Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Stækkun í Straumsvík.

Stjórnmálamenn sem ekki gera greinarmun á nýjum álverum í Helguvík eða á Húsavík annarsvegar eða stækkun álversins Straumsvík hinsvegar eru í besta falli á villi götum. Undirbúningur stækkunarinnar í Straumsvík hófst 1999. Frumkvæðið  kom frá forráðamönnum fyrirtækisins hér og fyrirtækið enn í eigu Svisslendinga. Farið var alfarið að íslenskum leikreglum, tryggja sér land, fyrirhuguð stækkun sett í umhverfismat sem var samþykkt. Þá var farið í orkuleit, samningar náðust við Orkuveitu Reykjavíkur um 40% orkunnar í tíð R-listaflokkana og síðar tókust samningar við Landsvirkjun um hin 60% orkunnar. Þau sem stóðu í þessum samningum voru ekki her útlendinga, heldur forstjóri og kerskálastjóri ÍSAL, þau Rannveig Rist og Gunnar Guðlaugsson. Í millitíðinni sameinast Alusuisse (Svisslendingarnir) og Alcan (Kanadamennirnir) og síðar Pecheynnay (Frakkarnir) og fyrirtækið fær nafnið Alcan á Íslandi. Frumkvæðið að stækkuninni er því íslenskt enda hagsmunirnir íslenskir. Alcan á fleiri möguleika, orkuverð er lægra í Kanada og Bahrein býður upp á "olíu knúin álver"og þar með nánast ókeypis orku. Umhverfismálin ráða hér mestu, vandinn er hnattrænn ekki íslenskur. Við stöndum þjóða best í umhverfismálum og því eðlilega leitað til okkar. Þeir íslensku kostir sem eru upp á borðinu eru fráleitt allir jafn umhverfisvænir. Húsavíkur álver kallar á jarðvarmavirkjun á einu fjölsóttasta ferðamannasvæði  landsins og Helguvíkur álver kallar á jarðvarmavirkjun á Reykjanesskaganum á svæðum sem mörg hver eiga ekki sinn líka eins og Brennisteinsfjöll . Stækkunin í Straumsvík felur í sér virkjun neðarlega í Þjórsá, (afturkræf framkvæmd) og búið að samþykkja af skipulagsyfirvöldum !Einnig jarðvarmavirkjun á Hengilssvæðinu sem er vissulega viðkvæmt en þar er byrjað að virkja nú þegar með samþykki R-Listans og skipulagsyfirvalda. Skipulagsstofnun samþykkti ekki Kárahnjúkavirkjun, umhverfisráðherra varð að grípa þar inn í.   Umhverfismat á eftir að fara fram gagnvart bæði Helguvík og Húsavík og standist það ekki mun enginn umhverfisráðherra breyta því áliti hvar í flokki sem hann/hún stendur! Hér er því um ólíka hluti að ræða. Álverið í Straumsvík er með öll tilskilin leyfi til stækkunar en hinir staðirnir ekki. Hinsvegar kaus Hafnarfjarðarbær að fara þá leið að hafa íbúakosningu um málið, ekki urðu nein málaferli út af því, ekki mótmælti ÍSAL og ekki Alcan. Kosningarnar fara því fram 31.mars næstkomandi,stjórnmálamenn þurfa því enga afstöðu að taka nema að þeir búi í Hafnarfirði. Maður er hinsvegar í nettu sjokki yfir þekkingarleysi stjórnmálamanna á starfseminni í Straumsvík og því andvaraleysi að sú starfsemi skipti engu máli fyrir Hafnarfjörð né land og þjóð. Stækkunin skiptir gríðarlegu máli fyrir Hafnarfjörð og land og þjóð. Við misstum af iðnbyltingunni þess vegna er en hægt að virkja hér ef rétt er að málum staðið, eins og hjá ÍSAL. Fjörutíu ára saga ÍSAL segir okkur að óhætt sé að stækka í Straumsvík, slík aðgerð myndi treysta rekstrargrundvöll þjóðarinnar til framtíðar og við gætum snúið okkur að öðrum möguleikum, öllum til hagsbóta og það gæfi okkur fótfestu til að segja hingað og ekki lengra hvað álver snertir. Eitt er að stækka það sem fyrir er og samþykkt er, en annað að byrja frá grunni! Skora á stjórnmálamenn að kynna sér starfsemina í Straumsvík og koma í veg fyrir að því frábæra starfi sem þar  fer fram verði fórnað að óskoðuðu máli! Úti í henni Evrópu og Skandinavíu er auðvelt að vera "Grænn" þar er búið að virkja allt sem hægt er,við komumst sem betur fer aldrei á það stig! 

 Stækkum í Straumsvík!! Logi Hjartarson


Hafnfirðingar kjósa um framtíð mína? Mörgum þeirra er sama og finnst að ég ætti að fara að semja ljóð eins og svo margir afturhaldssinnar.

Alcan er gott fyrirtæki og hefur reynst mér afskaplega vel. 

 

Á sínum tíma þá hætti ég sjómennsku minni þar sem mér fannst ömurlegt að starfa í grein sem var með óréttlát kvótakerfi.

 

Ég tel Alcan á Íslandi vera með besta áliðnaðar starfsfólk á heimsvísu.  Ég tel á mínum vinnustað að starfsfólkið hafi gert kraftaverk.  Skautsmiðja á heimsvísu er talin óþrifalegasta deild álfyrirtækja.  Hjá okkur er hún ein sú þrifalegasta og tel ég að með því að fá alla til að róa í takt þá sé hægt að gera kraftaverk. Við höfum gert kraftaverk Skautsmiðjunni og erum við starfsmenn stoltir fyrir allt það hrós frá öllum þeim sem hafa heimsótt okkur.  

 

Nú er svo komið í mínu lífi að ég legg spilin á borðið?  Ef Alcan verður ekki stækkað þá mun Alcan sem framleiðir 180.000 tonn sem gamalt úrelt álver byrja að loka sem getur tekið X mörg ár.  Við starfsmenn munum örugglega sjá breytingar.  Sjálfur hef ég hugsað þetta ferli oft?  Um þessar mundir er ég að hugsa mína stöðu hvort ég vilji vera hjá fyrirtæki áfram sem mun hætta rekstri eftir nokkur ár. En að sjálfsögðu hef ég áhuga á að starfa hjá fyrirtæki sem er fremst í umhverfis, öryggismálum og að vinna  við að lágmarka gróðurhúsalofttegundir.

 

Ég hef sagt við mína konu ef álverið í Straumsvík verði ekki stækkað þá flytjum við á landi brott því ég mun ekki kyngja því endalaust að alltaf sé ráðist á þá atvinnugrein sem ég hef valið mér.

 

Enn og aftur bið ég Hafnfirðinga um að vera framsækna og sækja fast í og styðja að fyrirtækið fái að nútímavæðast og þróast.

 

Það er mikill mannauður hjá elsta álfyrirtæki landsins.  Sá auður mun hverfa til anskotans ef fyrirtækið verður ekki stækkað?

 

Kveðja

 

Á Örn Þórðarson.


Rökin 10. eða Boðorðin 10.3.

   Fréttablaðinu 27.1.2007


   Er gein eftir Svölu Heiðberg Jónsdóttir þar sem hún telur upp 10. rök gegn stækkum  Álversins í  Straumsvík.
   Skömmu fyrir áramát færði hópurinn Sól í Straumi stjórnendum Alcan í
,,Straumsvík eftirfarandi rök gegn stækkun í Straumsvík.”
Og þar segir hún  Byggingarland Alcan 10 ferkílómetra rétt er Byggingarland verður ef stækkað verður 3 ferkílómetrar, eða 20% af iðnaðarsvæðinu.

Þar fór þriðja fullyrðingin fyrir lítið sem sagt ekki rétt, rökum hnekkt.
 

  Meira  seinna.
   
       Kv,Sigurjón Vigfússon
 

Orð til talsmanns Sólar í Straumi.

Sæll Sigurður Pétur.

Það sem særir okkur framfarasinna mest er stanslaus áróður ykkar afturhaldssinna á störf þeirra sem nenna að vinna og hafa migið í saltan sjó?

Þú eins og ég vitum vel þegar bágt ástand er á atvinnulífi þjóðar okkar? Þú manst líklegast eftir árinu 1996 þegar ég tók þig með mér á sjóinn til að kenna þér að míga í saltan sjó. Ég man vel þegar þú brosandi Pétur hafði fengið fyrstu reynslu sjómannsins og burðaðist með fullan svartan ruslapoka af humri í land.

Ég verð að segja að ég er farinn að verða þreyttur á þessu þvaðri þínu og vitleysu. Um daginn tjáðir þú þig um að ef Alcan stækkaði þá myndu öll börn í Hafnarfirði nánast drepast úr mengun.

Nú tel ég sé nóg komið þegar þú ásakar okkur starfsmenn að ganga erinda forsvarsmanna Alcans. Ég held að þú þekkir mig það vel að ég skrifa nákvæmlega um allt sem mér sýnist og berst af alefli ef mér og mínum er sýnt eitthvað óréttlæti. Mér er anskotans sama hvað fólk finnst um mín skrif því ég skrifa alltaf beint frá mínu hjarta og ýti á SEND takkann. Eini stíllinn sem ég hef breytt um er að ég er farinn að lesa einu sinni eða tvisvar yfir það sem ég skrifa.

Að lokum Sigurður Pétur. Hættu að sýna störfum okkar áliðnaðarmanna fjandsemi. Þú veist vel að ég og fleiri sem þú þekkir vel værum ekki búnir að vinna þarna í áratugi ef þetta væri svona fjandsamlegt, drullugt og ömurlegt eins og þið Sólarmenn staklist á ykkar áróðri. Vil minna þig á að álver er hátækni iðnaður.

Öll menntun mín til að geta skrifað þessar línur einn og óstuddur er Alcan að þakka. Eins og þú veist þá var skólaganga mín í Stýrimannaskólanum með herkjum. Eins og þú veist þá erfa sum börn verstu eiginleika foreldrana en með fullorðinsárunum þegar ró kemst yfir þá fer allt á betri veg.

Þú ert velkominn í kaffi hvenær sem er þannig að við getum tekið stöðuna. En ég fæ æluna upp í háls af þessari umræðu þar sem fólk er að nota þessa sjálfsögðu stækkun Alcans sem pólitískt skotvopn sér og sínum til framdráttar.

Nú er nóg komið af ómálenanlegri umræðu og skrifum. Ef rannsóknir sýna að stækkun Alcans skaðar ekki neitt í nálægðum byggðum álversins þá á að sjálfsögðu að stækka til hagsbóta framförum og hagsældar í Hafnarfirði.

Nútíma álver er hátækni iðnaður

Stækkum Alcan til hagsældar fyrir Hafnarfjörð.

Kveðja Á. Ö. Þórðarson.


Starfsmanna Alcan í Straumsvík og það sem Rétt og Satt er.

Hlustð

Rauða Ljónið hlustar og virðir skoðanir annara varðandi stækkun Alcan í Straumi.

Rauða Ljónið vill málefnalega umræðu um starfsmenn Alcan.

Rauða Ljónið vill sannleikan upp á borðið.

Rauða Ljónið vill aukið atvinnulýðræði og bjarta framtíð í Hafnarfjörð óðháð pólitík.

Rauða Ljónið vill að Vinstri Grænir og Sól í Straumi segi satt að Alcan sé Álver ekki Álbræðsla.

Rauða Ljónið segir á meðan Vinstri Grænir tali um Álbræðslu eru þeir að fara með ósannindi.

 

Kveðja, Rauða Ljónið. 


Stækkun í Straumsvík, já takk!

Íbúar Hafnarfjarðar og aðrir landsmenn sem fylgst hafa með umræðunni um stækkun álversins í Straumsvík hafa eðlilega verið að velta því fyrir sér hverjar líkurnar séu á því að móðurfyrirtækið Alcan Inc. sem er eigandi álversins reki það áfram eftir árið 2014 en þá rennur núverandi raforkusamningur út við fyrirtækið. 

Sé tekið mið af þeim tækniframförum sem orðið hafa eru líkurnar á því nokkuð minni en meiri. Staðreyndin er sú að verið er að loka eða selja til minni álfyrirtækja  bæði austanhafs og vestan þau fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sambærilegri tækni og ISAL notar í dag. Ný tækni hefur gert rekstur þessara gömlu álvera óhagkvæman og nú er svo komið að gömlu álverin hellast úr lestinni eitt af öðru því þau eru hætt að standast samkeppni við þau nýju á öllum sviðum.

Markmið Alcan Inc. er að vera best og leiðandi á heimsvísu í rekstri álvera, þar með talið í umhverfis- og öryggismálum. Álver eru hátæknivinnustaðir og byggja á menntun og hugviti starfsmanna sinna. Álver sem vinnustaður býður uppá tækifæri fyrir fólk af báðum kynjum með ólíka menntun. Álverið í Straumsvík hefur ekki tækifæri til þess að standast metnaðarfull markmið Alcan Inc. til lengri tíma litið í óbreyttri mynd. Þar af leiðir er ekki ólíklegt að móðurfyrirtækið Alcan  setji álverið í Straumsvík á sölulista eða einfaldlega hætti rekstrinum og loki í Straumsvík árið 2014 ef það fær ekki tækifæri til að halda álverinu áfram í hópi bestreknu álvera í heiminum í dag.

Það má leiða að því líkum að álfyrirtæki með minni metnað en Alcan Inc. muni hugsanlega vilja kaupa ISAL náist ekki fram stækkun og þar með uppbygging með nýjustu tækni. Þá munu væntanlegir nýir eigendur eflaust reyna að ná samningum um raforku í 10 ár til viðbótar eins og núverandi samningar heimila til að mjólka út úr verksmiðjunni sem mestan arð á sem stystum tíma.  Það liggur í augum uppi að umhverfis- og öryggislegur metnaður fyrirtækja í slíkum rekstri er annar heldur en þeirra sem horfa til lengri framtíðar.

Til að gefa örlitla mynd af þeirri nýju tækni sem notast er við í álverum í dag þá eru þau 280 þúsund viðbótartonn af áli sem stækkunin byggir á framleidd í tveimur kerskálum sem samsvarar til 2/3 hluta af því húsnæði sem ISAL notar í dag til að framleiða 180 þúsund tonn af áli. Sama þróun er á öllum búnaði, þar með töldum hreinsibúnaði.  Alröng er sú fullyrðin forsvarsmanna “ Sólar í Straumi “ að leggja saman fyrirhugaða framleiðsluaukningu og halda því fram að losun efna sem  koma frá álverinu verði í sama hlutfalli og samsvarar fyrirhugaðri stækkun. Samanburðarmælingar í gróðri frá lóðamörkum ISAL og upp í Skorradal sem gerðar hafa verið með reglulegu millibili í tæp 40 ár sína enga aukningu efna frá ISAL í gróðri.  Sama má segja um lífríki sjávar umhverfis álverið í Straumsvík.  Öll starfsemin er í fullri sátt við náttúruna. Fyrirhuguð stækkun í Straumsvík er undirstaða hagsældar í Hafnarfirði og landsmanna allra. Allt tal um mengun byggir í besta falli á vanþekkingu og á stundum á hræðsluáróðri. Því miður er umræðan of oft á villigötum ásamt umræðunni um virkjun neðri Þjórsá.  Það er öllum ljóst sem vilja vita að virkjað verður í neðri Þjórsá hvort sem álverið verður stækkað eða ekki. Ef eitthvað ógnar því að mengun fari að berast frá Straumsvík þá gæti það helst og hugsanlega gerst ef Hafnfirðingar greiða atkvæði gegn stækkun og koma þannig í veg fyrir að nýjasta tækni og metnaðarfullir aðilar standi í framtíðinni áfram að rekstri álversins í Straumsvík.

 

28. janúar 2007

Halldór Halldórsson

Höfundur er starfsmaður

álversins í Straumsvík


Er hugmyndafræði Samfylkingarinnar fengin hjá Karli bréta prins í umhverfismálum og ferðamannaiðnaði?

Karl Bretaprins ákvað fyrir nokkrum vikum síðan af aflýsa árlegri skíðaferð sinni til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda en prinsinn hefur verið gagnrýndur fyrir að fljúga um allan heim til að taka við viðurkenningum fyrir störf sín að umhverfisverndarmálum og stuðla með því að losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kom fram á fréttavef Jyllands-Posten. Deginum eftir flaug hann til New York til að taka við einni slíkri umhverfisviðurkenningu.

Ómar keyrir á litlum sparneytum álbíl ef ég fer með rétt mál og er hlynntur mengandi ferðamannaiðnaði. Samfylkingarbanarnir í Samfylkingunni eru ekki hlynntur skít og drullu og hafa verið helstu talsmenn þess að banna Íslendingum að koma nálægt slíku.  Fyrst með slagorðinu Fagra Ísland og nú síðast með áróðrinum um tækni eitthvað í stað stóriðju. Ég tel alla íslendinga umhverfissinna sem vilja fara mismunandi leiðir skynseminar.

Ef færi fram skoðanakönnun á fylgi flokkanna meðal starfsmanna Alcans  þá væri Samfylkingin langöflugust flokka hjá okkar fyrirtæki enda feikivinsæll bæjarstjóri í bænum okkar. Hvert atkvæði fjölskylduföðurs getur haft vægi upp á 3-15 fallt.  Ef við tökum lítið dæmi og teljum okkur trú á að flestir stuðningsmanna Alcans séu búnir að fá nóg af ójafnaðarmennskunni. Tökum fyrir hæsta áhrifagildið?  300 starfsmenn *15 eru 4500 atkvæði. Ég er farinn að finna urg hjá starfsmönnum gagnvart Samfylkingunni.

Í Fjarðarpóstinum í dag kemur fram að Talnakönnun gerði könnun fyrir Vísbendingu um afstöðu landsmanna um stækkun Alcan.  55% voru fylgjandi 45% á móti.

Að lokum óska ég þess að Samfylkingin verði áfram jafnaðarmannaflokkur en ekki áróðursflokkur gagnvart okkur framfarasinnum.  Flestir Hafnfirðingar eru ánægðir með Samfylkinguna í Hafnarfirði þar sem bæjarstjórinn í Hafnarfirði lítur hlutlaust á málin en að mínum dómi er annað að segja af forustusveit Samfylkingarinnar á landsvísu sem lítur hlutdrægt á málin.

Kveðja.Á Örn Þórðarson  

Dylgjum um starfsskilyrði starfsmanna í álverum svarað

Hildur Atladóttir fjallar um stóriðju og ásakanir stóriðjuandstæðinga.

 

Marta Eiríksdóttir kennari skrifaði grein sem birtist hér í blaðinu sl. þriðjudag undir yfirskriftinni ,,Hvalneskirkja hverfur” titillinn á þó ekki nema að litlu leiti við það sem kom fram í greininni.  Marta er fyrst og fremst í grein sinni að andæfa uppbygginu fyrirhugaðs álvers í Helguvík.  Ástæða þess að ég sé mig knúna til að setja línu á blað til andsvara eru hinar ótrúlegu dylgjur sem Marta setur fram í grein sinni um áhrif álvera á líf og heilsu einstaklinga.

Eftir tal um loftmengandi stóriðju snýr Marta sér að heilbrigðismálum starfsmanna álvera og einstaklinga sem búa í nágrenni þeirra.  Steininn tekur úr þegar hún dylgjar um slæm starfsskilyrði starfsmanna og kastar síðan fram spurningunum: ,, Er kannski hvítblæði og krabbamein algengara á meðal þeirra eða astmi og lungnasjúkdómar? “Hvert skyldi markmið Mörtu vera með þessum spurningum í grein sinni? Væntanlega að skilja lesandann eftir með þá tilfinningu að álver sé hættulegur vinnustaður, þar sem illa er búið að starfsmönnum og líkur á að þeir fái alvarlega sjúkdóma eins og hvítblæði eða krabbamein séu meiri en gengur og gerist vegna starfsumhverfis þeirra.  Marta skrifar undir greinina sem kennari, ég vona að hún fjalli um mál er snúa að kennslu af meiri þekkingu og yfirvegun en hún gerir um starfsumhverfi álvera í grein sinni.Undirrituð er leiðtogi heilbrigðismála hjá Alcan á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík, fyrir þá sem þekkja til vinnuaðstæðna starfsmanna álvers eins og þess sem rekið er í Straumsvík eru dylgjur eins og þær er Marta setur fram vægast sagt ósvífnar, órökstuddar og byggðar á augljósri vanþekkingu og sleggjudómum.  Staðreyndin er sú að vinnuumhverfi starfsmanna er mjög gott.  Það er tryggt að starfsumhverfi þeirra sé ekki á neinn hátt hættulegt heilsu þeirra og að fyllsta öryggis sé gætt í þeirra daglegu störfum.  Að dylgja um auknar líkur á alvarlegum veikindum starfsmanna er ógeðfellt og ekki málstað andstæðinga stóriðju til framdráttar.Hildur Atladóttir.
Höfundur er næringarfræðingur og leiðtogi heilbrigðismála hjá Alcan á Íslandi hf., Straumsvík.

Þessi frétt gæti átt við Hafnarfjörð eftir nokkur ár ef Alcan fær ekki að nútímavæðast og stækka.

“Átta af þrjátíu starfsmönnum Skipalyftunnar í Vestmannaeyjum var sagt upp störfum fyrir helgi og kunna enn fleiri að missa vinnuna á næstunni.

„Að öllu óbreyttu verður fleirum sagt upp um næstu mánaðamót," segir Stefán Jónsson, yfirverkstjóri Skipalyftunnar.



Mennirnir sem sagt var upp hafa sumir um 45 ára starfsaldur að baki. “

------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

Verður frétt í svipuðum dúr hér í Hafnarfirði eftir nokkur ár ef afturhaldsstefna verður ríkjandi hér á næstu árum og fyrirtækið Alcan fær ekki að stækka og nútímavæðast?

 

Þá yrði fréttin líklegast svona?  Alcan hefur ákveðið að loka verksmiðju sinni á næstu 3-5 árum þar sem allur tæknibúnaður og framþróun er orðið barn síns tíma.  500 starfsmenn með allt að 45 ára starfsaldur munu missa vinnu sína.

 

Húsvíkingar hafa reynt allt í 30 ár en flest allt hefur mistekist og er vonin álver.  Hafnfirðingar gætu vissulega fetað í fótspor húsvíkinga og beðið efir hinu margrómaða þekkingar eitthvað sem kemur kannski aldrei?

 

Kveðja.

Á.Örn Þórðarson


Bæjarráð Fjallabyggðar - 4. febrúar 2007

BÆJARRÁÐ 35. FUNDUR – 10/2007.
Sunnudaginn 4. febrúar 2007 kom bæjarráð Fjallabyggðar saman til fundar
kl. 16.00.
Í Ráðhúsinu Siglufirði voru mættir bæjarráðsfulltrúarnir Jónína Magnúsdóttir og Hermann Einarsson,
auk bæjarstjóra Þóris Kr. Þórissonar og skrifstofustjóra Ólafs Þórs Ólafssonar sem ritaði fundargerð.
Í Ólafsfirði var mættur bæjarráðsfulltrúinn Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir.
FYRIR VAR TEKIÐ:
1. Fjárhagsáætlun 2007.
Farið var yfir styrkumsóknir.
2. Önnur mál.
a) Bréf Sjávarútvegsnefndar Alþingis.
Veittur er stuttur frestur til að gera athugasemdir við frumvörp um breytingu á lögum um stjórn
fiskveiða, þ.á.m. um úthlutun byggðakvóta.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við frumvörpin.

Fundi var slitið kl. 18.40.
http://www.siglo.is/new/?mode=fundargerdir&id=631

Kv, Sigurjóv Vigfússon 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband