30.3.2007 | 10:26
Ekki aftur mistökin frá 1904
Ekki aftur mistökin frá 1904
Voru stæðstu mistök sem Hafnfirðingar gerðu 1904 eru þau nú að koma niður á okkur Hafnfirðingum geta þau endurtekið sig nú rúmum 103 árum síðar í annari mynd.
Árið 1904 þann 28. Ágúst var stofnað í Hafnarfirði útgerðarfélag sem fekk nafnið Fiskveiðahlutafélag Faxafóa tilgangur var að stunda fiskveiðar með botnvörpuskipi, keyptur var til landsins botnvörpuskipið ,, Coot eða fyrsti togari íslendinga og kom hann til Hafnarfjarðar 6. mars 1905.
Var það upphafið á atvinnuþróun og uppbyggingu í Hafnarfirði.
Önnur mistök frá árinu 1904 voru gerð í 12. desember þegar Jóhannes J Reykdal
Setti upp rafal við lækinn í Hafnarfirði og lýsti upp bæinn þetta var fyrsta virkjun á Íslandi.
Engin íbúasamtök voru stofnuð til að koma í veg fyrir þetta og búa Íslendingar en við þetta, afleiðingin er sú að landsmenn hafa þurft að flytja út úr moldakofunum.
Tökum því rétta afstöðu segum já við Stærra og betra Álveri.
Kv,Sigurjón Vigfússon, trúnaðarmaður Steypuskála og varaaðaltrúnaðarmaður starfsmanna Alcans.
Stækkum Alcan já Takk.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Ég hef lengi fylgst með skrifum á þessari síðu. Leyfi mér loksins að segja það sem ég hef hugsað lengi: Hvernig á fólk að taka alvarlega skrif þar sem skrifarinn hefur ekki einu sinni lágmarksvald á stafsetningu, hvað þá almennilegri framsetningu?
Hlynur Þór Magnússon, 30.3.2007 kl. 10:36
Bæti við: Ég hef að öðru leyti enga skoðun á þessum málum.
Hlynur Þór Magnússon, 30.3.2007 kl. 10:37
Sæll Hlynur,
Ég tel enga þörf á athugasemdum sem þessum, enda öllum heimilt að tjá sig í ræðu og riti. Leikni manna er misjöfn í því sambandi. Ef maður skilur ekki hvað skrifað er þá leitar maður viðbragða, eða lætur það ógert.
Hvað varðar afstöðuleysi þitt til málsins og skoðanaleysi, leyfi ég mér aftur á móti að undrast. Ég get mér þess til að þú sért ekki Hafnfirðingur, en er fullviss að þú sért Íslendingur.
Sem Íslendingur varðar þetta þig eins og alla aðra ábyrga Íslendinga og spyr ég þig því eftirfarandi:
1. Er þér sama hvort frekari raforku (okkar) er ráðstafað til stóriðju á alltof lágu verði?
2. Er þér sama þó vaxtakostnaður íslenskra heimila haldi áfram að vera alltof hár (jafnvel hækki samkv. uppl. Seðlabanka) og verðbólga meiri vegna áframhaldandi stóriðjustefnu?
3. Er þér sama þó meirihluti landsmanna er á móti stækkun í Straumsvík?
4. Er þér sama þó Hafnfirðingar kalli stækkun í Straumsvík yfir landsmenn alla, með þeim miklu áhrifum og skuldbindingum, til skemmri tíma og til lengri tíma (60 til 80 ár, jafnvel lengur).
Mig langar mikið að heyra skoðanir þínar á ofangreindu, því ég hef nefnilega undrast áhugaleysi þeirra landsmanna sem ekki búa í Hafnarfirði. Ég kalla hér með eftir viðbrögðum ÍSLENDINGA til málsins, þið eigið að beita Hafnfirðinga þrýstingi, við erum með ykkar umboð í kjörklefanum 31.mars.
Með bestu kveðju
Þorsteinn Gunnlaugsson, rekstrarverkfræðingur M.Sc.
thorsteinn.gunnlaugsson@simnet.is gsm. 8224200
Þorsteinn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 15:20
Hlynur, þú skildir nú væntanlega hvað maðurinn var að segja, eða ertu eins unglingarnir sem rífast á alnetinu góða og þegar þeir nenna ekki lengur að hlusta á mótrök á þá koma þeir með stafsetningarrökin og fassismann um að þeir skilji ekki hvað er átt við og horfa í hina áttina?
Skítt með þó að framsettning og stafsetning sé ábótavant, hér er það tilgangurinn sem helgar meðalið og það er það sem telur á endanum. Ekki barnaleg smáatriði
Held líka, að með fullri virðingu fyrir mögum þeim sem rita á þessa síðu, að þeir hafi ekki mikið verið að stunda bréfaskrif og æfingar í uppsettningum síðustu árin, enda vinna fæstir þeirra bakvið tölvuskjái alla daga og eru því ekki í "góðri" æfingu.
Rúnar Sigurður Sigurjónsson, 30.3.2007 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.