Leita í fréttum mbl.is

Vilja bjarga gömlum menninagverðmætum gömlum bátum.

Vilja bjarga gömlum bátum

Standa þarf miklu betur að varðveislu gamalla árabáta og gæta þess að þekking á bátasmíðinni glatist ekki.

Þetta er meðal markmiða félagsins Súðbyrðinga, en félagarnir reyna að bjarga bátum og gera þá upp.

Ætli flestir myndu ekki halda að gamalt handverk og björgun gamalla muna væri helst áhugasvið eldra fólks. Það er þó öðru nær. Jón Ragnar Daðason er hálfþrítugur og einn af átta félögum í Súðbyrðingi, sem dregur nafn sitt af bátum þar sem byrðingurinn er úr skörðum borðum. Nokkrir þeirra hafa komið sér fyrir í skemmu á höfuðborgarsvæðinu með báta sína.

Jón Ragnar á ættir að rekja til bátasmiða í kringum Breiðafjörð sem flestir eru látnir en hann getur enn leitað í viskubrunn frænda sinna sem þekkja bátasmíðina vel og þá sérstaklega Breiðfiðringslagið.

Félagarnir í Súðbyrðingi fá leiðbeiningar um handbrögð frá kunnáttumönnum og vilja endilega fjölga í félaginu. Vitanlega vonast þeir eftir styrkjum og eða skilningi en í bili gera þeir upp á eigin spýtur.
 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband