26.2.2007 | 03:58
Jafnrétti kynjanna í launum er hjá Alcan. Nú verða allir framfarasinnar að standa saman.
Vegna þess hvað Alcan er góður vinnustaður með 100% umgjörð hvatti ég dóttur mína að sækja um sumarstarf hjá fyrirtækinu sem hún gerði enda séð það í tíu ár á andliti föður síns hvað hann er ánægður. Samt er aldeilis óvíst hvort hún fær vinnu hjá fyrirtækinu þar sem 500 til 2000 umsóknir berast um sumarstörf á hverju ári. Sumarfólk sem kemur fyrsta sumarið biður um að fá að koma aftur og aftur. Ef það stendur sig vel í vinnu og mætir vel þá er það með öruggar tekjur sem fleytir því áfram allt skólaárið og þarf ekki að biðja mömmu og pabba um pening næstu árin.
Launamisrétti kynjanna hefur verið mikið til umræðu í þjóðfélaginu en hjá Alcan þekkist það ekki þar sem bæði kynin eru með sömu laun miðað við starfsaldur.
Þetta verður líklegast mín síðasta færsla í vikutíma þar sem ég fer af landi brott að heimsækja litla bróður sem er orðinn meiri dani en íslendingur. Að sjálfsögðu mun ég reyna að rita eitthvað á hans danska lyklaborð. Að vikutíma liðnum, endurnærður mun ég koma tvíefldur til leiks með lyklaborð í hendi og taka lokaslaginn þannig að gott fyrirtæki fái að vaxa og dafna.
Fylkjum liði? Allir þeir sem vilja Hafnarfirði allt hið besta? Sigrum þessa fáránlegu íbúakosningu sem er vissulega óígrunduð þar sem ég á einn bróður sem er listamaður og stuðningsmaður Vg. Á milli okkar fer yfirleitt allt í háaloft ef við ræðum okkar skoðanir, annars erum við bestu vinir og þykjum vænt um hvorn annan.
Eitt ljóð að lokum.
Rauður hnefi, sindrandi sprengja.
Leggur Hafnarfjörð í rúst.
Rauður hnefi, ræðst að starfsmönnum Alcans.
Vil horfa þrjátíu ár til fortíðar.
Rauður hnefi, lætur reiða til höggs.
Varnarlausu starfsfólki.
Rauður hnefi er ekki miskunnarlaus.
Hann slítur sundrar og myrðir.
Nú lætur fósturjörð fagurt í eyrum.
Rauður hnefi er tákn rauðsokkuástar?
Kveðja.
Á Örn Þórðarson.
Hvetja Hafnfirðinga til að samþykkja stækkun álvers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Ljóð, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:13 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Hvað kemur það málinu við hvort bróðir þinn er listamaður og í VG. Afar sérstök lesning, segi ekki meir.
Maron Bergmann Jónasson, 26.2.2007 kl. 08:57
Þakka þér frábær blögg og haltu áfram að blögga í Danmörku ekki veitir af gegn VG og nytsömum sakleysingjum þeirra Sól í Straumi, en þeir eru arfafúlir útí Hag í Hafnarfirði vegna þess að Hagur hefur hag Hafnarfjarðar fyrir brjósti.
Kær kveðja
Ingi A.
Ingi A. (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.