Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
28.2.2010 | 22:58
Hvað er líkt með Leif heppna og Finn heppna?
Finnur Ingólfsson á einkahlutafélag sem heitir FS7, sem hélt meðal annars utan um hlut hans í Icelandair. Í ársreikningi fyrir árið 2008 kemur fram að félagið skuldar í lok ársins 3,9 milljarða króna, eignirnar voru rúmar 200 milljónir.
Hann seldi síðan hlut sinn í Icelandair og hagnaðist um 400 milljónir og greiddi sér síðan lungann af því í arð, 385 milljónir. Finnur segir í skriflegu svari til fréttastofu að arðurinn hafi verið greiddur út með samþykki Glitnis og notaður til að greiða niður skuld hans hjá bankanum.
En staðan á þessu einkafélagi Finns, þar sem engar persónulegar ábyrgðir eru á lánum eftir því sem næst verður komist, er þá þannig að félagið skuldar líklega um 3,7 milljarða króna umfram eignir. Fari það í gjaldþrot verður því varla um annað að ræða en að afskrifa þá skuld.
Þegar milljarðarnir glymja í eyrum okkar daginn út og inn nú í eftirmálum hrunsins má til samanburðar til dæmis benda á að einkaskuld fyrrverandi seðlabankastjóra er meiri en hagnaður Færeyjabanka á síðasta ári en bankinn fagnaði árangrinum í vikunni. Hagnaðurinn reyndist 3,2 milljarðar.
Drjúgt mætti gera fyrir slíkt fé. Til dæmis reka Menntaskólann í Reykjavík í nærri átta á og þá mætti rekja Læknavaktina í fimmtán ár.
26.2.2010 | 19:17
Er Hafnarfjörður á leið í gjaldþrot?
Ný þriggja ára fjárhagsáætlun sem Samfylkingin í Hafnarfirði kynnti bæjarbúum nýverið sýnir glöggt alvarlega fjárhagsstöðu bæjarins. Í henni er greint frá 38 milljarða króna skuldum bæjarins og himinháum fjármagnskostnaði sem áætlaður er 3 milljarðar á næstu 3 árum, eða um milljarður á ári.
Milljarða blekking Samfylkingarinnar.
Hvað hafa þeir gert fyrir bæinn minn?
Hver er framtíð mín?
Því miður er það svo að áætlunin um fjármagnskostnað er í besta falli ókhyggja og í versta falli alvarleg tilraun til að blekkja bæjarbúa. Árið 2009 nam fjármagnskostnaður Hafnarfjarðarbæjar 2,9 milljörðum króna sem er næstum sama upphæð og áætlunin gerir ráð fyrir að greidd verði næstu þrjú árin. Því miður er líklegra er að fjármagnskostnaður á umræddu tímabili verði á bilinu 6 til 8 milljarðar króna. Þetta þýðir að í áætlun Samfylkingarinnar er 3-5 milljarða króna skekkja!.
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar á að vera vel unnin og taka tillit til þeirra þátta og forsendna sem liggja fyrir þegar hún er gerð. Hún á líka að gefa glögga mynd af fjárhag næstu ára og vera stefnumarkandi.
Áætlunin jafngildir því að bærinn greiði 2,6% í vexti af lánum sínum og að fjármagnskostnaður lækki um 2/3 frá því sem bærinn greiddi síðastliðið ár. Það þarf engan fármálasérfræðing til að sjá að þetta reikningsdæmi gengur ekki upp.
Skoðum staðreyndir varðandi kjör á markaði þessa dagana. Skuldatryggingaálag ríkisins er um 5,15% sem gefur vísbendingu um að lánskjör í erlendri mynt fyrir sveitarfélagið verða að öllum líkindum aldrei lægri en 6% ofan á LIBOR vexti eða alls um 7% í dag. Óverðtryggðir vextir innanlands yrðu líklega aldrei lægri en 10-11% og verðtryggð kjör bæjarins gætu verið í kringum 6% auk verðbólgu. Það má samt ekki gleyma því að síðustu kjör sem bærinn fékk voru rúmlega 9% verðtryggt. Það er ansi langt frá þeim 2,6% sem gert er ráð fyrir í 3ja ára áætlun Samfylkingarinnar.
Hafnfirðingar eiga skilið staðreyndir um fjárhag Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarstjórinn, fjármálastjórinn og allir þeir sem vinna við áætlanagerð á vegum bæjarins eiga að leggja sig fram um að draga upp skýra mynd af fjárhagsstöðu bæjarins. Ekki síst í ljósi þess að bærinn þarf að endurfjármagna um 15 milljarða á næstu þremur árum. Þar af um 7,4 milljarða í haust.
Hvað segir þessi samantekt okkur? Hún sýnir að burt séð frá því hvernig fjármögnun verður fengin við endurfjármögnun þá verður hún að minnsta kosti um þrisvar sinnum dýrari en þriggja ára áætlunin gerir ráð fyrir. Þrisvar sinnum dýrari!! Þó er líklegra að hún verði fjórum sinnum dýrari. Það þýðir að vaxtagreiðslur bæjarins eru stórlega vanmetnar á næstu árum.
En hvað þýðir það fyrir okkur Hafnfirðinga? Tvöföldun í vaxtagreiðslum þýðir að um 20% af skatttekjum bæjarins færi í að greiða vexti á næstu árum. Það þýðir líka að bæjarsjóður verður rekin með áframhaldandi skuldasöfnun á næstu árum ef ekki verður skorið enn meira niður á móti. Tvöföldun í vaxtakostnaði samsvarar líka þeirri upphæð sem félagsþjónustun kostar á ári en ef hann þrefaldast þá samsvarar frávikið því sem fer í félagsþjónustuna og íþrótta- og æskulýðsmálin samanlagt.
Þetta er mjög alvarlegt mál og því miður enn eitt dæmið um slæma fjármálastjórn Samfylkingarinnar og villandi framsetningu reikninga og áætlana sem þeir vona að Hafnfirðingar sjái ekki fyrr en eftir
kosningar.
Valdimar Svavarsson Pressan
Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga skoðar enn fjárhagstöðu sex sveitarfélaga á landinu þar sem skuldir og skuldbindingar þykja vera úr hófi fram. Hafnarfjörður er í þessum hópi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2010 | 18:25
Samdrátturinn meiri vegna tafa sem Svandís og VG eiga sök á ástæðan er sú að mikil óvissa ríkir um stóriðjuframkvæmdir
Spáð er yfir 10% atvinnuleysi í ár eins og tölur sýna nú og 2011.
Útlit er fyrir að samdráttur verði meiri á árinu en gert var ráð fyrir í haust, samkvæmt endurskoðaðri spá Hagdeildar ASÍ. Í spánni er gert ráð fyrir batinn í efnahagslífinu verði hægari en áður var talið.
Ástæðan er sú að mikil óvissa ríkir um stóriðjuframkvæmdir og segir ASÍ allt útlit vera fyrir að þær frestist hið minnsta fram á næsta ár sem hafi þær afleiðingar að samdrátturinn í ár verði meiri og atvinnuleysið meira. Þetta þýði meiri samdrátt í kaupmætti fyrir heimilin og versnandi lífskjör fram á næsta ár.
Verðbólgan verði meiri en áður var spáð og lengra dýpri , þar til hún byrjar að lækka sem stafar helst af skattahækkunum ríkisstjórnarinnar og mun það verða til þess, að verðbólga verður ekki orðin viðunandi fyrr en á næsta ári, en í kreppu eins og hér ríkir ætti frekar að vera verðhjöðnun, en verðbólga, ef ekki kæmi til óstjórn í efnahagsmálunum.
Spá Hagdeildar ASí er ekki upplífgandi og spáir í raun að svartnætti sé framundan í efnahagslífinu og kaupmætti heimilanna.
24.2.2010 | 21:00
Bænastundin hefst klukkan 21:00 í Bessastaðakirkju. Um Þórð Sighvatsson sem er fæddur og uppalinn á Álftanesi.
og verndar hal og drós.
Um líkn og ljósið bjarta
er beðið við Bessasaðatjörn
í kirkju óma bæna raddir.
Send þitt ljósið þar inn
og veitu lík og ljósið bjarta
og vonir send í hvert hús
bænir um skjótan bata,
svo Þórður komi heil í hús.
Svig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.2.2010 kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.2.2010 | 20:42
Sex sveitarfélög í skoðun. Kópavogur og Hafnarfjörður eru í þessum hópi.
Eftirlitsnefndin hefur frá því í fyrra legið yfir fjárhagsmálum þeirra tíu sveitarfélaga á landinu sem þykja vera í hvað verstri stöðu. Ákvarðanir hafa verið teknar um fjögur þeirra: Álftanes er komið undir fjárhaldstjórn sem nú ræður öllu um útgjöld bæjarsjóðs, sérstakur samningur var gerður við bæjaryfirvöld í Bolungarvík um endurskipulagningu fjármála þar og áætlanir frá Sandgerði og Reykjanesbæ gefa ekki tilefni til frekari aðgerða að svo stöddu.
Það er skuldastaðan sem veldur áhyggjum, segir Ólafur Nilsson, formaður eftirlitsnefndarinnar; fjárfestingar liðinna ára og skuldbindingar utan efnahagsreiknings - til dæmis langtíma leigusamningar um byggingar. Þar er sundlaug og íþróttahús á Álftanesi oft tekið sem dæmi.
Eftirlitsnefndin kom saman í dag til að fjalla um málefni þessara sveitarfélaga. Annar fundur verður haldinn á fimmtudag. Ólafur segir að áfram verði fylgst með stöðunni. Hann býst þó ekki við því að farið verði í afgerandi aðgerðir á borð við fjárhaldsstjórn í þessum sveitarfélög19.2.2010 | 22:03
Ódýr hugmynd og dýrkeyp
Það varð Íslendingum til happs í miklum efnahagserfiðleikum fyrir liðlega 40 árum, að þá skyldu hefjast framkvæmdir við álverið í Straumsvík.
Álverið skilar í dag Landsvirkjun mörgum milljörðum árlega í svo til hreinan gróða, veitir á annað þúsund manns atvinnu með beinum eða óbeinum hætti, kaupir vörur og þjónustu af íslenskum aðilum fyrir fjárhæð sem slagar hátt í tvöfaldan rekstrarkostnað Ríkisútvarpsins, borgar hærri skatta en flest fyrirtæki hér á landi, og hefur nýverið ákveðið að ráðast í fyrsta hluta stórrar fjárfestingar sem í heild mun kalla á um 900 ársverk.
Það er sérkennilegt að í efnahagserfiðleikum okkar nú skuli koma fram það sjónarmið, að það skynsamlegasta í stöðunni sé að leggja þetta fyrirtæki niður.
Virkjum ódýrt, lokum Straumsvík var fyrirsögn á nýlegri blaðagrein eftir Dr. Gísla Hjálmtýsson, framkvæmdastjóra Thule Investments. Gísli var í kjölfarið boðaður í sjónvarpsþáttinn Silfur Egils til að segja nánar frá hugmynd sinni.
Kjarninn í málflutningi Gísla er þessi: Íslendingar séu að gefa stóriðjunni orkuna, sem sjáist á því að öll orkufyrirtækin séu í raun gjaldþrota. Skynsamlegra væri að selja orkuna minni kaupendum á miklu hærra verði. Þetta sé hægur vandi; enginn hörgull sé á kaupendum sem tilbúnir séu að greiða margfalt hærra verð, enda geri þeir það annars staðar í heiminum. Nú um stundir sé erfitt að fjármagna nýjar virkjanir og því sé upplagt að útvega orku með því að loka álverinu í Straumsvík. Álverið noti þrátt fyrir allt ekki svo mikla orku að erfitt geti verið að finna kaupendur að henni. Mögulegir kaupendur séu meðal annars gagnaver, gróðurhús, efnaiðnaður og þörungaræktun. Gísli segir: Ég bara trúi því ekki að það sé neitt stórvandamál að selja alla þessa orku.
Vafalaust sjá flestir í hendi sér hversu fráleitt er að leggja til að loka einum stærsta og öflugasta vinnuveitanda landsins. Þó er rétt að bregðast við ýmsu í grein Gísla til að koma í veg fyrir að ranghugmyndir skjóti rótum.
Það er að sjálfsögðu fagnaðarefni fyrir Íslendinga ef fleiri öflugir kaupendur að orkunni gefa sig fram. Hins vegar er staðreynd að þeir hafa verið fáir og strjálir og flestir sóst eftir fremur lítilli orku.
Frá því að álverið í Straumsvík hóf starfsemi liðu næstum 30 ár þar til næsta álver var reist. Á þeim tíma kom aðeins fram einn annar stórnotandi á raforku og hann var í meirihlutaeigu íslenska ríkisins (Járnblendiverksmiðjan).
Stjórnvöld voru fyrir nokkrum misserum gagnrýnd fyrir að hafa ráðist í söluherferð erlendis með því að auglýsa að hér væri eitt lægsta orkuverð í heimi. Hvað sem líður þeirri gagnrýni bendir þetta ekki til þess að hér hafi ekki verið þverfótað fyrir áhugasömum kaupendum.
Verne Holdings hefur samið við Landsvirkjun um kaup á 210 GWh rafmagns vegna gagnavers. Magnið er um 7% (einn fjórtándi) af því sem álverið í Straumsvík notar og er það þó minnsta álver landsins.
Orkan sem gagnaverið þarf er nú þegar til hjá Landsvirkjun sem umframgeta í kerfinu. Það þarf því ekki einu sinni að virkja til að útvega hana, hvað þá að loka þurfi álverinu til að greiða fyrir þessari starfsemi.
Það er bæði göfugt og góðra gjalda vert að stefna að aukinni ylrækt hér á landi. Til þess að tvöfalda umfang hennar hér á landi þyrfti aðeins um 2% af raforkunni sem álverið í Straumsvík notar. Með öðrum orðum: Álverið notar fimmtíu sinnum meira rafmagn en allir garðyrkjubændur á Íslandi samanlagt. Þetta sýnir glöggt hve fjarstæðukennt er að ímynda sér að loka þurfi álverinu til að hægt sé að auka þessa starfsemi.
Samkvæmt fréttum fjölmiðla um orkuverð til gagnavers er það rangt hjá Gísla Hjálmtýssyni að þau séu reiðubúin að greiða margfalt hærra verð en álver. Verðið til garðyrkjubænda er heldur ekki margfalt hærra, þótt sumir fjölmiðlamenn standi í þeirri trú.
Fullyrðingar um gjafverð til álvera á Íslandi standast ekki með hliðsjón af þeirri niðurstöðu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands að þau greiði nálægt meðalverði álvera í heiminum.
Við verðsamanburð þarf að hafa í huga að það er ekki sama hvernig rafmagn er afhent. Álverið í Straumsvík þarf sjálft að gera ráðstafanir með þar til gerðum búnaði sem tryggir að miklu minni orka tapast við flutning en almennt gerist. Álverið sér líka sjálft um að lækka spennuna á rafmagninu og alla dreifingu. Hvort tveggja felur í sér minni tilkostnað seljandans, sem hlýtur að endurspeglast í verðinu.
Álverið notar rafmagn sem er á við alla heimilisnotkun í milljón manna borg. Seljandinn afhendir þetta gríðarlega magn á einum stað, á einu bretti, eins og það kemur af kúnni, með lágmarkstilkostnaði. Og álverið skuldbindur sig til að kaupa þetta magn allan sólarhringinn, allan ársins hring, þannig að framleiðandinn þarf aldrei að sitja uppi með óselda umframgetu í kerfinu. Álverið hefur ekki rétt til að skila hluta rafmagnsins, eins og ákvæði er um í samningi gagnaversins.
Hvað fjárhagsstöðu orkufyrirtækjanna snertir hefur stóryrðum þar um verið skilmerkilega svarað af þeirra hálfu, samanber til dæmis vef Landsvirkjunar 28. október og 11. janúar, og vef Orkuveitunnar 25. nóvember.
Fullyrðingum um lága arðsemi hefur Landsvirkjun einnig svarað og meðal annars bent á að meðalarðsemi eigin fjár á árunum 2003-2007 hafi verið 13% eða svipuð og hjá Marel og Össuri.
Sem fyrr segir eru það tvímælalaust góðar fréttir fyrir Ísland ef umtalsverður og raunverulegur áhugi reynist vera fyrir auknum orkukaupum. Það stangast á engan hátt á við starfsemi álversins í Straumsvík. Fráleitt er að loka þurfi álverinu til að rýma til fyrir slíku.
Við hljótum að stefna að því að skapa fleiri störf, ekki að fækka þeim, og að því vinnur eigandi álversins í Straumsvík. Sem þátt í því má nefna að viðskipti okkar við innlend verkfræðifyrirtæki á síðasta ári námu um einum milljarði króna.
Sumir gagnrýna að hér á landi hafi ríkt ofurtrú á stóriðju sem töfralausn á öllum vanda. Allt eins er ástæða til að vara við ofurtrú á nýjar töfralausnir sem færi okkur auðfenginn skyndigróða.Ólafur Teitur Guðnason
19.2.2010 | 13:18
Milljóna skuldir á hvern íbúa
Sveitarfélögin eru skuldum vafin. Í mörgum bæjum eru skuldir, deilt niður á íbúa, meira en milljón krónur á mann. Í áberandi verstu stöðunni, Hafnarfjörður og Kópavogur skulda einnig mikið. Samgöngunefnd Alþingis skoðar að herða lög um sveitarfélög til að koma í veg fyrir að þau geti skuldsett sig um of.
Skuldir Kópavogsbæjar og Hafnarfjarðarbæjar samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins fyrir 2010 nema um einni milljón og fimmtíu og níu þúsund krónum á hvern íbúa í bænum. Þá er tekið tillit til langtíma- og skammtímaskulda, auk skuldbindinga. Skuldir og skuldbindingar Kópavogs eru í heildina um 32,1 milljarður króna.
Skuldir og skuldbindingar Reykjavíkur eru um 42,8 milljarðar samkvæmt sömu gögnum. Ef skuldunum er deilt niður á alla íbúa borgarinnar eru þær þó miklu lægri en í Kópavogi, eða um 361 þúsund krónur á hvern íbúa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2010 | 21:12
VG: Getum ekki varið siðlausan gjörning Sóleyjar Tómasdóttur
Sigríður, líkt og aðrir fulltrúar í kjörstjórninni, hefur sagt af sér. Hún skrifar harðorða grein á Smuguna, vefrit Vinstri grænna, þar sem hún segist ekki treysta sér til að starfa fyrir flokkinn eða kjósa hann í vor. Hún er mjög ósátt við framgöngu Sóleyjar í forvalinu
"Ég get ekki varið þann gjörning Sóleyjar Tómasdóttur að það sé hlaupið með atkvæðaseðla út um allar koppagrundir. Það tel ég siðlaust þótt ekki hafi það staðið gegn reglunum. Þetta minnir mig svolítið á þegar menntaskólakrakkar fara offari til að koma sínum málstað á framfæri, það getur verið gaman að slíkum ungæðishætti en sæmir ekki fólki sem er í forvali fyrir stjórnmálaflokk."
Þá segist Sigríður jafnframt óhress með það sem fór fram innan herbúða Þorleifs Gunnarssonar.
"Sömuleiðis vara ég við næturspjalli á facebook eins og kosningastjóri Þorleifs Gunnlaugssonar átti við formann kjörstjórnar, myndi aldrei taka mark á spjalli eftir kl. 12.00 á miðnætti."
Sigríður segir að þegar Þorleifur hafi gert athugasemd við framkvæmd forvalsins, hafi átt að kalla kjörstjórnina saman. Það var hins vegar ekki gert, heldur var um tveggja manna tal að ræða. Loks segir hún:
"Ég er búin að vera í flokknum frá því hann var stofnaður og hef alltaf lagt mig fram um að vinna eftir bestu getu og tekið að mér ýmis verkefni fyrir flokkinn. En nú get ég það ekki lengur því ég er rúin trausti, og þetta heiðarlega fólk í efstu sætum listans getur að sínu mati ekki haft fólk eins og mig í vinnu. Ég hef starfað víða í félagsmálum, verið formaður í fagfélagi og stóru stéttarfélagi og hef ýmsu kynnst en aldrei upplifað að það hafi verið borið á mig vantraust af þessu tagi."
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.3.2010 kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2010 | 19:01
Mótmælir fyrir framan sjónvarpið
Tryggvi Tóbíasarson, atvinnuleysingi, hefur tekið upp á því að mótmæla ástandinu í þjóðfélaginu fyrir framan sjónvarpið sitt, en það hefur hann nú gert á hverju kvöldi í þrjár vikur.
Jú, þetta gengur ágætlega. Ég sest niður þegar kvöldfréttirnar byrja og hita upp með því að fussa og skammast aðeins, gíra mig svo smám saman upp og mótmæli svo af öllum lífs og sálar kröftum yfir Kastljósinu. Svo slaka ég aðeins á, kíki á netið eða glápi á einhvern þátt og tek svo aðra rispu þegar tíufréttirnar koma. Þá sleppi ég mér líka algerlega.
Tryggvi er ekki frá því að mótmælin séu þegar farin að hafa áhrif. Tjah, allavega eru nágrannarnir farnir að ókyrrast aðeins og svo er konan auðvitað farin.
13.2.2010 | 14:24
Bankastjóri hlýtur Gyllta strokleðrið
Finnur Sveinbjörnsson, settur bankastjóri Arionbanka, hlaut í dag Gyllta strokleðrið, ein eftirsóttustu verðlaun sem veitt eru í bankaheiminum.
Strokleðrið hlýtur Finnur fyrir einstakan árangur við afskriftir og aðdáunarverða þolinmæði og velvild gagnvart ofurskuldsettum fyrirtækjum og einstaklingum eins og segir í umsögn dómnefndar.
Það er félagið 49456-B.is ehf. sem veitir verðlaunin, en Ljóninu tókst því miður ekki að rekja sig gegnum flókin eignatengsl þess við vinnslu þessarar greinar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó