27.1.2010 | 14:20
Úrskurður breska dómstólsins hefur óbein áhrif á Ísland - Þarf að skoða gaumgæfilega
Pressan greindi frá dómnum í morgun, en æðsti dómstóll í Bretlandi úrskurðaði lögin ógild þar sem málið hafði ekki hlotið þinglega meðferð. Lögin sem beitt var gegn íslenskum stjórnvöldum og Landsbankanum, the Anti-terrorism, Crime and Security Act of 2001, hlutu hins vegar flýtimeðferð í gegnum þingið á sínum tíma.
Úrskurðurinn gæti hins vegar haft óbein áhrif, að því er Magnús Árni Skúlason, talsmaður InDefence-hópsins hefur eftir breskum lögfræðingi sem kynnt hefur séð málið að dómnum óséðum. Einnig gefur að líta til þess að í þessu tiltekna máli sé tekið mið af grundvallarréttindum einstaklinga, sem eru mun víðtækari en réttindi lögaðila. Magnús Árni segir að þrátt fyrir það sé málið allra athugana vert, ekki síst þegar í ljós er komið að breskir dómstólar horfa á þessi ákvæði út frá mjög þröngu sjónarhorni.
InDefence hefur skorað á íslensk stjórnvöld frá október 2008 til að kanna réttarstöðu sína í þessu máli, ekki síst er kemur að aðgerðunum gegn íslenskum stjórnvöldum og Seðlabanka Íslands. Mér sýnist þessi dómur styðja þann málstað að sanngirnissjónarmiða hafi ekki verið gætt í Icesave-málinu. Það hefur aldrei verið lagt mat á þann skaða sem íslensk stjórnvöld urðu fyrir vegna þessara aðgerða og þeim var heldur aldrei teflt fram sem rökum í samningaviðræðunum.
Magnús Árni segir enn fremur kominn tíma á að stjórnvöld birti þau gögn sem tengjast þessu máli. Á hann þar sérstaklega við skýrslu bresku lögmannsstofnunnar Lovells LLP, sem veitti íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf varðandi hugsanlega málsókn gegn breska ríkinu. Sú skýrsla hefur aldrei verið birt og er undanþegin upplýsingaskyldu.
Lögfróðir menn sem Pressan hafði samband við sögðu málið mjög athyglisvert við fyrstu sýn, þótt þeir treystu sér ekki til að taka afstöðu í málinu. Hugsanlega væri tilefni til að meta það tjón sem íslensk stjórnvöld hafi orðið fyrir vegna þessara aðgerða breskra stjórnvalda.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Kjaramál | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.