Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Hafa björgunarsveitir flutt hundruð örmagna fáráðlinga, kalinna blábjána og annarra vanvita af svæðinu undanfarna sólarhringa.
Þarna vöfruðu fólk um meira og minna sem var komið í þeim eina tilgangi að verða sé að skaða og ekki að skoða gosið heldur leika sér á jeppum aðrir höfðu vara á það má segja að þetta hafi verið undarleg sjó, jeppaför fram á yrstu brúnir með hengi flug framundan og annað eins, legg því til að svæðinu verði loka strax svo að slys verði ekki við gossvæðið.
Hér er einn jeppamaður sem lögregla hafði afskipti af hann vissi ekkert um hætturnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2010 | 21:53
Jarðskorpuhreyfingar við Eyjafjallajökul mælast úr geimnum
Jarðskorpuhreyfingar við Eyjafjallajökul mælast úr geimnum
Með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda má meta hreyfingar jarðskorpunnar með allt at 5-10 millimetra nákvæmni. Notaðar eru myndir úr ratsjárgervitunglum og aðferðin sem beitt er við samanburðinn kallast bylgjuvíxlmælingar, en gerður er nákvæmur samanburður á hvernig ratsjármerki frá gervitunglum endurkastast af jörðinni á mismunandi tímum. Með þessari aðferð hafa nú fengist mælingar á jarðskorpuhreyfingum í kringum Eyjafjallajökul frá september 2009 og fram til 20. mars, en gosið hófst þá um kvöldið. Mælingar sýna miklar hreyfingar jarðskorpunnar bæði norðan og sunnan jökuls vegna kvikuinnskots inn undir jökulinn. Jarðskorpuhreyfingarnar koma fram sem litamunstur þar sem hver heil bylgjulend (breyting í litaskala) táknar tilfærslu jarðskorpunnar um 1.5 cm. Myndirnar tvær sýna breytingu í fjarlægð frá jörð til gervitungls fram til 20. mars en gosið hófst þá um kvöldið. Þetta eru fyrstu bylgjuvíxlmyndirnar í röð sambærilegra mynda sem vonast er til að sýni þróun gossins.
Bylgjuvíxlmyndirnar eru búnar til úr myndum sem hið þýska TerraSAR-X gervitunglið safnaði. Rannsóknir á þessum gögnum eru unnar í samvinnu Norræna eldfjallasetursins á Jarðvísindastofnun, Tækniháskólans í Delft í Hollandi og Háskólans í Wisconsin-Madison, USA. Myndirnar eru unnar af Andy Hooper í Delft.
Tengiliðir: Rikke Pedersen (rikke@hi.is), Martin Hench (martinh@hi.is), Andy Hooper (a.j.hooper@tudelft.nl), Kurt Feigl (feigl@wisc.edu), Amandine Auriac (ama3@hi.is), Freysteinn Sigmundsson (fs@hi.is)
Radarmynd tekin út flugvél Landhelgisgæslunnar 24. mars 2010 |
Mynd: Páll Einarsson
Kort: Eyjólfur Magnússon
Nánari upplýsingar um staðsetningu gossprungunnar á myndum sem teknar voru í flugi yfir jökulinn 19. mars 2010 (pdf skjal)
Modis hitamynd af svæðinu sýnir greinilega staðsetningu gossins:
22.3.2010 | 21:26
Íslandi stjórnað af kúlulánsþegum
Kúlulánsþegar eru látnir stjórna Íslandi, hjá nýju viðskiptabönkunum eða hinu opinbera skiptir það engu máli hvort nýráðnir starfsmenn hafi áður tekið hundraða milljóna króna kúlulán til hlutabréfakaupa og þykir það hin mestu og bestu meðmæli já sukkið prýðir víst manninn nú. Þrír kúlulánþegar sem áður störfuðu hjá Askar Capital, Glitni og Kaupþingi sitja nú í stjórnum fyrirtækja fyrir hönd nýju viðskiptabankanna. Kúlulánþegi er forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Margir af fyrrverandi toppum hjá helstu útrásarfyrirtækjum landsins sitja nú í stjórnum hinna ýmsu fyrirtækja fyrir hönd nýju viðskiptabankanna. Kúlulánþegi er auk þess forstjóri Bankasýslu ríkisins. Þrír kúlulánþegar sem störfuðu hjá Askar Capital, Glitni og Kaupþingi sitja nú í stjórnum fyrirtækja fyrir hönd viðskiptabankanna.
Þekktasti stjórnarmaðurinn er þó líklegast Steinþór Baldursson, framkvæmdastjóri Vestia sem er dótturfyrirtæki Landsbankans. Hann starfaði áður sem yfirmaður alþjóðasviðs Landsbankans og hefur verið nefndur einn af arkítektum Icesave. Hann situr í stjórn ellefu eignarhaldsfélaga fyrir hönd Landsbankans. Steinþór er stjórnarformaður Húsasmiðjunnar auk þess að sitja í stjórnum fyrirtækja eins og Teymis og Geysis Green Energy.
Elín Jónsdóttir, sem nýlega var ráðin forstjóri Bankasýslu ríkisins, skuldaði skilanefnd Glitnis 120 milljónir króna í lok árs 2008 vegna kúluláns til hlutabréfakaupa í Arev-verðbréfum. Lánið tók hún þegar hún var framkvæmdastjóri Arev í gegnum eignarhaldsfélagið Baðm. Þegar hún lét af störfum hjá Arev í mars 2009 tók Jón Schveving Thorsteinsson, stjórnarformaður Arev, yfir félagið Baðm og þannig slapp Elín við að greiða lánið. Stuttu síðar fór Elín að vinna fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis til að skrifa um bankahrunið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.3.2010 | 21:17
Ég óskaði þess að þeir myndu drepa mig
Er einelti á þínu vinnustað, veistu um einelti á þínum vinnustað en horfir á gerir ekkert eða tekur ómeðvitað þátt í eineltinu, eða með þögninni ertu meðvirkur spurnin sem hver verður að svara fyrir sjálfan sig ???
Ég óskaði þess að þeir myndu drepa mig. Það er ljótt að segja það en þetta hugsaði ég stundum. Það andlega ofbeldi sem ég upplifði í grunnskóla var margfalt verra og áhrifameira en það líkamlega. Sérstaklega þegar til lengri tíma er litið, segir Sigurður Hólm Gunnarsson, baráttumaður gegn einelti, sem upplifði sjálfur langvarandi einelti í æsku.
Ég var kallaður Siggi slef af bekkjarfélögum mínum allt þar til ég útskrifaðist úr grunnskóla. Ég lenti í einelti nær alla mína grunnskólatíð og það eru ekki ýkjur að sú reynsla hafi haft mikil áhrif á líf mitt og tilfinningar, segir Sigurður Hólm.
Ég vonaðist stundum til þess að ég yrði barinn það alvarlega að ég myndi lenda uppi á sjúkrahúsi. Á slæmum dögum vonaðist ég jafnvel til að ég yrði drepinn. Þá loksins myndi fólk gera sér grein fyrir líðan minni, þá fyrst fengju ofbeldisseggirnir kannski makleg málagjöld, segir Sigurður Hólm.
Umfjöllun DV um einelti er haldið áfram í helgarblaði DV sem kemur út í dag. Sérfræðingar sem DV leituðu til segja mikilvægt að koma á óháðu teymi sérfræðinga í eineltismálum sem hefur það hlutverk að koma þeim 4.500 börnum til bjargar sem upplifa einelti í grunnskólum. Að mati sérfræðinganna ber skólanum að tryggja öryggi nemenda í hvívetna. Þeir telja að flestir skólar reyni að sinna skyldu sinni en of mörg tilfelli séu þar sem skólarnir hafa hvorki getað stöðvar einelti né sinnt því að nokkru leyti. Slíkt getur að mati þeirra sérfræðinga sem DV leitaði til eyðilagt börnin til lífstíðar og í versta falli leitt til sjálfsvíga þolenda eineltis.
15.3.2010 | 19:50
Sorg vegna sjálfsvíga
Á skömmum tíma hafa tvö ungmenni, tólf og sextán ára, svipt sig lífi í Hafnarfirði þar sem í öðru tilvikinu hafði viðkomandi orðið fyrir langvarandi einelti í skóla
Sorg ríkir í Hafnarfirði enda fólki brugðið þegar tvö ungmenni falla frá með svo sviplegum hætti.
Þegar áföll eiga sér stað í lífi ungmenna verðum við að fylgjst sérstaklega vel með þeim og það á líka við í skólanum þar sem þau verja miklum tíma í hverri viku. Þá er ákveðin hætta á því að sé einelti ekki tekið alvarlega geti það leitt til sjálfsvígs. Það er engin spurning og það höfum við séð, segir Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur.
Þeir sérfræðingar sem DV leitaði til benda aftur á móti á einelti sem orsakaþátt sem verði að taka mjög alvarlega. Þegar verst lætur geti þunglyndi, sem af einelti getur skapast, leitt til sjálfsvígstilrauna ungmenna.
Skóla- og félagsmálayfirvöld í Hafnarfirði biðja foreldra í bænum að fylgjast sérstaklega með líðan og hegðun barna sinna, til að mynda samskiptum í gegn netsíður. Það gerir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir líka því oft hafi ungmenni sem svipta sig lífi minnst á þann möguleika áður.
9.3.2010 | 19:32
Skuldir Hafnarfjarðar of miklar Álftnesingar vilja ekki sameinast Hafnarfirð vegna skuldsetningar bæjarinns.
EFTIRLITSNEFND með fjármálum sveitarfélaga telur að skuldir og skuldbindingar Hafnarfjarðar séu yfir þeim mörkum sem geta talist viðunandi. Farið er fram á að sveitarfélagið sendi nefndinni upplýsingar um reksturinn á þriggja mánaða fresti en nefndin aðhefst ekki að öðru leyti að svo stöddu.
Skuldir Hafnarfjarðarbæjar nema 38,2 milljörðum króna. Samkvæmt útkomuspá vegna ársins 2009 var tap á bæjarsjóði upp á 1,5 milljarða vegna óhagstæðra gengis- og verðlagsbreytinga.Ef skuldum bæjarsjóðs er skipt niður á íbúa kemur í ljós að hún er í Hafnarfirði, eða ríflega 1,3 milljónir á mann.Þegar Álftnesingar spurður út í afstöðu sína til þess hvort sameina eigi Álftanes öðru sveitarfélagi. Tæp 64 prósent íbúa tóku þátt og voru 75,7 prósent þeirra hlynntir því að Álftanes sameinist öðru sveitarfélagi. 17,7 prósent voru á móti og fimm prósent sögðust hlutlausir.
Einnig var spurt um ef til sameiningar kæmi, hvaða sveitarfélagi væri ákjósanlegast að sameinast. Þar nefndu flestir Garðabæ, eða rúm 44 prósent. 34 prósent nefndu Reykjavík og tæp sex prósent töluðu um Hafnarfjörð.
Það vekur athygli að 78 prósent töldu vera of skuldsetta til að samningi væri kostur í stöðunni..
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2010 | 17:47
Afskrifað hjá auðmönnum en ekkja situr sár eftir
Ekkja sem missti manninn sinn í janúar síðastliðnum og berst nú ein við að halda fjárhag heimilisins í lagi. Hún leitaði til Íslandsbanka um aðstoð til að geta komist af hvern mánuð. Því synjaði Íslandsbanki og situr ekkjan sár eftir.
Ekkja missti eiginmann sinn af slysförum í janúar síðastliðnum. Hún sér nú ein fyrir þremur börnum sínum og á erfitt með að láta enda ná saman. Hún ákvað að setjast niður með reiknivélina og fann út leið til að geta boðið börnum sínum upp á eitthvað annað en að vera föst heima hjá sér. Þeirri leið, sem fól í sér að ekkjan myndi borga upp höfuðstól tæplega fimm milljóna króna láns og fá um það bil 1,5 milljóna verðbætur niðurfelldar, hafnaði Íslandsbanki alfarið.
Talsverð umræða hefur verið um afskriftir auðmanna og er athyglisvert að skoða mál ekkjunnar í samhengi við það. Þannig komst Bjarni Ármansson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Glitnis, að samkomulagi við skilanefnd Glitnis um afskriftir á rúmlega 800 milljóna króna skuldum eignarhaldsfélagsins Imagine Investment sem er í eigu hans, við bankann.
Þá er búist við því að Finnur Ingólfsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra, fái 3,7 milljarða króna afskrifaða sem fjárfestingafélag hans skuldar. Útlit er fyrir að litlar sem engar eignir séu til upp í skuldina og því líkur á afskrift án þess að gengið verði að öðrum eigum hans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Síðustu ár hefur myndast biðröð við húsnæði Fjölskylduhjálpar Íslands á hverjum miðvikudegi þegar mat hefur verið úthlutað til þeirra sem þurfa. Um áramótin tók röðin að lengjast. Nú er svo komið að samtökin skoða hvort þau þurfi að fækka úthlutunardögum um einn í hverjum mánuði, og hætta þá úthlutun fyrsta miðvikudag í mánuði, til að fjármagn samtakanna dugi út árið.
Auk Fjölskylduhjálpar úthluta Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur reglulega mat. Á báðum stöðum fjölgaði umsækjendum eftir áramótin.
Hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur sóttu um fimmhundruð á viku að jafnaði u. Það er helmingi meira en á sama tíma í fyrra. Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar hafa menn áhyggjur af ástandinu.Fyrir þá sem vilja leggja Fjölskylduhjálp lið er hægt að skrá sig með því að senda sms með skilaboðunum FHI í síma 1900. Þá gjaldfærast 100 krónur af símreikningnum einu sinni í mánuði. Vilji fólk afskrá sig getur það sent skilaboðin .
1.3.2010 | 12:54
Nú eiga Hollendingar og Breta Ísland
Á síðunni TheDutchIceland.com er kort af meintri skiptingu landsins og samkvæmt því eiga Bretar stóran hluta af austurlandi en bróðurpartur landsins er sagður vera í eigu Hollendinga. Fullyrt er að frá og með morgundeginum geti breskir og hollenskir ríkisborgarar valið sér landskika á Íslandi í gegnum síðuna og fengið hann afhendan endurgjaldslaust.
Bent er á að allir breskir og hollenskir ríkisborgarar drekki héðan í frá frítt á íslenskum krám. Þá eru kynnt áform um að nýta landið sem ruslahaug, virkja allar ár og vötn og byggja hér stærsta kjarnorkuver heims sem myndi sjá allri vestur-Evrópu fyrir raforku í gegnum sæstreng.
Svo virðist sem hollenskir háðfuglar standi á bakvið síðuna. Þrátt fyrir allt er íslenskri náttúrufegurð rómuð í hástert á síðunni og landinu lýst sem sem Bretar og Hollendingar geti verið stoltir af því að eiga.
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó