Færsluflokkur: Menning og listir
9.2.2007 | 04:38
Orð til talsmanns Sólar í Straumi.
Sæll Sigurður Pétur.
Það sem særir okkur framfarasinna mest er stanslaus áróður ykkar afturhaldssinna á störf þeirra sem nenna að vinna og hafa migið í saltan sjó?
Þú eins og ég vitum vel þegar bágt ástand er á atvinnulífi þjóðar okkar? Þú manst líklegast eftir árinu 1996 þegar ég tók þig með mér á sjóinn til að kenna þér að míga í saltan sjó. Ég man vel þegar þú brosandi Pétur hafði fengið fyrstu reynslu sjómannsins og burðaðist með fullan svartan ruslapoka af humri í land.
Ég verð að segja að ég er farinn að verða þreyttur á þessu þvaðri þínu og vitleysu. Um daginn tjáðir þú þig um að ef Alcan stækkaði þá myndu öll börn í Hafnarfirði nánast drepast úr mengun.
Nú tel ég sé nóg komið þegar þú ásakar okkur starfsmenn að ganga erinda forsvarsmanna Alcans. Ég held að þú þekkir mig það vel að ég skrifa nákvæmlega um allt sem mér sýnist og berst af alefli ef mér og mínum er sýnt eitthvað óréttlæti. Mér er anskotans sama hvað fólk finnst um mín skrif því ég skrifa alltaf beint frá mínu hjarta og ýti á SEND takkann. Eini stíllinn sem ég hef breytt um er að ég er farinn að lesa einu sinni eða tvisvar yfir það sem ég skrifa.
Að lokum Sigurður Pétur. Hættu að sýna störfum okkar áliðnaðarmanna fjandsemi. Þú veist vel að ég og fleiri sem þú þekkir vel værum ekki búnir að vinna þarna í áratugi ef þetta væri svona fjandsamlegt, drullugt og ömurlegt eins og þið Sólarmenn staklist á ykkar áróðri. Vil minna þig á að álver er hátækni iðnaður.
Öll menntun mín til að geta skrifað þessar línur einn og óstuddur er Alcan að þakka. Eins og þú veist þá var skólaganga mín í Stýrimannaskólanum með herkjum. Eins og þú veist þá erfa sum börn verstu eiginleika foreldrana en með fullorðinsárunum þegar ró kemst yfir þá fer allt á betri veg.
Þú ert velkominn í kaffi hvenær sem er þannig að við getum tekið stöðuna. En ég fæ æluna upp í háls af þessari umræðu þar sem fólk er að nota þessa sjálfsögðu stækkun Alcans sem pólitískt skotvopn sér og sínum til framdráttar.
Nú er nóg komið af ómálenanlegri umræðu og skrifum. Ef rannsóknir sýna að stækkun Alcans skaðar ekki neitt í nálægðum byggðum álversins þá á að sjálfsögðu að stækka til hagsbóta framförum og hagsældar í Hafnarfirði.
Nútíma álver er hátækni iðnaður
Stækkum Alcan til hagsældar fyrir Hafnarfjörð.
Kveðja Á. Ö. Þórðarson.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 04:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.2.2007 | 04:21
Er hugmyndafræði Samfylkingarinnar fengin hjá Karli bréta prins í umhverfismálum og ferðamannaiðnaði?
Karl Bretaprins ákvað fyrir nokkrum vikum síðan af aflýsa árlegri skíðaferð sinni til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda en prinsinn hefur verið gagnrýndur fyrir að fljúga um allan heim til að taka við viðurkenningum fyrir störf sín að umhverfisverndarmálum og stuðla með því að losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kom fram á fréttavef Jyllands-Posten. Deginum eftir flaug hann til New York til að taka við einni slíkri umhverfisviðurkenningu.
Ómar keyrir á litlum sparneytum álbíl ef ég fer með rétt mál og er hlynntur mengandi ferðamannaiðnaði. Samfylkingarbanarnir í Samfylkingunni eru ekki hlynntur skít og drullu og hafa verið helstu talsmenn þess að banna Íslendingum að koma nálægt slíku. Fyrst með slagorðinu Fagra Ísland og nú síðast með áróðrinum um tækni eitthvað í stað stóriðju. Ég tel alla íslendinga umhverfissinna sem vilja fara mismunandi leiðir skynseminar.Ef færi fram skoðanakönnun á fylgi flokkanna meðal starfsmanna Alcans þá væri Samfylkingin langöflugust flokka hjá okkar fyrirtæki enda feikivinsæll bæjarstjóri í bænum okkar. Hvert atkvæði fjölskylduföðurs getur haft vægi upp á 3-15 fallt. Ef við tökum lítið dæmi og teljum okkur trú á að flestir stuðningsmanna Alcans séu búnir að fá nóg af ójafnaðarmennskunni. Tökum fyrir hæsta áhrifagildið? 300 starfsmenn *15 eru 4500 atkvæði. Ég er farinn að finna urg hjá starfsmönnum gagnvart Samfylkingunni.
Í Fjarðarpóstinum í dag kemur fram að Talnakönnun gerði könnun fyrir Vísbendingu um afstöðu landsmanna um stækkun Alcan. 55% voru fylgjandi 45% á móti.Að lokum óska ég þess að Samfylkingin verði áfram jafnaðarmannaflokkur en ekki áróðursflokkur gagnvart okkur framfarasinnum. Flestir Hafnfirðingar eru ánægðir með Samfylkinguna í Hafnarfirði þar sem bæjarstjórinn í Hafnarfirði lítur hlutlaust á málin en að mínum dómi er annað að segja af forustusveit Samfylkingarinnar á landsvísu sem lítur hlutdrægt á málin.
Kveðja.Á Örn Þórðarson7.2.2007 | 01:32
Þessi frétt gæti átt við Hafnarfjörð eftir nokkur ár ef Alcan fær ekki að nútímavæðast og stækka.
Átta af þrjátíu starfsmönnum Skipalyftunnar í Vestmannaeyjum var sagt upp störfum fyrir helgi og kunna enn fleiri að missa vinnuna á næstunni.
Að öllu óbreyttu verður fleirum sagt upp um næstu mánaðamót," segir Stefán Jónsson, yfirverkstjóri Skipalyftunnar.
Mennirnir sem sagt var upp hafa sumir um 45 ára starfsaldur að baki.
------------------------------------------------------------------------------------------------------
Verður frétt í svipuðum dúr hér í Hafnarfirði eftir nokkur ár ef afturhaldsstefna verður ríkjandi hér á næstu árum og fyrirtækið Alcan fær ekki að stækka og nútímavæðast?
Þá yrði fréttin líklegast svona? Alcan hefur ákveðið að loka verksmiðju sinni á næstu 3-5 árum þar sem allur tæknibúnaður og framþróun er orðið barn síns tíma. 500 starfsmenn með allt að 45 ára starfsaldur munu missa vinnu sína.
Húsvíkingar hafa reynt allt í 30 ár en flest allt hefur mistekist og er vonin álver. Hafnfirðingar gætu vissulega fetað í fótspor húsvíkinga og beðið efir hinu margrómaða þekkingar eitthvað sem kemur kannski aldrei?
Kveðja.
Á.Örn Þórðarson
3.2.2007 | 01:38
Hagsæld í Hafnarfirði ef Alcan verður stækkað?
1. Tekjur munu stóraukast í Hafnarfirði og munu nema allt að 1.400.000 milljóna króna.
2. Árlega munu tekjur ríkisins af starfsemi Alcans nema 4-5 milljarða króna.
3. Biðlisti þeirra sem vilja vinna hjá Alcan mun minnka þar sem 350 ný bein störf skapast hjá fyrirtækinu.
4. Samtals munu skapast um 1200 bein og óbein störf vegna stækkunarinnar.
5. Bæjarsjóði verður kleyft að hafa ókeypis leikskóla eða ókeypis skólamáltíðir.
6. Alcan mun koma sterkari inn eins og undanfarin ár með aukið fjármagn til samfélagsmála.
7. Hátækni iðnaðarfyrirtæki og önnur hugvitsfyrirtæki munu fá aukna vinnu til hugvits og þróunar vegna aukins hátæknibúnaðar í nútíma álverum.
Læt þetta lítilræði gott að sinni.
Sjá hlekk SA, hér.
Stækkum Alcan JÁ TAKK.
Kveðja Á Örn. Þórðarson
Menning og listir | Breytt 5.2.2007 kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
2.2.2007 | 00:52
Til hamingju forsvarsmenn Sólar í Straumi.
Til hamingju forsvarsmenn Sólar í Straumi.
Í nýjustu grein Sólar í Straumi á heimasíðu þeirra tala þeir um álver en ekki álbræðslu.
Eru þeir loksins að reyna að hefja upp málefnalega umræðu?
Munu forsvarsmenn Vinstri-græna taka rökum og verða málefnanlegir eða munu þeir kannski prenta út boli sem á stendur álhaus kálhaus í álbræðslu fyrir kosningarnar?
Kveðja. Á. Örn Þórðarson.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2007 | 02:35
Forsvarsmenn Sólar í Sraumi reyna oft að breyta sannleikanum.
Okkar vinsæli bæjarstjóri Hafnfirðinga gagnrýnir yfirlýsingar forsvarsmanna Sólar í Straumi samkvæmt grein í Fjarðarpóstinum í dag. Ég tek undir þessa grein bæjarstjórans þar sem forsvarsmaður Sólar í Straumi reynir að byggja allar upplýsingar sínar á gömlum hasarsíðum en forðast að nefna allar þær upplýsingar sem standa upp á borðinu í dag.
Ef við tölum gott og hart mál og segjum það sem kemur frá hjarta Ljónsins þá hefur mér oft fundist forsvarsmaður Sólar í Straumi telja starfsmenn Alcans fara með rangt mál þegar þeir segja að Alcan sé góður vinnustaður enda munu fyrstu starfsmenn fyrirtækisins verða 40 ára starfsmenn í ár.
Ég segi að forsvarsmaður Sólar í Straumi fer oft með ósannindi og vitlausar tölur eins og hann leggur málin upp.
Við starfsmenn Alcan tjáum okkur á þessari síðu til að koma okkur skoðunum á framfæri og segjum rétt og satt frá. Miðað við allt mengunartal forsvarsmanna Sólar í Straumi og einelti Alcans þá spyr ég? Af hverju er ég lifandi í dag og líður vel? Eitt sem ég get gagnrýnt Alcan fyrir er að þeir hafa besta mötuneyti á Íslandi og er baráttan við aukakílóin hörð. Samt er lagt upp úr góðu næringarinnihaldi og vitum við nákvæmlega reiknað hvað hver maður lætur ofan í sig.
Berjumst fyrir framtíð góðs fyrirtækis sem veitir starfsmönnum sínum vel enda sýnir starfsmannaveltan það svart á hvítu.
Ég vil öflugt fyrirtæki í okkar bæ sem styður við bakið á íþróttahreyfingunni. Ég hef trú á ef Alcan verði stækkað þá sjáum við þann draum að stórt fjölnota íþróttahús/sýningarhöll verði byggt í okkar bæ en það vantar slíkt hús. Uppbygging íþróttamannvirkja gengur alltof hægt og eru rótgróin íþróttafélög farin að líða fyrir það.
Ég treysti góðu fyrirtæki til góðra samfélagsmála í nánustu framtíð ef fyrirtækið fær að nútímavæðast og dafna. Ég væri ekki að hvetja dóttir mína að sækja um sumar vinnu hjá góðu fyrirtæki ef þetta væri svona hrikalegt að vinna þarna eins og forsvarsmenn Sólar í Straumi og Vinstri Grænir vilja álykta.
Stækkum Alcan fyrir framtíð Hafnarfjarðar JÁ TAKK.
ÁÞ
31.1.2007 | 00:47
Það er gott að vinna í álveri.
Ég er Hafnfirðingur, ég og mín fjölskylda munum örugglega segja já takk við stækkun Alcans. Enda mjög gott að vinna hjá fyrirtækinu og sýnir starfsmannavelta það svart á hvítu.
Hvað Vinstri-græna snertir hlýtur fólk að sjá að sá flokkur er á móti nær öllu og öskrar hátt.
Svo til að uppnefna okkur þá tala þeir stanslaust um álbræðslu sem er öfugnefni en til að framleiða ál er notast við rafgreiningu.
Álver er góður vinnustaður og verður mikil vítamínsprauta fyrir Hafnfirðinga ef af stækkun yrði.
ÁÞ
Skora á Hafnfirðinga að fella tillögu um deiliskipulag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2007 | 04:04
Ómar Ragnarson. Jón Baldvinn, ég og Ljónið.
Ómar Ragnarson segir að fylgismenn Ljónsins séu galnir virkjunarsinnar. Ljónið spyr Ómar á móti hvort hann sé galinn umhverfissinni? Jón Baldvinn kallar vinnustaðinn okkar skrímsli?
Mun Ljónið, Ómar og Jón Baldvinn ná sáttum og byggja upp landið í sátt við náttúruna? Mér hlýnar um hjartarætur að Ómar hafi auglýst eftir hægri grænum en ekki Vinstri- grænum. Jón Baldvinn vill kljúfa Samfylkinguna?
Hver veit nema ég, Jón Baldvinn og Ómar verðum saman í flokki, Hægri-grænum þar sem vilji er til að nýta auðlyndir okkar í sátt við náttúruna til hagsældar lands og þjóðar? Ekki rétt?.
Að lokum Ómar og Jón Baldvinn?
Fólk verður að lifa af í þessu dýrasta landi heims? Ég vil minna ykkur á að lægstu launataxtar í okkar landi eru 124..000 á mánuði. Skrifa Eitt hundrað tuttugu og fjögur þúsund á mánuði?
Húsvíkingar eru búnir að reyna allt? . Álver er hátækni iðnaður? Alcan er sjálfbært fyrirtæki?
Ég skora á allt verkafólk þessa lands að rísa upp og berjast heiðalegri orðabaráttu gegn því fólki sem berst gegn okkur.
Hvar er verkalýðshreyfingin í þessu landi?
ÁÞ
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2007 | 09:06
Mengun frá bílaumferð skemmir lungu barna í Rvk,?
Stjórnvöld á varðbergi Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri hjá umhverfisráðuneytinu, upplýsti í samtali við Morgunblaðið í gær að Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra myndi á næstunni kynna nýjar niðurstöður svifryksnefndar, sem hann hefur farið fyrir. "Það er talið að allt að 60 til 70 prósent svifryksmengunar megi rekja til umferðar," segir Ingimar. "Um sjö til átta prósent koma frá dísil- og vinnuvélum, auk lítils magns frá bremsuborðum. Afgangurinn á sér svo náttúrulegar orsakir, á borð við sjávarseltu sem kemur til okkar með norðanáttinni og frá loftögnum sem berast frá hálendinu."
Hann segir að ætlunin sé að rannsaka þessa samsetningu frekar og í framhaldinu verði leitað leiða til að draga úr mengun á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir til greina koma að grípa til aðgerða til að draga úr mengun en segir slík skref viðkvæm og vill ekki tjá sig frekar um þau á þessu stigi. Til að ná árangri sé þó ljóst að aðgerðirnar þurfi að beinast gegn umferðinni.
Mengunin "algjörlega óviðunandi" LÚÐVÍK Gústafsson, deildarstjóri hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar, segir magn svifryks við mælingarstöðina við Grensásveg í Reykjavík hafa farið í 700 míkrógrömm á rúmmetra í lok nóvember 2005, sem sé "algjörlega óviðunandi". Vindstrengur frá Hvalfirði hafi síðan blásið menguninni á brott, sem hafi verið ein sú mesta síðustu ár, og magnið minnkað verulega. "Þarna var um að ræða hæstu mældu gildi á tiltekna tímaeiningu við Grensásveg," segir Lúðvík. "Í fyrra voru 29 dagar þar sem mengunin fór yfir heilsuverndarmörk við stöðina. Hún er samt hlutfallslega miklu minni en í Suður-Evrópu, svo ekki sé talað um Kína.
Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins, sem er samhljóma reglum Evrópusambandsins, hefur verið ákveðið að heilsuverndarmörk svifryks fyrir árið 2010 verði 20 míkrógrömm, eða það magn sem ekki er talið skaðlegt. Þetta er þó til endurskoðunar, enda efasemdir um hvort þetta sé nóg.
Gein úr Mbl. 28 jan 2007
Kv, Svig.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 02:21
Stækkum Alcan, JÁ TAKK
Miklum áfanga er náð með pólitísku samkomulagi allra flokka innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um nýtt deiliskipulag. Í tillögunni fellst veruleg minnkun á þynningarsvæðinu frá því sem nú er. Er það mín skoðun að hægt sé að minnka þynningarsvæðið vegna þess að nútímatækni sjái fyrir hverfandi mengun.
Peningakassi Hafnarfjarðar mun bólgna út um 800 milljónir ef af stækkun yrði. þá fyrst væri hægt að tala um að létta á skattpíndasta útsvari bæjarfélags Hafnarfjarðar hvað samfeldur árafjölda varðar.
Í nánustu framtíð mun þjónusta við bæjarbúa aukast mikið enda margt hægt að gera fyrir 800 milljónir. Enda er Alcan burðarás atvinnulífs í okkar bæ og mun vonandi verða það áfram. Sjálfur er ég íþróttafíkill og er viss um að Alcan komi enn sterkari inn en nú er og styðji við bakið á íþróttafélögunum hvað íþróttaaðstöðu varðar vegna ört fjölgandi iðkenda,
Sjálfur er ég hlynntur stækkun enda búinn að vinna hjá góðu fyrirtæki í um 10 ár. Að hafna deiliskipulaginu er að mínu viti fyrsti vísirinn að lokum verksmiðjunnar. En vegferð lokun álvers getur tekið nokkur ár.
Stækkum Alcan Já Takk
ÁÞ
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 02:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó