30.6.2010 | 13:03
Níðst á alþýðunni á Íslandi, hvar er ASÍ.
Á þeirri forsendu er full ástæða fyrir Alþýðusamband Íslands að beina þeim tilmælum til aðildarfélaga sinna að grípa til róttækra aðgerða vegna þessarar ákvörðunar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins þar sem þau skilaboð eru send út að dómar hæstaréttar gildi ekki fyrir fjármálakerfið heldur einungis fyrir sauðsvartan almúgann.
Formaður Verkalýðsfélags Akraness hvetur alþýðu þessa lands til að standa saman og sýna íslenskum stjórnvöldum fulla hörku og það verði ekki liðið að dómar hæstaréttar gildi ekki fyrir alla í þessu landi. Oft hefur verið þörf fyrir samstöðu en nú er nauðsyn," skrifar Vilhjálmur á vef verkalýðsfélagsins.
Segir níðst á alþýðunni á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Já, hvar er ASÍ?
Ragnhildur Kolka, 30.6.2010 kl. 13:19
Ja, ég spyr á móti, hversu margir af alþýðunni, sem verkalýðsfélög innan ASÍ skyldu vera með þessi lán???
Eru það kannski bara örfáir og ætli meirihlutinn sem þessi lán tóku hafi ekki verið aðilar með hærri tekjur, sem sé tilheyri varla þeirri stétt sem kölluð er sauðsvartur almúginn (þótt hann sé langt frá því að vera svartur)???
Er kannski verið að kalla eftir því að enn og aftur verði samtök lægst launaða starfsmanna landsins notuð sem eyki fyrir hálaunamennina??
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 15:14
Já Ragnhildur hvar er ASí.
Sigurður, láglaunamaðurinn hefur ætíð greitt fyrir þann hálauna.
Rauða Ljónið, 30.6.2010 kl. 17:47
Við verðum að standa saman og verjast gegn þessum okurlánafyrirtækum nú síðast í fréttum um SP fjármögnun bíll keyptur með 4.8 milljóna láni sem fór i 9.8 milljónir og viðkomandi gat ekki borgað tapaði bílnum hann verðmetin á 3 millur seldur á fimm en lántakinn krafin um 6 millur hvað er í gangi? ef þetta er ekki rán þá veit ég ekki hvað er rán. Bankar og fjármögnunarfyrirtæki sýndu ekki á tíðum miskunn því ættum við að sýna þeim miskunn þegar klár er að við höfum dómstólana með okkur!
Sigurður Haraldsson, 30.6.2010 kl. 19:58
Sæll. Sigurður sá þetta dæmi og hef séð mörg viðlíka hvernig farið er með fólk í greiðsluerfiðleikum þar sem sá stóri níðst á þeim smáa í skjóli laga en vilja svo ekki hlíta dómi hæstaréttar né landslögum þegar þeir telja þau vera þeim í óhag.
Æðstu menn fjármálafyrirtækjanna og stöku embættismenn voru vel „vitandi vits“ um hvað framundan kynni að vera og hvaða þýðingu gengistrygging hefði í hruni efnahagslífsins.
Þeir göbbuðu almenning „vitandi vits“ til að bjarga sér.
Rauða Ljónið, 30.6.2010 kl. 20:26
Upp á hvað er verið að bjóða þegar framkoman er eins og dæmi hafa sýnt! Tæki hafa beinlínis verið rifin úr höndum á fólki og lögreglan hefur staðið með fjármálafyrirtækjunum nú hefur staðan snúist við skildi lögreglan standa með okkur?
Talaði við yfirmann lögreglunar í Reykjavík i dag og bað hann að íhuga það hvað þeir gerðu ef við værum með uppsteyt við þessi fyrirtæki, kvaðst hann myndi skoða málin einnig aðvaraði ég hann út af því sem SÍ og FME gerðu í dag það er að sega köstuðu sprengju út til okkar hvernig eigum við að taka því?
Sigurður Haraldsson, 30.6.2010 kl. 21:20
Sæll. Sigurður fjármálafyrirtækin hafa verið lögvernduð í þessum gjörningum með her lögfræðinga með sér og ekki tekið tillits til skuldarann hvort hann hefði geta borga með lengingu lána eða réttlátri skuldbreytingu þetta hafa þessi fyrirtæki nýtt sér.
Til að græða á ógæfu lántakans..
Nú þegar dæmið snýst við þá mun löggjafinn koma inn og vermda þessi fyrirtæki mér sýnist á umræðunni nú hjá ráðherrum benda í þá átt.
Rauða Ljónið, 30.6.2010 kl. 21:47
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar, setur landið enn nær uppreisn.
Mín eigin færsla: http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/1072934/
Síðan er þessi ábending til þeirra sem vilja taka upp Evru:
http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/1070350/
---------------------
Stærstu vonbrigðin eru líklega, að ef Gylfi Magnússon hefur rétt fyrir sér, að fjármálakerfið þoli þetta ekki - að þar með staðfestist sennilega að endurreisn bankakerfisins hefur sennilega mistekist.
Hint, má finna í skýrslu AGS þ.s. fram kemur, að stærð kerfisins sé nú 159% af þjóðarframleiðslu - en í dag á það einungis að þjóna innanlands markaði.
En, ríkisstj. virðist ekki skilja hugtakið "opportunity cost" - í þessu tilviki, hvað annað hefði verið hægt að gera við þann pening sem það hefur kostað, að hafa bankakerfið stærra og þar með dýrara í rekstri en brýn þörf var fyrir.
*Er þessi umfram launa-/rekstrarkostnaður þ.s. 20% afskriftin hefði kostað?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.7.2010 kl. 01:38
Ef þið hafið séð myndina Catch 22 á sínum tíma (þ.e. fyrir þó nokkrum árum síðan) þá vitið þið að við erum hér með Catch 22.
Fyrir þá sem ekki sáu þessa mynd þá er Catch 22, klásúla 22 í reglunum og bandaríska herinn, en hún segir í hnotskurn: til þess að menn losni við hermennsku þá verða þeir að vera geðveikir. Ef þeir vilja hins vegar losna úr hermennsku þá eru þeir greinilega ekki geðveikir. M.ö.o. þú losnar ekki úr hermennskunni.
Í þessu tilfelli þá losnum við sauðsvartur almúginn ekki við að borga gengistryggðu lánin. Það er tómt kjaftæði að tala um að kröfuhafar eigi að bera tapið. Við skulum líta til þess að hér á landi eru starfandi eftirlitsstofnanir sem eiga að hafa eftirlit með því að fjármálafyrirtæki starfi í samræmi við lög og reglur. Þessar stofnanir eru Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið og Alþingi. Enginn þessara aðila gerði athugasemd við gengistryggðu lánin, þrátt fyrir að samþykkt voru lög á Alþingi 2001 (ef ég man rétt frekar en 2002) um að gengistrygging á lán í íslenskum krónum væri ólögleg. Þar með hafa þessar eftirlitsstofnanir gróflega brugðist hlutverki sínu. Það þýðir sem sé að kröfuhafarnir, sem í flestum tilfellum eru væntanlega erlendir aðilar, eiga bótakröfu á þessar eftirlitsstofnanir fái þeir kröfur sínar ekki greiddar. Þetta er þvílíkt yfirgengileg vanræksla af hálfu þessara eftirlitsstofnana.
Og hver á þessar eftirlitsstofnanir og ber ábyrgð á þeim, jú ríkissjóður. Og hver á ríkissjóð og ber ábyrgð á honum, jú við sauðsvarti almúgurinn. Þannig að þetta lendir þá bara á okkur öllum í formi hærri skatta til ríkissjóðs.
Eigum við þá bara ekki að greiða bara alls ekki þessar skuldir okkur. Jú það væri svo sem leið ef við viljum fara aftur í tímann til t.d. aldamótanna 18-1900. Slíkt myndi leiða til þess að allir erlendir markaðir væru lokaðir á okkur og við fengjum hvergi lánafyrirgreiðslu eða greiðslufresti erlendis og yrðum að staðgreiða allt okkar. Og það um ókomna áratugi, þar til erlendir viðsemjendur okkar væru þess trúandi að okkur væri treystandi fyrir peningum þeirra og eignum.
Það er því svo sem gott og blessað að standa úti á horni og úthrópa, en betra að setjast niður og finna lausn sem flestir geta sætt sig við þó svo að slík sátt líkist hverju örðu hundsbiti.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 11:05
Bankakerfið er sennilega cirka hrunið - Sigurður - ef þ.e. svo að Gylfi hafi rétt fyrir sér, því munum að skv. lánabókum bankanna eru 43% skilgreind í vandræðum og ólíklegt að af þeim verði borgað.
Eitthvað af þeim dettur reyndar út, ef eins og sennilega gerist Hæstaréttur staðfestir að samingsvextir gildi.
-----------------------
Þ.s. þarf að gera, er að stokka kerfið upp, loka svona tveim bönkum t.d. færa þeirra bissness yfir í Landsbankann án þess að fj. þar starfsfólki, afskrifa öll innlán yfir cirka 4-5 milljónum - þá skapast ef til vill borð fyrir eina stóra afskrift t.d. 30%.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.7.2010 kl. 11:28
Sælir. Einar og Sigurður Catch 22 er ágæti lýsing á ástandinu hinsvegar er bankakerfið ekki nógu öflugt að dómi margra til að standa þetta af sér en skiptar skoðanir eru um það og hvernig því myndir reiða af hugmyndir að fækka bönkum er að vísu ákjósanleg.
En eitt skulum við allir muna að með þjóðarsáttinni 1991 þá var verðtrygging tekin af launum þar skrifuðu undir verkalýðsfélögin samtök atvinnulífsins ásamt ríkisstjórninni alþingi.
Allir þessir hópar lofuðu að standa vörð um lánakerfið vexti og afborganir ef verkalýðshreyfingin tæki á sig umsamda og mikla kjaraskerðingu sem launþegar skyldu borgaá næstu 5 til 6 árum en í raun tók þetta um 9 til 10 ár og launahækkunum yrði still í hóf.
Nú í dag erum við komin á verri tímapunt og nú þarf launþegin aftur að borga.
Fyrir gjörninga sem aðrir stóðu að.
Íslenskur launamaður stóð við sitt samkomulag hinir ekki.
Nú í dag á launþeginn aftur að greiða fyrir þessa hópa sem varpa ætið ábyrgðinni á launþega með gjörðum sínum og gerði svo oft á síðustu öld.
Og engin ráðarmaður hvorki já ríkisstjórn né verkalýðshreifunguni vil minnast þess að eitt sin fylgdi verðhækkanir á laun vísitöluni það er orðið tapó.
Rauða Ljónið, 1.7.2010 kl. 13:40
Og engin ráðamaður hvorki já ríkisstjórn né verkalýðshreyfingunni vil minnast þess að eitt sin fylgdi verðhækkanir á laun vísitölunni það er orðið tapó.
Rauða Ljónið, 1.7.2010 kl. 13:43
Búinn að lesa bloggið hans Krugman?
http://krugman.blogs.nytimes.com/2010/06/30/the-icelandic-post-crisis-miracle/
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.7.2010 kl. 14:54
Takk . Einar.
Kv. Sigurjón
Rauða Ljónið, 1.7.2010 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.