28.3.2007 | 15:24
Loddarar í VG. og Samfylkingu.
Undarlegur viðsnúningur Vinstri Græna og þingflokks Samfylkingarinnar þegar kemur að starfsmönnum Alcan.
Þegar ríkisbankarnir voru seldir höfðu VG, og þingflokkur Samfylkingarinnar miklar áhyggjur af starfsmönnum bankana og görguðu hátt.
Þegar síminn var seldur höfðu VG, og þingflokkur Samfylkingarinnar miklar áhyggjur af starfsmönnum símans og görguðu hátt.
Þegar rætt var um breytingar á rekstrafyrirkomulagi Ríkisútvarpsins höfðu VG, og þingflokkur Samfylkingarinnar miklar áhyggjur og starfsmönnum Ríkisútvarpsins og görguðu hátt enda allt opinber fyrirtæki.
VG, og þingflokkur Samfylkingarinnar segjast hara áhyggjur að velfer launafólks.
Þegar kemur að kosningu um Alcan hafa VG og þingflokkur Samfylkingarinnar miklar áhyggjur og garga hátt þeir eru hræddir um að Hafnfirðingar segi já og Starfsmenn Alcan haldi vinnunni til framtíðar.
Svona eru viðhorf þeirra til Starfsmanna Alcan.
Hefur þá VG og þingflokkur Samfylkingarinnar áhyggjur að velfer launafólks?
Starfsmenn Alcan hvaða flokk ætlið þið og vinir ykkar og fjölskylda að kjósa í vor?
Kv, Sigurjón Vigfússon
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:03 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Sæll Sigurjón.
Þó ég sé ekki starfsmaður Alcan þá leyfi ég mér að skrá línu í tengslum við þessa umfjöllun þína. Rétt er að geta þess jafnframt að ég er ekki stuðningsmaður Vinstri Grænna né heldur Samfylkingarinnar.
Ég tel að hér sé ekki saman að líka, sölu bankanna eða sölu á Ruv og stækkun í Straumsvík. Sala á bönkunum var hið besta mál og hefur orðið til þess að íslenskt efnahagslíf hefur tekið miklum breytingum, með fjölgun starfa innan fjármálageirans en einnig í öðru og stærra samhengi. (útrásin). Varðandi breytingu á Rúv í ohf, þá er ekki að sjá að það breyti mjög miklu að svo stöddu að minnsta kosti.
En ég trúi því ef á reynir að allir flokkar, líka VG og Samfylkingin og fólk í þeirra röðum standi með starfsfólki í Straumsvík og verji störf þeirra og framtíð. Ég tel að ekki sé raunveruleg hætta á ferðum nú í aðdraganda kosninga um nýtt deiliskipulag, þrátt fyrir hótun um lokun. Hræðsluáróðurinn er því aðeins ein birtingarmynd auðvaldsins í þessu tilfelli í von um árangur.
Sjálfur tel ég að Alcan velji að reka álver sitt áfram í Straumsvík og það með hagnaði og velji jafnframt að endurbyggja síðar þó nýtt deiliskipulag verði ekki samþykkt. En komi til þess að eigendur Alcan velji að hætta sjálfir rekstri einhvern tímann í framtíðinni, þá eru miklu meiri líkur en minni að aðrir vilji taka við en að lokað verði í Straumsvík. Hagstæðir raforkusamningar, vaxandi eftirspurn eftir áli og reynslumikið starfsfólk geta líka verið verðmæti í annara höndum en Alcan.
Með bestu kveðju
Þorsteinn Gunnlaugsson, rekstrarverkfræðingur M.Sc.
Þorsteinn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 17:40
Sæll, Þorstreinn ekki ætla ég að gera þér upp pólpólitískar skoðanir hitt er svo annað mál að stjórnmálaflokkarnir allir nema x-B hafa ekki staðið rétt að þessu mál okkar Hafnfirðinga allir ætla þeir að ná sér í atkvæði bæði frá þér sem og mér og hvernig hafa þeir farið að því þeir hafa í flestum tilfellum ekki komið skírt fram þó svo að VG hafi tekið afstöðu hér en ekki fullmótað afstöðu sína til Húsarvíkur, umhverfismálin eru viðkvæm og sú umræða um hana er ekki í réttum farvegi því allir vilja þeir Lilju kveða í því mál sem getur leitt til þess að tjón getur orðið að móta þá stefnu í umhverfismálum sem flestir landsmenn gætu sætt sig við mér finnst ekki rétt að nota okkur Hafnfirðinga í umhverfismálum með þeim hætti sem gert hefur verið umfram aðra landsmenn.
En flokkarnir tóku skíra afstöðu í því máli er ofan greinir það er það sem ég er að höfða til.
Með virðingu, Sigurjón Vigfússon trúnaðarmaður Steypuskála og varaaðaltrúnaðarmaður starfsmanna Alcans.
Rauða Ljónið, 28.3.2007 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.