21.3.2007 | 18:29
Grein frá Sól í Straumi .
Á meðal þess sem Sól í Straumi hefur not fært sér í umræðunni um stækkun eru ýmsar villur og blekkingar á staðreyndum sem snúið er á hvolf, eins og sjá má í kosningarbæklingi.
Til dæmis svo kölluð 12. rök gegn stækkun.
Eins og. ,, Lóð eftir stækkun verður jafn breið og hún er löng í dag " . Ekki satt. Svar samkvæmt teikningum ARKÍS 15. 1.2007 er verksmiðjulóð Ísal eftir stækkun mælikvarði um 1520m á lengd og um 920m á breidd ekki jafn löng og breið skeikar um 600m lóði stækkar um 56% stækkun á lóð já 56%. Lóð sögð yfir 60% stærri en hún mun verða.
Byggingarland í Kapelluhrauni og Hellnahrauni eru skipulögð sem iðnaðarsvæði og er ekki ætlað undir íbúðarbyggð eins og Sól í Straumi heldur ítrekað fram það er rangt, svæðið var sett í frumdrög laust eftir 1970 sem iðnaðarsvæði og komið á kortið um 1986. Land það sem Alcan svæðið er 20% af iðnaðarsvæðinu já 20% að halda öðru fram er hrein og beinn uppspunni 80% af svæðinu er ætlað undir iðnað og aðra starfsemi ,sjá kort Hafnarfjarðar. Hér fara Sólarmenn vísvitandi með rangfærslur Ekki rétt hjá Sólarmönnum.
Íbúðarbyggð er ekki við eða á lóðarmörk Alcan á skipulaginu er tekið skýrt fram að um 1.500 metrar skulu vera í næstu íbúðarbyggð. Er hægt að bjóða Hafnfirðingum upp á svona vinnubrögð blekkingar og fals.?
Sigurjón Vigfússon
Stækkum Alcan Já Takk.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt 23.3.2007 kl. 17:11 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Ágætu starfsmenn álversins í Straumsvík.
Mig langar að velta því upp hér á vef ykkar, hvort þið hafið skoðað hvernig þróun starfsmannafjölda hefur verið innan álversins í samanburði við framleiðslu í tonnum talið til dagsins í dag?
Ég fór í að skoða þessi mál og viðaði að mér opinberum upplýsingum aftur til ársins 1988, en þá voru um 600 manns starfandi hjá álverinu í Straumsvík. Framleidd áltonn á þessum tíma voru um 88.000 tonn, sem svarar til um og innan við 150 tonn pr. starfsmann.
Í dag er starfsmannafjöldinn um 450 til 480 manns eftir því hverjir eru taldir með eða hver tjáir sig. Framleidd áltonn eru hins vegar tæp 180.000 tonn, en það svarar til um 400 tonn pr. starfsmann, eða um 250 tonnum meira pr. starfsmann en árið 1988.
Eftir stækkun er áætlaður starfsmannafjöldi um 800 manns og framleiðsla um 460.000 tonn, en það svarar til um 575 tonn pr. starfsmann, eða um 175 tonnum meira pr. starfsmann samanborið við í dag, og heilum 425 tonnum meira pr. starfsmann, samanborið við árið 1988. Þetta er frábær framleiðniaukning sem gefur gríðalega fjármuni í aðra hönd. Auðvitað krefst þessi framleiðniaukning fjárfestingar, það gerði stækkunin 1995, og það mun stækkunin gera nú ef af henni verður. Fjárfesting í lóð, húsnæði, búnaði, tækni og meiri sjálfvirkni. En ekki í mannafla pr. áltonn gefið að starfsmenn vinni á sömu/svipuðum launum og í dag.!
Miðað við framleiðni í dag mun stækkað álver framleiða um 175 tonnum meira pr. starfsmann, án viðbótar í launakostnaði!
Ég læt starfsmönnum sem unnið hafa lengur en 10 til 15 ár það eftir að hugsa til baka og sjá hvað þeir hafa fengið í aðra hönd við þessa miklu framleiðniaukningu frá 1988, og jafnframt hvet ég alla starfsmenn að íhuga hver fær lang-lang-langstærsta ávinninginn af stækkuðu álveri í Straumsvík; starfsmenn, Hafnfirðingar eða Alcan?
1.000 til 1.500 milljónir er lítil tala í þeim samanburði!
Með vinsemd og virðingu fyrir hinni vinnandi stétt í álverinu í Straumsvík.
Þorsteinn Gunnlaugsson, framleiðslutæknifræðingur, rekstrarverkfræðingur og atvinnurekandi.
Þorsteinn (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 23:41
Sæll Þorsteinn.
Þetta er eðlileg þróun eins og í öllum geira þjóðfélagsins. T.d eru mun færri starfsmenn sem draga fiska upp úr sjó miðað við á árum áður.
Við verðum að vera samkvæmir sjálfum okkur í þessum málum. T.d ef ég man rétt munu 350 starfsmenn vinna við Fjarðarál sem á að framleiða 300.000 tonn. Svona er þetta víða í þjóðfélaginu og ekki nýjar fréttir
Það er gott að vinna í álveri og mun ég setja inn grein núna.
Kveðja Árelíus Þórðarson.
Rauða Ljónið, 22.3.2007 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.