Leita í fréttum mbl.is

Konur, hátæknin, nýsköpunin, álið, lífsviðurværið og framtíðin.

Ég hvet alla Hafnfirðinga, ekki hvað síst hafnfirskar konur, til að fara í fjöldaheimsóknir í álverið í Straumsvík til að kynna sér af eigin raun starfsemina þar, aðbúnað starfsmanna og störf þeirra. Ekki er verra, ef þið líka skoðið myndræna framsetningu stækkunar álversins á vefnum www.straumsvik.is, því sjón er sögu ríkari.

Hafnfirðingar, hugsum til framtíðar, verndum störfin og fjölgum þeim í okkar fallega bæ, þá vegnar okkur vel. Virkjum hugann og verndum náttúruna, með því að segja JÁ við stækkun álversins í Straumsvík og þar með auka störf, tækni, iðnað, þróun og nýsköpun í Hafnarfirði og vernda náttúru jarðarinnar með því að stuðla að innflutningi stóriðju til lands sem notast við græna orkulind.

Unnur Stella Guðmundsdóttir
Hafnfirðingur og 27 ára mastersnemi í raforkuverkfræði.

 

Hvet fólk að lesa þessa grein alla. linkur

Kv. Sigurjón Vigfússon

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágæti Sigurjón.

Grein Unnar Stellu er góð á margan hátt en vekur mann til umhugsunar um hversu mikilvægt að réttum upplýsingum sé komið til þeirra sem málið varðar.

Ég hef hvergi lesið eða heyrt því haldið fram að ál sé gamaldags og notkun þess sé á undanhaldi. Því er nefnilega nákvæmlega öfugt farið. Álframleiðsla og álnotkun hefur eingöngu verið að aukast frá því framleiðsla þess hófst fyrir alvöru um eða uppúr 1880. Þetta er frábært efni sem opnar jarðarbúum marga möguleika. Í fáum orðum má segja að þróun í álframleiðslu haldist í hendur við þróunar í flugiðnaði, fyrir utan síðan allt hitt sem framleitt er úr áli. 

Við þurfum hins vegar að gæta að framleiðsla þessa ágæta málms fari fram hér í Straumsvík í góðri sátt við íbúa þessa bæjar. En einnig að við Íslendingar ráðstöfum ekki stærsta hluta þeirrar nýtanlegu orku hér og nú til álframleiðslu næstu 60 árin án gagnrýni og um leið takmarkana sem af því hlýst ss. svigrúm til annara nota

Ég leyfi mér að vitna orðrétt í grein Unnar Stellu þar sem hún segir: 

"Raforka, framleidd á vistvænan hátt með virkjun vatnsafls eða gufuafls eins og við gerum á Íslandi, er einstaklega eftirsóknarverð orka til margbreytilegrar nýtingar við ýmiss konar framleiðslu og aðra notkun." 

Þetta er kjarni málsins.

Aðeins um afleiddu störfin, en um þau fjallar Unnur Stella í sinni grein og segir:

"Á öllum þessum stöðum (fyrirtækum, innskot ÞG), verður til mikil nýsköpun og mörg störf. Störf hjá öllum þessum fyrirtækjum eru störf, sem eru “föst” í hendi í áratugi og sjá okkur fyrir góðu lífsviðurværi til frambúðar" tilvitnun líkur.

Þetta er gott og gilt svo langt sem það nær.

Ég minni hins vegar á 40 ára "farsælt" samstarf við fyrirtæki í Hafnarfirði hefur ekki alltaf leitt til "mikillar" nýsköpunar og starfa sem eru "föst" í hendi. Fyrir því höfum við nokkur dæmi. Hitt er auðvitað gleðilegt þegar til verður nýsköpun og þróun samhliða þjónustu við álverið, en það gerist sem betur fer einnig í samstarfi við önnur fyrirtæki.

Að lokum:

Ég hef tjáð mig um það hér áður að ég ber mikla virðingu fyrir því góða fólki sem vinnur í álverinu í Straumsvík og þekki marga þeirra. Þetta eru starfsmenn sem margir eru með áralanga starfsreynslu að baki og aðrir skemmri, en allir þó jafn mikilvægir fyrir reksturinn. Minni á í því sambandi að framleiðslukeðjan er ekki sterkari en veikasti hlekkur hennar!

Ég tel því í þessari stækkunarumræðu allri, mjög neikvætt að talað sé um "að allt sé búið" ef ekki fáist stækkun. Hræðsluáróður gagnvart starfmönnum hefur verið notaður alltof oft í kjarabaráttu og það geta trúnaðarmenn um vitnað. Að nota hræðsluáróðurinn nú er óheiðarlegt vopn gegn starfsmönnum og þeirra fólki í baráttunni fyrir stækkun. Álverið í Straumsvík mun þróast innan þess ramma sem það hefur í dag um langa framtíð.

Virðingarfyllst

Þorsteinn Gunnlaugsson, rekstrarverkfræðingur M.Sc

Þorsteinn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 15:29

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Þorstreinn gott og áhugavert innlegg verð að virða þín sjónarmið sé að hluti af því sem þú skrifar um get ég verið samstíga og þakka fyrir, gerir umræðuna víðari.

Varðandi hræðsluáróður sem þú nefnir, það voru við stafsmenn sem  fyrst spurðum fyrir hvaða staða gæti komið upp ef stækkun yrði hafnað, starfsmenn eru mjög vel upplýstir um þróun í Áliðnaði og þá stökkbreytingu sem hefur orðið nú á síðustu 10 árum með kertæknina, Frönsku Pecheynnay  kerin.

Með , virðingu  Sigurjón Vigfússon trúnaðarmaður Steypuskála og varaaðaltrúnaðarmaður starfsmanna Alcans.

Rauða Ljónið, 28.3.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband