bensín eða til að keyra áfram vetnisrafal.
Eitt og sér bregst ál ekki við vatni, vegna þess að húð myndast yfir álið þegar það kemst í snertingu við súrefni. En gallium kemur í veg fyrir að þessi húð myndist, og leyfir álinu að bregðast við súrefni í vatninu sem leysir þá úr læðingi vetni og áloxíð, einnig þekkt sem súrál. Það sem eftir stendur er áloxíð og gallium. Það eina sem vélin skilar frá sér við brunan á vetninu er vatnsgufa.
"Engar eiturgufur verða til" sagði Woodland.
Framleiðslukostnaðurinn við þetta er um það bil þrír dollarar á gallonið, sem er svipað verð og gallonið af bensíni kostar í Bandaríkjunum.
Prófessor Woodland sagði að ef súrálið sem eftir væri yrði endurunnið og gert væri gæðaminna gallium væri hægt að minnka framleiðslukostnaðinn enn frekar, og gera kerfið á viðráðanlegra verði.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 05:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2007 | 11:25
Ríkisstjórn Íslands 2010.??
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2007 | 11:47
VG. Óska eftir 300.000 kr frá Alcan
Fyrst vilja þeir að Alcan fari af landi brott svo betla þeir peninga frá Alcan, hvað viljar þeir næst frá Alcan að Alcan greiði auglýsingarkostnaðinn frá Sól í Straumi.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, óskaði eftir því að Alcan í Straumsvík styrkti flokkinn um þrjú hundruð þúsund krónur.
VG óskuðu eftir fjárstuðningi Alcan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó