Færsluflokkur: Menning og listir
25.1.2007 | 19:05
Starfsmanna Alcan í Straumsvík og það sem Rétt og Satt er.
Rauða Ljónið hlustar og virðir skoðanir annara varðandi stækkun Alcan í Straumi.
Rauða Ljónið vill málefnalega umræðu um starfsmenn Alcan.
Rauða Ljónið vill sannleikan upp á borðið.
Rauða Ljónið vill aukið atvinnulýðræði og bjarta framtíð í Hafnarfjörð óðháð pólitík.
Rauða Ljónið vill að Vinstri Grænir og Sól í Straumi segi satt að Alcan sé Álver ekki Álbræðsla.
Rauða Ljónið segir á meðan Vinstri Grænir tali um Álbræðslu eru þeir að fara með ósannindi.
Kveðja, Rauða Ljónið.
Menning og listir | Breytt 8.2.2007 kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Frétt af mbl.is 24.1.2007 kl 14:59
Þynningarsvæði álversins í Straumsvík minnkað verulega
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Lúðvík Geirsson, kynnti á fundi með blaðamönnum í dag hugmyndir að deiliskipulagi fyrir nýtt athafnasvæði álversins í Straumsvík vegna stækkunar.
Kemur þar fram að svonefnt þynningarsvæði, sem er það svæði umhverfis álverið þar sem þynning mengunar á sér stað, verður einungis þriðjungur þess sem tilgreint er í gildandi starfsleyfi.
Kv,Svig
Þynningarsvæði álversins í Straumsvík minnkað verulega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2007 | 08:12
Stækkum í Straumsvík það þíðir 346, ársverk óbein og afleidd ársverk 830, eða samtals 1.176. á höfuðborgarsvæðinu.
Afhverju má ekki stækka fyrirtæki sem gengur vel? Hagnaður ár eftir ár eftir ár. Gengið fellur samt skilar fyrirtækið hagnaði,kreppa ,atvinnuleysi, alltaf mallar fyrirtækið okkur öllum til góða.Fjöldauppsagnir aldrei,gjaldþrota aldrei,tap sjaldan og ef svo væri þyrfti fyrirtækið eftir sem áður að borga skatta og skyldur!! Ef Rannveig fær að ráða verður skattalögum hvað varðar Ísal breytt þannig að æ stærri hluti kemur í hlut Hafnarfjarðar.Núna fer meirihlutinn í ríkissjóð,við viljum láta meirihlutann ganga til Hafnarfjarðar. Fyrirtækið borgar háa skatta,eftir miklu er að slægjast.Fyrirtækið er afburða vel rekið ,markmiðið er alltaf að gera betur í dag en í gær og það gengur eftir!! Er ég að lýsa íslensku fyrirtæki ?? Já,stjórnað af íslendingum,rekið af íslendingum og starfsmennirnir eru allir íslendingar.3-skálinn datt út í sumar,hann kom inn í september sem er heimsmet sem eftir hefur verið tekið!!! Fyrirtækið hefur eytt dýrmætum tíma í að afsaka tilveru sína en ekki lengur, of mikið er í húfi fyrir land og þjóð og Hafnarfjörð. "Jón sterki í Íslandsklukkunni svaraði, er spurður hvort hann væri íslendingur?? Tja ég er nú bara úr Kjósinni." Stækkun eða ekki í Straumsvík, snertir alla íslendinga en hafnfirðinga mest því þeir fá að kjósa um það en við ekki(hinir islendingarnir)Höfuðkostir álversins fyrir utan stjórnendur og starfsmenn sem er eitt og hið sama er staðsetningin. Nálægðin við fjölmennið og fjölmenninguna ræður úrslitum um að þar verður alltaf nóg vinnuafl!!Mengunin bitnar á heimsbyggðinni jafnt en verður minni en ef við byggðum í öðrum heimsálfum sem yrði raunin. Stækkum í Straumsvík drögum andann og hugum að fleiri möguleikum með orkuna.Eigin orkugjafar fyrir flotann og bílaflotann væri æði t.d.!!Okkur er öllum ljóst að það verða ekki byggð þrjú ný álver.Stækkum í Straumsvík!!!
Ykkar Kv, L H.
Stækkum Alcan. JÁ TAKK.
22.1.2007 | 04:50
Tannkrem er stórhættulegt samkvæmt kenningu Vinnstri-grænna?
Mælingar á flúor í gróðri nú eru svipuð og þau voru áður en framleiðsla hófst hjá fyrirtækinu Alcan/ísal eða um 3-5 ppm. Gróðurverndarmörk eru 30 ppm og heilsuverndarmörk margfalt það. Sem dæmi þá er um 1000-1500 ppm flúoríð í tannkreminu heima hjá þér.
Hættum að hlusta á bullið í afturhaldsinna flokknum.
Kraftmikið atvinnulíf í Hafnarfjörð
Stækkum Alcan. JÁ TAKK.
ÁÞ
21.1.2007 | 05:09
Við hjá ALCAN erum með umhverfismálin á heilanum og höfum unnið góða áfanga sigra.
Við hjá Alcan erum með 3 Þurrhreinsistöðvar sem gegna því hlutverki að hreinsa flúorið og ryk úr afsogi. Hreinsað flúor er síðan notað aftur við vinnsluna.. Síupokar gegna því hlutverki að hreinsa ryk úr gasinu áður en það fer út í andrúmsloftið aftur. Í okkar fyrirtæki hefur mikið áunnist á síðustu árum og höfum við minnkað gróðurhúsaáhrif í andrúmsloftið um allt að 70% á síðasta áratug og munum við halda áfram á sömu braut. Ég tel að þessi árangur okkar í umhverfis og öryggismálum hljóti að valda eftirtekt annara fyrirtækja í sambærilegum rekstri.
Það er ömurlegt fyrir þjóð okkar? Ef þjóðin ætlar að veita brautargengi í okkar þjóðfélagi, stjórnmálaflokkum eins og Vg og SF sem virðast ætla miðað við forystu Ingibjargar og Steingríms? Ráðast á vinnandi fólk. Þeirra hugsjón er aðeins ein að berjast gegn vinnandi fólki með lífsvæn laun.
Síðan vil ég minnast á könnun Fréttablaðsins þar sem kemur í ljós að jafnaðarmannaflokkur getur aldrei barist gegn framförum á Íslandi þótt viss hluti þjóðarinnar safnist saman í afturhaldssaman fortíðar flokk Vg.
ÁÞ
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 05:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2007 | 04:00
Munu hafnfirðingar sjá ljósið og samþykkja stækkun Alcans?
Í heimspeki má lesast ? Bæjarstjórn sem virðist duglaus, er oft affarasælust fyrir bæjarbúa. Ströng bæjarstjórn sem skiptir sér af öllu veldur bæjarbúum ófarnaði. Eymd er alltaf á hælum góðærisins og hamingjan hvílir á bágindunum.
Eigum við að hverfa frá réttlætinu þótt fyrirtækið Alcan hafi farið alla þá lýðræðislegu leið til að fá að nútímavæðast? Ef við hverfum frá réttlætinu? Þá fer allt aflaga. Vinstri-grænir og afturhaldssinnar hafa svo sannalega vaðið í villu og svima.
Þess vegna vaki ég dag og nótt yfir réttlætinu þannig að gott fyrirtæki fái að vaxa og dafna. Ég er fastur fyrir ef ég vil það, alltof hreinskilinn þannig að vinum mínum ofbýður stundum. Reyni að vera ekki ónærgætinn. Reyni að túlka ljósið þó Vinstri- grænir og félagar þeirra í Sóli í Straumi vilji sjá eitthvað annað.
Affærasælast fyrir Hafnarfjörð og allt Ísland er að Alcan stækki og fari eftir öllum þeim leikreglum sem settar eru. Allar tölur sýna að álver mengar alltaf minna og minna með hverju árinu sem líður. Mesti mengunarvaldurinn á næstu árum mun líklegast verða ferðamanna iðnaðurinn að mínu viti þar sem hver einasta manneskja mengar eitthvað.
Þarf kannski 10% atvinnuleysi til að fólk sjái ljósið.
Stækkun Alcans, JÁ TAKK.
ÁÞ
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 04:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.1.2007 | 08:06
Sjónmengun og fleira
Margir tala um sjónmengun af álverinu í Straumsvík. Umhverfi álversins er með snyrtilegustu iðnaðarlóðum sem ég hef séð. Hins vegar ef skoðað er hinumegin við Reykjanesbrautina erum við komin í mjög svo sóðalegt umhverfi. Það virðist ekki vera nema eitt fyrirtæki þar, Íslandsprent, sem hefur fyrir því að líta þokkalega út, enda tekst þeim það mjög vel, allt mjög snyrtilegt og flott hjá þeim. Ef byggingar Isal eru sjónmengun, hvað eru þá blokkirnar í Vallarhverfinu annað en sjónmengun og þá aftur byggingarnar í iðnaðarhverfinu hinumegin við Reykjanesbrautina ? Hvað er IKEA annað en sjónmengun í þessu fallega hrauni ? Hve stór hluti íbúa á Völlunum sjá álverið út um gluggan hjá sér, ótrúlega lítið hlutfall held ég. Ég held að það sé nokkuð ljóst að ef Isal fær að stækka, þá verður það landsvæði sem það mun standa á, eins snyrtilegt og það getur orðið ef verður byggt á því á annað borð, og það er ekkert ef, því það verður byggt á því, hvað sem verður svo byggt.
Nálægð við byggð er þekkt um allan heim. Hjá til dæmis frændum okkar í Noregi eru álver inn í grænum dölum með íbúabyggð alveg upp að girðingu, allir eru sáttir, því fólk veit hve mikils virði þau eru fyrir samfélagið og að því stafar engin hætta af þeim.
Fram kemur á heimasíðu Isal: ...viðmiðunarmörk sem gilda um flúor taka mið af því að gróður er mun viðkvæmari fyrir flúormengun en fólk. Þannig eru heilsuverndarmörk fyrir fólk 30 sinnum hærri en þau viðmiðunarmörk fyrir gróður sem okkur er gert að uppfylla ( http://www.alcan.is/?PageID=215 ).
Það er einnig ljóst að þó Isal verði ekki stækkað verður samt virkjað í Þjórsá, því það er vöntun á rafmagni. Ég þekki mann sem þekkir mann sem á foreldra sem eiga land að Þjórsá. Hann hefur eftir þeim að af þeim sem eiga land að Þjórsá er einungis einn sem er á móti því að virkja, svo hvað erum við að rífa kjaft sem vitum ekki um hvað er verið að tala. Teljið þið ykkur vita um hvernig virkjanir er verið að tala ? Áður en þið játið því, bið ég ykkur að brjóta odd af oflætinu, kynna ykkur málið og athuga hvort þið hafið rétt fyrir ykkur. Eruð þið viss um að virkjun sé bara eitthvað slæmt ?
Læt þetta duga í bili á meðan þið athugið þetta.
JFD
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 02:10
Sól í Straumi sækir um annan styrk til Hafnarfjarðarbæjar án hjálpar Vinstri- grænna,
Á heimasíðu Sólar í Straumi er hægt að lesa um umsóknina.
. Nú í morgun lagði Sól í Straumi fram umsókn um styrk til Hafnarfjarðarbæjar. Umsóknin miðast við kynningu á málstað Sólar í Straumi fyrir bæjarbúum í Hafnarfirði fram að kosningu um málið. Í kostnaðaráætlun hópsins er gert ráð fyrir framhaldi á borgarafundunum sem haldnir hafa verið í vetur, aðkomu sérfræðinga að þeim fundum, útgáfu á prentuðu efni og dreifingu á því, auglýsingum, gerð teikninga og mynda af framtíðarskipulagi Straumsvíkursvæðisins, dagsferð fyrir Hafnfirðinga að virkjunarsvæðunum á Reykjanes og Þjórsá og öðru kynningarstarfi. Áætlun Sólar í Straumi gerir ráð fyrir heildarútgjöldum að upphæð 6.915.000,- með vsk. og hljóðar umsóknin uppá þá upphæð. Umsókn Sólar í Straumi er lögð fram í trausti þess að Hafnarfjarðarbær vilji að öll sjónarmið í stækkunarmálinu komi fram. Með mikilli sjálfboðavinnu kjarnahópsins og elju þeirra íbúa bæjarins sem bætast vilja í hópinn telur Sól í Straumi að fyrir þessa upphæð takist hópnum að kynna sín sjónarmið fyrir bæjarbúum.Mín skoðun er sú að það er ekki hægt að bæjarstjórnin veiti peninga í slík verkefni sem skaða bæinn okkar. Hvet forsvarsmanna Sólar í Straumi að leita til fyrirtækja. Ef bæjarstjórnin samþykkir svona styrki þá er hún búin að veita fordæmi til handa hinum ýmsu mótmælahópum.
Hvar á að draga mörkin í vitleysunni.
ÁÞ
15.1.2007 | 00:15
Takk fyrir þessi hlýju orð til starfsmanna Alcans. Dorrit Moussaieff
Það er ekki hægt að segja annað en að manni hafi hlýnað um hjartarætur eftir að hafa fylgst með ágætu viðtali Evu Maríu í Kastljósinu í gærkvöldi við forsetafrúnna Dorrit Moussaieff. Þar talaði forsetafrúin okkar með hlýjum orðum til starfsmanna fyrirtækisins.
Starfsmenn minnast vel heimsóknar Dorritar þar sem hún sem persóna kom okkur svo sannalega á óvart með sinni virðingu til okkar. Ef starfsmenn hefðu ekki þekkt hana sem forsetafrú, þá hefðu starfsmenn haldið að ný kona væri að hefja störf hjá fyrirtækinu þar sem forsetafrúin leit á alla sem jafningja sína án yfirstéttahroka.
Ég vildi fá að segja þessa skoðun mína þar sem við álvers starfsmenn höfum svo sannalega fengið að finna fyrir óhróðri frá ýmsum á störf okkar á síðustu mánuðum.
Vona svo að forsetafrúin sjái sér fært að heimsækja okkur sem fyrst aftur í álverið og takk aftur fyrir þessi hlýju orð til starfsmanna.
ÁÞ
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vill Sól í Straumi leggja niður barna- og unglinga íþróttir í Hafnarfirði.??
Eins og sést í grein þessari úr Fréttablaðinu sjá hér neðar.
Svig.
Enn um Alcan samfélagsleg ábyrgð eða mútur?
Umræðan Álverið í Straumsvík Í fréttaskýringu Inga Freys Vilhjálmssonar í Fréttablaðinu þann 3 janúar er fjallað um samskipti Alcan við hafnfirskt samfélag undir fyrir
Umræðan
Álverið í Straumsvík
Í fréttaskýringu Inga Freys Vilhjálmssonar í Fréttablaðinu þann 3 janúar er fjallað um samskipti Alcan við hafnfirskt samfélag undir fyrirsögninni samfélagsleg ábyrgð eða mútur, og spurningamerki hnýtt aftan við fyrirsögn. Í þessari grein langar mig að fjalla um þann part fréttaskýringarinnar sem lýtur að samskiptum Alcan og íþróttafélaga í bænum. Eins og fram kemur í fréttaskýringu Inga Freys er í gildi styrktarsamningur á milli Alcan og íþróttafélaganna í Hafnarfirði og var hann gerður árið 2002 og gildir til ársins 2007. Sterklega er gefið í skyn að samningurinn sé gerður af annarlegum hvötum eða þeim að hafa bein eða óbein áhrif á skoðanir bæjarbúa á fyrirtækinu og þá ekki síst kvenna, að mati Péturs Óskarssonar, forsvarsmanns Sólar í Straumi.
Í samningnum kemur að vísu ekkert annað fram en að fyrirtækið vilji sinna samfélagslegum verkefnum þannig að hér er einungis um að ræða skoðun Péturs en ekki einhvern sannleik. Mikil má framsýni Alcan manna vera ef þeir hafa byrjað að stunda kosningabaráttu sína árið 2002. Tilgangur Alcan er vafalaust að styrkja sína ímynd og orðspor meðal bæjarbúa og er þessi leið fyrirtækja alþekkt og má nefna dæmi um Actavis og FH, Shell og KR, Vodafone og Manchester United og svona mætti lengi telja.
Ingi Freyr vitnar einnig til Sigurðar P Sigmundssonar sem segir að "samningurinn sé kynntur sem styrktarsamningur en sé í rauninni íþyngjandi auglýsingasamningur". Ekki veit ég hvað Sigurður er að fara með þessari umsögn, hann hefði þá átt að afþakka styrkinn heldur en að þakka fyrir hann á þennan hátt. Þessi styrkur Alcan hefur ekki verið íþyngjandi okkur í barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar FH heldur höfum við talið hann mjög sanngjarnan. Það að fyrirtækis sé getið í leikskrám á heimasíðu eða á búningum þar sem við á er alþekkt enda er það hvorki markmið fyrirtækja sem styrkja íþróttafélög eða íþróttafélaganna að því sé haldið leyndu, þvert á móti og þetta veit Sigurður. Ef hann vill ekki taka við fé frá Alcan af siðferðislegum ástæðum á hann einfaldlega að afþakka það fyrir hönd sinnar deildar en ekki nota það sem átyllu í pólitískri umræðu.
Þegar ég flutti í bæinn þá dáðist ég að því hvað þetta "skrímsli" út við ströndina var duglegt að styrkja íþróttafélögin í Hafnarfirði og þá sérstaklega barna- og unglingastarf. Hefur undirritaður starfað í íþróttahreyfingu síðastliðin 30 ár og hefur mér fundist styrkur Alcan inn í starfið gera okkur kleift að starfa á sómasamlegan hátt. Síðastliðin 3 ár hef ég verið formaður barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar FH. Þar hefur Alcan komið vel að starfinu með fjárstyrk sem hefur gert félaginu kleift að mennta þjálfara enn betur og gert gæfumuninn í öllu starfinu. Aldrei í því samstarfi hafa komið fram neinar óeðlilegar kröfur um auglýsingar, umfjöllun eða annað sem hefur verið félaginu íþyngjandi á nokkurn hátt. Þess skal einnig getið að það var FH sem leitaði til Alcan eins og svo margra annarra hafnfirskra fyrirtækja eftir fjárstuðningi en ekki öfugt.
Þakka ber það sem vel er gert, en ekki vanvirða, hvort sem það er fjárstuðningur, sjálfboðavinna eða annar stuðningur við barna- og unglingastarf, sama með hvaða hætti það er. Minn skilningur er ekki sá að börnin okkar séu að þiggja mútur frá Alcan. Minn skilningur er sá að fyrirtækið sé að sinna sinni samfélagslegu ábyrgð af virðingu við sitt samfélag.
Alcan framleiðir ál og stækkun verksmiðju þess er umdeild í Hafnarfirði. Þá umræðu skulum við taka á málefnalegum nótum byggða á rökum um kosti og galla stækkunar, ekki á rógburði eða með því að gera eðlilega hluti tortryggilega. Það er ekkert tortryggilegt við stuðning Alcan við barna- og unglingastarf í Hafnarfirði, það er þakkarvert. Í samanburði við annað stórfyrirtæki sem styrkir íþróttirnar, Actavis, ekki get ég ímyndað mér að lyfjainntaka hafi eitthvað aukist hjá Hafnfirðingum.
Gísli Björgvinsson, formaður unglingaráðs FH.
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar