Færsluflokkur: Vefurinn
27.3.2007 | 22:41
Alcan: Raflínur í jörðu
Stór hluti raflína að álverinu í Straumsvík verður lagður í jörðu samkvæmt nýju samkomulagi Alcan og Landsnets. Álverið greiðir kostnaðinn og Hafnarfjarðarbær mun ekki bera neinn kostnað af breytingunum.
Ekki stendur aðeins til að nýjar línur fara í jörð heldur líka hluti þeirra sem fyrir eru. Sú kvöð fylgir þessu samkomulagi að stækkun álversins verði samþykkt í kosningunum á laugardag.
Helstu breytingarnar verða þær að línumannvirki við Vallarhverfið verða fjarlægð ásamt stórum hluta spennistöðvarinnar við Hamranes. Aðrar loftlínur sem nú standa ofan við byggðina verða grafnar í jörð við Kalárselsveg að spennustöðinni en stöðin mun að loknum breytingum aðeins þjónusta íbúðabyggð í Hafnarfirði.
Kv, Sigurjón VigfússonVefurinn | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.3.2007 | 16:52
Á að kreista peninga út úr Alcan ?
Landeigendur Óttarsstaða suðvestan við álverið í Straumsvík hafa stefnt íslenska ríkinu, Alcan og Hafnarfjarbæ . Stefnan verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10.
Undarlegt mál land Óttarstaðar er utan þynningarsvæðis verði deiliskipulagið samþykkt en fremur er gert ráð fyrir því í framtíðinni það svæðið verði hafnarsvæði ekki íbúðarbyggð, þar fyrir utan er bann við búskapi í landi Reykjavíkur,Kópavogs Garðarbæjar,og Hafnarfjarða. Er hér verið að stefna þessum aðiljum og gera þá að peningarþúfu?
Kv, Sigurjón Vigfússon
Landeigendur Óttarsstaða stefna íslenska ríkinu, Alcan og Hafnarfjarðarbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2007 | 13:49
Hvað gerðist ef Alcan myndi auglýsa svona?
Auglýsingaherferð, Grátt eða Grænt ósmekkleg. Þarna er verið að auglýsa gegn stóriðja eins og Alcan og til þess eru nýttir krakkar. Börn eru látin fara með línur sem einhverjir aðilar hafa skrifað og síðan matreitt ofan í krakkana. Börnin eru notuð! Það þarf enginn að segja mér að 8-10 ára gamalt barn hafi fastmótaðar skoðanir um stóriðjustefnu eða stækkun Alcan. Ef einhver segir því að segja eitthvað eru allar líkur á því að barnið, í trausti fullorðins einstaklings, geri það. Þarna er verið að taka heitt deiluefni, blanda því saman við ómótaðan og saklausan hug barns og útkoman er hrein misnotkun.
Hvað hefði verið gert ef álfyrirtækin eins og Alcan á Íslandi hefðu gert svipað? Skellt í sjónvarpið auglýsingaherferð þar sem börn sem myndu segja: " X-Við stækkun Alcan." Ætli félagsfræðingarnir í sól hefðu ekki vilja þá senda börnin þá vestur í Breiðuvík ef það væri en hægt .
Kv, Sigurjón Vigfússon
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2007 | 11:38
Hagur af stækkun álvers yfir 12 milljarðar króna
Vísbending: Hagur af stækkun álvers yfir 12 milljarðar króna
Í nýjasta tölublaði Vísbendingar (11. tbl. 2007) er reiknað hvaða hag landsmenn hafa í heild af álveri í Hafnarfirði miðað við sömu forsendur og Hagfræðistofnun gefur sér um hag Hafnarfjarðarbæjar. Í ljós kemur að heildarhagurinn er um 12 milljarðar króna sem er talsvert hærri fjárhæð en Hagfræðistofnun reiknaði út, enda meira reiknað inn í dæmið.
Úr greininni:
,,Með sama hætti er ekki ástæða til þess að efast um réttmæti þeirra útreikninga sem sýna að árlegur tekjuauki Hafnarfjarðarbæjar af útsvari muni eftir stækkunina nema 45 milljónum króna. Núvirðing með 5% vöxtum gefur heildartekjuauka upp á 575 milljónir. Tekjuauki samfélagsins í heild af þessum þætti er aftur á móti miklu meiri. Ráða þarf um 350 manns til viðbótar í verksmiðjuna ef hún verður stækkuð. Reiknað er með að munur á launum í álverinu og meðallaunum í samfélaginu verði sá sami í framtíðinni og hingað til. Út frá því er núvirt heildarhagræði þjóðfélagsins af þessum hátekjustörfum um 9,4 milljarðar króna.''
Kv, Sigurjón Vigfússon
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2007 | 00:16
Atvinnu tækifæri til Húsavíkur.
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sagði á málþingi á Húsavík í dag að vel hugsanlegt væri að álver rísi í Þingeyjarsýslu. Það álver myndi fá raforkuna frá jarðhitavirkjun og bygging slíks orkuvers hefði ekki áhrif á umhverfið þar um slóðir. Sagðist Valgerður vera þeirrar skoðunar, að um væri að ræða atvinnustarfsemi sem rúmist vel innan marka sjálfbærrar þróunar.
Kv,Sigurjón Vifgússon
Segir álver við Húsavík rúmast innan marka sjálfbærrar þróunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 21:54
Góð fréttamennska á MBL.
Góð fréttamennska á MBL í dag um stækkunar málið þar er fjallað erum kosninguna um stærra og betra Álver Mogginn fær 10 í einkunn frá Ljóninu, en hér kveður við annan tón en hjá Sól í Efstaleiti.
Ég hvet Hafnfirðinga til að kynna sér málið á þessari frétt og líka að fara á línk Hafnarfjarðar.
Enn fremur að líta inn á Hag Hafnarfjarðar á grein um miðla sem fjallar um hlutdrægan fréttflutning.
Stefnir í tvísýnar álverskosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 18:59
Áskorun til Hafnfirðinga!!!
Áskorun til Hafnfirðinga!!!
Nú styttist í að við Hafnfirðingar göngum að kjörborði til þess að kjósa um deiliskipulag sem gefur Alcan kost á því að þróast og stækka, nú hafa bæjarbúar fengið mikið af upplýsingum til að taka upplýsta ákvörðun í atkvæðagreiðslunni, þær staðreyndir sem mér finnst skipt mestu máli eru:
- Bæjaryfirvöld hafa selt Alcan lóð undir stækkun.
- Stjórnvöld hafa gefið út starfsleyfi til stækkunar upp í 460 þús. tonna framleiðslu
- Búið er að tryggja raforku fyrir stækkað álver.
- Ljóst er að öll mæligildi vegna mengunar eru langt undir viðmiðunarmörkum opinberra krafna og notaður verði besti mengunarvarnarbúnaður.
- Þynningarsvæði hefur verið minnkað samkvæmt tillögum í deiliskipulagi.
- Það eru miklir hagsmunir í húfi:
- Hagsmunir Hafnarfjarðarbæjar og allra íbúa.
- Verkalýðsfélög starfsmann hafa ályktað með stækkun og nefni ég:
- Vlf. Hlíf, VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsamband Íslands og FIT félag iðn- og tæknigreina.
- Samstaða hefur náðst í bæjarstjórn um tillögu að deiluskipulagi sem allir flokkar í bæjarstjórn hafa samþykkt að fari í kosningu.
- Og þar með hefur verið gengið að öllum kröfum okkar sveitarfélags.
- Afgreiðsla bæjarstjórnar á spurningu sem leggja á fyrir bæjarbúa í kosningunni var samþykkt með 10 atkvæðum og 1 hjáseta, takið eftir enginn á móti.
- Niðurstöður úr skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands þar sem kostnaður og ábati af hugsanlegri stækkun álversins í Straumsvík
Góðir Hafnfirðingar eins og sést á þessari upptalningu þá hafa náðst fram víðtæk sátt um alla meginþætti og valið ætti að vera auðvelt, en nú er verið að feta nýja slóð til aukins lýðræðis sem flokkast undir íbúalýðræði og þar með að gefa íbúum Hafnarfjarðar kost á að segja til um sitt umhverfi í kosningu, því hvet ég alla Hafnfirðinga til þess að nýta sér kosningarétt sinn og mæta á kjörstað og kjósa.
Við eigum samleið í álinu, Græn orka fyrir grænan málm.
Með hliðsjón af öllu ofantöldu og þeim miklu hagsmunum okkar Hafnfirðinga til framtíðar hvet ég alla til samstöðu og kjósa með framtíðinni og
segja Já á kjördag 31. mars og þeir sem ekki verða heima á kjördag kjósið áður.
Gylfi Ingvarsson aðaltrúnaðarmaður og íbúi í Hafnarfirði
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 12:24
Allir ljúga nema Sól í Straumi.
Nú í kosningarbaráttuna um stærra og betra álver kemur æ betra í ljós ósannindi og ósanninda vefur frá Sól í Straumi þeir hafa kastað frá sér grímunni og grípa til þess ráðs að fara með ósannindi gegn starfsmönnum Alcan og Alcan þeir tala niður til starfsfólks hafa kallað okkur starfsmenn ýmsum nöfnum.
Þeir ásaka allar þær stofnanir ríkisins sem koma að umhverfis mælingum um að falsa skýrslur og óheiðalegvinnubrögð þeir ásaka starfsmenn Landsvirkjunar um að svindla á raforkuverði og þá beinlýsis ásaka Landsvirkjun um þjófnað þeir ásaka Samtök Atvinnulífsins um falsanir svo lengi má telja samt hafa þeir ekki en sem komið er getað sannað fullyrðingar sínar, hver sá aðilji sem er á öndverðu meiði við þá eru að þeirra sögn ósannindamenn eða falsarar.
Þeir hafa notað velvilja hjá miðlum landsins.
Það er mjög erfitt að berjast á móti fjórða valdinu þar sem allt sem við segjum rétt og satt frá er snúið á haus. En þar virðist Marteinn Mosdal ráða ríkju ein skoðun ein fréttaflutningur einn aðili fær að skíra frá í flestum tilfellum er ekki reynt að leita sannleikana hjá gagnaðiljum fremstir í flokki í fjórða valdinu er 365 fjölmiðlar ein lína ein skoðun og einn óvandaður fréttaflutningur.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Sól í Straumi segja Alcan í framboði án mótframboðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Á síðu Dofra Hermannssonar er hægt að lesa eftirfarandi.:
Ef þú hefur raunverulegar áhyggjur af virku íbúalýðræði held ég að þú ættir að beina sjónum þínum að þeirri staðreynd að Alcan er með þig sjálfan (Tryggva) og fjölda annarra starfsmanna á fullum launum við að reka áróður fyrir stækkun álversins.
Hvað meinar hinn ágæti Dofri þingflokksformaður Samfylkingarinnar með fjölda manns á fullum launum í áróðri? Það vita allir að skipuleggja þarf starf til að koma réttum upplýsingum til fólks. Örfáir menn sem hægt er að telja á fingrum annara handar hafa verið í forsæti okkar ágæta fyrirtækis að koma upplýsingum á framfæri. Í svona baráttu þarf að upplýsa fólk. Fólk á ekki að láta múgæsingu hafa áhrif á sig. Sjálfur hef ég tekið þátt í baráttunni að gott fyrirtæki fái að stækka og dafna af hugsjóninni einni ásamt mínum vini Sigurjóni Vigfússyni. Flestir eða allir starfsmenn fyrirtækisins vinna að slíkum málum með skrifum í fjölmiðla og að koma réttum upplýsingum til skila.
Hvað er rangt við það að við sem teljum rétt að Alcan stækki látum í okkur heyra. Það er mjög erfitt að berjast á móti fjórða valdinu þar sem allt sem við segjum rétt og satt frá er snúið á haus.
Að lokum.
Ég skora á alla Hafnfirðinga að kjósa með hjartanu og láta ekki áróður eins eða neins hafa áhrif á ykkur. Alcan er gott fyrirtæki enda hef ég unnið þar í um tíu ár.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Skora á Hafnfirðinga að kjósa JÁ með stækkun Alcans.
Kveðja.
Árelíus Þórðarson
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2007 | 20:39
Fréttastöðvarnar á stöð2 og RÚV
Lýðræðið og fréttaflutningur sólar og VG sem virðast ráða á stöð2 og RÚV sem ekki að gæta lýðræðis í fréttaflutningi sínum um Alcan er þeim ekki það skillt að gera svo að vera málefnalegir þegar þeir skíra frá fréttum um þetta mál en svo er ekki það er engu líkara að fréttastjórum þessa miðlum sé stjórnað af Sól í Straumi og VG.
Í kosningarbaráttunni um stærra og betra álver þar sem miðlar landsmanna hafa verið dulegir að tengja margar fréttir við stækkun í Straumsvík varla kemur sú frétt fram að vondafólkið sem starfar í Straumsvík og Alcan sé ekki bendlað við fréttaflutningin og þá með neikvæðum hætti, þó svo að fréttin tengist ekki á bein hátt kosningunni um Alcan þetta virðist vora orðin fastur fasi hjá miðlum til að ná athygli.
Ekki var hægt að fjalla um eldfjallagarð á Reykjanesi án þess að tangja hana við Alcan sem á engan hátt tengis sjálfri umræðunni undarlegt innlegg í þá umræðu.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó