Færsluflokkur: Bloggar
30.5.2007 | 18:08
Alcan til Þorlálshafnar og atvinna úr Hafnarfirði.
Þegar íbúar í Hafnarfirði höfnuðu stækkun álversins í Straumsvík í kosningu lá fyrir samningur Alcan og Landsvirkjun um orkusölu vegna stækkunarinnar. Hann var óundirritaður en byggður á viljayfirlýsingu um forgang Alcan að orku í stækkun álversins. Þessi viljayfirlýsing rennur úr gildi eftir sléttan mánuð eða í lok júní.
Alcan leitar nú nýrra leiða til að stækka og nýta sér forgang að orkunni, á skömmum tíma. Í gær voru aðstæður skoðaðar í Þorlákshöfn á fundi með sveitarstjórnarmönnum. Siguður Þór Ásgeirsson, fjármálastjóri Alcan segir að meðal annars hafi verið athugað hvaða staðir kæmu til greina undir nýtt álver. Það væri ein leið sem Alcan væri að skoða til að geta stækkað eftir niðurstöðuna í íbúakosningunni. Þá er rætt um að reisa nýtt 280 þúsund tonna álver.
Sigurður segir það varla raunhæft að ætla að mál væru komin svo langt á næsta mánuði þannig að flötur væri á því að ganga til orkusölusamninga á grundvelli viljayfirlýsingarinnar. Aftur á móti væri möguleiki að reyna að fá Landsvirkjun til að framlengja viljayfirlýsinguna ef raunhæfir kostir um nýtingu orkunnar væru í sjónmáli.
Sigurður segir að ákveðið hafi verið að halda áfram skoðun á Þorlákshafnarálveri í undirnefnd. Sveitarstjórnarmenn hefðu sýnt málinu mikinn áhuga og væri viðmót Þorlákshafnarbúa gagnvart Alcan allt annað og betra en hefði mætt þeim í Hafnarfriði undanfarið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2007 | 04:59
Ál á bílinn, Græni málmurinn.
Litið er á vetni sem einn besta kostinn af hreinum eldsneytum, sérstaklega fyrir bíla, vegna þess að vatnsgufa er það eina sem myndast við bruna á því. Bush Bandaríkjaforseti hefur sagt vetni vera eldsneyti framtíðarinnar, en rannsakendur hafa enn ekki komist að niðurstöðu um hver sé hagkvæmasta leiðin til þess að framleiða og geyma það.
Í rannsókninni sem gerð var við Purdue Háskólann í Indiana er "Vetnið framleitt eftir þörfum, svo þú framleiðir aðeins eins mikið og þig vantar, þegar þig vantar það" sagði Jerry Woodwall, prófessor í verkfræði, en hann uppgötvaði nýja kerfið. Woodwall sagði í tilkynningu að vetnið þyrfti hvorki að geyma né flytja, og þar með væri tveimur erfiðleikum við framleiðsluna eytt.
Vísindamenn við Purdue háskólann sjá fyrir sér að hægt væri að nota vetnið fljótlega á minni vélar eins og sláttuvélar og keðjusagir. Þeir telja að einnig væri hægt að nota það á bíla, annaðhvort sem staðgengil fyrir bensín eða til að keyra áfram vetnisrafal.
Eitt og sér bregst ál ekki við vatni, vegna þess að húð myndast yfir álið þegar það kemst í snertingu við súrefni. En gallium kemur í veg fyrir að þessi húð myndist, og leyfir álinu að bregðast við súrefni í vatninu sem leysir þá úr læðingi vetni og áloxíð, einnig þekkt sem súrál. Það sem eftir stendur er áloxíð og gallium. Það eina sem vélin skilar frá sér við brunan á vetninu er vatnsgufa.
"Engar eiturgufur verða til" sagði Woodland.
Framleiðslukostnaðurinn við þetta er um það bil þrír dollarar á gallonið, sem er svipað verð og gallonið af bensíni kostar í Bandaríkjunum.
Prófessor Woodland sagði að ef súrálið sem eftir væri yrði endurunnið og gert væri gæðaminna gallium væri hægt að minnka framleiðslukostnaðinn enn frekar, og gera kerfið á viðráðanlegra verði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2007 | 11:25
Ríkisstjórn Íslands 2010.??
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2007 | 11:47
VG. Óska eftir 300.000 kr frá Alcan
Fyrst vilja þeir að Alcan fari af landi brott svo betla þeir peninga frá Alcan, hvað viljar þeir næst frá Alcan að Alcan greiði auglýsingarkostnaðinn frá Sól í Straumi.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, óskaði eftir því að Alcan í Straumsvík styrkti flokkinn um þrjú hundruð þúsund krónur.
VG óskuðu eftir fjárstuðningi Alcan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.4.2007 | 11:43
Dýrasti Hafnarfjarðar brandarinn.
Um síðustu helgi stóðu Hafnfirðingar fyrir því að kjósa um stækkum álversins í Straumsvík ; einhverjum mikilvægustu kosningum sem lagðar hafa verið á íbúa sveitarfélags. Val þeirra skipti þjóðina og Hafnfirðinga miklu máli.
Hafnfirðingar stóðu frami fyrir því að taka ákvörðun um afdrif vinnustaðar sem um 250 Hafnfirðingar vinna-auk hinn sem búa í öðrum sveitarfélögum. Talið er að fyrir hvert eitt starf séu tvö afleidd. Starfsmenn eiga fjölskyldur þannig að á milli sex og sjö einstaklingar eru á bak við hvern starfsmann . Því var afkoma um sautján hundruð og fimmtíu Hafnfirðinga í húfi segi og skrifa 1750 manns . Með stækkun hefðu þeir skipt þúsundum.
Öflugara álver hefði verið mikilvæg lyfti stöng undir öflugt atvinnulíf og mikilvæg undirstaða fárhagslega afkomu Hafnarfjarðar sem hefði styrkt Hafnarfjarðarbæ til að standa betur að velferð en önnur sveitarfélög í krafti öflugra atvinnulífs og búa þar með vel að sínu fólki og standa betur að velferð íbúum Hafnfirðingum til góða en önnur sveitarfélög hefðu getað gert.
Þegar álsamningurinn var undirritaður fyrir 40 árum var talið að sjálfsagt að ríkið hefði lungann af tekjum álverinu. Menn sáu ofsjónir yfir ríkidæmi Hafnfirðinga ef tekjur rynnu þangað óskiptar. Það var skiljanlegt að það hefði gerði Hafnfirðingum gramt í geði á þeim tíma, en nú eru aðrir tímar flokkar og samtök vilja í skjóli skoðana sína kom bænum á kné með fram ferði sínu og hagsæld Hafnfirðinga skiptir þá engu máli.
Uppskera er Dýrasti Hafnarfjarðar brandarinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 16:34
Ríkisstjórn Íslands 2010.
Ingibjörg Sólrún, félagsmálaráðherra, hefur lýst yfir þungum áhyggjum yfir gríðarlegri aukningu gjaldþrota íslenskra heimila, sem var óhjákvæmilegur fylgifiskur hins mikla atvinnuleysis í kjölfar brotthvarfs stóru íslensku fyrirtækjanna. Fyrir 3 árum síðan var rétt um 2% atvinnuleysi, en tölur fyrir desembermánuð sýna að nú er atvinnuleysi orðið 9.2%, fyrst og fremst vegna brotthvarfs stóru fyrirtækjanna, og gríðarlega erfiðs rekstrarumhverfis þeirra fyrirtækja sem eftir voru. Eftir að skattar voru hækkaðir á fyrirtækin hefur hagnaður þeirra þurrkast út, og löggjöf sem sett var 2009 um jafna skiptingu í störf eftir kynjum hefur leitt til mikilla rekstrarörðugleika í kjölfar stjórnvaldssekta sem lagðar hafa verið á fyrirtæki. Ingibjörg sagði að ef við gengjum í ESB myndi allt þetta lagast, en forsætisráðherrann hefur lagst gegn því, enda Steingrímur J. á móti slíkum þreifingum.
Ríkisbankinn sem VG stofnaði virðist ekki standa sig sem skildi, niðurgreiðsla á vöxtum er að sliga hann, og fólk fer með sparifé sitt erlendis því vaxtastigið á sparnað er ekki í takt við neitt, afskriftir lána eru svakalegar, og við hin fáum reikninginn í gegnum skattprósentuna.
Reyndar hafa launin lækkað mikið, sérstaklega hjá ríkinu, en líka í einkageiranum, en fólk segir svo sem ekki mikið því þeir sem hafa vinnu eru þakklátir fyrir það eitt. Skoðanakannanir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn er með um 60% fylgi og Framsókn með 25%, en hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur samt sagt að það taki líklegast um 10-15 ár að koma okkur á sama stað efnahagslega og við vorum árið 2007, sem þýðir að við höfum upplifað mjög dýra 20 ára tilraun í kommúnisma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.3.2007 | 16:26
Talandi um áróður.
Gott kvöld
Tilefni þess að ég sendi ykkur línu, er bréf það sem búið er að bera í hús í Hafnafirði og kennt við bændur á bökkum Þjórsár.
Þegar undirskriftirnar eru skoðaðar kemur í ljós að fæst af þessu fólki á beinna hagsmuna að gæta. Aðeins, að mér sýnist, tveir aðilar sem hafa hagsmuna að gæta, sem sagt búa á jörðum sem ná að Þjórsá og vatnsréttindi hafa ekki verið seld á.
Annars er þarna mest fólk sem býr fyrir neðan allar virkjanir og svo gamalmenni sem ekki stunda búskap lengur. Það eru ekki nærri allir á þessum lista sem eiga land að Þjórsá.
Með baráttu kveðju
Guðmundur Sigurðsson
Reykhóli Skeiðum
Þetta fannst mér afar athyglisvert og hafði samband við Guðmund. Hann sagði mér þetta til viðbótar:
Það er nú því miður svo að þessir svokölluðu náttúruverndarsinnar eiga til að skreyta sig ýmist með fölskum eða sviknum fjöðrum. Það er alveg dæmigert að eins og með þetta bréf sem þeir komu af stað, að gera það á þeim tíma að erfitt er að koma vörnum við og látið líta svo út að þarna sé um einhvern meirihluta að ræða.
Staðan er sú hjá okkur sem búum við Þjórsá, að hún var gegnum aldirnar búin að herja á lönd, brjóta bakka og flæða um með tilheyrandi skaða. Eftir að farið var að virkja inn á fjöllum hefur þetta mjög breyst til batnaðar, hún er orðin mun rólegri og fastari í farvegi. Það kemur til út af því að framburður hefur minnkað mikið svo hún er hætt að hlaða undir sig.
Með þessum virkjunum sem fyrirhugaðar eru í neðri Þjórsá mundi hún vera endanlega beisluð í farvegi og landvinningar hefjast hjá mörgum þeim sem eiga land að henni, þar er jafnvel um að ræða hundruð hektara sem er möguleiki að endurheimta.
Kjósum rétt í dag kæru hafnfirðingar, segjum JÁ
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2007 | 12:27
Samfylkingin í Hafnarfirði samþykkir stækkun Alcan.
Samfylkingin í Hafnarfirði samþykkir stækkun Alcan.
Á fundi sem haldinn var í Flensborg sagði : Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir fulltrúi Vinstri Græna að á fundi sem haldinn var bæjarráði fyrr í vetur þegar deilskipulagið var tekið fyrir og samþykkt að leggja það fyrir bæjarbúa í kosningunni og samþykkt með 10 atkvæðum og 1 hjáseta takið eftir enginn á móti að með þögn hefði Samfylkinginn í Hafnarfirði samþykkt stækkun Alcan og styðji hana þar með.
KV, Sigurjón Vigfússon
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2007 | 11:35
Allt fyrir málstaðinn ... notum börnin!
Þeir sem lásu færsluna mína um misnotkun Framtíðarlandsins á börnum (http://stundinokkar.blog.is/blog/stundinokkar/entry/151735/) eru væntanlega ekki hissa á því að mér finnist það ósmart að andstæðingar stækkunar álversins etji börnunum sínum út í svona lagað. Ég sá til dæmis grein í bæjarblaðinu þar sem 10 ára barn er að kvarta yfir því að fá ekki að kjósa. Kommon! Trúir því virkilega einhver að 10 ára barn sé miður sín yfir því að hafa ekki kosningarétt?
Nei, þessi skæruhernaður er farinn að minna mann á fréttir utan úr heimi þar sem börnum er atað út í grjótkast eða þeim sigað fremst í víglínur í borgarstríðum með hríðskotabyssur eða basúkkur í hendinni! Ég efast um að öllum Hafnfirðingum þyki smekklegt að vera með þessum hætti komin í hóp með Palestínu, Írak og Sierra Lione!
Ég sá líka mjög skrítin komment út í gamla fólkið í Hafnarfirði hjá einum andstæðingi stækkunar, en hann virtist vera þeirrar skoðunar að fólk sem væri dautt innan fárra ára ætti ekki að hafa kosningarétt! Já, þið lásuð rétt og ef þið haldið að þetta séu útúrsnúningar þá er best að láta beina tilvitnun í umrædd skrif fylgja hérna með:
"Hitt er síðan alveg fullgild spurning, hvort það sé í raun og veru þeirra sem komnir eru af léttasta skeiði að ákvarða, með eða á móti, í máli sem hafa mun áhrif á unga og ófædda til næstu 60 til 80 ára ef stækkun verður samþykkt. Ég tel ekki," segir einn sólarmaðurinn á http://redlion.blog.is/blog/redlion/entry/159379/. Þetta væri raunar fyndið ef þetta væri ekki svona sorglegt.
Hafnfirsk ungmenni mótmæla álversstækkun |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2007 | 13:15
Alcan hefur eytt um 20 milljónum í auglýsingar.
Á opnum fundi í Hafnarfirði í Hafnarborg um álverið kom mér á óvart útreikningur fréttastofunar um auglýsingarnar sem Alcan hefur verið að senda út. Þar kom fram að Alcan hefur eytt um 20 milljónum í auglýsingar.
Á fundi í Flensborg á miðvikudag var Alcan sakað um að hafa eytt 200 milljónum í kosningabaráttuna. Meira að segja hún Guðfríður Lilja, hélt þessu fram á fundinum. Ekki veit ég hvaðan Sól í straumi og VG fái fyrrnefndu töluna en það er komið á daginn að hún er röng.
Sól í straumi er ekki eins saklaus og fátæk og hún þykist vera. Þeir halda því fram að hafa bara eytt ,,nokkrum hundraðköllum " í baráttuna. Það finnst mér nokkuð ótrúverðugt því að ef við reiknum allt inn í, sjónvarpsauglýsinguna, bolina blöðð,bæklinga, kort, allar auglýsingar þá er það mjög ótrúverðugt að það hafi "bara farið nokkrir hundraðþúsundkallar" í herferðina. Ekki reikna ég allar auglýsingarnar frá Framtíðarlandinu inn í dæmið.
Mér er persónulega alveg sama hvað Sól í Straumi eyddu miklu fjármagni, þau eiga bara að segja rétt frá og ekki vera að ýkja í báðar áttir.
Á morgu er kosið um deiliskipulagið. Alveg sama hvernig útkoman verður þá munu eftirmálin verða flókin. Það er víst að Hafnafjarðarbær þarf á fjármagninu að halda.
Eitt er víst að afstöðuleysi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði um stækkunina skaðar ekkert nema þá sjálfa. Þó er eitt víst að það eru skiptar skoðanir hjá langflestum flokkum um álverið en hvergi er eins mikill ágreiningur eins og má hjá Samfylkingunni. Í viðtali í Kastljósi sem og í Island í dag sagði Ingibjörg Sólrún hreit og beint út að ef hún kæmist til vala þá mundi hún segja NEI við stækkun álversins. Sama sagði Ágúst varaformaður enga atvinnuuppyggingu í Hafnarfjörð ætli það gildi líka um vestfirðina, norðurland og allt Ísland?
Kv,Sigurjón Vigfússon, trúnaðarmaður Steypuskála og varaaðaltrúnaðarmaður starfsmanna Alcans.
Stækkum Alcan já Takk.
Bloggar | Breytt 31.3.2007 kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Af mbl.is
Innlent
- Íbúar ráða örlögum verksmiðju
- Eins og ef Kjörbúðin á Blönduósi færi í verkfall
- Viðreisn fengi flest þingsæti
- Vegirnir voru eins og borðstofuborð
- Jonni vann Rímnaflæði
- Eldur kviknaði í bifreið í Mosfellsbæ
- Einn með bónusvinninginn
- Tilbúin að bregðast við skelli slæm sviðsmynd á
- Framkvæmdir fyrir alls tvo milljarða
- Við munum ekki hvílast fyrr en þetta klárast
- Þurfum að fá úr þessu skorið
- Við erum ennþá í fullum gangi
- Hraunflæði ógnar innviðum við Svartsengi
- Aðhald nægilegt þrátt fyrir 70 milljarða halla
- Verulegur framgangur og fjölmiðlabann í deilunni
Fólk
- Fyrsta stiklan úr Vigdísi
- Gert á kostnað brostinna hjarta
- Harry alltaf einn á ferð
- Diddy óskar eftir að losna í þriðja sinn
- Lítil spenna fyrir nýjustu þáttum Harry og Meghan
- Kom aðdáendum í opna skjöldu
- McGregor mætti fyrir rétt
- Ætlar að gera dagatal eins og slökkviðsliðsmennirnir
- David Walliams þurfti að bæta öðrum viðburði við
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu