Leita í fréttum mbl.is

Engin þjóðarsátt virðist vera um forsetann.

Tæplega þriðjungur aðspurðra í könnun vill að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segi af sér embætti.

Í könnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Bifröst sem unnin var var fólk meðal annars spurt hversu sammála eða ósammála það væri því hvort að Ólafur Ragnar ætti að segja af sér embætti.

Voru tæplega 62 prósent því ósammála á móti 29 prósentum sem voru sammála því að forsetinn segði af sér. Þetta þýðir að tæplega þriðjungur vill að Ólafur Ragnar Grímsson yfirgefi Bessastaði. 10 prósent aðspurðra sögðust hvorki vera sammála því né ósammála að forsetinn ætti að segja af sér.

Meirihluti þeirra sem sögðust vera sammála því að forsetinn segði af sér býr á höfuðborgarsvæðinu, en rúmlega þriðjungur höfuðborgarbúa vill forsetann frá. Greint eftir aldri voru það frekar karlmenn sem sögðust sammála því að Ólafur Ragnar yfirgæfi Bessastaði, eða 30 prósent en 27 prósent kvenna. Af þeim sem sögðust sammála því að forsetinn segði af sér voru flestir á aldrinum 45-54 ára, en 38 prósent aðspurðra í þessum aldurshóp sögðust sammála því.

Ólafur Ragnar Grímsson virðist njóta trausts meðal eldri borgara því aðeins 12 prósent svarenda á aldrinum 65-75 ára sögðust vilja að hann segði af sér.

Tekið var 1350 manna úrtak úr þjóðskrá meðal einstaklinga á aldrinum 18-75 ára af landinu öllu. Könnunin var gerð dagana 26. október til 3. nóvember

.b3146eceee2454


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er orðin sátt um eitthvað í þessu volaða þjóðfélagi okkar alla vega gera stjórnvöld ekki mikið í að skapa hana

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.11.2009 kl. 23:04

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Jón það er sofið og mikið og of lítið skapað til að að rétta úr kútnum það vantar að framkvæma hlutina.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 8.11.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband