Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Flokkar hinna vinnandi stétta skammist sín!

Í gegnum tíðina hafa flokkar á vinstri væng stjórnmálanna státað sig af því, að hafa barist fyrir hagsmunum vinnandi fólks í landinu.  Lengi vel var innistæða fyrir yfirlýsingum af þessu tagi en nú eru blikur á lofti.  
Verkafólk og iðnaðarmenn sinna margvíslegum störfum og misvel er búið að starfsfólki sem hefur ekki valið sér að ganga menntaveginn til að fá fín störf í banka eða opinberri stofnun.  Það er á engan hallað þótt fullyrt sé, að verkalýðshreyfingin hafi á undanförnum áratugum hvergi náð betri árangri fyrir sitt fólk en í álverinu í Straumsvík.  Kjarasamningar á þeim bænum hafa verið fyrirmynd annarra, réttindi þar eru meiri en annars staðar, launin eru góð og launamunur milli kynjanna er enginn.  Um þetta efast í raun ekki nokkur maður og því mætti ætla að störfin í álverinu væru einmitt þau sem stjórnmálaflokkar hinna vinnandi stétta ættu að slá skjaldborg um og verja með ráðum og dáð.  
En það er öðru nær!  Sá flokkur sem skilgreinir sig lengst til vinstri og leggur ríkari áherslu en aðrir á félagshyggju, jafnrétti kynjanna og réttindi vinnandi fólks, leggur stóriðjuna nánast í einelti og vill helst hafa störfin af okkur sem vinnum í álverinu.  Í staðinn er boðið upp á “eitthvað annað”  sem að mínu viti eru slæm bítti.  Hinn flokkurinn á vinstri vængnum er lítið skárri  þótt andstaðan við okkar góðu störf sé ekki eins afdráttarlaus og hjá þeim sem fyrr voru nefndir.  Flokkurinn virðist hafa gleymt uppruna sínum enda er svo komið að vinnandi fólk á varla samleið með honum líkt og endurteknar mælingar gefa ótvírætt til kynna.
Það eru mikil vonbrigði að vinstri flokkarnir skuli vinna gegn hagsmunum þeirra sem treyst hafa flokkunum til góðra verka.  Ég vona þeirra vegna að þeir sjái að sér svo verkafólk og aðrir gamlir stuðningsmenn  þurfi ekki að brjóta odd af oflæti sínu og leita yfir á hægri vænginn með atkvæði sitt í komandi alþingiskosningum.

Andrés Ingi Vigfússon, starfsmaður í álverinu í Straumsvík og trúnaðarmaður fyrir VR.


Loddarar í VG. og Samfylkingu.

Undarlegur viðsnúningur Vinstri Græna og þingflokks Samfylkingarinnar þegar kemur að starfsmönnum Alcan.

 Þegar ríkisbankarnir voru seldir höfðu VG, og þingflokkur Samfylkingarinnar  miklar áhyggjur af starfsmönnum bankana og görguðu hátt.

Þegar síminn var seldur höfðu VG, og  þingflokkur Samfylkingarinnar miklar áhyggjur af starfsmönnum símans og görguðu hátt.

Þegar rætt var um breytingar  á rekstrafyrirkomulagi Ríkisútvarpsins  höfðu VG, og þingflokkur Samfylkingarinnar  miklar áhyggjur og starfsmönnum Ríkisútvarpsins  og görguðu hátt enda allt opinber fyrirtæki.

 

VG, og þingflokkur Samfylkingarinnar segjast hara áhyggjur að velfer launafólks.

 

 Þegar kemur að kosningu um Alcan hafa VG og þingflokkur Samfylkingarinnar  miklar áhyggjur og garga hátt þeir eru hræddir um að Hafnfirðingar segi já og Starfsmenn Alcan haldi vinnunni til framtíðar.

Svona eru viðhorf þeirra til Starfsmanna Alcan.

Hefur þá VG og þingflokkur Samfylkingarinnar áhyggjur að velfer launafólks?

Starfsmenn Alcan hvaða flokk ætlið þið og vinir ykkar og fjölskylda að kjósa í vor?

Kv, Sigurjón Vigfússon

 


Anstæðingar stækkunar vilja meina eldriborgurum um að kjósa.

Vistmenn á DAS, í Hafnarfirði hafa beðið um að Alcan kæmu og upplýsti það um stækkunar málið og Alcan hefur gert svo .

 Þetta virðist vera bannað að sögn  þeirra sem eru á móti stækkun þeir treysta ekki eldriborgurum  til að mynda sé sjálfstæðum skoðun um málinu svo getur  verið að menn hafi fordóma um að  eldriborgarar á DAS, kjósi með. 

    Mega þeir ekki búa við sama lýðræðið og upplýsingar  aðrir landmenn. Enn þeir fordómar sem sí og æ koma fram um starfsmenn Alcan sömu fordómar virða vera gagnvart eldriborgurum í Hafnarfirði.

Margir vistmenn á DAS eru fyrverandi starfsmenn Alcan og flestir  menn á DAS  sem ég hef hitt munu kjósa með stækkun sumir þeirra er utan af landi og vita hvað það er að hafa vinnu og hvað það er að vera atvinnulaus þeir hafa líka séð byggðir dala út á landi þeir geta ekki hugsað sé að hið sama gerist í Hafnarfirði.

Þá koma svörin svona.

.

Auðvitað á að sýna þeim eldri fulla virðingu og kynna þeim málin, en þá frá báðum hliðum. 

Hitt er síðan alveg fullgild spurning, hvort það sé í raun og veru þeirra sem komnir eru af léttasta skeiði að ákvarða, með eða á móti.

Kv. Sigurjón Vigfússon


Alcan: Raflínur í jörðu

Stór hluti raflína að álverinu í Straumsvík verður lagður í jörðu samkvæmt nýju samkomulagi Alcan og Landsnets. Álverið greiðir kostnaðinn og Hafnarfjarðarbær mun ekki bera neinn kostnað af breytingunum.

Ekki stendur aðeins til að nýjar línur fara í jörð heldur líka hluti þeirra sem fyrir eru. Sú kvöð fylgir þessu samkomulagi að stækkun álversins verði samþykkt í kosningunum á laugardag.

Helstu breytingarnar verða þær að línumannvirki við Vallarhverfið verða fjarlægð ásamt stórum hluta spennistöðvarinnar við Hamranes. Aðrar loftlínur sem nú standa ofan við byggðina verða grafnar í jörð við Kalárselsveg að spennustöðinni en stöðin mun að loknum breytingum aðeins þjónusta íbúðabyggð í Hafnarfirði.

  Kv, Sigurjón Vigfússon

Á að kreista peninga út úr Alcan ?

Landeigendur Óttarsstaða suðvestan við álverið í Straumsvík hafa stefnt íslenska ríkinu, Alcan og Hafnarfjarbæ . Stefnan verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10.

Undarlegt mál land Óttarstaðar er utan þynningarsvæðis verði deiliskipulagið samþykkt en fremur er gert ráð fyrir því í framtíðinni það svæðið verði hafnarsvæði ekki íbúðarbyggð, þar fyrir utan er bann við búskapi í landi Reykjavíkur,Kópavogs Garðarbæjar,og Hafnarfjarða. Er hér verið að stefna þessum aðiljum og gera þá að peningarþúfu?

 Kv, Sigurjón Vigfússon


mbl.is Landeigendur Óttarsstaða stefna íslenska ríkinu, Alcan og Hafnarfjarðarbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerðist ef Alcan myndi auglýsa svona?

 Auglýsingaherferð, Grátt eða Grænt ósmekkleg. Þarna er verið að auglýsa gegn stóriðja  eins og Alcan og til þess eru nýttir krakkar. Börn eru látin fara með línur sem einhverjir aðilar hafa skrifað og síðan matreitt ofan í krakkana. Börnin eru notuð! Það þarf enginn að segja mér að 8-10 ára gamalt barn hafi fastmótaðar skoðanir um stóriðjustefnu eða stækkun Alcan. Ef einhver segir því að segja eitthvað eru allar líkur á því að barnið, í trausti fullorðins einstaklings, geri það. Þarna er verið að taka heitt deiluefni, blanda því saman við ómótaðan og saklausan hug barns og útkoman er hrein misnotkun.

Hvað hefði verið gert ef álfyrirtækin eins og Alcan á Íslandi hefðu gert svipað? Skellt í sjónvarpið auglýsingaherferð þar sem  börn sem myndu segja: " X-Við stækkun Alcan."  Ætli félagsfræðingarnir í sól  hefðu ekki vilja þá senda börnin þá  vestur í Breiðuvík ef það væri en hægt .

 

Kv, Sigurjón Vigfússon

Hagur af stækkun álvers yfir 12 milljarðar króna

Vísbending: Hagur af stækkun álvers yfir 12 milljarðar króna

Í nýjasta tölublaði Vísbendingar (11. tbl. 2007) er reiknað hvaða hag landsmenn hafa í heild af álveri í Hafnarfirði miðað við sömu forsendur og Hagfræðistofnun gefur sér um hag Hafnarfjarðarbæjar. Í ljós kemur að heildarhagurinn er um 12 milljarðar króna sem er talsvert hærri fjárhæð en Hagfræðistofnun reiknaði út, enda meira reiknað inn í dæmið.

Úr greininni:

,,Með sama hætti er ekki ástæða til þess að efast um réttmæti þeirra útreikninga sem sýna að árlegur tekjuauki Hafnarfjarðarbæjar af útsvari muni eftir stækkunina nema 45 milljónum króna. Núvirðing með 5% vöxtum gefur heildartekjuauka upp á 575 milljónir. Tekjuauki samfélagsins í heild af þessum þætti er aftur á móti miklu meiri. Ráða þarf um 350 manns til viðbótar í verksmiðjuna ef hún verður stækkuð. Reiknað er með að munur á launum í álverinu og meðallaunum í samfélaginu verði sá sami í framtíðinni og hingað til. Út frá því er núvirt heildarhagræði þjóðfélagsins af þessum hátekjustörfum um 9,4 milljarðar króna.''

Kv, Sigurjón Vigfússon 


Atvinnu tækifæri til Húsavíkur.

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sagði á málþingi á Húsavík í dag að vel hugsanlegt væri að álver rísi í Þingeyjarsýslu. Það álver myndi fá raforkuna frá jarðhitavirkjun og bygging slíks orkuvers hefði ekki áhrif á umhverfið þar um slóðir. Sagðist Valgerður vera þeirrar skoðunar, að um væri að ræða atvinnustarfsemi sem rúmist vel innan marka sjálfbærrar þróunar.

Kv,Sigurjón Vifgússon 


mbl.is Segir álver við Húsavík rúmast innan marka sjálfbærrar þróunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð fréttamennska á MBL.

Góð fréttamennska á MBL í dag um stækkunar málið þar er fjallað erum kosninguna um stærra og betra Álver Mogginn fær 10 í einkunn frá Ljóninu,  en hér kveður við annan tón en hjá Sól í Efstaleiti.

Ég hvet Hafnfirðinga til að kynna sér málið á þessari frétt  og líka að  fara á línk Hafnarfjarðar.

Enn fremur að líta inn á Hag Hafnarfjarðar á grein um miðla sem fjallar um hlutdrægan fréttflutning.

 


mbl.is Stefnir í tvísýnar álverskosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun til Hafnfirðinga!!!

Áskorun til Hafnfirðinga!!!

 

            Nú styttist í að við Hafnfirðingar göngum að kjörborði til þess að kjósa um deiliskipulag sem gefur Alcan kost á því að þróast og stækka, nú hafa bæjarbúar fengið mikið af upplýsingum til að taka upplýsta ákvörðun í atkvæðagreiðslunni, þær staðreyndir sem mér finnst skipt mestu máli eru:

  • Bæjaryfirvöld hafa selt Alcan lóð undir stækkun.
  • Stjórnvöld hafa gefið út starfsleyfi til stækkunar upp í 460 þús. tonna framleiðslu
  • Búið er að tryggja raforku fyrir stækkað álver.
  • Ljóst er að öll mæligildi vegna mengunar eru langt undir viðmiðunarmörkum opinberra krafna og notaður verði besti mengunarvarnarbúnaður.
  • Þynningarsvæði hefur verið minnkað samkvæmt tillögum í deiliskipulagi.
  • Það eru miklir hagsmunir í húfi:
    • Hagsmunir Hafnarfjarðarbæjar og allra íbúa.
  • Verkalýðsfélög starfsmann hafa ályktað með stækkun og nefni ég:
    • Vlf. Hlíf,  VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsamband Íslands  og  FIT – félag iðn- og tæknigreina.
  • Samstaða hefur náðst í bæjarstjórn um tillögu að deiluskipulagi sem allir flokkar í bæjarstjórn hafa samþykkt að fari í kosningu.
    • Og þar með hefur verið gengið að öllum kröfum okkar sveitarfélags.
  • Afgreiðsla bæjarstjórnar á spurningu sem leggja á fyrir bæjarbúa í kosningunni var samþykkt með 10 atkvæðum og 1 hjáseta, takið eftir enginn á móti.
  • Niðurstöður úr skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands þar sem kostnaður og ábati af hugsanlegri stækkun álversins í Straumsvík

Góðir Hafnfirðingar eins og sést á þessari upptalningu þá hafa náðst fram víðtæk sátt um alla meginþætti og valið ætti að vera auðvelt, en nú er verið að feta nýja slóð til aukins lýðræðis sem flokkast undir íbúalýðræði og þar með að gefa íbúum Hafnarfjarðar kost á að segja til um sitt umhverfi í kosningu, því hvet ég alla Hafnfirðinga til þess að nýta sér kosningarétt sinn og mæta á kjörstað og kjósa.

Við eigum samleið í álinu, “Græn orka fyrir grænan málm.”

Með hliðsjón af öllu ofantöldu og þeim miklu hagsmunum okkar Hafnfirðinga til framtíðar hvet ég alla til samstöðu og kjósa með framtíðinni og

segja  Já á kjördag 31. mars og þeir sem ekki verða heima á kjördag kjósið áður.

 

Gylfi Ingvarsson aðaltrúnaðarmaður og íbúi í Hafnarfirði


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband