Færsluflokkur: Vísindi og fræði
8.2.2007 | 22:05
Starfsmanna Alcan í Straumsvík og það sem Rétt og Satt er.
Rauða Ljónið hlustar og virðir skoðanir annara varðandi stækkun Alcan í Straumi.
Rauða Ljónið vill málefnalega umræðu um starfsmenn Alcan.
Rauða Ljónið vill sannleikan upp á borðið.
Rauða Ljónið vill aukið atvinnulýðræði og bjarta framtíð í Hafnarfjörð óðháð pólitík.
Rauða Ljónið vill að Vinstri Grænir og Sól í Straumi segi satt að Alcan sé Álver ekki Álbræðsla.
Rauða Ljónið segir á meðan Vinstri Grænir tali um Álbræðslu eru þeir að fara með ósannindi.
Kveðja, Rauða Ljónið.
8.2.2007 | 04:21
Er hugmyndafræði Samfylkingarinnar fengin hjá Karli bréta prins í umhverfismálum og ferðamannaiðnaði?
Karl Bretaprins ákvað fyrir nokkrum vikum síðan af aflýsa árlegri skíðaferð sinni til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda en prinsinn hefur verið gagnrýndur fyrir að fljúga um allan heim til að taka við viðurkenningum fyrir störf sín að umhverfisverndarmálum og stuðla með því að losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kom fram á fréttavef Jyllands-Posten. Deginum eftir flaug hann til New York til að taka við einni slíkri umhverfisviðurkenningu.
Ómar keyrir á litlum sparneytum álbíl ef ég fer með rétt mál og er hlynntur mengandi ferðamannaiðnaði. Samfylkingarbanarnir í Samfylkingunni eru ekki hlynntur skít og drullu og hafa verið helstu talsmenn þess að banna Íslendingum að koma nálægt slíku. Fyrst með slagorðinu Fagra Ísland og nú síðast með áróðrinum um tækni eitthvað í stað stóriðju. Ég tel alla íslendinga umhverfissinna sem vilja fara mismunandi leiðir skynseminar.Ef færi fram skoðanakönnun á fylgi flokkanna meðal starfsmanna Alcans þá væri Samfylkingin langöflugust flokka hjá okkar fyrirtæki enda feikivinsæll bæjarstjóri í bænum okkar. Hvert atkvæði fjölskylduföðurs getur haft vægi upp á 3-15 fallt. Ef við tökum lítið dæmi og teljum okkur trú á að flestir stuðningsmanna Alcans séu búnir að fá nóg af ójafnaðarmennskunni. Tökum fyrir hæsta áhrifagildið? 300 starfsmenn *15 eru 4500 atkvæði. Ég er farinn að finna urg hjá starfsmönnum gagnvart Samfylkingunni.
Í Fjarðarpóstinum í dag kemur fram að Talnakönnun gerði könnun fyrir Vísbendingu um afstöðu landsmanna um stækkun Alcan. 55% voru fylgjandi 45% á móti.Að lokum óska ég þess að Samfylkingin verði áfram jafnaðarmannaflokkur en ekki áróðursflokkur gagnvart okkur framfarasinnum. Flestir Hafnfirðingar eru ánægðir með Samfylkinguna í Hafnarfirði þar sem bæjarstjórinn í Hafnarfirði lítur hlutlaust á málin en að mínum dómi er annað að segja af forustusveit Samfylkingarinnar á landsvísu sem lítur hlutdrægt á málin.
Kveðja.Á Örn Þórðarson7.2.2007 | 10:08
Dylgjum um starfsskilyrði starfsmanna í álverum svarað
Hildur Atladóttir fjallar um stóriðju og ásakanir stóriðjuandstæðinga.
Marta Eiríksdóttir kennari skrifaði grein sem birtist hér í blaðinu sl. þriðjudag undir yfirskriftinni ,,Hvalneskirkja hverfur titillinn á þó ekki nema að litlu leiti við það sem kom fram í greininni. Marta er fyrst og fremst í grein sinni að andæfa uppbygginu fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Ástæða þess að ég sé mig knúna til að setja línu á blað til andsvara eru hinar ótrúlegu dylgjur sem Marta setur fram í grein sinni um áhrif álvera á líf og heilsu einstaklinga.
Eftir tal um loftmengandi stóriðju snýr Marta sér að heilbrigðismálum starfsmanna álvera og einstaklinga sem búa í nágrenni þeirra. Steininn tekur úr þegar hún dylgjar um slæm starfsskilyrði starfsmanna og kastar síðan fram spurningunum: ,, Er kannski hvítblæði og krabbamein algengara á meðal þeirra eða astmi og lungnasjúkdómar? Hvert skyldi markmið Mörtu vera með þessum spurningum í grein sinni? Væntanlega að skilja lesandann eftir með þá tilfinningu að álver sé hættulegur vinnustaður, þar sem illa er búið að starfsmönnum og líkur á að þeir fái alvarlega sjúkdóma eins og hvítblæði eða krabbamein séu meiri en gengur og gerist vegna starfsumhverfis þeirra. Marta skrifar undir greinina sem kennari, ég vona að hún fjalli um mál er snúa að kennslu af meiri þekkingu og yfirvegun en hún gerir um starfsumhverfi álvera í grein sinni.Undirrituð er leiðtogi heilbrigðismála hjá Alcan á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík, fyrir þá sem þekkja til vinnuaðstæðna starfsmanna álvers eins og þess sem rekið er í Straumsvík eru dylgjur eins og þær er Marta setur fram vægast sagt ósvífnar, órökstuddar og byggðar á augljósri vanþekkingu og sleggjudómum. Staðreyndin er sú að vinnuumhverfi starfsmanna er mjög gott. Það er tryggt að starfsumhverfi þeirra sé ekki á neinn hátt hættulegt heilsu þeirra og að fyllsta öryggis sé gætt í þeirra daglegu störfum. Að dylgja um auknar líkur á alvarlegum veikindum starfsmanna er ógeðfellt og ekki málstað andstæðinga stóriðju til framdráttar.Hildur Atladóttir.Höfundur er næringarfræðingur og leiðtogi heilbrigðismála hjá Alcan á Íslandi hf., Straumsvík.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.2.2007 | 01:32
Þessi frétt gæti átt við Hafnarfjörð eftir nokkur ár ef Alcan fær ekki að nútímavæðast og stækka.
Átta af þrjátíu starfsmönnum Skipalyftunnar í Vestmannaeyjum var sagt upp störfum fyrir helgi og kunna enn fleiri að missa vinnuna á næstunni.
Að öllu óbreyttu verður fleirum sagt upp um næstu mánaðamót," segir Stefán Jónsson, yfirverkstjóri Skipalyftunnar.
Mennirnir sem sagt var upp hafa sumir um 45 ára starfsaldur að baki.
------------------------------------------------------------------------------------------------------
Verður frétt í svipuðum dúr hér í Hafnarfirði eftir nokkur ár ef afturhaldsstefna verður ríkjandi hér á næstu árum og fyrirtækið Alcan fær ekki að stækka og nútímavæðast?
Þá yrði fréttin líklegast svona? Alcan hefur ákveðið að loka verksmiðju sinni á næstu 3-5 árum þar sem allur tæknibúnaður og framþróun er orðið barn síns tíma. 500 starfsmenn með allt að 45 ára starfsaldur munu missa vinnu sína.
Húsvíkingar hafa reynt allt í 30 ár en flest allt hefur mistekist og er vonin álver. Hafnfirðingar gætu vissulega fetað í fótspor húsvíkinga og beðið efir hinu margrómaða þekkingar eitthvað sem kemur kannski aldrei?
Kveðja.
Á.Örn Þórðarson
3.2.2007 | 01:38
Hagsæld í Hafnarfirði ef Alcan verður stækkað?
1. Tekjur munu stóraukast í Hafnarfirði og munu nema allt að 1.400.000 milljóna króna.
2. Árlega munu tekjur ríkisins af starfsemi Alcans nema 4-5 milljarða króna.
3. Biðlisti þeirra sem vilja vinna hjá Alcan mun minnka þar sem 350 ný bein störf skapast hjá fyrirtækinu.
4. Samtals munu skapast um 1200 bein og óbein störf vegna stækkunarinnar.
5. Bæjarsjóði verður kleyft að hafa ókeypis leikskóla eða ókeypis skólamáltíðir.
6. Alcan mun koma sterkari inn eins og undanfarin ár með aukið fjármagn til samfélagsmála.
7. Hátækni iðnaðarfyrirtæki og önnur hugvitsfyrirtæki munu fá aukna vinnu til hugvits og þróunar vegna aukins hátæknibúnaðar í nútíma álverum.
Læt þetta lítilræði gott að sinni.
Sjá hlekk SA, hér.
Stækkum Alcan JÁ TAKK.
Kveðja Á Örn. Þórðarson
Vísindi og fræði | Breytt 5.2.2007 kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
2.2.2007 | 11:33
Við erum bestir...
Á Íslandi búa um 300.000 manns en þrátt fyrir fámennið þá höfum við afrekað jafn mikið og ef ekki meira en aðrar þjóðir heims. Við erum íslendingar og við erum bestir. Afrek okkar má sjá í t.d. framúrskarandi handboltaliði (strákunum okkar) sem voru á góðri leið með að verða heimsmeistarar. Við höfum 8 sinnum verið með sterkasta mann heims og 3 sinnum fallegustu konu heims. Þetta kemur mér persónulega ekkert á óvart því íslenskir karlmenn eru nautsterkir og ég veit að hér búa fallegustu konur heims og þar á meðal konan mín.
Það er þessi íslenski baráttuvilji sem gerir okkur sérstök og fylgir okkur í öllu því sem við gerum. Hann er ástæðan fyrir því að Alcan á Íslandi hefur staðið framar öðrum í álframleiðslu og með þeim bestu í heimi hvað varðar umhverfismál og öryggismál, sem endurspeglast í þeim fjölda viðurkenninga sem fyrirtækið hefur fengið bæði innan lands jant sem erlendis. Hann er einnig ástæðan fyrir því að Alcan móðurfélagið hefur valið að fjárfesta í stækkun hér fremur en annarsstaðar.
Þessi framúrskarandi árangur Alcan á Íslandi náðist ekki með gæði steypunar í gólfum fyrirtækisins heldur með baráttuvilja starfsmanna þess til að gera betur, vera bestir, með því að setja sér kröfuhörð markmið og innlima stöðugar umbætur og verkefnastjórnun. Við leitumst því nú eftir stækkun, fjölgun baráttumikilla starfsmanna, til að geta orðið betri og haldið áfram að vera bestir.
Kjósum með stækkun og höldum áfram að vera bestir, áfram Ísland.
Kveðja,
Fannar
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2007 | 15:18
Ósmekklegur og ódrengilegur fréttflutningur Fréttmanna RÚV.
Bæði í útvarpsfréttum í hádeginu og í kvöldfréttum sjónvarpsins á miðvikudaginn var fjallað um stækkun álversins í Straumsvík á afar ósmekklegan hátt. Fréttirnar jaðra hreinlega við fréttafölsunþví þær sýndu á engan hátt raunhæfa mynd af efni fundar sem Samtökatvinnulífsins héldu um umhverfisáhrif álversins.
Á fundinum skýrðu fulltrúar Alcan-ÍSALs frá fyrirhugaðri stækkun, umhverfisáhrifum hennar og þeim góða árangri sem Alcan ÍSAL hefur náð á undanförnum árum sem er raunar langt umfram allar þær kröfursem settar eru á fyrirtækið. ALcan-Ísal er í fremstu röð í heiminum og styrkur mengunarefna er hvergi nálægt heilsuverndarmörkum ólíkt því sem oft er látið í skína.
Alcan-ÍSAL er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem innleiddi umhverfisstjórnun skv. ISO 14001 og er enn eitt fárra fyrirtækja sem hefur þessa vottun.
Í fréttum RÚV var umfjöllunarefni SA fundarins tekið úr öllu samhengi og svert, augljóslega í pólitískum tilgangi. Á fundinum var mjög margtáhugavert, ekki síst sérkennileg hegðun umræddra fréttamanna sem virtust komnir á fundinn til að ná sér niðri á einhverjum en upplýstu í leiðinni alla fundarmenn um ótrúlega fáfræði á málefninu. Spurningar þeirra vorubeinlínis hlægilegar og raunar svo mikið að starfsmaður Umhverfisstofnunarsem sat fundinn sem gestur fann sig knúinn til að standa upp og útskýragrundvallaratriði fyrir fréttahaukunum. Það er skammarlegt að RÚV skuliekki setja fréttafólk sem veit um hvað það er að tala í verkefni eins og þetta.
Það er ekki einskær áhugi á umhverfismálum sem skýrir umræddar fréttir því í þeim málaflokki er af nógu að taka. T.d. hefur það vakið litla athygli að svifryksmengun fór á síðasta ári 29 sinnum yfir heilsuverndarmörk við Grensásveg í Reykjavík. Svifryksmengun á Hvaleyrarholtihefur hins vegar ALDREI í 40 ára sögu álversins mælst yfir heilsuverndarmörkum.
Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvort fréttamatið hefði verið eins ef á áðurnefndum fundi hefði verið kynning á samyrkjubúi sem rekið væri af ríkinu og starfsmenn í BSRB en ekki á launaskrá hjá álfyrirtæki.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.2.2007 | 08:58
Okkar vinsæli bæjarstjóri Hafnfirðinga.
Okkar vinsæli bæjarstjóri Hafnfirðinga gagnrýnir yfirlýsingar forsvarsmanna Sólar í Straumi samkvæmt grein í Fjarðarpóstinum í dag. Ég tek undir þessa grein bæjarstjórans þar sem forsvarsmaður Sólar í Straumi reynir að blekkja í skrifum sínum Hafnfirðinga.
Kv. Rauða Ljónið.
31.1.2007 | 21:26
Falleinkunn hjá RÚV
RÚV sendir röng skilaboð með samanburði á co2 losun í samgöngum og stækkun í Straumsvík. Hvers vegna?
Ef gera á samanburð co2 losun er eðlilegra að bera saman Straumsvík og önnur álver. Því losun á co2 verður ekki lægri annars staðar en í Straumsvík við framleiðslu á áli.
Afhverju segir RÚV ekki: Stækkun í Straumsvík stenst ströngustu kröfur um mengunarvarnir strax við lóðarmörk.
Eða: Þynningarsvæði minnkað um 70% vegna frábærs árangurs Alcans í umhverfismálum.
Tryggvi L. Skjaldarson
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gildi Alcan til Hafnarfjarðar nú og eftir stækkun.Yfir 1200 störf bein og óbein afleidd, eru vegna Alcan, Alcan er hæsti greiðandi gjalda á Reykjanesi með 960 milljónir í opinber gjöld sjá (RSK) sá næsti er með 300 milljónir.Verði stækkað þrefaldast upphæðin í 2,597 milljónir 800 miljónir til Hafnarfjarðar til birgja og verktaka um 5,500 til 6000 miljónir fyrir utan útsvars til Hafnarfjarðar af störfum Hafnfirðinga er vinna hjá Acan , fjölgun starfa er um 1100 bein og óbein afleidd og útsvar af þeim, og svo mætti lengi telja Rauða Ljónið vill aukin atvinnutækifæri og aukna atvinnu í Hafnarfjörð til handa þeim er eru að koma út á atvinnimarkaðin góðærið er ekki eylíft frekar en kýrnar hans Farós.
Kv, Svig.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 87461
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó