18.1.2010 | 12:09
Hafnarfjarðarbær tapar 20 milljörðum.
Á þessu kjörtímabili hafa tapast allt að 20 milljarðar vegna ákvörðunarfælni meirihluta Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Eða um ein miljón á hvern ibúa, Um 15 milljarðar vegna hringlandaháttar í ákvörðun um sölu á hlut bæjarins í HS Orku og allt að 4,7 milljarðar (núvirtir 2007) vegna aukinna tekna af stækkun álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík (samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunnar 2007). Þá er ekki tekið til óbeinna áhrifa í formi aukinnar atvinnuuppbyggingar á svæðinu og óbeinna tekna af þjónustu við álverið.
Samfylkingin þorði ekki að taka afstöðu í íbúðakosningunni um álverið árið 2007 sem getur ekki talist annað en óeðlilegt vegna þess að stjórnmálamenn eru kosnir til þess að taka ákvörðun og til þess að taka afstöðu til mála sem snerta hagsmuni bæjarbúa. Það sama átti við þegar bænum barst tilboð í hlut sinn í HS orku og Samfylkinginn dró lappirnar við að taka ákvörðun um söluna og frágang hennar. Þá glötuðust mikil tækifæri við að greiða niður erlendar skuldir og spara þannig vaxtakostnað og ekki síður að minnka gengisáhættu bæjarins sem átti eftir að reynast bænum dýrkeypt.
20 milljarðar eru miklir peningar en svona rétt til þess að setja þá í samhengi þá má reka einn leikskóla í Hafnarfirði í um 200 ár fyrir þessa upphæð. Það mætti sleppa gjöldum á bæjarbúa í tæp 2 ár og það mætti reka alla æskulýðs- og íþróttastarfsemi bæjarins í um 15 ár fyrir 20 milljarða.
Það er mikilvægt að athuga í þessu sambandi að ef fjármögnunarkjör sveitarfélagsins eru 12-13% óverðtryggt og um 5,5-6% verðtryggt þá má gera ráð fyrir því að árlegur vaxta- og verðbótakostnaður við þessa 20 milljarða ákvörðunarfælni Samfylkingarinnar sé um 2,5 milljarðar á ári. Það er sama upphæð og bærinn ver í félagsþjónustuna og íþrótta- og æskulýðsmálin á hverju ári.
Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum um ákvörðunarfælni og slæma fjármálastjórn Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 12:10 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Af mbl.is
Erlent
- Jörðin hvorki flöt né kringlótt
- Ríkisstjórn Ísraels samþykkir vopnahlé
- Breytingar bera árangur: París verður hjólaborg
- Byggja geymslu fyrir kjarnorkueldsneyti
- Innsetningarathöfnin færð inn í þinghúsið
- Verð að fá tíma til að fara yfir stöðuna
- Sonja í fullu fjöri með gangráðinn
- Hæstiréttur staðfestir TikTok-bann
- Öryggisráð Ísraels samþykkir vopnahlé
- Fasísk öfl bak við innbrot í sendiráð
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.