21.1.2007 | 05:09
Við hjá ALCAN erum með umhverfismálin á heilanum og höfum unnið góða áfanga sigra.
Við hjá Alcan erum með 3 Þurrhreinsistöðvar sem gegna því hlutverki að hreinsa flúorið og ryk úr afsogi. Hreinsað flúor er síðan notað aftur við vinnsluna.. Síupokar gegna því hlutverki að hreinsa ryk úr gasinu áður en það fer út í andrúmsloftið aftur. Í okkar fyrirtæki hefur mikið áunnist á síðustu árum og höfum við minnkað gróðurhúsaáhrif í andrúmsloftið um allt að 70% á síðasta áratug og munum við halda áfram á sömu braut. Ég tel að þessi árangur okkar í umhverfis og öryggismálum hljóti að valda eftirtekt annara fyrirtækja í sambærilegum rekstri.
Það er ömurlegt fyrir þjóð okkar? Ef þjóðin ætlar að veita brautargengi í okkar þjóðfélagi, stjórnmálaflokkum eins og Vg og SF sem virðast ætla miðað við forystu Ingibjargar og Steingríms? Ráðast á vinnandi fólk. Þeirra hugsjón er aðeins ein að berjast gegn vinnandi fólki með lífsvæn laun.
Síðan vil ég minnast á könnun Fréttablaðsins þar sem kemur í ljós að jafnaðarmannaflokkur getur aldrei barist gegn framförum á Íslandi þótt viss hluti þjóðarinnar safnist saman í afturhaldssaman fortíðar flokk Vg.
ÁÞ
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Matur og drykkur, Menning og listir, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 05:42 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Já, það skemmtilega við þær umræður sem hafa snúið að fyrirtækinu síðustu vikur er sú athygli sem umhverfismálin eru loksins að fá. Við hjá Alcan höfum staðið okkur gífurlega vel í umhverfismálum og munum halda því áfram. Við erum með stöðugt eftirlit með þeim útblæstri sem kemur frá fyrirtækinu með sjálvirkum mælibúnaði í strompum þurrhreinsistöðva og rjáfri kerskála. Við mælum einnig gróður og vatn í kringum fyrirtækið í samstarfi við Umhverfisstofnun og Iðntæknistofnun Íslands. Allar mælingar eru vel undir þeim mörkum sem eru gefin út í starfsleyfi fyrirtækisins sem eru vel undir heilsuverndarmörkum og gróðurverndarmörkum. Mælingar á flúor í gróðri nú eru svipuð og þau voru áður en framleiðsla hófst hjá fyrirtækinu eða um 3-5 ppm. Gróðurverndarmörk eru 30 ppm og heilsuverndarmörk margfalt það. Sem dæmi þá er um 1000-1500 ppm flúoríð í tannkreminu heima hjá þér.
En hvað er flúor? Flúor er frumefni og hefur táknið F í lotukerfinu. Flúor er að finna víða í náttúrunni eins og flest frumefni, því frumefni eru byggingareiningar alls. Jörðin í heild sinni er súpa frumefna og við og umhverfi okkar er hluti af þeirri súpu. Á vísindavef HÍ er að finna eftirfarandi texta:
,, Flúor er nauðsynlegur í hæfilegu magni til eðlilegs þroska og viðgangs fyrir dýr og menn, sé skortur á flúor í fæðu leiðir það til takmarkaðs vaxtar, blóðleysis og ófrjósemi.Dagleg hæfileg flúorneysla er um 0,3-3 mg og fæst úr fjölmörgum fæðutegundum, eins og fiski, kjöti, eggjum, kartöflum, smjöri, osti og tei. Fiskur, sjávarsalt og te eru líklega bestu uppsprettur flúors úr fæðu.
Flúor er nauðsynlegur en þó í hófi, eins og flest annað. Þess vegna höfum við Umhverfis- og heilbrigðisstofnun sem setja fyrirtækjum heilsu- og gróðurverndarmörk í útgefnum starfsleyfum. Við megum ekki gleymi þessum stofnunum sérfræðinga sem hafa það fyrir starfi að fylgjast með fyrirtækjum eins og Alcan og gefa út starfsleyfi sem þau starfa í samræmi við, og Alcan á Íslandi gerir það.
Fannar Jónsson (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.