14.4.2008 | 22:09
Útlendingar gætu keypt auðlindir Íslands.
Erlendar stofnanir geta keypt auðlindir á Íslandi þótt frumvarp iðnaðarráðherra, verði að lögum..Frumvarp iðnaðarráðherra, til lagabreytinga á auðlinda og orkusviði er harðlega gagnrýnt í mörgum umsögnum sem borist hafa iðnaðarnefnd Alþingis.Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, er meðal þeirra sem gagnrýna mörg atriði í frumvarpinu, þar á meðal ákvæði sem banna framsal á eignarhaldi auðlinda sem þegar eru í opinberri eigu.,,.Það er engin sérstök þörf á því að einskorða eignarhald á þessum auðlindum við opinbera aðila. :Þessi fyrirtæki starfa samkvæmt regluramma sem ríkið setur. Stjórnvöld hafa öll tækifæri til að setja lagarammann til að stýra starfseminni auk þess sem eftirlit er í höndum opinberra aðila. Því er engin ástæða til að eignarhaldið sé sömuleiðis hjá opinberum aðilum,"segir Gústaf Adolf Skúlason, aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku. Hann bendir á að slíkar takmarkanir hafi neikvæð áhrif á virði auðlindanna, skerði eignir veitufyrirtækja, sem eru í eigu sveitarfélaganna. Hann bendir á fleiri galla á frumvarpinu.,,Þarna er verið að einskorða framsal á auðlindum við aðra opinbera aðila. Samkvæmt lögum um erlendar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi þá er ekki hægt að útiloka opinbera aðila í öðru aðildarríki EES þannig að sveitarfélagið Birmingham má væntanlega kaupa,"nefnir Gústaf Adolf sem dæmi - en innlendir einkaaðilar mega ekki kaupa, bætir hann við.Samorka leggst gegn flestum helstu efnisatriðum frumvarpsins, um takmarkanir á eignarhaldi fyrirtækja og auðlinda. Það rýri eignir sveitarfélaga og geti haft verulegan kostnaðarauka í för með sér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.