22.1.2007 | 04:50
Tannkrem er stórhættulegt samkvæmt kenningu Vinnstri-grænna?
Mælingar á flúor í gróðri nú eru svipuð og þau voru áður en framleiðsla hófst hjá fyrirtækinu Alcan/ísal eða um 3-5 ppm. Gróðurverndarmörk eru 30 ppm og heilsuverndarmörk margfalt það. Sem dæmi þá er um 1000-1500 ppm flúoríð í tannkreminu heima hjá þér.
Hættum að hlusta á bullið í afturhaldsinna flokknum.
Kraftmikið atvinnulíf í Hafnarfjörð
Stækkum Alcan. JÁ TAKK.
ÁÞ
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Flúor í tannkremi er ekki hættulegt. En langvarandi áhrif þess gætu verið það. Það væri t.d. ekki gott að vera með tannburstan upp í sér í marga klukkutíma. Hlutverk tannkrems er að hreinsa glerung tannanna en langvarandi hreinsun gæti skemmt þær. Við myndum t.d. ekki vera með tjöruhreinsi á bílnum í langan tíma, en einungis til að skola burtu tjöruna.
Fannar Jónsson (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 08:04
Úr vísindavef HÍ:
,,Flúorinn í tannkreminu breytir yfirborðsspennu glerungs, líkt og bón á bílalakki, þannig að tennurnar hrinda tannsýklunni betur frá sér og hún nær ekki að festast í eins miklum mæli. Hann kemur einnig í veg fyrir efnaskipti sýklanna svo að þeir ná ekki að fjölga sér eins mikið. Flúor herðir auk þess glerunginn."
Fannar Jónsson (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 08:18
Við skulum ekki vera að setja öðrum, eins og vinstri-grænum, orð í munn. Sérstaklega rangmæli eins og ofangreindur titill. Verum málefnaleg og hlustum á hvaða skoðanir aðrir hafa svo að þeir hlusti á skoðanir okkar.
Fannar Jónsson (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 08:35
Sæll Fyrirsagnabani,
Ég þakka innleggið þitt og þetta eru nákvæmlega þær athugasemdir sem við viljum fá. Vissulega eru önnur efni sem losna út í andrúmsloftið eins og brennisteinsdíoxíð (SO2) og flúorkolefni. En þessi svonefndu krabbameinsvaldandi efni sem þú vitnar í eru að öllum líkindum PAH efni. PAH stendur fyrir PolyAromatic Hydrocarbons eða fjölarómatísk kolvetni. En þau efni geta myndast þegar kolefni brenna, t.d. brennsla á olíu og kolum og í tilfelli álvera brennsla á rafskautum. Einnig er að finna PAH í t.d. ristuðu brauði, sviðum og hangikjöti og hvað mest í sígarettureyk. Það eru til margar gerðir af þessum PAH efnum og sum hættulegri en önnur. Alcan í straumsvík hefur gert mælingar á PAH efnum í kringum álverið, en sú rannsókn var gerð af Rannsóknstofu fiskiðnaðarins sem er óháður aðili. Niðurstöður sýndu að mælingar voru undir ströngustu viðmiðum heims og var innan þeirra marka að það mætti borða hann. Niðurstöður voru eins eða lægri en mælingar sýndu á öðrum hafnarsvæðum á Íslandi.
Einnig eru engin dæmi til um það að einhver starfsmaður hafi fengið krabbamein við störf í álveri. ISAL hefur verið starfrækt í 40 ár og margir starfsmenn með jafnlangan starfsaldur. Alcan í Straumsvík er góður vinnustaður sem leggur áherslu á umhverfismál, heilsumál og öryggismál. Ég myndi persónulega aldrei vinna á neinum vinnustað nema að ég vissi að hann væri fullkomlega öruggur fyrir mig og samstarfsfélaga mína.
Fannar Jónsson (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.